Feykir


Feykir - 19.12.1990, Qupperneq 12

Feykir - 19.12.1990, Qupperneq 12
12 FEYKIR 45/1990 Fyrsta sjóferðin mín með þilskipi Frásðgn Bjarna Jónssonar frá Hrauni í Sléttuhlíð. Skráð af Þorsteini Matthíassyni. H eimili mitt var skammt frá sjó, enda var sjórinn minn besti félagi. Eg var tíu ára að mig minnir, þegar fósturmóðir mín, Indíana Sveinsdóttir, vakti mig með kossi snemma morguns og sagði að nú væri mál að vakna, kvíærnar væru komnar á rás út af túngarðinum eitthvað út í buskann. Eg nuddaði stírurnar úr augunum, klæddi mig í skyndi, l'ékk niér í sarpinn og brauð í nestið. Eg vissi svo sem hvað til stóð því að hjásetan var mitt skyldustarf jafnvel þó að ég hataði fátt eins mikið og þessar rollur sem ekkert voru nema hrekkir og sauðþrái. Þegarég kom út á hlaðiðsá ég Víðnes-Foru vera að hverl'a niður í fjöru og eins og vanalega eltu hinar. Hún Fora var vön að hugsa um allt l'éð á heimilinu. Eg ráfaði niður í Búðargilið, sá ærnar kýla vömbina af iðgrænum kjarna sem óðum rak og safnaðist í kesti í fjörunni. Það var vndislegt veður, ærnar voru önnum kafnarog ég hafði góðan tíma til að sjá mig um. Það var unaðslegt að dvelja á þessum stað, láta morgunsólina strjúka sér um vangann, hlusta á heillandi klið æðarkollunnar sem virtist vera albúin að fórna lífi sínu fyrir litlu börnin sín sem af unggæðingshætti busluðu fram og aftur, skriðu upp á bakið á henni og steyptu sér kollhnís í sjóinn til að ná í æti. Skammt frá mér var selur sem synti forvitnislega kringum skerin, langaði auðsjáanlega til að fá landfestu og hvíla sín lúnu bein, en hafði eitthvert veður af mér sem ofjarli sínum. En ég var hræddur við þessa tegund sjávardýra því að fóstra mín hafði sagt mér að ef þeir hefðu sand undir hreifunum væru þeir lljótir að hlaupa og gætu grandað börnum. U mhverfis mig ang- aði allt af lífi. Allir virtust una vel hag sínum nema ég. En hvað var að? Gat nokkur haft það betra sérstaklega á þessu augnabliki? Skvldi fólkið við heyannirnar hafa það éins gott, það sem þurfti dag eftir dag að berja skrælnaðar þúfurnar, eða öfundaði ég kannski kvíærnar sem hal'ði verið stíað frá lömbunum og sviptar öllu frelsi með því að hafa ódælan strák alltaf á hælunum? Nei, sannarlega öfundaði ég hvorugt þetta en einhver brennandi þrá greip huga minn í sambandi við sjóinn. Hann hafði að vísu heillað mig áður en aldrei eins og nú. Skipið sem fór fyrir framan bakkann með tvo báta í togi átti sterkastan þátt í því, að mig langaði til að vera orðinn stór og geta tekið þátt í því starfi sem fram fór á sjónum. Tengslin milli mín og skipsins þennan dag voru svo sterk, að mér fundust slög vélarinnar berja í takt við hjartað í brjósti mér, mennirinir á sjónum voru einu mann- verurnar sem ég vildi líkjast — og ég hét því að verða sjómaður. ,A.rin liðu tíðindalaust að mestu. Eg var orðinn sextán ára þegar ég réðst á hákarlaskip frá Akureyri ,,Flink” að nafni. Það var 26 smálestir að stærð, vélarlaust með seglum. Ekki hirði ég um nöfn skipverja annarra en þeirra sem ég tel koma eitthvað við sögu. Skipstjórinn hét Björn Jónsson frá Karlsstöðum í Fljótum, nokkuð á sjötugs- aldri, besti viðkynningar- maður og lista sjómaður. Stýrimaðurinn hét Guðnuindur Benediktsson, hann var ungur og lítt reyndur en góður félagi. Hásetarnir voru tíu eða alls tólf á skipinu. Við lögðum af' stað frá Haganesvík seint að kvöldi með fióabát sem gekk milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Ferðin gekk að óskum enda gott veður og hvergi komið við á leiðinni. Rennt var að brvggju á Akureyri klukkan tvö daginn eftir og þustu allir skipverjar um borð í þetta blessað skip. sem átti að verða okkar fijótandi heimili. Það stóð á stórum malar- kambi og hafði verið þar síðan um miðsumar. Á meðan hásetarnir voru að velja sér legurúm í lúkarnum. stóð ég eins og glópur á dekkinu og var aðvirða fyrir mér hina risastóru og sterklegu bvggingu skipsins. Það var ekki laust við að ég fyndi til minnimáttarkenndar ef við þyrftum að róa þessari hafborg nteð árum, því að ég sá enga vél og engin segl, aðeins beran og grútugan skipsskrokk. Eg snaraðist of'an í lúkarinn og heyrði mér til ángægju að