Feykir


Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 3

Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 3
14/1992 FEYKIR 3 Samvinnubókin / •Nafnvextir 7% #Arsávöxtun 7,12% •Raunávöxtun Samvinnubókar árið 1991 var 7,64% INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAQS SKAQFIRÐINQA Engin „gúrkutíð" 1. apríl Eins og lesendur hafa vænlan- lega tekið eftir, var langt í frá nein „gúrkutíð” í fréttaöflun fvrir síðasta blað Feykis, enda rak hver stórfréttin aðra á síðum blaðsins. Það var líka óvenjuþægilegt að vinna þessar „stór” fréttir, af þeirri einföldu ástæðu að þær þurftu ekki að vera mjög nákvæmar. Það hittist nefnilega svo skemmtilega á að útgáfudag bar upp á 1. apríl. Slíkt gerist ekki hjá vikublaði nema í besta lagi á 5 ára fresti, og því var þetta kærkomna tækifæri nýtt til hins ítrasta. Þær voru þrjár fréttirnar í síðasta Feyki sem flokkast undir aprílgabb. Samkvæmt því sem blaðiðhefurhleraðer það samt aðeins fréttin um Alexandersflugvöll og út- llutning Mikalax sem er hreinn uppspuni frá upphafi til enda, sannleikskorn gæti verið að finna í hinum tveimur. Þannig fékk Hlynur mán- aðargreiðslustöðvun. Það mun samt ekki vera svo vel fyrir Hlynsmenn að til standi að setja upp stjórnsýslumiðstöð í húsinu, heldur munu samningar vera komnir langt á veg með að hún verði staðsett í Ytri Kjörbúðinni gömlu. Blönduósingar verða víst að halda áfram baráttu sinni fyrir útvegun fjármagns í brimvarnargarðinn. Einn af farfuglunum, sem koma nú til landsins hver af öðrum daglega, hvíslaði þó því að blaðamanni Feykis, að sú útfærsla sem fram kom í „gabb”fréttinni væri líklega ekki langt frá lagi. Eitthvað þessu líkt væri í deiglunni og ómögulegt að segja nema það yrði staðreynd. Kannski hefur Feykir þarna ómeðvitað bent á hentuga lausn fyrir Blönduósinga, en væntalega eru margir sem ekki taka í sama streng um ágæti hennar. Eitt áttu þessar þrjár. fréttir þó sameiginlegt, að þær voru á jákvæðari nótunum frá byggðalegu sjónarmiði, enda munu margir hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar þeir komust að hinu sanna. Ekki er vitað um neínn sem reiddist þessu tiltæki blaðsins. Hafi svo verið fyrirgefst það ábyggi- lega fljótt. Það þótti að sjálfsögðu tilhlýðilegt að bændakórinn Heimir tæki lagið við vígslu fjárhúsanna. Fjölnota fjárhús vígð á Hólum Síðastliðinn föstudag voru vígð með viðhöfn nýju fjölnota kennslufjárhúsin sem tekin voru í notkun nýlega. Séra Bolli Gústavsson vígði húsið og bað blessunar því starfi sem þar fer fram í framtíðinni. Séra Bolli blessar bygginguna. Karlakórinn Heimir söng og fjölmörg ávörp voru flutt og fögnuðu allir ræðumenn þeirri glæsilegi kennsluaðstöðu sem þetta nýja hús skapar bænda- skólanum. Meðal gesta var Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra, sem ítrekaði í ræðu sinni þá skoðun sína að Hólar ættu að vera mekka íslenska hestsins í framtíðinni, en hluti húsins nýja er ætlað hrossum. Fjölnota kennslufjárhúsið er tæplega 600 fermetrar að stærð. Upphaflega var gert ráð f'yrir að það hýsti 340 fjár, en því var síðan breytt í þá veru að rými er fyrir 24 hross, rúmlega 200 fjár í 12krómog að auki er ein kró ætluð geitum, ef tilraunir verða gerðar með þann bústofn á Hólum. Framkvæmdir við húsið hófust haustið 1990. Aðal- verktaki er Trésmiðjan Borg og Tengill sá um raflagnir. Bragi Þór Haraldsson sá um verkfræðivinnu og öflun tilboða. Arkitekt var Magnús Olafsson frá Akranesi. Halldór Blöndal ráðherra flytur ávarp. Knattspyrnumenn til Hollands í æf ingabúðir Knattspymulið Tindastóls gerði jafntefli við Stjörnuna syðra um helgina, 1:1. Guðbrandur skoraði snemma í seinni hálfleik en Garðbæingar jöfn- uðu tveim mínútum fvrir leikslok. Um fyrri helgi tapaði Tindastóll fyrir Þór á Króknum 1:3. Sverrir skoraði markið. Pétur Pétursson aðstoðar- þjálfari segist vera ánægður með útkomuna í æfinga- leikjunum til þessa, en leikið hefur verið eingöngu gegn liðum úr tveim efstu deild- unum. A Iaugardaginn kemur er von á liði Skallagríms frá Borgarnesi í heimsókn á Krókinn og ætti sá leikur að gefa vísbendingu um stöðu Tindastóls gagnvart öðrum þriðjudeildar liðum. Um miðja næstu viku halda síðan Tindastólsmenn í æfingabúðir til Hollands. Dvalið verður við æfingar og keppni í héraðinu Papendal, þar sem m.a. hollenska landsliðið hefur æfingaað- stöðu. Leiknir verða tveir æfingaleikir í ferðinni sem stendur í vikutíma. Bjálkahúsið á Hofsósi. 1

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.