Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Síða 46
Helgarblað 17.–20. október 201446 Lífsstíll Þekktu þín eigin brjóst Á rlega greinast að meðal­ tali 209 konur með brjóstakrabbamein hér á landi og tveir karlar, sam­ kvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá Krabbameinsfé­ lagsins. Er það algengasta tegund krabbameins sem konur fá eða tæp­ lega 30 prósent af öllum greindum krabbameinum hjá konum. Eru þetta tæplega fjórar konur á viku og margt bendir til þess að þessar töl­ ur komi til með að hækka á næstu árum frekar en hitt. Meðalaldur kvenna við greiningu er 61 ár og um 90 prósent þeirra eru á lífi fimm árum frá fyrstu greiningu. Á þessum árum hafa þó margar greinst aftur, en ekki er skráð töl­ fræði yfir hve stór hluti það er. Í árslok 2012 voru 2.684 konur greindar með brjóstakrabbamein skráðar á lífi hér á landi og 23 karl­ menn. 39 konur látast á meðaltali á ári hverju úr brjóstakrabbameini. 70 prósent kvenna mæta í skoðun Bara það eitt að vera kona setur þig í áhættuhóp hvað varðar brjóstakrabbamein. Áhættu­ þættirnir eru þó margir og mjög mismundi frá einni konu til annarr­ ar. Gott er fyrir hverja og eina konu að þekkja sína áhættuþætti, þekkja líkama sinn og vera vakandi fyrir breytingum á brjóstum. Allar konur á aldrinum 40 til 69 eru hvattar til að mæta á tveggja ára fresti í skipulega leit að brjóstakrabbameini hjá Leitarstöð­ inni. Eins og staðan er núna mæta tæplega 70 prósent kvenna á þess­ um aldri reglulega í skoðun. Þrátt fyrir að meðalaldur kvenna við greiningu sé í kringum sextugt er mikilvægt fyrir yngri konur að vera vakandi gagnvart þeim vá­ gesti sem brjóstakrabbamein er. Til dæmis með því að þreifa brjóst sín reglulega. Líkurnar aukast með aldrinum Aldur er einn stærsti áhættuþáttur brjóstakrabbameins. Dæmi frá Bandaríkjunum sýna að eitt af hverj­ um átta tilfellum brjóstakrabba­ meins greinist hjá konum yngri en 45 ára en tvö af hverjum þremur greinast hjá konum 55 ára og eldri. Þó er unnt að gera ýmsar breytingar á lifðnaðarháttum sem halda mögu­ legum líkum í lágmarki – að vera í hæfilegri þyngd, hreyfa sig reglu­ lega, halda áfengisneyslu í lágmarki, neyta næringarríkrar fæðu og reykja ekki. Allt að 80 prósenta líkur með stökkbreytingu Líkurnar á að fá brjóstakrabba­ mein geta orðið allt að fimmfalt meiri ef nánir ættingar hafa greinst með slíkt krabbamein. Flest tilfelli ættgengs brjóstakrabbameins má rekja til stökkbreytingar í svoköll­ uðum BRCA1­ og BRCA2­genum. Allir eru með slík gen og er hlutverk þeirra undir eðlilegum kringum­ stæðum að gera við frumuskemmd­ ir og sjá til þess að brjóstvefur vaxi eðilega. Þegar genin stökkbreytast hætta þau að starfa eðlilega og erfast þannig frá einni kynslóð til annarr­ ar. Stökkbreytt BRCA1­ og BRCA2­ gen orsaka um 5 til 7 prósent tilfella brjóstakrabbameina hér á landi. Líkur venjulegrar konu á að grein­ ast með brjóstakrabbamein ein­ hvern tíma á lífsleiðinni eru um einn á móti átta, eða 12 til 13 prósent. Lík­ urnar á því að kona með stökkbreytt BRCA1 og BRCA2 fái brjóstakrabba­ mein geta hins vegar verið allt að 80 prósentum. Þá eru meiri líkur á að konur með stökkbreytingu í um­ ræddum genum greinist ungar og í báðum brjóstum en aðrar. Hægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir Ef kona hefur farið í erfðarann­ sókn og veit að hún ber stökkbreytt BRCA1 eða BRCA2 getur hún val­ ið að fara í fyrirbyggjandi skurð­ aðgerð þar sem heilbrigð brjóst og eggjastokkar eru fjarlægðir. Þó er vert að hafa í huga að um er að ræða mjög ágengar aðgerðir sem ekki eru afturkræfar. Með fyrirbyggjandi skurðaðgerð, þar sem nánast all­ ur brjóstvefur er fjarlægður, er unnt að draga úr líkum á brjóstakrabba­ meini um allt að 97 prósentum. Þá getur kona sem enn er í barn­ eign dregið úr líkum á brjóstakrabba­ meini um allt að 50 prósent með því að láta fjarlægja eggjastokkana. Slík aðgerð dregur hins vegar ekki úr lík­ um á brjóstakrabbameini hjá kon­ um sem komnar eru yfir tíðahvörf, því þar eru það fita og vöðvar sem framleiða mest af estrógeni, en ekki eggjastokkarnir. Tími í barneign skiptir máli Hvenær konur hafa blæðingar í fyrsta skipti getur haft áhrif á hvort þær fá krabbamein á lífsleiðinni. En konur sem byrjuðu að hafa blæð­ ingar yngri en 12 ára eru líklegri til að fá brjóstakrabbamein en þær sem eldri eru. Það sama gildir um konur sem fara úr barneign eftir 55 ára aldur. Á síðustu tveimur áratugum hef­ ur kynþroski stúlkna sífellt verið að hefjast fyrr og er þessi breyting talin stafa bæði af offitu og því að óæskileg hormónaraskandi efni finnast víða í umhverfinu. Aukið hormónamagn