karlarnir rifust um að fá mig fyrir rekkju- naut. Mér datt í hug að gaman væri að vera í svona miklu yfirlæti hjá þessum miklu mönnum — annars komst ég að því seinna að þetta var ekki af einskærri umhyggju fyrir mér heldur hitt að ég var yngstur og allþröngar tveggja mann kojur í skipinu og þá kannski hægt að ganga á minn rétt frekar en hinna. En ég held að þessi hugmynd þeirra um mig hafi ekki ræst og verður síðar að því komið. D aginn eftir varfarið að útbúa skipið og það kom í minn hlut og fieiri viðvan- inga að draga að það sem með þurfti. Aðrir slógu undir seglum, stungu saman kaðla, spýttu mórauðu og örguðu á okkur, sérstaklega mig, með svona fyrirskipunum: ,,Þú þarna pjakkur, réttu mér jómfrúna á bóndikkanum”. Satt að segja kom mér kvenfójk ekki í hugá þessum stað. Eg stóð og glápti á manninn, hélt hann væri sjóðandi vitlaus. ,,Þú ert asni”, hvæsti gamli maðurinn um leið og hann stóð upp og gekk fram þilfarið og kom með eitthvað í hendinni sem líktist snældusnúð. Nú þetta var jómfrúin til sjós, hugsaði ég. Mérvarekki meiraen svo um karlinn. Eg hljóp og snerist fyrir hina sem vissu mikið og gátu allt. Um kvöldið fóru allir félagar mínir á hersamkomu. Það þótti nauðsynlegt að kasta af sér áhyggjum og hversdagsþrasi til þess að komast í guðlegt Bjarni Jónsson frá Hrauni. samband við menn sem kunnu hin réttu tök á eilífðarmálunum, ekki síst ef þetta skyldi verða okkar síðasta ferð hér megin grafar. Á fimmta degi var skipið sett fram. Mér fannst skipasmiðurinn og setningar- stjórinn, Bjarni Einarsson. gera sannkallað kraftaverk. Enda þótt hann væri ekki einn við alla þess galdra stjórnaði hann verkinu. Við höfðum einnig verið lög- skráðir þennan dag og eftir þeim pappírsgögnum mátti enginn fara frá skipinu nema með leyfi skipstjóráns. Þetta braut ég í fyrstu til aðstorka þessum siðavöndu postulum og gerði ég það í skjóli þess að skipstjórinn var sérstaklega beðinn fyrir mig og þá hélt ég mér liðist allt. En það fór á annan veg, samt var hann mér mjög góður og gegndi ég honum af virðingu en ekki þrælsótta. Unt kvöldið tókum við út það sem með þurfti til skipsins og varallttilbúiðum miðnætti. Ég svaf illa um nóttina en hafði veður af þvi að fara ætti klukkan átta næsta niorgun og það brást ekki. því að mótorbátur rauf þögnina með vélarskrölti og þá var ekki lengur til setu boðið. Festar skipsins voru losaðar, húfum var veifað í kveðjuskyni og báturinn dró skip okkar léttilega frá bryggju í austurátt. Þegar kornið var fram á miðjan fjörðinn gaf skipstjór- inn skipun um að báturinn skyldi sleppa okkur. Því næst var öllum seglum tjaldað. stórsegli, messa, fokku, klýfur og toppum og suðaustan fjallaþeyrinn bar okkur mjúk- lega út Eyjaljörð. Skipstjórinn hélt um taumstýrið. tók ofan höfuð- fatið og sagði okkur að lesa Faðirvorið. Allir sem einn fórum við í viðeigandi stellingar og tautuðum eitt- hvert hrafi úr bæninni og blessuð sólin hellti ylgeislum sínum yfir hvers manns höfuð svo sem í þakklætis- skyni fyrir það að við skyldum sýna þessa viðleitni. Eftir bænina fengum við okkur árbítinn. hver maður hafði skrínukost nema hvað við höfðum sameiginlega máltíð einu sinni á dag, sem oftast var baunir og brimsalt rollukjöt, en einstöku sinnum fengum við saltfisk og vatnsgraut í ofanálag. Ég hafði fengið mér svolítinn hænublund, þegar ég kom fram að lúkarsgatinu varmér sagt að búið væri að skipta vöktum. Ég hafði lent á skipstjóravaktinni og átti hún nú törn á dekki. Maðurinn sem fram í kom var blautur og sagði farir sínar ekki sléttar því að komið var drif. Skipið hallaðist nokkuð á bakborða því allhvasst var en sjólítið. Ég gat í hvorugan fótinn stigið fyrir monti að vera komin í þennan gulhvíta danska búning sem hafði þann eiginleika að halda vatni. Aldrei hafði ég áður gengið járnaður, því skeifur voru undir stígvélunum (hælunum) og hatturinn féll að höfðinu eins og flís við rass. Já, ég var fær í fiestan sjó. Það var ætlun mín að ganga til hlés aftur á skipið þar sem félagar mínir stóðu í þéttum hnapp eins og undir stuitubaði. Skipstjórinn kallaði höstuglega til mín og sagði að

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.