Feykir


Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 1

Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Miklilax í Fljótum: Smálax f páska- matinn hjá Frökkum „Fyrsta slátrun ársins hjá okkur er í vikunni, 12-15 tonn til Frakklands. Það er páskamaturinn hjá þeim, sérpöntun á smálaxi. Þetta er Skagastrandarhöfn: Þekjan boöin út Hreppsnefnd Höfðahrepps hefur auglýst eftir tilboðum í gerð steyptrar þekju á nýja hafnargarðinn sem gerður var í stað gömlu löndunar- bryggjunnar á síðasta ári. Þá er einnig óskað eftir tilboðum í lagnir og lýsingu á planið. Að sögn Magnúsar Jóns- sonar sveitarstjóra er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í maí og á verkinu að verða lokið í ágústbyrjun. Þetta verður talsvert stór fram- kvæmd og sú eina sem ákveðin hefur verið við Skagastrandarhöfn í ár. að fara í gang hjá okkur og ég býst við að það verði slátrað tvisvar í viku í sumar”, sagði Reynir Pálsson framkvæmda- stjóri laxeldisstöðvarinnar Mikla- lax í Fljótum. Reynir sagði að þessi sending gæfi um 250 krónur í skilaverð á kílóið. Eldið hefði gengið vel í Miklalaxi frá því varmabúskapurinn komst í gott lag um áramót. Heitu' vatni frá Lambanesreykjum er blandað í öll kerin sex í Hraunakrók, og að auki er varmaskiptir á fjórum þeirra sem eykur varmanýtinguna verulega. Settir verða varma- skiptar á öll kerin. „Fiskurinn hefur vaxið um 15-17% á mánuði, í stað þess- að vöxturinn var ekki neinn síðustu vetur, svo þetta er aldeilis munur. Þetta lítur þokkalega út og er allt annað dæmi, þó peningamálin séu enn erfið og við erum ekki búnir að ná í skottið á okkur með það”, sagði Reynir. Stjórnsýslumiöstöð: Bærlnn vill kaupa gömlu kjörbúðina Hæjarstjóm Sauðárkróks hefur samþykkt að kaupa Gömlu kjörbúðina á 23,5 milljónir, undir stjórnsýslumiðstöð og veitt bæjarstjóra heimild tilað taka lán því viðvíkjandi. Búist var við að aðild Byggða- stofnunar að kaupunum yrði tekin fyrir á fundi í gær, en ákvörðun stofnunarinnar ræður úrslitum í þcssu máli. Talið er að viðgerð og endurbætur Gömlu kjör- búðarinnar sé hagkvæmari kostur en nýbygging, og að auki sé staðsetningin mikill kostur. Kostnaðaráætlun sem gerð hefur verið nemur um 70 milljónum að kaupverði meðtöldu. Gert er ráð fyrir að Byggðastofnun eigi 40% eignarhlut í stjórnsýslumið- stöðinni, Sauðárkróksbær 30% og Héraðsnefnd 30%. Þetta er hið frækna lið Tindastóls í stúlknaflokki sem uni helgina krækti bæði í íslands- og bikarmeistaratitil í annað sinn. Afreka stúlknanna er frekar getið í frétt á 6. síðu. mLjT \flr^MNJ[ ■Ul JfP Uppstokkun ípróttamála hjá Sauðárkróksbæ Þriggja manna nefnd á vegum Sauðárkróksbæjar hefur á undan- förnum vikum og mánuðum kannað breytingar á verkaskipt- ingu félagsmálaráðs og iþrótta- ráðs. Nefndin gerir í tillögum sínum ráð fyrir að verkefni færist í talsverðum mæli frá félagsmála- ráði til iþróttaráðs. Ráðinn verði sérstakur iþrótta- og tómstunda- fulltrúi sem hafi yfirumsjón með íþróttamannvirkjum bæjaríns en stöður forstöðumanna við íþróttahús og sundlaug verði lagðar niður. Þá verði leitað eftir viðræðum við Ungmennafélagið Tindastól um að félagið annist rekstur íþrótta- vallar og íþróttahúss eftir skólatíma. Snorri Bjöm Sigurðsson bæjar- stjóri sem sæti á i nefndinni ásamt Stefáni Loga Haraldssyni og Birni Björnssyni, tekur skýrt fram að ekki sé farið að fjalla um tillögur nefndarinnar í bæjar- kerfinu ennþá, engum hafi því verið sagt upp störfum við íþróttamannvirkin þó tillagan feli það í sér. Varðandi þá hugmynd að Tindastóll taki að sér rekstur íþróttavallar og íþróttahúss, sagði Snorri Björn að svipað fyrirkomulag ætti sér stað í mörgum öðrum bæjar- félögum, og væri orðið algengt rekstrarform varðandi íþrótta- mannvirki í dag. „Okkur finnst líklegt að ungmennafélagið muni reyna að afla sér tekna með því að leigja út eins mikið af tímum til bæjarbúa og mögulegt er”, sagði Snorri. Tillagan gerir ráð fyrir að málefni félagsmiðstöðvar, vinnu- skóla og tengdrar starfsemi heyri undir íþróttaráð. Á fundi íþróttaráðs á dögunum sagðist forstöðumaður félagsmiðstöðvar óttast að íþróttastarfið mundi kæfa starf félagsmiðstöðvar. Pálmi Sighvatsson forstöðumaður iþróttahúss spurðist fyrir um hvort tillögurnar væru stefnu- markandi fyrir bæinn í sambandi við atvinnumál, en starfsmenn íþróttamannvirkjanna átta að tölu eru skiljanlega ekki kátir yfir að eiga uppsagnir yfir höfði sér. Samkvæmt tillögunum er þeim sem endurráðnir yrðu ætlað að starfa við íþrótta- mannvirki bæjarins eða störf tengd æskulýðs- og iþróttastarf- semi bæjarins. íþróttaráði hafði verið kynntar tillögur þriggja manna nefndar- innar á fundi þrem dögum fyrir fundinn með starfsmönnum íþróttamannvirkja. Þrátt fyrir það gat ráðið ekki veitt starfsmönnum þær skýringar sem þeir kröfðust og voru starfsmenn furðu lostnir yfir þessum vinnubrögðum, segir i fundargerð. Krafðist þá íþrótta- ráðið þess að þriggja manna nefndin legði fram greinargerð um breytingar á rekstri íþrótta- mannvirkja og rökstyddi ávinn- ing bæjarins af þcint. —ICTeHjif! hjDI— Aðalgötu 26 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA S(MI: 95-35519 • BlLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN jDKlbilQvgrhlffdi SÆMUNDARGOTU - SlMI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.