Feykir


Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 4

Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 14/1992 „Ekki gott að halda uppi mikilli þjónustu þegar hún er ekki nýtt nema að litlu leyti" Spjallaö viö Árna Blöndal umboösmann Flugleiöa á Króknum Samgöngur með flugi hafa verið ómissandi þáttur í lífi landsmanna um langt skeið. A seinni árum hefur hinsvegar dregið nokkuð úr farþegafjölda á einstökum flugleiðum, augsýnilega vegna bættra samgangna á landi. Sú af flugleiðum Flugleiða þar sem farþegum hefur fækkað einna mest er Sauðárkrókur-Reykjavík. Heyrst hefur að eftir að flug til Norðfjarðar var lagt niður, sé Sauðárkrókur orðinn „krítíski” punkturinn í samgönguneti Flugleiða hér innanlands, enda er greinilegt við endurnýjun innanlandsflugflota Flugleiða, með kaupum á stærri vélum, að lögð verður áhersla á fjölfarnari leiðir í framtíðinni, s.s. Akureyri, Vestmannaeyjar, ísafjörð og Egilsstaði. Flugferðum hefur verið að fækka á Krókinn, voru 9 í fyrravetur, 10 í fyrrasumar, 8 framan af vetri núna og sjö upp á síðkastið vegna þjálfunar flugmanna, og með sumaráætlun eru aðeins ráðgerðar sex ferðir. Utlit er fyrir að mánudagsflug verði fellt niður. „Jú vitaskuld fáum við að heyra frá fólki óánægju vegna fækkun ferða. En það er nú svona að það er ekki gott að halda uppi mikilli þjónustu þegar hún er ekki nýtt nema að litlu leyti. En við vonum að farþegafjöld- inn aukist að nýju. Nýju vélarnar koma trúlega til með að laða fólk að. Þó ekki sé urn langa ílugleið að ræða, taka ferðirnar styttri tíma, þar sem afgreiðsla verður fljótari með nýju vélunum. Svo þykja sætin einstaklega þægileg”, sagði Arni Blöndal umboðsmaður Flugleiða á Sauðárkróki. Arni hefur verið með umboð fyrir áætlunarflug frá Sauðárkróks- ilugvelli síðan 1965, en þá lést Valgarð Blöndal faðir hans, sem hafði haft umboðið frá upphafi. Grimm samkepp um1960 „Þetta var aukavinna á þessum árum, þegar gamli flugvöllurinn var við líði, þar sem nú er iðnaðarhverfi bæjarins. Við rákum bóka- verslun Kristjáns Blöndals og höfðum þetta með. Það þótti líka fara ágætlega saman að sá sem væri með umboðið fyriráætlunarflugið sæi um að hafa flugbrautina klára og annaðist radíóvið- skipti”, sagði Arni. Hvenær var gamli flug- völlurinn byggður? „Hann var tekinn í notkun árið 1949 og 10 árum seinna, þann 26. október hófst hingað reglubundið áætlunar- flug. Fyrstu árin voru engin fjarskipti við völlinn, en 1950 Auglýsið i Feyki þaó borgar sig Árni Blöndal staddur í flugturni að senda veðurfregnir til Reykjavíkur og Akureyrar. Fært á Krúkinn eins og vanalega Flugbrautin var fyrst 800 metra, en síðan var hún lengd smásaman, fyrst upp í 1200, þá var farið að tala um að Sauðárkróksflugvöllur yrði alþjóðlegur flugvöllur. Það varð staðreynd þegar brautin var lengd upp í 1500 metra. Og síðan höfum við dregist þetta mikið aftur úr. Við erum ekki lengur alþjóða- flugvöllur”. Þannig að Fondon - París - Sauðárkrókur - New-York, hefur þá heyrst? „London - París - Sauðár- krókur sögðu gömlu menn- irnir, New-York kom seinna. En það lentu hérna vélar úr millilandaflugi. Mér er það minnistætt einhvert síðasta árið á gamla flugvellinum að DDC-6 flugvél sem var að koma frá Spáni lenti hérna. Vellirnir fyrir sunnan og á Akureyri voru lokaðir, en Sauðárkróksflugvöllur opinn eins og vanalega. Það var heilmikið bras að koma fyrir farþegunum og áhöfninni, 80 manns. Okkur tókst að útvega nokkur herbergi í bænum og gistingu í Varma- var Sauðárkróks flugradíói komið upp. Um það leyti var mikil samkeppni í áætlunar- flugi til Sauðárkróks. FI og Loftleiðir bitust um farþeg- ana, og héðan voru kannski að koma og fara vélar með fimm mínútna millibili. Þegar ég tók við umboðinu flaug FÍ hingað tvisvar eða þrisvar í viku, og áætlunaflug hafði verið reglubundið í nokkur ár. hlíð, en stærsti hlutinn fór með rútu suður”. Fatpegum útílgar slraxogfærðversnar Urðu miklar breytingar