Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Síða 14
Helgarblað 17.–20. október 201414 Fréttir
Dularfull einkavæðing BúnaðarBankans
n Týnd gögn um einkavæðingu bankans n Fékk S-hópurinn afslátt? n Dularfull þátttaka þýsks banka n Engin áform um rannsókn á einkavæðingunni í bili
H
eildarskýrsla, sem unnin var
af PricewaterhouseCoopers
endurskoðunarfyrirtækinu
(síðar PwC) síðustu dag-
ana áður en Búnaðarbank-
inn var seldur S-hópnum í ársbyrj-
un 2003, finnst hvergi þrátt fyrir
ítarlega eftirgrennslan og leit. For-
sætisráðuneytið, sem vistaði fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu á
þessum tíma, hefur staðfest bréflega
að skýrslan finnist ekki í ráðuneytinu.
Sama gildir um Arion banka, arftaka
KB banka og áður Búnaðarbank-
ans, en hann staðfestir bréflega að
umrædda skýrslu sé ekki heldur að
finna í fórum bankans. Tölvupóstur
og tímaskýrslur PwC vegna vinnu við
umrædda heildarskýrslu staðfesta
engu að síður að skýrslan var unnin
fyrir Búnaðarbankann 6. til 10. janú-
ar árið 2003, aðeins um viku áður en
gengið var frá kaupum S-hópsins á
bankanum 16. janúar sama ár.
Sannanir fyrir tilvist skýrslunnar
DV hefur umræddan tölvupóst og
tímaskýrslur undir höndum og get-
ur því sýnt fram á að heildarskýrslan
var unnin. Efni umræddrar skýrslu
kann að veita svör við spurningum
sem meðal annars er spurt í þings-
ályktunartillögu sem Alþingi sam-
þykkti 7. nóvember árið 2012 um
rannsókn á einkavæðingu bank-
anna. Þrátt fyrir að meirihluti Al-
þingis sé fyrir því að óbreyttu að
hefja slíka rannsókn hefur ekkert
orðið af þeirri rannsókn enn. Eins
sog DV greindi frá á dögunum er
rannsóknarhlutverk á vegum Al-
þingis til athugunar innan þingsins
sem og kostnaður við slíkar rann-
sóknir. Aðeins einn þingmaður nú-
verandi meirihluta á Alþingi, Pétur
Blöndal, Sjálfstæðisflokki, var fylgj-
andi rannsókn á einkavæðingu
bankanna þegar þingsályktunar-
tillagan var samþykkt árið 2012.
Þingmenn núverandi stjórnarflokka
sátu að öðru leyti hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Meðal þess sem rannsóknar-
nefndin átti að fjalla um var gerð og
innihald samninga við kaupend-
ur bankanna, mat á eignum þeirra
og að hve miklu leyti það sam-
ræmdist söluverði þeirra. Þá átti
slík rannsóknarnefnd að fjalla um
efndir samninga og undanþágur frá
ákvæðum þeirra, til dæmis er varða
afslætti frá kaupverði. Æði margir
kunnáttumenn um efnahagslíf telja
að ein meginrót efnahagshrunsins
haustið 2008 sé einkavæðing ríkis-
bankanna nokkrum árum áður. Nú
síðast ritar Þorkell Sigurlaugsson,
framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í
Reykjavík, ritdóm um bók Inga Freys
Vilhjálmssonar, Hamskiptin, og segir
meðal annars: „… það kom mér alltaf
undarlega fyrir sjónir hvernig staðið
var að einkavæðingu bankanna árið
2003 og ekki síður sú uppstokkun á
eignarhaldi fyrirtækja sem bankarnir
tóku að sér í kjölfarið.“
Athyglisvert er að svonefnd áreið-
anleikaskýrsla um Búnaðarbankann
var kynnt hlutaðeigendum á
Þorláks messu 2002. Ef rétt er skilið
var þar um að ræða drög að þeirri
heildarskýrslu sem í vændum var
og PricewaterhouseCoopers hét að
klára fyrir 10. janúar 2003. Þegar ráð-
herranefnd um einkavæðingu náði
samkomulagi við S-hópinn svo-
nefnda 15. nóvember 2002 um kaup
hans á nærri 46 prósenta hlut ríkisins
í Búnaðarbankanum var samkomu-
lagið gert með fyrirvara um áreiðan-
leikakönnun beggja aðila.
Einkennileg aðild erlends banka
Mikilsvert er fyrir rannsókn á
einkavæðingu Búnaðarbankans
að heildarskýrslan komi í leitirnar,
enda má líta svo á að hún sé hin
endanlega áreiðanleikakönnun og
meira til. Hún gæti varpað ljósi á
efndir samninga og hvort veittur
hafi verið afsláttur frá endanlegu
kaupverði og þá hvers vegna, rétt
eins og kveðið er á um í framan-
greindri samþykkt Alþingis. Efnisleg
rök eru fyrir því að þetta verði kann-
að og leitt fram í dagsljósið varð-
andi söluna á Búnaðarbankanum,
því fyrirheit um 700 milljóna króna
afslátt voru gefin þegar Samson
(Björgólfsfeðgar og fleiri) keyptu
hlut ríkisins í Landsbankanum.
Í skýrslu framkvæmdanefndar
um einkavæðingu 1999–2003
segir orðrétt: „Í kaupsamningnum
er ákvæði um takmarkaða verð-
aðlögun, allt að 700 m.kr., ef þróun
efnahagsliða verður önnur en
gengið var út frá í áætlunum sem
lágu til grundvallar við undirritun
samkomulags aðila frá 19. október.
Ekki verður ljóst fyrr en á síðari
hluta árs 2003 hvort þessi atriði hafa
áhrif á endanlegt kaupverð.“
Í sömu skýrslu fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu
er hvergi minnst á sambærilegan
og mögulegan afslátt fyrir kaupend-
ur Búnaðarbankans, S-hópinn svo-
nefnda.
Í hinni glötuðu heildarskýrslu
(áreiðanleikaskýrslu) má einnig
gera ráð fyrir umfjöllun um erlend-
an banka sem við sögu kom þegar
S-hópurinn keypti um 46 prósenta
hlut ríkisins í Búnaðarbankanum
16. janúar 2003. Sá banki hét Hauck
& Aufhäuser.
Heilt mannár!
Í tölvupósti Vignis R. Gíslasonar hjá
PricewaterhouseCoopers til Árna
Tómassonar, bankastjóra Búnaðar-
bankans, 30. desember 2002 er gerð
grein fyrir vinnu við umrædda áreið-
anleikaskýrslu og týndu heildar-
skýrslunnar. Samanlagt fóru um
1.800 klukkustundir í verkið af hálfu
PricewaterhouseCoopers og Land-
well lögfræðistofunnar eða heilt
mannár. Þar af voru um 230 klukku-
stundir unnar frá 12. desember það
ár til áramótanna og gerði Vignir ráð
fyrir 70 klukkustundum að auki fram
til 10. janúar árið 2003 þegar hann
og samstarfsfólk hans áætlaði að
ljúka heildarskýrslunni.
Samkvæmt tímaskýrslum
PricewaterhouseCoopers vann
fjöldi endurskoðenda að lokafrá-
gangi heildarskýrslunnar og hélt
fundi með Búnaðarbankamönnum
og S-hópnum frá 6. janúar til 17. jan-
úar 2003. Verkið var unnið meðal
annars af endurskoðendunum Jóni
Arnari Baldurs, Ómari H. Björnssyni,
Ómari Davíðssyni, Regínu Fanný
Guðmundsdóttur og Valdimar
Guðnasyni. Vignir R. Gíslason,
endurskoðandi og einn af eigendum
PricewaterhouseCoopers, vann sjálf-
ur til 17. janúar 2003 við lokafrágang,
yfirlestur og fundahöld. Hann ræddi
meðal annars við fulltrúa S-hópsins
og Búnaðarbankans á þessum tíma.
Þórir Ólafsson endurskoðandi gerði
það einnig og sat sömuleiðis fundi
með mönnum úr S- hópnum og
fulltrúum Búnaðar bankans. Í sam-
tali við DV kveðst Þórir ekki muna
vel eftir þessu í smáatriðum enda
langt um liðið. Heildarskýrslan haf-
ið þó ekki verið svokölluð áreið-
anleikaskýrsla einvörðungu held-
ur hafi í henni verið farið yfir dulda
áhættuþætti, lagt mat á eitt og ann-
að og hvort efni væru til þess að gera
fyrir vara af einhverjum toga. Hann
minnist þess ekki að í henni hafi ver-
ið neinn fyrirvari um endalegt kaup-
verð bankans.
Hvað sem þessu líður virðist þessi
skýrsla, sem svo mikil vinna var lögð
í, vera glötuð. Meðan hún kemur ekki
í leitirnar verður ekkert sagt um inni-
hald hennar nema hugsanlega með
vitnaleiðslum yfir þeim sem unnu að
gerð hennar eða þeim sem létu gera
umrædda skýrslu. Slíka heimild til
skýrslutöku af hlutaðeigandi hefði
rannsóknarnefnd á vegum Alþingis
vegna einkavæðingar bankanna
augljóslega haft.
