Feykir


Feykir - 12.06.1991, Page 2

Feykir - 12.06.1991, Page 2
2 FEYKIR 22/1991 FEYKIR - JR- Óháö fréttab<aö á Noröurlandi vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERO: 100 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild aö Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Blönduós: Öryggi gangandi fyrir hraða- umferð gegnum bæinn aukið Von bráðar munu Blönduós- ingar njóta aukins öryggis gagnvart hraðaumferðinni um þjóðveg 1 gegnum bæinn, en hún hefur valdið foreldrum og forráðamönnum bajarins áhyggj- um um langt skeið. Hafín er uppsetning handriðs á Blöndu- brú fyrir gangandi umferð og bráðlega munu framkvæmdir hafnar við gerð hringtorgs sunnan brúarinnar á gatna- mótum Hnjúkabyggðar og Svínvetningabrautar. Hring- torgið kemur til með að bremsa af umferð að sunnan- verðu. Gönguleiðin yfir Blöndu- brú verðurtryggðáþann hátt að gangstéttin sem fyrir er verður breikkuð um tæpan meter og komið fyrir handriði þar innan við. Á það verður sett vörn sem hindrar vatnsaga og loftþrýsting frá umferðinni. „Það er hreinasta mildi að aldrei skuli hafa orðið slys á brúnni, t.d. þegar börn af brekkunni eru á leiðinni í skólann hjólandi í glerhálku að vetrinum. Þá hefði ekki þurft nema loftþrýsting frá stóru vöruflutningatæki til að setja þau í ána. Þeir þekkja þessar aðstæður veiði- mennirnir sem hafa verið að veiða af brúnni yfir Hnausa- kvísl”, sagði Guðbjartur Á Ólafsson bæj ar tæk n ifræðingu r á Blönduósi. Þess má geta að auk gerðar hringtorgsins verður kafli Svínvetningarbrautar framhjá Héraðshælinu bundinn varan- legu slitlagi í sumar. Ekki er ákveðið hvort vegagerðin sjálf stendur fyrir þessum framkvæmdum eða þær verði boðnar út. Glaðheimum PYLSUR M/SALATI........kr. 250 SAMLOKA M/SKINKU OG OSTL..ki 250 HAMBORGARIM/FRÖNSKUM...kr 370 OSTBORGARIM/FRÖNSKUM...kr. 390 PIZZA MARGERTTA.......kr430 FISKUR M/FRÖNSKUM......kr 490 ÍS OG ÁVEXTER M/SÓSU...kr 150 immom við bjóðum flaggstangir, fána og allan tilheyrandi búnað til sölu og verður uppsetning innifalin í verðinu. Einnig munu leiðbeiningar um notkun íslenska fánans fylgja með. Þessi pakki kostar aðeins kr. 35.000 Á næstu dögum munu félagar úr aðildarfélögum UMSS kanna áhuga fólks fyrir þessu og taka niður pantanir. Eins er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra UMSS í síma 38833 og fá nánari upplýsingar um þetta mál. UMSS og aðildarfélögin. gefinn SKAGFIRÐINGAR! BJÓÐUM FORSETA ÍSLANDS VELKOMINN MEÐ FÁNANN AÐ HÚNI! Örkin komin á sinn stað. Mínerva formaður foreldra- félagsins með blómvönd og Helga Sigurbjörnsdóttir fóstra. Það var líf og fjör við leikskólann Glaðheima á laugardaginn. Opið hús var í skólanum og slegið upp grillveislu utandyra. Við þetta tækifæri afhenti foreldrafélag skólans bát sem félagarnir hafa verið að skrapa upp og mála í vetur. Bátnum, sem Bára Haralds- dóttir gaf félaginu, var gefið nafnið Örkin. Börnin skírðu bátinn með því að henda í hann blöðrum fullum af vatni og fylgdi því þónokkur atgangur. Opið hús er haldið á Glaðheimum árlega og er jafnan góð mæting. Að sögn Helgu Sigurbjömsdóttur fóstm Hótel «ning SUPA DAGSINS............kr.150 bátur er mikill kraftur í starfi foreldrafélagsins og mun meðal annars vera í athugun hjá því að bæta inn á leiksvæði skólans bíl. Fyrir er reyndar bílgarmur sem ekki er nógu vel útlítandi og liggur fyrir að fjarlægja. Siglufjöröur: Bæjarstjórnin vill samstarf viö ríkið um málefni SR „Vegna þeirrar umræðu sem farið hefur fram um fjárhags- stöðu SDdarverksmiðja ríkisins óskar bæjarstjóm Siglufjarðar eftir nánu samstarfi við sjávarútvegsráðherra varðandi hugsanlega breytingu á eignar- haldi fyrirtækisins og fram- tíðarrekstur verksmiðjunnar á Siglufirði”. Þannig hljóðar hluti bókunar sem bæjarstjórn Siglufjarðar gerði í síðustu viku, Því er einnig beint til sjávarútvegsráðherra að flýta rannsóknum og mælingum á loðnustofninum með það í huga að veiðar geti hafist einum til tveimur mánuðum fyrr en nú er áætlað. Bæjarstjórnin telur rétt að minna á farsælan rekstur síldarverksmiðjanna í hálfa öld. Á þeim tíma hafi fyrirtækið ekki fengið fram- lög eða skuldbreytingar úr opinberum fjárfestingarsjóðum eins og flestar aðrar loðnu- bræðslur á Islandi.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.