hrindir af stað kynþroska og vexti brjóstfruma. Því fyrr sem brjóstin byrja að vaxa, því fyrr taka þau að bregðast við hormónum, bæði inn­ an og utan líkamans. En það getur aukið líkur á brjóstakrabbameini. Þá geta konur með þétt brjóst verið allt að sex sinnum líklegri til að fá brjóstakrabbamein en kynsystur þeirra. En jafnframt er erfiðara að greina krabbamein í þéttum brjóst­ um. Þéttleikann er þó ekki hægt að meta af því hvernig brjóstin eru við­ komu. Í þéttum brjóstum er minna af fituvef og meira af brjóstvef en í öðrum brjóstum, meira af mjólkur­ kirtlavef og uppistöðuvef um hvern mjólkurkirtil. Þetta er eitthvað sem finnst ekki með snertingu. Barneignir og brjóstagjöf Barneignir geta haft áhrif á líkurnar á hvort kona fái brjóstakrabbamein eða ekki. Meiri líkur eru á því að kona sem aldrei hefur alið fullburða barn eða eignast sitt fyrsta barn eft­ ir þrítugt, fái brjóstakrabbamein en þær sem það hafa gert. Ástæðan er sú að alveg frá því að brjóstfrumur mótast á kynþroska­ skeiðinu eru þær mjög óþroskað­ ar og virkar, eða allt þar til kona hefur alið sitt fyrsta barn. Á með­ an brjóstfrumur hafa ekki náð full­ um þroska eru þær mjög næmar fyrir estrógeni og öðrum hormón­ um, sem og hormónatruflunum frá umhverfinu. Þá veldur þungun því að tíðahringjum fækkar sem svar­ ar meðgöngutímanum og það kann einnig að skýra hvers vegna barn­ eignir hafa verndandi áhrif gegn brjóstakrabbameini. Að hafa barn á brjósti dregur einnig úr líkum á brjóstakrabba­ meini, sérstaklega ef barnið er á brjósti í meira en ár. Ávinningurinn er minni hjá þeim konum sem gefa brjóst skemur. Helstu ástæðurnar eru að þegar brjóst framleiða mjólk allan sólarhringinn eru minni líkur á því að brjóstfrumur hagi sér óeðli­ lega. Þá hafa konur færri tíðarhringi en ella á meðan þær eru með barn á brjósti. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að konur sem skortir D­vítamín eru lík­ legri en aðrar til að fá brjóstakrabba­ mein. Hugsanlegt er að D­vítamín­ ið eigi þátt í að stjórna vexti eðlilegra brjóstfruma og kunni þannig að hindra vöxt krabbameinsfruma. n n Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna n Helstu áhættuþættir Tölfræði brjóstakrabbameins á Íslandi Yfirlit 2008–2012 Karlar Konur Meðalfjöldi tilfella á ári 2 209 Hlutfall af öllum meinum < 1% 29,7% Meðalaldur við greiningu 63 ár 61 ár Meðalfjöldi látinna á ári (2005–2009) 0–1 39 Fjöldi á lífi í árslok 2012 23 2.684 (Upplýsingar fengnar úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands) Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Konur ættu að hafa það fyrir reglu að skoða brjóst sín sjálfar einu sinni mánuði til að vita nokkurn veginn hvernig þau líta út og eru viðkomu öllu jafna. Best er að skoða þau nokkrum dögum eftir blæðingar þegar minnstar líkur eru á því að brjóstin séu þrútin og aum. Fyrir konur sem eru hættar á blæðingum er gott að velja einn ákveðin dag í mánuði til skoðunar. Þrátt fyrir að hnútur finnist í brjósti við þreifingu þarf það ekki að þýða að krabbamein sé til staðar. Flestar konur eru að jafnaði með nokkra hnúta og þrymla í brjóstum. Átta af hverjum tíu hnútum sem eru fjarlægðir eru góðkynja. Brjóst eru jafn mismunandi og þau eru mörg og því skiptir máli að þekkja hvernig sín eigin brjóst eru viðkomu á mismunandi svæðum. Er eitthvað sem sker sig úr landslaginu, eins og steinvala á sandströnd? Hafðu samband við lækni ef þú tekur eftir breytingum á brjóstun- um sem vara lengur en einn tíðahring, eða virðast ágerast og verða meira áberandi. Sumar konur hafa brugðið á það ráð að skrifa hjá sér upplýsingar þegar þær skoða á sér brjóstin, og það getur verið gagnlegt. Til dæmis má teikna upp mynd eða hálfgert landakort af brjóstunum og merkja inn hvar er að finna þrymla eða ójöfnur. Þessi aðferð getur verið mjög gagnleg í upphafi og hjálpað konum við að muna frá einum mánuði til annars hvernig brjóstin eru venjulega. Breytingar á brjóstum sem geta bent til krabbameins Vertu vakandi gagnvart þessum einkennum n Breyting á stærð eða lögun brjósta n Roði eða útbrot í kringum geirvörtu n Vökvi lekur úr brjósti án þess að það sé kreist n Bólgur í handarkrika eða í kringum viðbein n Hnútur eða þykkildi sem er öðruvísi viðkomu en annar brjóstvefur n Breytingar á húðinni á brjóstinu, eins og krumpur eða dældir n Geirvartan dregst inn eða lögun breytist n Viðvarandi verkur í brjósti eða handarkrika Skoðaðu brjóstin mánaðarlega Hafðu samband við lækni ef breytingar ganga ekki til baka Þreifaðu brjóstin Góð regla er að þreifa brjóstin mánaðarlega MYnd SHuTTeRSTocK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.