þegar nýi flugvöllurinn var tekinn í notkun ‘76? „Þá fengum við víðara aðflug og betri aðflugstæki. Umferðin í kringum völlinn var líka að aukast smásaman. Mest varð aukningin í lendingum talið á árunum ‘79-‘81. Lendingar hér ‘79 voru 1931 en'voru komnar upp í 3296 árið eftir. Þetta átti sér eðlilegar skýringar. Flugáhugi mikill hafði gripið um sig hérna á Króknum og ungir og kröftugir menn í' Flugfélagi Sauðárkróks stóðu fyrir flugkennslu”. Verðið þið mikið vör við að bættar samgöngur á landi hafi áhrif á flugið? „Já við verðum vör við það strax og færð versnar og verra er að komast um, þá fjölgar flugfarþegum. Og fólk gerir miklar kröfur um að komast lljótt og vel leiðar sinnar. Flestir vilja fljúga beint suður og finnst ómögu- legt að þvælast til Húsavíkur fyrst. Síðan er ekki óalgengt að ef fresta þarf flugi um einn-tvo tima, nenni menn ekki að bíða og keyri suður”. Vildi frekar veg yfir ÞverárQall Þannig að enn greiðari leið suður, t.d. brú yfir Hval- fjörðinn er ekki efst á óskalista umboðsmanns Flug- leiða á Króknum? „Mér er nokkuð sama um hana. Eg vildi miklu frekar veg yfir Þverárfjallið, því það mundi styrkja stöðu byggða beggja vegna fjallsins”. En hvernig er það við minnkandi farþegaíjölda, eru þá ekki gerðar meiri kröfur til ykkar um að selja ferðir? „Nei það er ekki hægt að segja það, þó sú krafa sé alltaf fyrir hendi því þetta er jú umboðsskrifstofa. Flug- leiðaumboðið gerir meira en selja farseðla. Við veitum hér upplýsingar um ferðamögu- leika og verð á ferðum innanlands sem utan og erum fulltrúar Flugleiða gagnvart viðskiptavinum hér á svæðinu. Eg tel að Flugleiðir hafi þjónað Skag- firðingum vel á liðnum árum og vona að svo geti orðið áfram. Það má líka benda á að Flugleiðir hafa aldrei boðið upp á eins mikla ferðamögu- leika og núna, gífurlegt úrval af alls konar pakkaferðum. Þeir hjá Flugleiðum eru núna að gera hluti sem mér hefur alltaf fundist að þeir mættu gera meira af. Við vorum með ferðakynningu á Hótel Mælifelli í vetur og fengum mjög góð viðbrögð. A þriðja hundrað manns mætti. Það má bæta því við að enn eru ósóttir happdrættisvinningar, ferð til Amsterdam og einn flugmiði til Reykjavíkur. Við seldum miðann á lOOkrónur og einhverjunt hefur yfirsést að líta á miðann sinn”. Hagstæðir ferðamöguleihai „Almenn sumarfargjöld Flugleiða hafa aldrei verið lægri og hægt er að bóka ferðir til loka apríl. Betra er að bóka fyrr en síðar þar sem sætafjöldi er takmarkaður”, segir Arni. „Verð á bílaleigubíkum er mjög hagstætt og flug ogbíll því vænlegri ferðakostur en nokkru sinni áður. í ferða- bæklingi Flugleiða „Út í heim” eru ítarlegar lýsingar á þeim ferðakostum sem í boði eru. Hótelverð eru hagstæð og verðskrá fylgir þannig að fólk getur strax reiknað út ferðakostnaðinn og borið saman þá kosti sem í boði eru. Hægt er að fá sumarhús um alla Evrópu, einnig bjóðast ferðir frá Kaup- mannahöfn á suðlægarsólar- strendur með dönsku ferða- skrifstofunni Fridtidsrejser. Má þar nefna Ítalíu, Spán, Grikkland og Tyrkland. Þá er boðið upp á sérfargjöld til ýmsra borga Bandaríkjanna og Kanada. Fyrir þá sem Danmörk freistar, má benda á að Flugleiðir bjóða upp á sumarhús frá Novasol í Danmörku. Algengt verð fyrir tveggja vikna dvöl í sumarhúsi er 10-14 þúsund á manninn. Flest rúma húsin sex manns, en þau stærstu sem taka 10-12 manns eru tilvalin fyrir tvær fjölskylsur sem ferðast saman. Sem dæmi um verð má einnig nefna að ferð fjögurra manna fjölskyldu, foreldra með tvö börn undir 12 ára aldri, ílug og bíll í B-flokki í tvær vikur kostar 27500 kr. á manninn. Mikið er unr góða veitinga- staði í Kaupmannahöfn og á kvöldin er nóg um að vera fyrir þá sem leita að fjörugu næturlífi. Ekki þarf að vera dýrt að gista í Kaupmanna- liöfn, því Fluleiðir bjóða úrval gististaða, á verði frá 950 íslenskum krónurn fyrir manninn í tveggja manna herbergi. \

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.