Feykir


Feykir - 21.07.1993, Page 8

Feykir - 21.07.1993, Page 8
Einkareikningur, framtíðarávísun á góða ávöxtun, ódýran yfirdrátt og víðtæka viðskiptaþjónustu! 21. júlí 1993,27. tölublað 13. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Sími35353 Landsbanki íslands Banki allra iandsmanna „iHitta er óskaplega gaman. Fólkið er svo yndislegt og þetta gengur allt svo ljómandi vel. Reyndar er ég vön mann- mörgu heimili. I>að var það oft hérna áður fyrr þegar börnin voru öll hcima og krakkar í sveit á sumrin. Síðan hef ég að- stoð frá dætrum mínum tveim, þegar þær eru Iausar úr vinnu, önnur er á Króknum og hin vinnur hálfan daginn á Hofs- ósi“, segir Guðrún Þórðardótt- ir húsfreyja á Höfða á Höfða- strönd, en það er í nógu að snú- ast hjá lienni þessa dagana. Hún sér um mat handa öllu Iið- inu í kringum Bíódagana, um 25 manns. „Við crum svo sem ekki alveg óvön svona hcimsóknum. Kynnt- umst því þegar Böm náttúrunnar vora mynduó hér á sínurn tíma. Þá var þaö raunar helmingi minni hópur og tökumar tóku þá ekki ncma fimm daga í stað þriggja vikna núna. Við vissurn því alvcg að hverju vió gengurn og svo er þaö líka þannig að Friðrik stend- ur svo nærri okkur aó það cr al- veg cins og við séum að gera baminu okkar viðvik", sagði Guörún þcgar hún var spurð að því, hvort að það sé ekki óskap- lega ónæðissamt í kringum kvik- myndunina? „Þvert á móti er þetta bara ntjög skemmtilegt. Það eina sern mætti vera betra er veðrið. Það mætti vera kvöldsól héma á hvcrju kvöldi, en hún er einstak- lega falleg héma vió Þórðarhöfð- ann. Því miður hefur verið lítið um svoleióis veðráttu undanfar- ið", sagði Guðrún á Höfða. Þar á bæ gista tveir úr kvikmyndalið- inu, þeir Friðrik Þór og Ari Krist- insson kvikmyndatökumaóur. Ferðaþjónsta Valgeirs og Guð- rúnar á Vatni sjá um gistingu fyr- ir mcginhluta hópsins. Næg verkefni hjá saumastofunni Drífu efnin eru næg“, segir Baldur Haraldsson framleiðslustjóri hjá Saumastofunni Drífú á Hvamms- tanga. Drífa selur mestan hluta framleiðslu sinnar til Skandinavíu og Evrópulandanna. Drífa er meðal stærstu vinnu- veitenda á Hvammstanga. A launa- skrá eru urn 20 manns, þar af eru nokkur hlutastörf. A undanfömunt ámm hafa verió talsverðir erlið- leikar í rekstri Drífu eins og flciri sauma- og prjónastofa í landinu. A síðasta ári og fram á þetta ár var unnið að endurskipulagningu í rekstri Drílú. Hvammstangahreppur, stærsti eigandi saumastofunn;ir, jók hlutaféð í fyrirtækinu og liður í að styrkja rekstur þess voru einnig kaup hreppsins á hlutabréfúm í markaós- og sölulyrirtækinu Arbliki en það fyrirtæki sá um árabil mörgum saumastofum í landinu fyrir verkefnum. Oddvitinn Sumir hefðu það gott ef aðrir hefði það ekki ennþá betra. Guðrún á Höfða eldar ofan í allt kvikmyndatökuliðið og fær aðstoð frá dætrunum þegar þær hafa Iokið vinnu á daginn. „Það er nóg að gera hjá okkur og þetta gengur bara ansi vel. Það er helsta spursmálið um hönnun og tískulínur varðandi sölumálin og við virðumst hafa hitt á það í ár, þannig að verk- Leikur með tveim landsliðum í Evrópukeppni á næstunni Ómar Örn Sigmarsson 17 ára piltur á Sauðár- króki stendur í stórræðum næstu vikurnar. Ómar er cflaust cfúilegasti körfúknattleiksmaður bæjarins um þessar mundir. Eftir vikutíma held- ur hann til Tyrklands þar sem hann leikur með drengjalandsliðinu í 12-liða úrslitum Evrópu- kcppninnar. I ágústmánuði kcppir hann síðan mcð unglingalandsliðinu í milliriðlum Evrópu- keppninnar í Þýskalandi. Unglingalandsliðió sem leikur í 12-liða úrslita- keppninni í Tyrklandi í byrjun næsta mánaðar hefur náð langbestum árangri allra íslcnskra körfu- boltalandsliða til þessa og eru bundnar miklar vonir við þetta lið í framtíðinni. Liðið byrjaði keppni í for- kcppni fyrir ári í Belgíu og tryggði sér síðan áfram- haldandi kcppnisrétt í milliriðlunum í Litháen. I Tyrklandi er leikið í tveim riðlum og síðan spilaó um sæti í úrslitunum. Island leikur í riðli með Rússum, Itölum, Frökkum, Tyrkjum og Þjóðvcrjum. „Þetta eru það sterkar þjóðir að við eigum sjálfsagt ekki möguleika á sjálfum Evrópumcistaratitlinum, en allt ofan við 9. sæti cr mjög góður árangur og það tak- mark höfum við sett okkur", segir Ómar. Hann hefur staðið sig mjög vcl með liðinu til þessa og hefúr oft- ast verið valinn í byrjunarliðið í leikjunum af þjálf- aranum Axel Nikulássyni. Axel er mikill baráttumaó- ur og hefur hann mikla trú á Ómari sem framtíðar- leikmanni. Helgi Guófinnsson frá Grindavík er sá eini í liðinu scm fengið hcfur aó spreyta sig aó ráði í úrvalsdeildinni, en Ömar stefnir að því að komast í Tindastólslióió í vetur og telur aó þátttaka sín í Evr- ópukeppnunum nú sé góóur undirbúningur l'yrir það takmark. Nýlega var aldurstakmörkum fyrir drcngja- og unglingalandslið brcytt, aldurinn færður nióur um eitt ár og þaó þýðir aö Islendingar tefla drengjalandslið- inu einnig fram sem unglingalandsliði, þttnnig að það er sama liðið sem leikur í 12-liða úrslitunum í Tyrk- landi og í milliriðlum unglingalandsliða í Þýskalandi. Kosið um sameiningu þriggja hreppa í V.-Hún. Ákveðið hefur verið að mið- vikudaginn 28. júlí nk. fari íram atkvæðagreiðsla um sameiningu þriggja hreppa í Vestur - Húnavatnssýslu, Stað- arhrepps, Fremri - Torfú- staðahrepps og Ytri - Torfu- staðahrepps. Viðræður um sameiningu hreppanna hafa staðið síðan í byrjun árs. Kosið verður í hverj- um hreppi fyrir sig og verður sameiningin að hljóta samþykki meirihluta greiddra atkvæöa í hverju sveitarfélagi fyrir sig til að öðlast gildi. Sérstök athygli er vakin á utankjörstaða at- kvæðagrciðslu sem fram fer á skrifstofú Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að Hamraborg 12 í Kópavogi kl. 8,30- 12,00 og 13,00- 16,00. Sömuleiðis er hægt að greiða at- kvæði utan kjörfundar hjá for- mönnum kjörstjóma í hverjum hreppi. „Er vön mannmörgu heimili" Segir Guðrún Þórðardóttir húsfreyja á Höfða BÓKABÚÐ BKYMJARS Gæðaframköllun

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.