Feykir


Feykir - 20.11.1991, Qupperneq 2

Feykir - 20.11.1991, Qupperneq 2
2 FEYKIR 41/1991 FEYKJIR I Hvað er byggðastefna? - -HL Óháft fréttablaft á Norfturiandi vestra Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2 Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Fax: 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Hún., Eggert Antonsson V.-Hún. Auglýsingastjóri: Hólmfríður Guðmundsdóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, Hilmir Jóhannesson og Stefán Árnason. Áskriftarverð: 100 krónur hvert tölublað. Lausasöluverð: 100 krónur. Umbrot: Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Verslið í heimabyggð Síðustu áratugi hafa umræðurum byggðamál sett mjög svip sinn á þjóðarsamkunduna. Eflaust verður svo enn um sinn enda um margslunginn málaflokk að ræða. Skiptar skoðanir hafa oft verið um byggðamálin og gagnrýnisraddir heyrst um þá byggðastefnu sem stjórnvöld hafa reynt að fylgja, til að mynda hefur Byggðastofnun legið undir ámæli á síðustu vikum og mánuðum. Samt sem áðureru trúlega flestir stjórnmálamenn þjóðarinnar samþykkir því að öfluga byggðastefnu þurfi að reka í landinu, byggða á raunhæfum áætlunum. En hvað er byggðastefna? Menn hafa verið að reyna að skilgreina þetta hugtak, en í daglegri umræðu mætti halda að byggðastefna snerist eingöngu um atvinnumál viðkomandi lands- svæða og samgöngumál. Vissulega eru þetta grundvallarmál til að byggð geti þrifist, og því verður ekki á móti mælt að mikið hefur áunnist í þessum málaflokkum víða um land á síðustu áratugum. Vegir stórbatnað, þó mikið sé þar ógert, séstaklega fyrir vestan og austan, flugsamgöngur eflst við gerð og lagfæringar flugvalla um land allt. Atvinnulífið hefur líka eflst, þó minni staðir út um landið gjaldi gjarnan fábreytts atvinnulífs í samkeppninni við stærra þéttbýli. En byggðastefna er ekki eingöngu þessirtveir málaflokkar, heldur nær hún yfir heilbrigðismál, menntamál og félagslega þjónustu. Heilbrigðis- og menntamálin er sjálfsagt hægt að afgreiða á þann hátt, að þrátt fyrir talsverða uppbyggingu í þessum málaflokkum á síðustu áratugum, er þjónustan mismikil eftir svæðum. Hvað heilbrigðismálin varðar t.d., hefur reynst æ erfiðar með árunum að manna einstök læknishéruð. Einn er sá þáttur í félagslegri þjónustu og menntamálum, sem gerðar hafa verið æ meiri kröfur til á seinni árum, og var ekki seinna vænna. Það er þjónusta við fatlaða. Með tilkomu svæðisstjórna fatlaðra um land allt hefur verið unnið markvisst að eflingu þjónustu og reynt að efla menntunarmöguleika fatlaðra. Hins vegar verður því ekki neitað, að nú á tímum niðurskurðar ríkisútgjalda vegna samdráttar í þjóðarframleiðslu, er vissulega hætta á að höggvið verði þar sem síst skyldi. Það verður líka að segjast eins og er varðandi grunnskólanám fatlaðra, að landsbyggðin virðist þar ekki njóta jafns á við höfuðborgarsvæðið. Ríkið kostar svokallaðar sérdeildir í þrem skólum syðra en vill ekki standa straum af slíkri þjónustu úti á landsbyggðinni. Kom þó inn í rekstur skólaheimilisins á Egilsá á sínum tíma, en virðist nú eiga að leggja það niður. Eru nýleg verkaskiptingalög ríkis- og sveitarfélaga þar borin fyrir. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir mikilvægi þeirrar þjónustu sem Egilsár- heimilið hefur veitt, en víst er að hér er um að ræða stórt mál varðandi sérkennslumálin í kjördæminu. Vonandi er að nefnd sú sem vinnur nú að endurskoðun sérkennslumála í kjördæminu komist að skynsamlegum niður- stöðum sem komist í framkvæmd. . ■. ÞA. Bjargað af sökkvandi bát Þegar þeir félagarnir Hjálmar Höskuldur Hjálmarsson og Jónas Einarsson á plastbátn- um Sigrúnu frá Hofsósi, voru staddir á Málmeyjarsundi um kvöldmatarleytið á sunnudags- kvöld á heimleið úr línuróðri, urðu þeir þess áskynja að báturinn fór að rísa að framan. Þegar betur var að gáð var hann hálffullur af sjó að aftanverðu og sjórinn streymdi inn. Um klukkutíma eftir að björgunarsveitinni Gretti hafði verið gert viðvart, voru sex björgunarsveitarmenn komnir á vettvang á Geisla, bát Páls Magnússonar, en svo vel vildi til að Páll og Haraldur Jóhannesson bóndi í Enni voru að koma úr svartfuglsskytteríi og ekki einu sinni farnir úrgallanum. Sigrún var stödd 10 mílur frá Hofósi og Höskuldur og Jónas höfðu verið um hálftíma í björgunarbát þegar hjálpin barst. Voru þeir íklæddir flotgöllum og leið vel, utan að Jónas sem verið hafði í koju var á sokkaleistunum í frostinu sem var um 10 stig. Sigrún maraði enn í kafi. Flotholt eru í bátnum og á hann ekki að geta sokkið við eðlilegar aðstæður, en um 700 kíló af fiski voru í bátnum. Línu- balarnir höfðu flotið út og lenti línan í skrúfu Geisla, en Páli skipstjóra tókst með snarræði að -losa hana úr. Gerð var tilraun til að draga Sigrúnu til lands, en án árangurs þar sem báturinn sökk fljótlega það mikið. Heimferðin gekk vel og var komið að bryggju á Hofsósi um hálftíu leytið. Ekki er vitað hvað olli lekanum í Sigrúnu. „FAKSSPOR HL FRAMTIÐAR,, Hestadagur veiður hjá nemum Bændaskólans áHólumíHjaltadal sunnudaginn 24. nóvember kl. 13.30 Komið og kynnist starfsemi hrossaræktarhrautar. Allir velkomnir. HÓLASKÓLI Vatnsleiðsla lögð til Haganesvíkur Undanfarið hefur verið unnið við að leggja vatnsleiðslufyrir kalt vatn til Haganesvíkur í Fljótum. Vatnið er sótt um 4 km leið en það er tekið í landi Barðs. Vöntun á góðu vatni hefur lengi valdið erfiðleikum í Haganesvík en þar í grennd er mjög lítið um vatnsból. Síðustu ár hafa nokkrir aðilar stundað sjó frá Haganesvík og verkað aflann í húsum þar. Fiskverkendur hafa haft undanþágu til að nota vatn úr Hópsvatni í nokkur ár en nú var svo komið að annaðhvort varð að hætta fiskverkuninni eða leiða betra vatn á svæðið. Sömu- leiðis hefur verið vatnsskortur í sumarbústöðum í grennd við Haganesvík. Það eru Fljóta- hreppur og fiskverkendur í Fljótum sem standa að framkvæmdinnl Þannig stendur hreppurinn undir kostnaði við efrihluta leiðslunnar og miðlunartank. Útvegsbændur bera kostnað við hinn hluta vatnsleiðslunnar og taka sumarhúsaeigendur að hluta þátt í þeim kostnaði. Ö.Þ.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.