Feykir - 16.12.1992, Blaðsíða 15
44/1992 FEYKIR 15
allra fyrstir á miðin. Við
höfóum þá aðferó að vefja
bólstrengnum einn vafning um
stcfni bátsins, og með því
vorum við lausir eins og hendi
væri veifað, þegar bússið var
gefið. Það var mitt starf að
halda um endann. Var ekki
laust við að ég fyndi nokkuð til
mín að hafa þessa ábyrgðar-
stöðu. En karlamir voru ekki á
sama máli, sögðu að liðlétt-
ingar í ilotanum gcrðu þctta
ævinlega.
Næst er að segja frá þcini
róðrum sem gerðust sögulegir
á línuvertíðinni. Fjöru-Þór,
sem svo var kallaður, var
cftirlits- og hjálparskip Vest-
mannaeyja að vetrinum og var
ávallt til taks þegar mcð þurfti.
Þcssa nótt lá hann við festar á
ytri höfninni með fremur
daufum ljósum á aftur- og
framstögum. Eins og áður
fórum við fram úr hverjum
bátnum af öðrum, og Hannes
taldi sig vera að draga tvo báta
uppi og fór með mikilli ferð á
mitt varðskipið. Hinsvegar sló
formaðurinn af ferðinni strax
og liann sá hvað verða vildi.
Annars hefði farið verr.
A sömu stundu kallar
vaktmaðurinn frá skipinu og
spyr, hvort við séurn brjálaðir,
og Hanncs verður fyrir svörum
og segir honum að halda kjafti,
„við eigum sjóinn eins og
þið“. Síðan er bakkað og sett á
sömu stefnu og með fullri ferð.
Eg húkti fyrir aftan stýrishús,
því ég gat ómögulega haldist
við í lúkarnum fyrir ýldulykt,
sem ætíð gaus upp þegar
bátuinn var á hreyfingu. Margt
gerist á þessu augnabliki.
Mennirnir koma æðandi fram
úr mannaplássi og kalla
hástöfúm, að sjórinn fossi niður í
lúkarinn, því það sér stór rifa á
bakkanum. Vélstjórinn fer að
gá að þessu og sér að
hálftommu breið rifa er frá
stcfni og aftur að kappa. Gamli
maðurinn hefur snör handtök,
sækir karbitalugtina og poka-
druslur, sem hann lemur í
rifuna. Lætur hann þess getið
að ekki sé hyggilegt að fara
fulla fcrð á móti stormi og
straumkviku, eins og nú sé
ástatt.
En áfram er haldið eins og
ekkert hafi í skorist. Það var
landnorðan gjóstur þennan dag
og fór heldur hvessandi cr á
leið, svo að margt fór úrskeiðis
hjá okkur.
Veiðieðlið var mann-
vitinu sterkara
Sá guli illa útsofinn, tók
bcituna dræmt og fyrir það
misstum við marga er voru
víst frclsinu fegnir. Einu sinni
flaut stór þorskur aftur mcó
síðunni og þá tók Hannes
formaður langa gogginn mcð
mikilli veiðigleði og hugðist
fanga skepnuna, sem óðfluga
dreif frá. En veiðibræðin var
mannvitinu sterkari, svo að
hann hraut með öllum líkams-
þunga með kviðarholið ofan á
hástokkinn og hreyfði sig ekki
þaðan, fyrr en vélstjórinn rétti
honum hjálparhönd og leiddi
hann til sætis. Enginn okkar
vissi að Hannes hafði verið
skorinn holskurð sumariö áður,
nema Guðmundur vélstjóri og
það að sárið hafóist illa við og
vildi ekki gróa.
Nú sem Hanncs situr í
hrauknum hreyfingarlaus og
mælir ekki oró af vöruni, gengur
Guömundur stjórnmál til hans
og segir: „Alveg er ég gáttaður
að þú skulir róa svona sár-
lasinn". Hannes svaraði því til
að fáir myndu gcra það í sínum
sporum. Vissulcga voru þetta
sannmæli því cngan mann hef
ég þekkt svo óvæginn við bæði
sjálfa sig og aðra. Nú flaug það
eins og ör í gegnum minn haus,
að kannski yrði það ég, sem
fleygði Hannesi í land, en hann
ckki mér fyrir borð, cins og
spáó var.
Allir höfðu nóg að gera og
ég var blóðugur upp á haus við
að veita þorskinum nábjarg-
irnar. A línuvcrtíðinni var
oftast komið að klukkan fjögur
til fimrn á daginn og menn voru
oftast lausir frá störfum klukkan
sex til sjö. Var þá ævinlega
borðaður mikill og góöur
matur. Annars höfðum við með
okkur á sjóinn nokkrar sam-
lokur af brauði, og kaffi var
hitað um borð. Þctta varó að
duga hversu lengi sem vió
vorum.
Jöri ræstur en ekki
Bjarni
Næsti dagur gekk í það að
gera bátinn sjófæran, sem látið
var duga vertíðina á enda, þó
að ekki væri nema hrákasmíði.
