Feykir


Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 5

Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 5
14/1992 FEYKIK 5 Er ekki orðið tímabært að fylla upp Víkina A Skagaströnd er jafnan talað um innbæinn og útbæinn og er þá skilgreiningin sú að byggðin undir Höfðanum og þar í kring sé útbærinn, en byggðin í neðra og efra Hólaneslandi sé innbær- inn. A milli þessara bæjarhluta er svo einföld húsaröð sem reyndar er slitin á nokkrum kafia við svonefnt Karlsminnis- tún. Umferðaræðin sem tengir bæjarhlutana hefur þessi hús á aðra hlið en fjöruna á hina. Þegar þessi leið er farin er almennt talað um að fara fyrir víkina. Þar hafa margir staðið I ströngu í stórhríðum liðinna vetra og gætu frásagnir af þeim ævintýrum-fyllt væna bók. í dag er fjaran stutt og fjörubakkinn hár, en hann er jafnframt brún vegarins. Undan- farið hefur noRkuð þurft að gera til að styrkja kantinn þarna vegna hruns og vaxandi sprungu- myndunar inn á veginn, en trúlega þarf að gera meira svo Sigurður Eiríksson járnsmiður á Hvammstanga þykir einn af þessum mönnum sem aldrei fellur verk úr hendi. Hann hefur líka fengist við ýmislegt, sinnti t.d. hlutverki svæfinga- læknis á sjúkrahúsinu í nokkur ár jafnframt því að aka sjúkrabílnum. Sigurður er mikill ræktunarmaður og hefur frá 1958 ræktað „blettinn” sinn sem hann kallar, eins og hálfs hektara gróðurreit, sem er í jaðri bæjarins rétt ofan við Hvamms- tangabrautina. Sigurður hefur í vetur verið að dunda sér viðað gera upp gamlan Deutz traktor árgerð 1955 og á þetta gamla landbúnaðartæki að verða tilbúið þegar jarðræktarstörf hefjast í „Blettinum” í vor. „Þetta þóttu bestu vélarnar á sinni tíð. enda stóðu Þjóðverjamir fremstir í þessum iðnaði. Hún er þó ekki nema 11 hestöfl þessi vél en ótrúlega notadrjúg. Hún er bæði með háu og lágu drifi, sex gírum áfram og þremur aftur á bak. Þegar hún er í láadrifinu gengur öxuldrifið 540 snúinga eins og á venjulegum vélum, en þegar sett er í það háa fara snúningarnir í 1560 sem þýðir að ég get tengt við það rafal ef mér sýnist svo. Þessi vél kemur til með að eyða helmingi minna bensíni en Gravely-fjölyrkinn sem ég keypti frá Ameríku 1981. Það er svo sem ósköp nett og þægileg vél, en full dýr í Skagaströnd úr fjarska. tryggt sé að vegurinn verði ekki fyrir spjöllum. Áður varöðruvísi um að litast þama. Fjörubakk- inn var miklu Iægri og fjaran náði mun Iengra fram. Þetta sést allvel á ýmsum gömlum mynd- um. Með tilkomu hafnargerðarog dýpkunarframkvæmda í fram- haldi af henni breyttist fjaran mikið. Efni mun hafa dregist fram í allmiklu magni og stórbrim fór að vinna betur á landinu þarna. Þó hefur fjaran notkun þegareinvörðungu er um tómstundir að ræða”, sagði Sigurður. Þó fjölyrkinn sé mini-vél er hún einu hestafli sterkari en Deutzinn og við hann er hægt að tengja allskonar fylgihluti, sem Sigurður að sjálfsögðu á flesta. Sigurði gengur sæmilega að fá varahluti í Deutzinn. Hann á reyndar annan gamlan sem hægt er að nota mikið úr, en einstaka hluti lítið breyst síðasta aldarfjórð- unginn. Víkin er grunn og sjór brotnar því langt frá landi. Aðeins þegar saman fer stór- straumsflóð og haugasjór mæðir á fjörunni núorðið. Það er mjög athugandi hvort ekki sé tíma- bært að fara að fylla upp víkina með það fyrir augum að vinna land í línu frá Uglunesi yfir að fyllingunni við skúffugarðinn. Það er stöðugt verið að flytja efni upp í fjall eða lengra þegar teknir eru grunnar eða aðrar þarf að panta beint frá verksmiðjunum. Þá sem honum finnst ekki borga sig að smíða sjálfur. ,,Það er býsna gaman að dunda við þetta, nema ryðbætingin fer alltaf dálítið í taugarnar á mér”, sagði Sigurður. Hann stefnir á að ljúka uppgerð Deutzins nú um páskana, svo framarlega sem takist að útvega alla varahluti í tæka tíð. framkvæmdir í gangi af slíku tagi. Nær væri að byrja á því að aka efni í víkurbotninn fram- undan Lundi og Lækjarbakka og fylla upp þar. Vafalaust verður öll víkin fyllt upp i framtiðinni og land það sem vinnst með því notað I tengslum við höfnina á einhvern hátt. Það er sennileg framvinda í þessum efnum. Eitt atriði í sambandi við þessar hugleiðingar langar mig svo að minnast á hér. Þarna i fjörunni er hinn forni Semingssteinn. Hann er þó ekki á upprunalegum stað, þar sem hann var færður allmörgum metrum utar með ýtu fyrir einhverjum áratugum. Af sögu- legum ástæðum ætti að taka þennan stein burt úr fjörunni áður en til uppfyllingar kæmi i víkinni. Það mætti sem best koma honum fyrir á Hnapp- staðatúninu eða einhversstaðar þar sem hann nyti sín i umhverfinu og væri áfram vitnisburður þeirrar sögu sem við hann er tengd. Það er í sannleika oft svo að einföld atriði eins og þetta með steininn, geta haft mikiðað segja frá tilfinningalegu sjónarmiði. Umhverfið með því sem það gefur af fjölbreytileika á rík tök í fólki og allar breytingar þurfa að taka mið af því að „aðgát sé höfð í nærveru sálar”. En einnig ber að hafa það i huga að friðunar- UNDIR BORGINNI Rúnar Kristjánsson og varðveislusjónarmið geta líka gengið of langt. Það má velta svona málum fyrir sér á marga vegu. Oft er gott að ýta við mönnum og fá þá til að hugsa til lengri tima. Það þarf að huga í nútíðinni að hagsmunum fram- tíðarinnar. En það er líklega hin mesta bjartsýni að ætlast til slíks á þeim tímum, þegar menn vilja aðeins hugsa um hagsmuni sina á líðandi stund og ekkert annað. BEIIM LIIMA BAIMKA OG SPARISJÓDA UM LAIMO ALLT BEIN LÍNA ALLAN SÓLAHRINGINN AUÐVELDAR PÉR AÐ HAFA STÖÐU ÞÍNA ÁHREINU Öruggt ■ einfalt ■ þægilegt Þú getur hringt í Þjónustusímann hvaðan sem er af landinu, jafnt á nóttu sem degi. Þeir sem eru á svæði (91) hringja áfram í gamla númerið 624444, þeir sem eru utan svæðis (91) hringja í græna númcrið 996444 og telst það_ sem innanbæjar símtal. ll Settu þig strax í samband fBÚNAÐARBANKI ÍSLANDS / V y TRAUSTUR BANKI Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslumar Hofsósi og Varmahlíð Litið við hjá Sigurði Eiríkssyni á Hvammstanga: Deutzinn tilbúinn þegar jarð- ræktarstörf hefjast á „blettinum" Deutzinn gamli og Sigurður Eiríksson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.