Feykir


Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 6

Feykir - 08.04.1992, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 14/1992 hagyrðingaÞáttur 117 Heilir og sælir lesendur góðir. Margir liafa eflaust fylgst með þeim tíðindum sem urðu í ferðalagi Davíðs forsætisráðherra til Israel. Eflaust hefur lleirum en Jóni Gissurarsyni, sem er höf- undur að fyrstu vísu, blöskra- að þær sakirsem bornar voru á öldunginn Eðvald Hinriks- son og ekki er séð fyrir endann á því hver kemur til með að dæma í því máli. Kannski lífsins ljósgjafinn lausnargjaldið sendi. Eflaust deyfir dóminn þinn drottins líknar hendi. Önnur vísa kemur héreftir Jón og segir þar af samskiptum hans við æsku- mann. Stundum getur geðið hlýtt grætt öll hjarta sárin. Núna fæ ég bjart og blítt bros í gegnum tárin. Morgun einn er Jón kom á fætur og gáði til veðurs sá hann að þrátt fyrir hríðarfjúk hafði birta dagsins unnið verulega á náttmyrkrinu. Af því tilefni varð til þessi vísa. Leggst nú yfir landið hvítt lítil hríðar muggan. Ljósið hefur bjart og blítt burtu hrakið skuggann. Að liðnum degi er gott útsýni frá Víðimýrarseli yfir þá ljósadýrð sem skreytir Skagafjörðinn og er tilefni næstu vísu. Verða ei með orðum skýrð undur fögur kvöldin. Ljósa þegar litadýrð lamar myrkra völdin. I viðtali sem eitt sinn birtist í Morgunblaðinu var það haft eftir Guðmundi Magnússyni háskólarektor að maður nokkur sem sótti um prófessorsembætti hefði fengið betri „vanhæfnisdóm” en annar sem gegndi lektors- stöðu. Eftir að hafa lesið þessa speki orti Áskell Jónsson svo. Háskóli Islands er stofnun með stolt þar starfa þeir einir með sóma sem hafa, ef ölluerumveltog hvolft allgóða vanhæfnisdóma. Um næstu vísu er það að segja að þar mun höfundur vera að lýsa einhverjum kirkjunnar þjóni. Ekki veit ég fyrir víst eftir hvern hún er en hef grun um að hún sé ættuð úr Skagafirði. Hann á verði varla sefur verkin njóta líðsins hylli. Fermir, skýrir, giftir, grefur, gerir sitthvað þess á milli. Alltaf er gaman að Tryggva Kvaran. Hann yrkir svo um húsfreyju eina sem hann hefur sennilega ekki verið of hrifinn af. Með henni aldrei svip ég sá og svörtum heljar þjóni. En hún er valin húsfrú hjá Húsavíkur-Jóni. Tryggvi hafði gaman að glettast við Ólaf bónda á Starrastöðum. Eitt sinn er hann sá Ólaf bera konu sem var ekkja á bakinu yfirá kom þessi vísa. Ekkjan reið á Ólafi Ólafur hefur mörgu sinnt, og enginn láir Ólafi þó Ólafur borgi í sömu mynt. Séra Tryggva fannst ekki mikið til um frammistöðu ritstjóranna í landinu er uppi voru á hans tíð. Óbeit sína á þeim lét hann í ljós með þessari vísu. Þú mátta eiga þetta lið það mun við þig stjana, sagði Drottinn Satan við og sendi ‘onum ritstjórana. Hallgrímur Jónasson kenn- ari hélt eitt sinn ræðu á kennaraskemmtun og talaði um náungakærleika og hinar hlýju hugsanir er menn ættu að senda hveröðrum. Komst hann meðal annars svo að orði að ástin og elskuleg- heitin ættu sér engin tak- mörk í rúminu. Þegar Jóhann Sveinsson frá Flögu spurði þessi tíðindi, orti hann svo. Hallgríms löngun lifna fer leynt í næturhúminu, því takmarkalaus alveg er ástin hans í rúminu. Það mun hafa verið sýslumaðurinn Árni Gísla- son sem orti þessa mögnuðu vísu um séra Gísla Thoraren- sen. Veit ég ekki verra fól vera í heimsbyggðinni. Andskotinn er eins og sól hjá illmennskunni þinni. Stúlka sótti fast að fá ákveðinn mann með sér á dansleik. Ekki vildi hann þyggja hennar góða boð og fór hvergi. Um það var ort þessi vísa. Magga stráði méli á kinn manninn þráði að vonum. En Magnús þáði ei munaðinn mikið láðist honum. Þegar Loftur Guðmunds- son sendi Reykjavíkurbæ svani að gjöf, sem við nánari athugun reyndust vera tamdar gæsir austan úr Ölfusi, orti Sigurður Guðmundsson þessa vísu. Veröldin er víðsjál og vindurinn ýmist blæs. Mér sýndist hún vera svanur en svo er hún bara gæs. Þá er komið að lokum þessa þáttar og Gissur í Valadal leggur okkur til síðustu vísuna. Mín er ekki vonin veik vermd af nægta brunni. Kátur eins og