Feykir


Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 8

Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 8
8. apríl 1992, 14. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 CimaS ocoeo - ff Landsbanki bimi vdvvw i Wi Islands ■ Banki allra landsmanna GÆOAFRAMKOLLUN > Bardúsa á Hvammstanga: Fræöslufundur um tóvinnu Sigurður Guðjónsson með framhlaðning Jóns Ósmanns, eina nafntoguðustu byssu landsins og Jón Pálmason með selabyssu Ósmanns. Skotfélagið Ósmann: Byssusýning um helgina Fræðslufundur um tóvinnu og annan handiðnað var haldinn í kaffisal sláturhúsa K.V.H., föstudaginn 3. apríl s.l. að undangengnu fjögurra daga námskeiði í vinnslu hrosshárs sem hófst mánudaginn 30. mars s.l. Námskeiðið sóttu 12 manns. Framsögu á fundinum hafði Lena Zachariasen, Dæli í Svarfaðardal, en hún var einnig leiðbeinandi á námskeiðinu. Hún er þekkt fyrir margvíslega handíð og var hún með sýnishorn af handiðn sinni á fundinum. Einnig voru til sýnis sérstakar snældur til að spinna hross- hár sem Jóhann S. Guðjóns- son á Hvammstanga smíðaði. Ennfremur voru til sýnis handprjónaðar peysur úr lopabandi frá „Ull og bandi” á Hvammstanga. Námskeið þetta var það fimmta sem Bardúsa hf. stendur fyrir og þurftu þeir sem sóttu námskeiðið nú að greiða kennsluna sjálfir en Bardúsa hf. greiddi annan kostnað. Bardúsa hf. hefur sótt um styrk úr Smáverkefnasjóði Framleiðnisjóðs og bundnar eru vonir við að málið fái jákvæða afgreiðslu þar. Yfir 100 manns komu á þennan kynningarfund og þykir það sýna ótvírætt að áhugi á handiðnaði sem þessum er mikill í héraðinu og líklegt að svona viðburður sé til að efla hann enn frekar. Stefnt er að rekstri Bardúsa hf. á svipaðan hátt og var á síðasta sumri. Húsnæði hefur fengist hjá Kaupfélagi V- Líkur eru á að rekstur Byggingarfélagsins Hlyns verði endurskipulagður og starf- semi þess haldi áfram. Fyrirtækið fékk í síðustu viku mánaðarframlengingu á greiðslu- stöðvun. Flestir viðskipta- aðilar hafa samþykkt að gefa eftir 75% af skuldunum sem nema um 70 milljónum. A grundvelli þessa hefur verið ákveðið að verksamningi við Hlvn um byggingu bóknáms- húss Fjölbrautaskólans verði ekki rift. Þetta var ákveðið á fundi Bygginganefndar bóknáms- hússins og Héraðsnefndar sl. fimmtudag. Jón F. Hjartar- son skólameistari segir að Húnvetninga í norðurenda jarðhæðar að Höfðabraut 6. Verður þar ágætis aðstaða fyrir verslun og einnig möguleiki á að vera með starfsaðstöðu fyrir þá sem vilja vinna að iðn sinni á staðnum og leyfa ferðafólki að sjá hvernig hlutirnir verða ekki hafi komið fram neinar vanefndir á samningi, síðan bygging bóknámshússins hófst á síðasta hausti. Samkvæmt verkáætlun eíga framkvæmdir að heíjast að nýju í maíbyrjun og útlit fyrir að hægt verði að hefjast handa á tilsettum tíma. Meiningin er að lokið verði uppsteypu hússins á þessu ári. A fjárlögum er veitt til byggingar bóknámshússins 32 milljónum á þessu ári, en að auki er fimm milljóna afgangur frá síðasta ári. Sveitarfélög sem að skólanum standa eiga að leggja samtals 24,7 milljónir til framkvæmd- anna í ár. Bygginganefnd bóknámshúss: Ákveður að rifta ekki verksamningi við Hlyn Ættarmótið frum- sýnt á sunnudag Æfingar eru nú langt komnar á leikritinu „Ættarmótið” sem verið er að setja upp á Hvammstanga um þessar mundir. Þegar fréttaritara bar að garði var verið að taka í gegn einn þátt verksins og var alveg ótrúlegt hvað leikstjór- inn Emil Gunnar Guðmunds- son virtist ná góðum tökum á leikurum sínum. Aætlað er að frumsýna sunnudaginn 12. apríl n.k. Sýningar eru svo fyrirhugaðar á skírdag 16. apríl, laugardag- inn 18. apríl, miðvikudaginn 22. apríl ogdansleikurá eftir. Föstudaginn 24. apríl og síðasta sýning heima verður svo 29. apríl. Síðan verður farið til Olafsvíkur 2. maí og Stykkishólms 3. maí og er það í fyrsta sinn sem farið er með leikrit frá Hvammstanga. E.A. Félagar í Skotfélaginu Ósmann í Skagafirði standa í stórræð- um þessa dagana. Þeir ætla að halda mikla byssusýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki um næstu helgi. Þar verða til sýnis um 100 veiðibyssur, bæði nýlegar og eldri byssur sem hafa verið í eigu Skagfirðinga. Þekktust af eldri byssun- um sem á sýningunni verða, er án efa framhlaðningur Jóns Ósmanns Magnússonar, þess fræga ferjumanns við Vesturós Héraðsvatna. Þessi byssa er ein nafntogaðsta veiðibyssa landsins, og einnig verður á sýningunni sela- byssa, afturhlaðningur, sem Jón hafði nýlega eignast þegar hann lést 1914. Sýningin verður opin á laugardaginn frá 10-20 og á sunnudag frá 10-17. Selt verður inn gegn vægu gjaldi, 300 krónum, og hagnaði ef veiður skal varið til viðgerða á framhlaðningi Jóns Ósmanns, en skotfélagið sem stofnað var á síðasta vori og telur 30 félaga, heitir eftir þessum frægasta veiðimanni Skaga- fjarðar. „Þarna má einnig sjá byssur Bjarna formanns og Hríseyjar-Fúsa, sem var þekktur veiðimaður í Vall- hólma, faðir Marka-Leifa. Flestar eru byssurnar í eigu aðila á þessu svæði, en einnig höfum við sótt byssur á Blönduós og Akureyri, sem „ættaðar” eru héðan. Mest verða þetta haglabyssur, rifflar og einnig nokkar skammbyssur í púlti”, sagði Jón Pálmason stjórnarmaðurí Skotfélaginu Ósmanni. Frá æfingu á Ættarmótinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.