Feykir


Feykir - 16.12.1992, Side 8

Feykir - 16.12.1992, Side 8
8FEYKIR 44/1992 „Kertajólin sterk í minningunni" Bragi Guðmundsson sem skrifaði bókina Héraðsstjórn í Húnaþingi lætur hugan reika til daganna í Holti * „Eg man það ekki upp á ár en minnir að hafí verið ‘65 sem keyptur var Ijósamótor eins og víða tíðk- uðust í sveitum til að raflýsa íbúðarhús og útihús. Ég er fæddur 1955, þannig að til 10 ára aldurs hélt ég kertajól ásamt mínu fólki í Holti. Jólatréð var heimatilbúið, smíðað úr tré og svo var reytt sortu- lyng og það látið mynda greinarnar, síðan settar á þær kertaspennur fyrir vaxkerti og við hátíðlega athöfn á aðfangadagskvöld voru síðan ljósin tendruð á trénu. Þetta er ansi fjarri þeim jólatrjám sem maður sér núna og eftir á er ég ekki fjarri að kertajólin sé það sem er sterkast í minningunni, núna þegar maður er á kafí í rafmagninu. Veiturafmagn kom svo seint hjá okkur í Svína- dalnum, ekki fyrr en 1970. í Húnaþingi sem víðast annars staðar átti rafvæðingin sér fyrst stað í þéttbýlinu, ekki var óalgengt að rafmagnið væri lagt fram hjá sveitunum”, segir Bragi Guðmunds- son sagnfræðingur og menntaskólakennari á Akur- eyri. Bragi skrifaði bókina Héraðsstjórn í Húna- þingi sem út kom í haust og væntanlega verður í jólapökkum Húnvetninga fyrir þessi jól. Bragi Guðmundsson sagnfræðingur og Jón ísberg formaður ritnefndar við útkomu sögu héraðsstjórnar í Húnaþingi í haust. Við börnin fengum ekki oft að fara niður á Blönduós, þó aó ekki væru nema 30 kíló- metrar þangað, en alltaf einu sinni fyrir jólin var skroppið í kaupstaðinn, og það var mikil hátíð fannst okkur. Þá var sest upp í rússajeppann gamla og þegar bærinn birtist kom hann okkur fyrir sjónir sem stórborg mcð öll þessi rafmagnsljós. Það var hjá okkur eins og ábyggilega víða fram til sveita að það var ekki fyrr en á Þor- láksmessukvöld sem farið var að skreyta. Jólin í Holti voru sveipuð hátíðleika, það var alltaf dansað í kringum jóla- tréð heima og hönd í hönd söng fjölskyldan jólalögin", sagði Bragi þegar blaðamaður Feykis hringdi í hann fyrir nokkrum dögum og nálægð jólanna barst í tal, en annars var erindið að spyrja Braga hvernig honum hafi líkað það viðfangsefni að skrifa sögu héraðsstjómar í Húnaþingi. Gaman að kynnast sínu næsta nágrenni að nýju „Ég naut þess, hafði virki- lega gaman af þcssu allan tím- ann. Ég vann þetta náttúrulega mest á sumrin og það fór mikill tími í gagnaöflun og ritun bókarinnar. Maður er auðvitað þarna að skrifa um sitt hérað og í raun endurnýja kynni sín við það, þar sem ég fór alfarinn aó heiman um tvítugt, og hafði reyndar marga vetur fyrr verió burtu í skólum. Það var mjög skemmtilegt að kynnast sínu næsta nágrenni að nýju og öórum hlutum héraðs- ins sem ég þekkti ekki mikið áður, t.d. þekkti ég lítið til á Skaga og reyndar í Svartárdal- num einnig. Þegar nær dró í tímanum kom til sögunnar fólk sem ég þekkti eða hafði heyrt talað um, en fyrr var fjallað um ein- hverja sem jafnvel tengdust mér, ellegar maður var að upp- götva fjölmargt fólk sem maður vissi ekki um, hugsanir þess og gerðir, og það er líka mjög spennandi þegar sögu- slóðin er ekki framandi og atburðir verða ljóslifandi. Kom eitthvað á óvart við ritun bókarinnar? „Það er ekki gott að svara því. Ég hafði áður skrifað kennslubók fyrir framhalds- skóla með öðrum, sem