Feykir


Feykir - 28.04.1993, Síða 3

Feykir - 28.04.1993, Síða 3
15/1993 FEYKIR3 Söngfólk frá Hvammstanga á kóramótinu á Laugarbakka. Kirkjukóramót á Laugarbakka Um næstsíðustu helgi var haldið á Laugarbakka í Mið- firði kirkjukóramót kirkju- kóra í Húnavatnsprófasts- dæmi. Talið er að um 120- 130 manns hafi komið saman til söngs í þessum söngbúð- um og u.þ.b. 110 manns hafi sungið í sameinuðum kór sem myndaður var af kór- fólki úr 10 kórum af svæðinu, en í Húnavatnsprófastsdæmi eru báðar Húnavatnssýslur og öll Strandasýsla. Gestur mótsins var Haukur Guð- laugsson söngmálastjóri og var hann mikill aufúsugestur og tók virkan þátt í mótinu með aðstoð og undirleik. Undirbúingur að mótinu var í höndum nefndar sem skipuð var til að endurvekja Kirkju- kórasamband Húnavatnspró- fastsdæmis (KÓSHÚN) en það hefur verið óvirkt í meira en áratug, og ekki verið samsöng- ur á þess vegum í svipaðri mynd og nú síðan 1982. Var mat nefndarinnar að virkasta lciðin til að cndurvekja sam- bandið væri að boða til sam- söngs kóra prófastsdæmisins. A laugardagskvöld var hald- ið skemmtikvöld og komu þátt- takendur með ýmislegt efni til flutnings. Sérstakir gestir kvölds- ins voru meðlimir söngsveitar- innar Sólarmegin á Akranesi og flutti hún nokkur lög við mikla hrifningu og góðar und- irtektir viðstaddra. A sunnu- dagsmorgun var svo samveru- stund í Hvammstangakirkju og seinna um daginn var flutt það efni sem æft var á mótinu. Hófst sú dagskrá með flutingi sérverkefna flestra kóra á svæðinu og síðan var flutt þýsk messa eftir Franz Schubert í ís- lenskri þýóingu Sverris Páls- sonar. Kaffisamsæti var í fé- lagsheimilinu á vegum kvenfé- lagsins þegar mótinu lauk. Karli Sigurgeirssyni Hvantms- tanga var sérstaklega þakkað óeigingjamt starf við undirbún- ing kóramótsins. Með honum í undirbúningsnefnd voru Helgi S. Ólafsson Hvammstanga, Anna Sigurjónsdóttir Sntára- gili, Aðalheiður Ingvarsdóttir Hólabaki og Sigrún Grímsdótt- ir Saurbæ. I stjóm nýendurvak- ins kórasambands voru kosin auk Karls og Önnu: Vilhjálmur Pálmason Blönduósi, Birna Richardsdóttir Hólmavík, Ast- ríður Erlendsdóttir Hvammi og Guðný Þorstcinsdóttir Borð- eyri. EA. Kaupfélag Skagfirðinga: Afkoma verkstæða batnaði í fyrra Útkoma einstakra deilda KS var í heildina mjög svipuð á síðasta ári og árið á undan. Verkstæðin komu þó betur út og hefur þar tekist að snúa tapi í hagnað. Hagnaður var á rekstri Mjólkursamlags Skagfirðinga upp á 7,9 millj- ónir en 16,5 milljóna tap á rekstri sláturhússins. Þetta voru einu niðurstöðu- tölur sem gefnar vom upp á að- alfundinum, ekki var frekar farið í útkomu einstakra deilda í iðnaói og verslun og er það að sögn kaupfélagsstjóra, vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið í sambandi við bók- hald og uppgjörsmál hjá félag- inu. „Þetta erekki sambærilegt lengur. Þegar söntu forsendur em ekki lagðar til gmndvallar, þá cr beinlínis villandi að gefa upp einhverjar tölur á milli ára'1, segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, en sagði þó að útkoman úr versluninni væri mjög svipuð á milli ára. Þriðja vaktin í augsýn í Steinullarverksmiðjunni Stjórn Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs samþykkti nýlega að veita Steinullarverksmiðj- unni heimild fyrir sjö störf- um í hálft ár, enda nemi greiðslur sjóðsins til viðkom- andi starfsmanna sömu upp- hæð og þeir ella hefðu fengið greiddar í atvinnuleysisbæt- ur. Ef Sighvatur Björgvins- son ráðherra tryggingarmála veitir samþykki sitt fyrir þessari ákvörðun stjórnar sjóðsins, verður á næstunni tekin upp þriðja vaktin í Steinullarverksmiðjunni, en hún var lögð niður fyrir tæp- um tveim árum, vegna sam- dráttar í sölu og framleiðslu steinullar. Að sögn Einars Einarssonar framkvæmdastjóra Steinullar- verksmiðjunnar mun þessi væntanlega úthlutun atvinnu- leysistryggingasjóðs flýta fyr- ir því að þriðja vaktin verði reynd að nýju og bætt sjö nýj- um störfum við þau rúmlega 30 sem eru í verksmiðjunni í dag. Að sögn Einars er sala steinullar á innanlandsmarkaði fyrstu fjóra mánuði ársins nokkuð í takt við það sem byggingariðnaður krefst og reiknað var með. Forráðamenn standa vonir til aó útflutningur verksmiðjunnar vonast hins- Steinullarverksmiðjunnar til vegar eftir að útflutningur auk- Þýskalands á þessu ári nemi 7 - ist talsvert á þessu ári, og þar 800 tonnum. Ef þessar vænt- komi inn nýr markaður í ingar ganga eftir er reiknað Þýskalandi. Þýsk yfirvöld votta meó að þriggja vakta kerfið að íslcnska steinullin standist festi sig í sessi í Steinullarverk- þær gæðakröfur sem þarlendur smiðjunni. Olga Sigurbjörg Jónsdóttír Gýgjarhóli Skagafirði nú til heimilis að Kvistahlíð 7 Sauóárkróki verður 90 ára þann 2. maí n.k. Hún tekur á móti gestum á afmælis- daginn milli kl. 15 og 17 í félagsheimilinu Melsgili í Staóarhreppi. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem heim- sóttum mig og gerðu mér 70. afmœlisdag minn, 23. apríl s.l., ógleymanlegan. Haraldur Hermannsson frá Ysta - Mói. Alþýðulist! Áhugahópur um alþýóulist heldur sýningu á handverki á Löngumýri laugardaginn 1. maí frá kl. 13 - 18. Mjög áhugaverð sýning fyrir þá sem hafa áhuga á listiðnaði og handverki. Heitt verður á könnunni. Okeypis kvikmyndasýning Verstöðin ísland Fiskiðjan og Skagfirðingur hf. bjóða Skagfirðingum til kvikmyndasýningar í Bifröst laugardaginn 1. maí. Myndin er ný og er fjórir sjálfstæðir hlutar með hléi á milli. Dagskrá: Kl. 14,00. Upphaf sjávarútvegs á íslandi. Kl. 15,00. Hlé. Kl. 15,15. Bygging nýs lands 1920 - 1950 Kl. 16,15. Hlé. Kl. 16,25. Baráttan um fiskinn 1950 - 1990 Kl. 17,25. Hlé. Kl. 17,40. Ár í útgerö (73 mínútur) Mynd þessi er fróðleg og skemmtileg fyrir alla sem hafa áhuga á sjávarútvegi og sögu íslensku þjóðarinnar. Allir Skagfirðingar eru hvattir til að mæta, á einstaka hluta eða alla myndina.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.