Ekki minnist ég þess að ég færi
út að skemmta mér meðan á
vertíð stóð, af hræðslu við að
eitthvað óhapp kænii fyrir og
þá fengi Hannes átyllu til þess
að reka mig. I þá daga notaði
ég ekki tóbak og því síður
sterkar veigar. Þegar formað-
urinn þrammaði upp tröppur-
nar á Þinghól til að vekja, var
ég ævinlega vaknaður. Ekki
vissi ég hvemig á því stóð, en í
þau fáu skipti sem ekki var
róið, svaf ég fram á dag án
þess að rurnska.
Nú verð ég að segja frá því
þcgar formaðurinn kom til að
ræsa. Þá kallaði hann ætíð á
Jöra, sem hann nefndi svo, cn
ekki á mig. Það ótrúlcga
gerðist að þcgar Jörundur lá á
spítala í þrjár vikur og ég var
cinn í hcrbcrginu, kallaði liann
í hvert skipti á Jöra cn ckki
Bjarna. Húsbændurnir hlógu
dátt þegar ég sagði þcim
þcnnan brandara við kvöld-
borðið.
I endaða línuvertíð vorum
við cinskipa á sjónum og
lögðurn línuna í versta vcðri,
sem ágcrðist því meir scm
birti af dcgi. Vió lágum ekkcrt
yfir, heldur byrjuðum línu-
dráttinn strax og búið var að
henda baujunni. Það gekk æði
bögsuglega, því að við rifum
og slitum, þar til séð var að
ckki réðist við neitt, svo að
öllum drætti var sjálfhætt,
enda hávaða rok og hafsjór.
Heitið á heilagan
Þorlák
Allan daginn vorum við að
berja heim undir Eyjar. En vcl
stýrði Hannes, því ekki fengum
við brot á allri leiðinni, scm
heitið gat. Komið var á ytri
höfnina í rökkurbyrjun og
sýnilegt að flaggið á Skans-
inum sýndi ófært inn leguna.
Ekki brá Hannesi við það,
heldur sló af ferðinni og lét
einn öldufald fleygja okkur
inn fyrir garðana, án þess að
neinn sakaói. Einhver sekt var
vió þéssu lögbroti. Mig minnir
þúsund krónur sem gengu til
hafnarsjóðs.
Guðmundur Gunnarsson
vélstjóri var mikill vinur minn.
því að hann vildi mér vel í öllu
og ég trúði á hann í smáu og
stóru. Eg vissi líka að hann gat
ráðið fcrð okkar á sjónurn og
þess utan cf svo bar við.
Enginn réði við Gvend stjórn-
mál ef í það fór. Nú var það
eitt sinn aó Hannes kom til að
vekja Jöra, þó að hann vissi af
honum á spítala og ntig cinan í
herberginu. Eg hafói lítið sofið
það kvöld vegna mikillar
tannpínu í jaxli og var því illa
fyrir kallaður að fara á sjóinn í
misjöfnu vcðri, cn þorði ckki
aó ncita kalli. Eg klæói mig í
skyndi og hlcyp niður Kirkju-
vcg, næ Gvendi stjórnmál og
segi honum raunir mínar.
Hann segir mér að ég skuli
bara snúa við, því að ég hafi
löglcg forföll og aó hann skuli
tala rnáli mínu við for-
manninn, svo að hann skilji.
Ekki var ég ánægður með þau
málalok og hcld áfrarn að
strögla og bið hann að taka
þcnnan bikar frá mér á annan
hátt. Þá segir Gvendun Heyrðu,
þá skulum vió bara heita á
heilagan Þorlák að ckki vcrði
róið í nótt“.
Tjaldinum verður
ekki róið með árum
Við höldum ferð okkar
áfram niður að fiskihúsi, þar
scm Hanncs stcndur tygjaður
fyrir dyrum úti ásamt mönnum
sínum. Gvendur kastar kveðju
á karlana og spyr, hvort eigi að
róa í þessu útliti. „Við skulum
skoða hann“, scgir Hannes.
„Jæja þá verður þú að útvega
vélstjóra í niinn stað. Ég er illa
fyrir kallaður með tannpínu og
hef ekkert sofið, fer ekki á sjó
í dag”, sagöi Gvendur og
gengur snúðugt á leið heim.
Svo mörg voru þau orð, sem
verkuðu á Hannes cins og
raflost. Því næst segir
formaðurinn mcð miklum
þjósti: „Tjaldinunt verðurckki
róið með árum, farið heim í
bælin'1.
Daginn eftirdró Páll Kolka
læknir jaxl úr Bjarna cn ekki
Gvendi. 8. mars hentum við
öngladraslinu í land og bjugg-
um okkur út á þorkancta-
vciðar, sem og allir gerðu um
þær mundir, er útveg höfðu.
Það var virkilegur fagnaðar-
dagur fyrir mig og að vísu alla,
sem tóku þátt í þessu
næturgaufi og myrkraverkum
á línuvertíðinni. Við vorum
fullan dag að bjástra í nctum
og því sem þcini fylgdi. Þá
gátum vió sem sjaldan skcói
QAMLÍ BONUSINN AUQLYSIR!
Búðin er full afvörum en sþringur ekkí.
y Mikið úrvaL affatnaði
gjafavörum, leikföngum,
herrasnyrtivörum og m. fl.
y Ódýrir jóladúkar
VERIÐ VELKOMIN!
VERSLUN HARALDAR JÚLÍUSSONAR