notuð er í nær öllum framhalds- skólum landsins í dag og heitir Uppruni nútímans og er íslandssaga 19. og 20. aldar. Þegar ég skrifaði þá bók þurfti ég að setja mig mjög vel inn í söguna frá 1830, og þetta auðvitað létti mér verkið geipi- mikið, því ég vil meina að ég hafi verið kominn býsna vel inn í þjóðarsöguna. Þannig af hinum stærri málum, þá t.d. vissi ég fyrir hvenær gott var í ári eða vont, hvenær vegir voru lagði, hvenær síminn kom o. sv. frv. Flóinn fylltist af ís á skammri stundu Jú!, það sem kom mér mest á óvart í þessu hvað viðvíkur þessari sögu, er hvaö harðindin á níunda tug síöustu aldar voru geysilega mikil í Húnavatns- sýslu, og ég er með kafla um það í bókinni. Harðindi voru svo mikil að amtmaður, Páll Briem, sagði ljóst að Húna- vatnssýsla hefði orðið verst úti í tjórðungnum. Það hcfur lengi legið það orð að harðindin hefðu orðið mest í Þingeyjar- sýslum, en mér þykir líklegt að það stafi að því að Þingcyingar hafi rannsakað meir sína sögu. En lýsingamar úr Hrútafirði og síðan ástandið í Engihlíðar- hreppi og Vindhælishreppi, og reyndar í Kirkjuhvamms- hreppi, sýna að ástandið var aldeilis ótrúlegt. Ég birti reyndar eina lýsingu eftir Daníel Jónasson á Þórodds- stöðum í Hrútafirði, sem mér fannst ótrúlega sterkt, og þctta cndar með hrcinu gjaldþroti Engihlíðarhrepps sem sagði sig á sveit, en það vildi bara enginn taka hann á sveit. Veit ekki dæmi, en þykir sennilegt að þetta hafi ekki verið síðra á Ströndum. Það sem gerir þetta svona slæmt hjá Húnvetn- ingum er hvað Húnaflóinn er opinn og Vestfjarðarkjálkinn nær langt til norðurs. Hann krækir á allan hafís sem þangað kemur og þetta stomiar inn allan fjörð, inn allan flóa, og ég uplifði það t.d. tvo vetur á Reykjum í Hrútafirði að það bara kjaftfyllti fjörðinn af ís á örfáum klukkutímum. Mér fannst líka mjög gaman að endumýja kynni við fólk í Húnavatnssýslu, eftir að hafa verið búsettur fjarri í hálfan annan áratug. Ég hafði til að mynda mjög gaman af að ræða mörg mál við Þorstein föðurbróður minn á Geithömr- um, sem lést reyndar í haust. Ég gat spurt hann rnjög margs og einnig Guðrúnu konu hans, en hún er ættuð utan af Skaga, systir Lámsar í Neðranesi. Það var alveg náma að komast að fólki og spyrja það um fólk sem er látið og um liðna atburði. Þetta fólk gat sagt mér alveg ótrúlega hluti sem komu til nota í bókinni og annað varð að minni persónulegu skynjun sem vonandi kemst til skila, sem meiri nálgun við efnið. Eins fannst mér alveg gullvægt að kynnast þeim sýslumannshjónum, Þórhildi og Jóni. Það er verulega gott fólk, óncitanlega sérstök og ákaflega hjálpsöm. Jón er mikill ákafamaður, með ákveðnar skoðanir á öllu, framkvæmda- maður, ekki maður lognmoll- unnar. Ég mundi segja að með Jóni Isberg verði genginn, einn af þessum síðustu gömlu sýslumönnum, sem voru raun- verulegir héraðshöfðingjar, en við hafa tekið alltof margir „byrókratar“ sem ég kalla, menn sem eru hreinir em- bættismenn en ekki fram- kvæmdamenn", sagði Bragi að endingu. pJii K lIIH SKINY * SKINY * X-TEENS * KIDDY ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ L i£n Góður fatnaður til jólagjafa Dúllukjólar og margt fleira í mjúka pakkann VERSLIÐ HEIMA! VISA - ÍURO-SAMKORT J 2JIHJ FELAGARI ur verður 11* 1 Fundarefni Dg uppsögn STJÓRNIN

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.