Feykir


Feykir - 28.04.1993, Síða 7

Feykir - 28.04.1993, Síða 7
15/1993 FEYKIR7 fyrstu sporin, síðan voru þær á dagheimilinu saman. Ég man alltaf eftir sumardeginum fyrsta, er þær fimm ára hnátur sungu, ásamt öðr- um bömum af dagheimilinu uppi á sviói í Bifröst. Þá stóöu þær þrjár saman Kristín Þöll, Hrabba og frænka Hröbbu hún Kristín Björg og sungu þær þrjár af þvílíkri inn- lifun að unun var að horfa á þær. Við mömmumar vorum svo ósköp stoltar af dætrum okkar. 011 barnaafmælin heima á Oldustíg og alltaf dáðist ég að því hvað Hrabba var stillt og prúð, mcð sitt blíða bros og bláu fallegu augun sín. Þær uxu úr grasi stelpumar okkar, fermdust hér í Sauðárkróks- kirkju og allt í einu voru þær orðn- ar fullorðnar, að þeirra mati, og alltaf hélst vinskapurinn þótt vík væri milli vina og Hrabba farin til útlanda. Þá var Hrabba alltaf sama trygglynda vinkonan, skrifaði löng og skemmtileg bréf heim til vin- konu sinnar. Svo kom Hrabba heim og þá var nú gleðin mikil, spjallað og hlegið fram á nætur. Síðan hafa þær vinkonur verið óaðskiljanlegar. Síðastliðió haust leigðu þær stöllur sér íbúð saman á Akureyri og fóru báðar í nám í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Mikil var tilhlökkunin og spenningurinn að búa tvær einar saman. Ég minnist þess er við hjónin fluttum Kristínu norður. Hrabba var komin á undan og tók á móti okkur með sínu Ijúfa brosi og bauð upp á kaffi. Hún var búin að koma öllu fyrir og kerta- ljós logaði og allt var svo notalegt. Okkur hjónunum leið vel þegar við ókum aftur heim, við vissum að dóttir okkar var í góðum hönd- um, þar sem hún var með Hröbbu. Þær voru svo ólíkar vinkonum- ar. Kristín dökk á brún og brá , en Hrabba bjarthærð og bláeyg. Hrabba alltaf róleg og yfirveguð en hin fjörmikil og hávaðasöm. Þær voru eins og nótt og dagur, svo ólíkar voru þær, en aldrei hef ég séð fallegri vináttu en þeirra. Hrabba laðaði alla að sér með sínu blíða brosi og fallega viðmóti. Hún var góður nemandi, átti létt með að læra og allt lék í höndum hennar. Hann er sár söknuóurinn hjá skólasystkinum hennar og kennurum á Akureyri. Eg gleymi aldrei síðasta laug- ardagskvöldi, þegar Hrabba birtist hér í forstofunni, það geislaði af henni fegurðin og þau fóru hlæj- andi út, félagamir fjórir og ég elti þau út að dyrum og hugsaði, mik- ið á dóttir mín gott að eiga svona góða vinkonu. Það er mikill harmur kveóinn í svona litlu bæjarfélagi eins og Sauðárkrókur er, þegar ungt og efnilegt fólk fellur svona snögg- lega frá, og allir eru felmtri slegn- ir, vinimir, ættingjamir og skólafé- lagarnir sem alltaf héldu svo vel hópinn. Við hjónin þökkum guði fyrir að dóttir okkar átti svona góða vinkonu og að við fengum að njóta Hröbbu, bara svo allt of stutt, en vió geymum í hjarta okkar minn- ingu sem yljar okkur öllum á ókomnum árum. Við viljum senda öllum ættingjum hennar innileg- ustu samúðarkveójur. Anna og Gummi, og Kidda mín og Hjalti, ég vona aó bjarta brosið hennar Hröbbu okkar megi lýsa ykkur leiðina út úr myrkrinu, sem byrgir okkur sýn núna. Þegar þú ert sorgmœddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grœlur yfir því, sem var gleði þín. Kahil Gibram. Megi hún Hrabba hvíla í Guós friði. Lilla, Þór og Kristín Þöll. Ég mun aldrei gleyma þeim degi þegar góður vinur minn hringdi í mig og sagói mér lát Hrafnhildar. Ég hef aldrei kynnst jafn fal- legri og góðri stelpu. Hún var svo Utboð Sjúkrahús Skagfiróinga á Sauóárkróki óskar eftir tilboóum í endumýjun hluta glugga í sjúkrahúsinu á Sauðárhæóum. Útboðsgögn veróa afhent á skrifstofu frantkvæmda- stjóra, gegn 7.000 króna skilatryggingu frá og meö fimmtudeginum 29. apríl 1993. Tilboósfrestur er til 11. maí 1993 og verklok áætluó 20. september 1993. F. h. Sjúkrahúss Skagfirðinga Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri. björt og lífsglöð. Ég á alltaf eftir að minnast stundanna sem við átt- um saman. Við gátum alltaf talað saman um allt milli himins og jarðar. Hún kenndi mér svo margt um lífið. Það var afar skemmtileg lífsreynsla að vera með henni. Mér þykir það svo sárt að hún hafi skilið við okkur svona snemma. Hún talaði svo oft um það sem hún ætlaði að gera í framtíðinni. Það er óskaplega erfitt að sætta sig við þetta og