Feykir


Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 2

Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 14/1992 Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðal- gata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Fax: 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Hún., Eggert Antonsson V.Hún. Auglýsingastjóri: Hólmfríður Guðmundsdóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftar- verð 110 krónur hvert tölublað. Lausasöluverð: 120 krónur. Umbrot: Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Sameiningarmátturinn" Nokkurrar sundurþykkju hefur gætt framtíðinni. Sem betur fer virðist milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar um langan aldur. Menn spyrja sig hvort eða hvenær verði breyting hér á. Ef hinsvegar er litið til þess sem hefur verið að gerast síðustu tvo áratugina úti á landsbyggðinni, má alveg ímynda sér að full sátt verði með landsbyggð og höfuðborgarsvæði, kannski áður en langt líður. Því verður ekki á móti mælt að landsbyggðin hafi gengið í gegnum breytingaskeið síðustu 15-20 árin. Samdráttur í landbúnaði og aukin þátttaka sveitafólks í atvinnulífinu á mölinni hefur breytt viðhorfum bæði kaupstaðarbúans og bændafólksins. Þessi blöndun á vinnumarkaðnum hefur skapað þann anda að fólk er betur meðvitað um það en áður, að öll lifum við á gögnum og gæðum sjávar og lands, hvort sem við búum í kaupstað eða sveit, þó svo að störfin séu ólík og margslungin og ekki mettuð fisklykt eða grasilmi. Svo virðist í dag að helsti vaxtarbroddur atvinnulífs sé í nokkrum byggðækjörnum út um landið, og hefur Byggðastofnun verið falið að greina hvaða svæði þetta séu sem hlúa skal að í sveitafólkið gera sér grein fyrir þessu, og margir Skagfirðingar t.d. trúa því að þeir eigi eftir að búa á jörðum sínum áfram og sækja vinnu á Krókinn, kannski upp undir 70 kílómetra leið daglega. Einn hlutur er að gerast þessa dagana sem staðfestir kannski þá sátt sem hefur myndast milli kaupstaðar og héraðs. Það er sameiginlegt verkefni bæjar- stjórnar Sauðárkróks og héraðsnefndar Skagafjarðar að standa fyrir byggingu stjórnsýslumiðstöðvar á Króknum. Einhvern tíma hefði þetta þótt saga til næsta bæjar, en trúlega eru orsakir þessa breytingarnar á landsbyggðinni undanfarið. Það er reyndar ekkert fagnaðarefni að hnignunskeið þurfti til að hvetja menn til frekari samvinnu. Að margra áliti hefur jafnvægi náðst í atvinnu- málum á lansbyggðinni, og hún þoli því betur en höfuðborgarsvæðið þann samdrátt sem nú eigi sér stað í þjóðarbúinu. Það er samt vonandi að stoðir atvinnulífs á höfuðborgarsvæðinu bresti ekki, og enn um sinn örli því talsvert á gömlu sundurþykkjunni milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Rikke Schults dýralæknir. Mynd Örn. Skagafjörður: Trilla slitnar upp á legufærum í Selvík Nýr dýralæknir hefur hafið störf Nýlega hóf Rikke Mark Schults dýralæknir störf i Skagafírði. Rikke Mark er dönsk og lauk dýralækna- námi í Kaupmannahöfn í byrjun þessa árs. Hún býr í Varmahlíð og er með sjálfstæða starfsemi, en áður hafði hún m.a. starfað sem afleysingadýralæknir í Skaga- firði. Rikke segist ánægð með þær viðtökur sem hún hafi fengið hjá Skagfirðingum til þessa því að jafnaði séu 4-6 útköll á dag. Hún hefur yfir að ráða eina röntgentækinu (fyrir skepnur) á Norður- landi í dag, slíkt tæki er mikilvægt ekki síst varðandi beinbrot og til að greina beinaskemmdir í hrossum. Þá er Rikke að kaupa svokallað blóðsýnitæki. I því verður hægt að sjá á nokkrum mínútum hvað þau dýr skortir sem blóð er tekið úr. Fram til þessa hefurþurft að senda öll blóðsýni úr skepnum til Reykjavíkur til greiningar sem að sjálfsögðu tekur talsverðan tíma. Með tilkomu þessa tækis verður því hægt að bregðast mun fyrr við þeim kvillum sem við er að eiga í hvert skipti. Rikke segir að hennar aðaláhugamál séu hestar og eru hún og sambýlismaður hennar, Höskuldur Þráins- son tamningamaður nú að leita sér að bújörð. IUÁMSKEIÐ í STEYPUTÆKMI Námskeiö í steyputækni veröur haldiö á Sauðárkróki föstudaginn 10. apríi 1992 kl. 9-17. Námskeiðsstjóri er Helgi Hauksson frá Rb. Þátttökutilkynningar skulu berast í síma 95-35133 (Guömundur eöa Engilráð) eigi síöar en í dag miðvikudaginn 8. apríl. Nánari upplýsingar veitir undirritaöur Byggingafulltrúinn Sauöárkróki. Það óhapp átti sér stað aðfaranótt mánudags að legufæri trillu í Selvík á Skaga biluðu og rak hana upp í fjöru. Lán í óláni var að veður var skaplegt og skemmdist trillan nánast ekkert við lendinguna í fjörukambinum. Þá vill það cinnig til happs að eigandi trillunnar, Gunnar Agústsson, á skurðgröfu sem væntanlega kemur að góðum notum við sjósetningu. Hásjávað var þegar trill- una rak á land. Var hún því langt upp í kambinum og aðstæður erfiðar frá sjó. Gunnari og fulltrúa trygg- ingarfélagsins kom saman um að heppilegast væri að nota skurðgröfuna við að sjósetja trilluna. Staðurinn er rétt við árfarveg Selár og þegar blaðið fór í prentun í gær, var gott útlit fyrir að tækist að fleyta trillunni eftir nýgröfnum „skipaskurðinum” út í Selvíkina, og ekki einu sinni víst að veita þyrfti úr Selánni til að auðvelda sjósetningu. TJALDVAGN! Til sölu Camp-Let tjaldvagn Upplýsingar í síma 95-35862. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför Bergs Guömundssonar frá Nautabúi Guö blessi ykkur öll! Hólmfríöur Jónsdóttir dætur, tengdasynir Barnabörn og barnabarnabörn

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.