Í svarbréfi forsætisráðuneytisins
4. júní 2014 við fyrirspurn um
heildarskýrsluna sem Pricewater-
houseCoopers vann segir orðrétt:
„Ráðuneytið hefur ekki skýringu
á því hvers vegna umrædd loka-
skýrsla PricewaterhouseCoopers,
hafi hún verið unnin og afhent
framkvæmdanefndinni, finnst
ekki í ráðuneytinu. Gögn fram-
kvæmdanefndarinnar frá þessum
tíma bárust ráðuneytinu löngu síð-
ar og hafa þau öll verið gerð að-
gengileg almenningi. Engin sérstök
athugun hefur hins vegar farið fram
á því hvort eitthvað vanti í gögnin og
þá hvers vegna.“
Trúnaðarmál og fleiri týnd gögn
Þann 6. janúar 2002 fékk fram-
kvæmdanefnd um einkavæð-
ingu bréf frá Guðmundi Ólasyni og
Benedikt Árnasyni (GÓ og BÁ). Þar
er fjallað um samninga um sölu á
hlutabréfum í Búnaðarbankanum
og segir þar að framundan séu fund-
ir með fulltrúum S-hópsins vegna
sölunnar. Aðeins er um eitt blað (A4)
að ræða. Neðst á blaðinu eru gerð-
ar athugasemdir um að aukin fram-
lög þurfi á afskriftareikning sem og
vegna Lýsingar hf. sem var í eigu
bankans, alls nærri 700 milljónir
króna að hámarki.
Lokasetningin á blaðinu er svo-
felld: „Atriði sem enn standa út af í
samningnum.“. Samkvæmt orðanna
hljóðan er rökrétt að búast við fram-
haldi þar sem umrædd atriði eru
talin upp. Þrátt fyrir eftirgrennslan
í gögnum framkvæmdanefndar
um einkavæðingu frá þessum tíma
finnst framhald þessa bréfs hvergi.
Vel er hugsanlegt að fjallað hafi ver-
ið um þessi „atriði sem standa út af
í samningnum“ í heildarskýrslunni
sem einnig virðist glötuð eins og
áður segir.
Hér verður ekkert sagt um það
hvort umrædd gögn hafi verið fjarlægð
vísvitandi, en einkennilegt er að finna
aðeins hluta af bréfi merkt trúnaðar-
mál í gögnum framkvæmdanefndar
um einkavæðingu. n
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Félagar í baráttunni Halldór Ásgrímsson f.v.
forsætisráðherra átti náin tengsl við S-hópinn. Finnur
Ingólfsson var hluti af hópnum og virkur gerandi
ásamt Ólafi Ólafssyni, Þórólfi Gíslasyni og fleirum.
„Engin sérstök
athugun hefur
hins vegar farið fram á
því hvort eitthvað vanti
í gögnin og þá hvers
vegna.
S - hópurinn
„Ljóst er að eftir atburði sl. tveggja ára,
eru ekki eins afgerandi tengsl á milli stóru
félaganna sem myndað hafa kjarnann í
S-hópnum, þ.e. VÍS og Kers. Fyrir tveimur
árum var hvort félag um sig meðal
stærstu hluthafa í hinu. Nú á hvorugt telj-
andi hlut í hinu þrátt fyrir að þau eigi enn
eignarhluti í mörgum sömu félaganna.
Segja má að valdablokk S-hópsins hafi
skipst í tvær fylkingar, annars vegar undir
forystu Ólafs Ólafssonar og hins vegar
undir forystu Þórólfs Gíslasonar.
Sú fyrri stýrir m.a. Keri, Samskipum og
SÍF. Sú síðari VÍS, Samvinnutryggingum,
Andvöku og Samvinnulífeyrissjóðnum.
Sameiginlegir hagsmunir þeirra liggja þó
víða og ekki hvað síst í eignarhaldi á KB
banka.“ (Mbl. 5. febrúar 2004)
Ársverk Vignir R. Gíslason, endurskoð-
andi og einn af eigendum Pricewater-
houseCoopers, var meðal þeirra sem unnu
heildarskýrsluna um sölu Búnaðarbankans.
Vinnan á bak við hana jafngilti heilu ársverki.
Stórkaupandi Ólafur Ólafsson kenndur
við Samskip hafði mikilla hagsmuna
að gæta innan S-hópsins við kaupin á
Búnaðarbankanum.
S-hópurinn Þórólfur Gíslason kaupfé-
lagsstjóri var einn helsti forystumaður
S-hópsins við kaupin á Búnaðarbankanum
sem síðar var tekinn yfir af KB banka.