Feykir - 16.12.1992, Page 20
20 FEYKIR 44/1992
Hvenær kemur jólaskapið?
Það er mjög misjafnt hjá hverjum og einum.
Sumir komast í jólaskap strax fyrsta desember,
aðrir við jólaundirbúninginn og enn aðrir fá
aldrei jólaskapið.
Helst eru það börnin sem hugsa unt jólin.
Mjög oft telja þau dagana til jóla. Sumir hafa
stór kerti með tölustöfum frá einunt og upp í
tuttugu og fjóra og það kemur sérstakur hátíð-
arblær þcgar kveikt er á kertinu. Þá eru líka
jóladagatöl þar sem einn gluggi er opnaður á
dag. Svo hugsa þau um hvernig jólin veröa og
hvað þau fái í jólagjöf.
Hjá mér kemur jólaskapið þegar aðventu-
kvöldið er í kirkjunni, þar sem leikinn er helgi-
leikur og sungin jólalög og sálmar. Síðan eru
það jólakortin sem þarf að skrifa, þá er hlustað
á jólalög. Eða þegar piparkökumar eru bakaðar
og skreyttar, þá er líka hlustað á jólalög og haft
kertaljós og rifjað upp frá liðnum jólum, og þá
segja mamma og pabbi okkur líka hvernig jólin
voru þegar þau voru lítil. Að hugsa sér, þau
fengu ekki epli og appelsínur nema á jólunum.
Það getur einnig verið gaman í skólanum
síðustu dagana fyrir jólafríið. Þá leyfa kenn-
ararnir okkur að hlusta á jólalög í tíma á meðan
við emm aó læra.
Við lögðum fyrir hann þraut
sem var að borða jólagraut.
Á morgun eru jól.
Börnin fara fljótt í ból,
fara snemma á ról
og Ijóma eins og sól.
Við hengdum upp jólaskraut
þar sem jólasveinninn hraut.
Sólveig Lára Árnadóttir
ncmandi í Laugarbakkaskóla.
JOLATILBOÐ
RADÍÓBÚÐARINNAR
•Sjónvörp 14, 20, 29 tommu
Verð frá kr. 28.900 stgr.
• 180 mínjmyndbönd óátekin kr. 358
Qott úrval af:
•BRAUN heimilistœU.jumJ
Einnig:
• Djúpsteikningarþottar
• Samlokugrill
•Vöfflujám
og margt, margt fleira
íf'- j*..
* * *
^ ^
KAUPVANGSTORGI 1
SÍMAR 36789-35132
*Agætu viðskíptavínir.
Starfsfólk matvörubúðarinnar óskar ykkur
gleðilegra jóla og þakkar ykkur viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Opið verður eins og venjulega yfir hátíðarnar nema:
•19.12 til kl. 22.00
•23.12 til kl. 23.00
•24.12 til kl. 13.00
'MATVÖRUBÚÐIN*
Það ætti að birta yfir forráðamönnum Blönduósbæjar við
það, að svo virðist sem stefni í að brimvarnargaðurinn
verði staðreynd áður en langt um líður.
Viggó Brynjólfsson á Skagaströnd:
Með langlægsta tilboð í
brimvörn á Blönduósi
„Ég hef enga ástæðu til að
ætla annað en tilboði Viggós
verði tekið. Þeir hjá Hafnar-
málastofnun hafa yfirfarið
tilboðið og ekki fundið neina
skekkju í því. Við erum mjög
ánægðir með að hafa fengið
svo hagstætt tilboð. Þetta er
langlægsta tilboðið og einnig
hagstætt að það skuli koma
frá nágrönnum okkar”, segir
Ófeigur Gestsson bæjar-
stjóri á Blönduósi, en Viggó
Brynjólfsson á Skagaströnd
var með langlægsta tilboðið í
gerð brimvarnargarðs á
Blönduósi, en tilboð voru
opnuð í síðustu viku á sama
tíma og kunngert var að
fjárlög gerðu ráð fyrir 50
milljónum til gerðar brim-
varnargarðsins á næsta ári.
Átta tilboð bárust og fólu
þau í sér tvo kosti, þann
ódýrari að flytja efnið úr
námum í landi Ennis í Engi-
hlíðarhreppi og Uppsala í
Sveinsstaðahreppi og dýrari
kosturinn var að efniö yrði
eingöngu tekið úr landi
Uppsala. Viggó Brynjólfsson
bauð 114,2 milljónir og 142
milljónir. Steypustöð Blönduóss
og Borgarverk buðu 199,2 og
211,6 milljónir. Klæðning hf
147,3 og 166,8, Krafttak 124,9
og 138,9, Suðurverk 142,4 og
154,6, Ræktunarsamband
Flóa- og Skeiða 128,9 og
158,1, ístak 186,7 og 191,7,
Hagvirki/Klettur 196,3 og 208,9
milljónir. Kostnaðaráætlun nam
um 190 milljónum.
Framkvæmdir verða kostaðar
að 75% af ríkinu og 25% af
Blönduósbæ. Eins og áður
segir gera óafgreidd fjárlög ráð
fyrir 50 milljónum til gcrðar
brimvarnargarðsins á næsta
ári, en í ár var voru veittar 20
milljónir af fjárlögum. „Jú þaó
stefnir í að langþráður draum-
ur okkar sé að rætast”, sagði
Ofeigur bæjarstjóri á Blönduósi.
2% ». *; M f
.1* .¥* #> «r*
Sveitungum og öllum þeim fjölmörgu
sem veittu okkur ómetanlega aðstoð á
síðastliðnu hausti, óskum við
Gleðilegra jóla og og gœfuríks
komandi árs
lifið heil.
Hulda, Halla, Sigrún og Sigurður á
Skúfsstöðum