Feykir


Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 1

Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Riðuveiki í Skagafirði: Gerir vart við sig á tveim bæjum í 2. sinn á 5 árum á öðrum bænum Tvö riðuvcikitilfelli sem upp komu í haust þcgar le kom af fjalLi í Skagafirði, undirstrika það sterklega hversu gífurlega erfitt verður að útrýma þessum illvíga sauðQársjúkdómi. Riða var stað- fest í tveggja vetra kind frá Foss- hóli í Sæmundarhlíð og einnig kom sama niðurstaða af sýni úr kind frá Mallandi í Skefilsstaða- hreppi. Riða kemur nú upp að nýju aðcins fimm árum efiir að skorið var niður á Fosshóli og að- eins eru þrjú ár síðan riða var staðfcst á næsta bæ við Malland á Skaganum, Ketu. Einar Otti dýralæknir sagðist ekki hafa heyrt af því að riðu hefði orðið vart svo fljótt að nýju eftir að fjárskipti höfðu átt sér stað, eins og á Fosshóli, en fé var tekið þar að nýju eftir tveggja ára fjárleysi, eða haustið 1990. Einar Otti segir að næsta skref í málinu hafi ekki ver- ið ákveðið. Allt sé háð fjármögnun í dag og því of snemmt að segja til um hvort niðurskurður fjár á þess- um bæjum fari fram í hausL Aðspurður sagðist Einar Otti ekki hafa séð betur en sóttvamir hefðu verið framkvæmdar mjög vel á Fosshóli og farið að öllum þeim skilyrðum sem sett vom. „Hinsvegar var ekki búið að sótt- hreinsa á öðrum bæjum í sveitinni á þessum tíma og það eru því ýmsir möguleikar til þess að smitið hafi borist milli bæja“, sagöi Einar Otti. Mikill fjöldi færabáta landar á Skagaströnd Ekki verður annað sagt en það lifni yfir Króknum talsvert að haustinu þegar fjölbrauta- skólinn tekur til starfa, enda bætist þá við íbúatölu bæjarins talsvert drjúgur hópur fólks á sprækasta skeiði. Æslin í upphafi skólaárs ná jafnan hámarki við busavísluna, en sú athöfn þykir ein mest hátíða. Busavígslan í FNV að þessu sinni fór fram sl. föstudag. Jafnan er fyrirkomulagi athafnarinnar breytt nokkuð frá ári til árs. I fyrrahaust var komið saman á Borgarsandi en í þetta sinn var farið upp á Nafirnar rétt norðan heimavistarinnar. Þar var ljóðakunnátta nýnemanna könnuð og ef hún brást hlutu þeir væga refsingu yfirmanns athafnarinnar sem illúðlegur sötraði blóðlitaðan vökva meðan busarnir freistuðu þess að forðast refsingar, sem m.a. fólust í þrifabaði, en það er talið nauðsynlegt til að busarnir geti talist fullgildir nemendur skólans. Dýpkað við Syðraplanið Líflegt hefur verið um að Iitast við Skagastrandarhöfn að und- anförnu. Fjöldi smábáta hefúr lagt þar upp og selt afla sinn í gegnum markaðinn á Skaga- strönd. Þetta eru mestmegnis færatrillur, hátt í 20 talsins hvaðanæva af landinu. Þær róa á fengsæl mið á Skagagrunni en þar hefúr veiðst mjög vel á færin undanfarnar vikur. Sem dæmi má nefúa að tíu fyrstu daga þessa mánaðar var landað 60 tonn af færafiski á Skagaströnd. Að sögn Vilhjálms Skaftasonar hafnarvarðar á Skagaströnd em þama bátar víðsvegar af landinu, frá Vestfjörðum, Suðumesjum, Reykjavík og meira að segja ein trilla frá Borgamesi. Nöfnin á þeim eru hin fjölbreytilegustu: Karel, Nör, Klóin, Lukka og Gulllfiskur svo einhver séu neínd. Ekkert af afla bátanna hefur farið til vinnslu á Skagaströnd. Það em hinsvegar rækjubátamir sem leggja upp hjá rækjuvinnslu Hólaness, þeir em Skagastrandarbáturinn Ólafúr Magnússon, Geir goði frá Sand- gerði og Höfrungur frá Grindavík. Á næstunni hefjast framkvæmd- ir við dýpkun Sauðárkrókshafú- ar. Grafið verður upp úr höfn- inni við Suðurgarðinn nýja, þannig að togarar og minni bát- ar geti legið þar við strax í vetur. Gerður hefur verið verksamn- ingur við Hagvirki-KIett um dýpkun hafnarinnar en það fyr- irtæki er einnig verktaki við gerð Syðraplansins. Tilboð Hagvirkis - Kletts gerir ráð fyrir að 21 þús- und rúmmetrar verði færðir úr höfninni og verkið kosti tæpar 16 milljónir. Að sögn Brynjars Pálssonar for- jnanns hafnarstjómar er ástæða þess að unnt er að ráðast í dýpkun nú, sú að vegna hagstæðs tilboðs í gerð Syðrigarðsins, hafi orðið af- gangur af framkvæmdafé sem dygði langleiðina fyrir dýpkuninni. Brynjar telur tilboð Hagvirkis mjög hagstætt. Einingarverð sé það sama og þegar dýpkað var í Sauðár- krókshöfn fyrir tveimur ámm. Þá hafi Hagvirki-Klettur boðist til að veita gjaldfrest fyrir hluta verksins. Hagvirki - Klettur er þessa dag- ana að ljúka framkvæmdum við dýpkun í Húsavíkurhöfn. Þegar því verki er lokió mun verktakinn flytja sín tæki og tól til Sauðárkróks. Hafnarstjóm virðist ákveðin í því að halda ffamkvæmdum áfram við Sauðárkrókshöfn. Nefndin samþykkti á fúndi sínum nýlega að leita eftir fjárveitingum vegna ýmsra ffamkvæmda á næsta ári. Svo sem lýsingu og lagna á Syðraplani, steyptri 1800 fermetra þekju á bryggjuna á planinu, dýpk- un fyrir snúninginn sem kallaður er og við innsiglinguna. Samtals em þessar framkvæmdir að upphæð tæpar 53 milljónir. Nú hefur yerið ákveðið að dýpka höfnina við Suðurgarðinn í haust, þannig að hans verði notið í viðlegu í vetur. —ICTeH?ill hp— Aðalgötu 24 Sauðárkröki bílaverkstæði MJL ^ * sími: 95-3514 / ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata Ib 550 SauSárkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílavi&ger&ir * Hjólbar&averkstæ&i SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 ReTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.