geta aldrei framar sagt henni hvað mér þótti vænt um hana. En eitt er víst að hún mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég á aldrei eftir að gleyma henni. Ég veit henni líður vel þar sem hún er. Fjölskyldu Hrafnhildar, ættingum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning henn- ar. Erik. „Hún Hrabba dó í bílslysi í nótt". Fréttin sló okkur, það var eins og hnífur væri rekinn í hjarta- stað. Hví var ung stúlka í blóma lífsins hrifinn burt frá fjölskyldu og vinum? Var þetta tilviljun ein eða var þetta allt fyrirfram ákveð- ið“. Þessar spumingar koma upp í hugann hjá okkur, skólafélögum hennar, sem skiljum ekki hvers vegna hún var tekin burt svo snögglega. Hrafnhildur var mjög þroskuó stúlka, friðarsinni, kom fram viö aðra eins og hún vildi að komið væri fram við sig og undir rólegu yfirborði bjó eitthvaó annað og meira. Þó henni hafi fundist heim- urinn oft grimmur þá leit hún framtíðina alltaf björtum augum og ætlaði sér svo margt. Við sem sitjum eftir söknum hennar sárt og trúum því að hún sé á góðum stað og geti þar nýtt hæfi- leika sína. Atvinna, menntun, framtíð Ráðstefna um nýja sókn í atvinnumálum Skagafjarðar verður haldin í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 2. maí n.k. og hefst kl. 14,00. Dagskrá: Setningarávarp: Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. Æðri menntun á landsbyggðinni og atvinnulífíð: Þórólfur Þórlindsson prófessor. Mikilvægi landbúnaðar í atvinnulífí Skagafjarðar: Guðbrandur Þorkell Guóbrandsson. Möguleikar lífeyrissjóða í atvinnurekstri: Jón S. Karlsson formaóur vmf. Fram. Þróunarstarf ísl. sjávarafurða h.f. og möguleikar á frekari úrvinnslu í sjávarútvegi: Guðbrandur Sigurósson forstöðumaóur Þróunarseturs I.S. Framtíðarmöguleikar í iðnaði: Kristján Björn Garóarsson iónráógjafi í Noróurlandi vestra. Dreifíng opinberra stofnana um landið og möguleikar Skagafjarðar: Magnús H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Héraósnefndar Skagafjaróar. Lokaávarp: Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri á Sauðárkróki. Ráðstefnustjóri: Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. Allir eru velkomnir á ráóstefnuna og í boói veróa ókeypis veitingar. Skagfiróingar eru hvattir til aó fjölmenna. „ ,, , ,, ö Bæjarstjorn Sauðarkroks Verkamannafélagið Fram Kaupfélag Skagfírðinga. Við vottum fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hún lifir í hjörtum okkar. Dauði þinn breytti hjarta mínu í hvíta marmarahöll þakta speglum að innan sorgin stendur á miðju gólfi Ijómi hennar speglasl í þeim öll- sem fullur máni er speglar andlit sitt í bláum vötnum. (Ragnheiður Ofeigsdóttir) Skólafélagar af mynd- og handmcnntabraut Verkmennta- skólans á Akureyri. Laugardaginn 24. apríl, var jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju elskuleg frænka okkar, Hrafnhild- ur Jónsdóttir, sem lést í hörmulegu bílslysi hinn 18. apríl sl. Okkur langar aó þakka fyrir allar ljúfu stundirnar sem við átt- um með þér og í hugum okkar eru aðeins til fallegar myndir um þig elsku frænka. Ekki hvarflaói að mér að sam- vcrustundirnar um síðustu páska yrðu þær síðustu sem vió ættum saman. En vegir Guðs eru órann- sakanlegir. Elsku frænka. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig í hinsta sinn. Guó blessi þig. Elsku Anna, Gummi, Hjalti, Kristín, Kalli litli, mamma, pabbi og aðrir aóstandendur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll í þessari miklu sorg. Svava, Jónas og fjölskylda. Hvolfar fást gefins! S vartir labradorhvolpar fást gefins. Faðirinnn er af hreinu kyni og móðirin að hálfu. Hringið í síma 12695 ákvöldin. Leikjatölva óskast! Óska eftir Nitendo leikjatölvu til kaups. Upplýsingar í síma 38157 og 13412 eftir kl. 6 á kvöldin. Til sölu! ril sölu 30 fermctra gólfteppi, eikarhurð og handlaug. Upplýs- inear í síma 35538. Hænuungar! Til sölu hænuungar (varphænur). Pantanir í síma 95-36745. Halldór Hafstað. Aðalfundur! Aðalfundur Skotfélagsins Ós- manns verður haldinn í Verk- námshúsi Fjölbrautaskólans sunnudaginn 9. maí kl. 20,30. Dagskrá: Venjuleg aðallúndarstörf og önnur mál. Stjómin. Áskrifendur Feykis! Muniö að greiöa gíróseðlana hiö fyrsta.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.