lamb mér leik lífs í náttúrunni. Veriði sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi s: 95-27154 Ársþing UNISS í Árgarði Afreksfólk á skólamótum UMSS taka við verðlaunabikurum sínum: Sævar Örn Hafsteinsson Varmahlíðarskóla, Finnborg Guðbjörnsdóttir Steinsstaðaskóla og María Valgarðsdóttir Grunnskóla Sauðárkróks. Stú Iknaf I okku rinn Islands- og bikarmeistarar Minni boltinn 2 körfum frá titli 72. ársþing Ungmennasam- bands Skagafjarðar var haldið í Árgarði 21. mars sl. og voru gestgjafar UMF Framför. Alls áttu um 65 fulltrúar frá 12 félögum rétt á þeingsetu og voru það 50 fulltrúar frá 11 félögum sem mættu. Fjöl- margir gestir sátu þingið, Guðjón Ingimundarson heiðurs- félagi UMSS, Pálmi Gíslason formaður UMFÍ, Stefán Konráðsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri ISI, Guðmundur Gíslason starfsmaður ÍSÍ og Magnús Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri Héraðsnefndar Skagafjarðar. Edda Hermanns- dóttir frá ÍSÍ flutti erindi um stofnun samtaka um iþróttjr fyrir alla. Á þinginu var íþrótta- maður Skagafjarðar 1991 útnefndur og var það Valur Ingimundarson körfuknatt- leiksmaður sem hlaut titilinn að þessu sinni. Einnig voru afhentar viðurkenningar fyrir þrjú bestu afrek á Grunn- skólamótum UMSS í frjálsum íþróttum í vetur. Hákon Örn Birgisson setti 13 Skaga- fjarðarmet í sundi árið 1991 og fyrir það fékk hann sérstaka viðurkenningu. Skýrsla stjórnar og reikn- ingar voru samþykkt athuga- semdalaust. Fjölmargar til- lögur voru lagðar fram og samþykktar á þinginu. Má m.a. nefna áskorun til bygginganefndar íþróttahúss í Varmahlíð að hefja byggingu íþróttahúss nú þegar svo og ákskorun til bæjarstjórnar Sauðárkróks að ljúka byggingu íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Samþykkt var að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður í Eyjafirði dagana 10.-12. júlí í sumar. Ymsar tillögur um skipulag íþróttastarfsins, fræðslumál og fjármál voru einnig afgreiddar. Stjórn UMSS er nú þannig skipuð: Jóhannes Ríkharðs- son formaður, Snæbjörn Reynisson varaformaður, Helgi Hjálmarsson gjaldkeri, Unnur Pétursdóttir ritari og María Sævarsdóttir meðstjórnandi. I varastjórn eru Gunnar Rögnvaldsson, Helga Frið- björnsdóttir og Þórarinn Thorlacíus. SP. Stúlknaflokkur Tindastóls í körfuknattleik stóð sig frábær- lega vel um helgina og uppskar bæði bikar- og íslandsmeistaratitil. Þetta er í annað skiptið sem stúlkurnar vinna þessi mót. Tindastóll varð bikarmeistari í fyrra og Islandsmeistari í hitteðfyrra í stúlknaflokki. Þá voru strákar í minniholta 11 ára aldurs- flokki aðeins tveim körfum frá íslandsmeistaratitli. Bikarúrslitaleikur Tinda- stóls og Keflavíkur fór fram í Njarðvík áföstudagskvöldið. Tindastóll vann leikinn með yfirburðum 45:21. Birna Valgarðsdóttir gerði 22 stig. Kristín Magnúsdóttir 10 og Inga Dóra Magnúsdóttir 5. Urslit Islandsmótsins fóru fram í Njarðvík daginn eftir. Þar sigraði Tindastóll Snæfell 50:44, Njarðvík 54:36og ÍBK 50:12. Birna skoraði mest í þessum leikjum, 47 stig, Kristín 40 og Inga Dóra 37. Minniboltaflokkur stráka tapaði sínum fyrsta leik í vetur og missti þar með af titli. Keppnin fór fram í Keflavík. Stigamunur réð því að liðið hafnaði í 3. sæti, en ef leikurinn gegn Njarðvík hefði tapast með fimm stiga mun eða minna, en ekki 8 stigum, hefði Tindastóll sigrað. Tindastóll vann KR 49:37, Grindavík 58:42 og Keflavík 42:36, en tapaði fyrir Njarðvík 33:41. Ingi Árnason skoraði 50 stig. Isak Einarsson 32 og Birgir Sigmarsson 31. Níundi, tíundi og unglinga- flokkur keppa í úrslitum Islandsmótsins sem fram fara í Laugardagshöllinni um næstu helgi. Þá eru hér til viðbótar úrslit frá fyrri helgi. þegar minni bolti stúlkna 12 ára og yngri lék í Keflavík. Tinda- stóll sigraði ÍR 33:15 og UMFG 31:13, en tapaði fyrir ÍBK 25:33. Rúna Birna skoraði 40 stig, Dagbjört 19, María Hjalta 7, Brynhildur 6 og Efemía 4. SMÁAUGLÝSINGAR ÞURFA AÐ BERAST FYRIR MÁNUDAGSKVÖLD

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.