Feykir - 18.03.1992, Page 3
11/1992 FEYKIR 3
Draumur Tindastólsmanna
um sæti í úrvalsdeildinni
endaði á sunnudagskvöldið, en
þá fóru fram síðustu leikir
deildarkeppninnar. Dæmið gekk
ekki upp. Tindastólsmenn áttu
afspyrnuslakan leik í Borgar-
nesi og töpuðu 77:95 fyrir
Skallagrínii. A sama tíma
sigruðu KR-ingar Snæfell með
40 stiga mun í Hólminum.
Þrátt fyrir að Tindastólsmenn
yrðu í fjórða sæti Japis-
deildarinnar, tveim stigum á
eftir KR, komust þeir ekki í
úrslit.
Tindastóll hafði unnið 11
deildarleiki í röð fyrir
Borgarnesleikinn, og tapaði
því aðeins tveim leikjum í
deildinni á þessu ári, þeim
fyrsta ogsíðasta. Arangurinn
er sá besti í deildinni til þessa
og víst að Tindastólsmenn
horfa með bjartsýni til næsta
árs og næstu ára. Nægur er
efniviðurinn.
Raunar má segja að
frammistaða Tindastólsliðs-
ins í vetur sé með ólíkindum.
Menn voru nefnilega ekkert
að spá í að komast í
úrslitakeppnina þegar mótið
hófst í haust. Meira að segja
var það álitið fjarlægt
markmið, eftir að Pétur
Guðmundsson bættist í hóp-
inn. En hlutirnir hafa verið í
lagi, liðsheildin blómstrað og
þetta munaði „svo” litlu að
liðið færi alla leið í úrslitin.
En það kemur bara næst.
Líklega hefur Tindastóls-
menn skort trúna á að
Snæfell hefði virkilega burði
til að leggja KR-ingana að
velli. Um leik Skallagríms og
Tindastóls er best að hafa
sem fæst orð. Staðan í
hálfleik var 43:39 fyrir
heimamenn. Stig Tindastóls
skoruðu: Ivan Jonas 14,
Haraldur og Einar 13 hvor,
Pétur 10, Valur, Björn, Jngi
Þór og Björgvin 6 hvor,
Kristinn Baldvinsson 2 og
Hinrik Gunnarsson 1.
Laugardaginn 7. mars varhaldið
héraðsþing Ungmennasambands
Vestur-Húnavatnssýslu. Þar var
rakin starfsemi sambandsins á
síðasta ári og kom þar m.a. fram
að haldið var upp á 60 ára afmæli
þess með ýmsu móti en
hápunkturinn var íþróttahátíð
haldin á Hvammstanga 19.-20.
júlí sem enduð var með varðeldi,
söng, leikjum, grillveislu og
mörgu fleiru.
Sambandið stóð einnig fyrir
Vorvöku á Hvammstanga umí
páskana ásamt Lionsklúbbnum
Bjarma og var það hluti af
menningarstarfi USVH. Sagt
var frá því að áhugi á frjálsum
íþróttum hafi verið að aukast og
var frjálsíþróttaráði ekki hvað
síst þakkaður sá aukni áhugi.
Húsnæðismál tóku óvænta stefnu
á árinu er stjórnarmenn tóku sig
til og gerðu tilboð í húsnæði það
sem skrifstofuaðstaðan er í nú,
en eigandi þess var Ræktunar-
samband V.-Hún. Samningar
tókust og vargengiðfrákaupum
nú á dögunum.
Kjör á íþróttamanni ársins fór
fram 18. desember og var kjöri
lýst og viðurkenningar veittar þ.
11. janúar s.l. Urslit urðu þessi:
íþróttamaður ársins var Herdís
Einarsdóttir, í öðru sæti varð
Guðmundur Valur Guðmunds-
son og í þriðja sæti varð Þórir
Isólfsson.
Afreksunglingar urðu:
Elísabet Olafsdóttir, Ellen Dröfn
Björnsdóttir, Hafdís Baldurs-
dóttir, Ingibjörg Jónsdóttir,
Kristiana Jessen, Laufey Skúla-
dóttir, Daníel Pétursson, Elvar
Daníelsson, Guðmundur V.
Guðmundsson, Guðmundur Jóns-
son, ísólfur Þórisson og Jóhannes
Guðjónsson.
Gestir þingsins voru Jón
Ármann Héðinsson fulltrúi frá
ÍSÍ, Sigurlaug Hermannsdóttir í
stjórn UMFÍ og Sæmundur
Runólfsson framkvæmdastjóri
UMFÍ. Á þinginu varsamþykkt
tillaga þarsemstjórn varfaliðað
tryggja rekstur ungmennabúða
á vegum USVH, jafnvel með
aðild l'leiri sambanda. Samþvkkt
var tillaga þar sem stjórn var
falið að fá leiðbeinendur lil að
halda námskeið fyrir þá er
annast íþróttaþjálfun. Einnig
var samþykkt tillaga þess efnis
að stjórnfái félagsmálakennara í
samráði við skólana sem gæti
nýst aðildarfélögunum utan
skólatíma.
Góður andi ríkti á þinginu og
voru fundarmenn almennt ánægðir
með störf stjórnar á liðnu ári.
Var stjórn og varastjórn endur-
kjörin að öllu leyti nema því að
Jón Guðbjörnsson gaf ekki kost
á sér aftur í varastjórn og var
Ingvar Jóhannsson kosinn í
hans stað.
1 stjórn USVH eru því nú:
Eyjólfur Valur Gunnarsson,
formaður, Ingi Hjörtur Bjarna-
son, ritari, Friðrik Böðvarsson.
gjaldkeri, Sigrún Ólafsdóttir,
meðstjórnandi. Varastjóm skipa:
Kristján ísfeld, Axel Guðni
Benediktsson og Ingvar Jón
Jóhannsson.
Nýlega gaf Lionsklúbbur Sauðárkróks Björgunarsveitinni
Skagfirðngasveit tvær handtalsstöðvar, af gerðinni Vaesu FTH
2006. Talstöðvarnar eru með öflugum löftnetum,
hleðslutækjum og vararafblöðum. Það var Bragi Þór
Haraldsson formaður Skagfirðingasveitar sem veitti gjöfmni
viðtöku úr hendi Jóns Sigurðssonar formanns Lionsklúbbs
Sauðárkróks.
Passið ykkur vélsleðamenn
Landsvirkjun vill vekja athygli menn. Eru vélsleðamenn og
á því nú þegar Blöndu- aðrir þeir sem hyggja á ferðir
virkjun hefur verið tekin í í nágrenni Blönduvirkjunar
notkun, að aðveituskurðir hvattir til að kynna sér
virkjunarinnar eru hættu- ■ staðsetningu aðveituskurða.
legir, einkum fyrir vélsleða-
Draumurinn á enda
Ársþing USVH
BUSTOLPI
HÚSNÆÐISREIKNINGUR
ttur til húsnæðisláns
gur skattafrádráttur
vextir og
; 1
Há ávöxtun að viðbættum ríflegum skattaafslætti
gerir Húsnæðisreikning Búnaðarbankans að
einum besta spamaðarkosti sem völ er á.
* BUNAÐARBANKI ISLANDS
-Traustur banki
Útibúið á Sauðárkróki
Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð