Feykir


Feykir - 22.09.1993, Side 5

Feykir - 22.09.1993, Side 5
32/1993 FEYKIR5 „Þar landar enginn fiski einn síns liðs" Segir Brynjar Pálsson bóksali um Blöndu „Ertu búinn að fara í Blöndu í sumar?“ voru oró sem gjaman heyrðust á árum áöur þegar veiðimenn hér um slóðir tóku tal saman. Það var greinilegt aö í þeirra huga var Blanda kyngimögnuðust allra Laxveiðiáa. Þaó jafnaóist ekkert á viö einn dag í Blöndu hvaö þá ef þeir voru fleiri. Og menn sögðu stórkostlegar sög- ur af veiói í þessari gruggugu jökulá, sem síöan varð maðktæk viö geró Blönduvirkjunar. Vió það er eins og mesti sjarminn hafi fariö af Blöndu sem laxveiðiá, enda hefur hún auk mórauða litsins misst nokkuð af vatnsmagni sínu frá því að áöur var. Brynjar Pálsson bóksali á Sauöárkróki og formaóur Stangveiðifélags Sauðárkróks er einn margra veiðimanna sem dýrkaði Blöndu gömlu. Brynjar er einn af þessum miklu stemmningsveiðimönnum, og trúlega slær hann öllum öörum mönnum vió í gerð veiðisagna. Þær hafa ófá- ar orðið til í smiöju bóksalans veióisögumar. En hvað var það sem var svona kyngimagnað viö Blöndu Brynjar Pálsson? „Það sem gerði Blöndu að svona skemmtilegri laxveiðá, var að maður sá aldrei fiskinn í hyln- um. Þessvegna húkkuðu menn fisk aldrei viljandi í Blöndu, en það varð aó finna fiskinn og þaó gerði veiðina svo spennandi. Ég man ekki eftir neinu öðru en skemmtilegu við Blöndu. Þegar við fórum 6-8 félagamir saman í Blöndu var virkilega gaman að veiða. Það var svo mikil hjálp í félögunum. Þegar einn setur í fisk þá eru kannski komnir tveir til þrír félagar til að hjálpa. Það landar enginn fiski í Blöndu einn og óstuddur nema þá að taka sjensinn á aö missa fiskinn. En þegar menn eru klárir á háfinn þá fer ekki fiskur forgörðum í Blöndu, það er öruggt", segir Binni og ljómar þegar hann rifj- ar upp gömlu góðu dagana við Blöndu. Líflegt veiðilíf við beituskúrana Fyrstu kynni Binna af veiði- skap var þegar hann ásamt fleiri guttum á Króknum, veiddi sil- ung upp úr gamla árfarvegi Sauðárinnar sem þá rann í gegn- um miðbæ Sauðárkróks. Síðan tók við fjöru- og bryggjuveiði þar sem að alls kyns tegundir komu á land. „Veiðilíf í kringum beituskúrana var mjög líflegt hér á árum áður. Við pollamir feng- um að stokka upp, sem þá var kallað, og þá heyrðum við marg- ar góðar sögumar. Maður lifði sig inn í sjómennskuna þó aldrei hafi ég verið gráðugur aö komast á sjó því ég er mjög sjóveikur. Ég hef varla migið í saltan sjó nema af bryggjunni", segir Binni og glottir við tönn. Frá fjöm- og bryggjuveiði tók við veiði í Vesturós Héraðs- vatna. Þar komu bleikjur og sil- ungar á land hjá Binna. Það var síðan árið 1962, þá 26 ára, sem Binni veiddi sinn fyrsta lax, 13 punda í Blöndu. „Þetta er minn- isstæður fiskur, tekinn á maók í svokölluðum Efridammi. Ég var mjög hreykinn og skalf örlítið í hnjáliðunum eins og maður á aó gera við fyrsta fisk. Ég leiddi laxinn mjög fallega og það tók mig hálftíma að koma honum á land sem þykir langur tími í Blöndu“, segir Binni og hrein- lega rís upp úr leðursófanum þegar hann rifjar atburóinn upp. Samstarf ið gott við Húnvetninga Stærsti laxinn sem Binni hef- ur veitt er 21 punda lax sem kom á land í Blöndu sumarið 1974. „Laxinn tók spón og viö lönduð- um honum með háf á mjög grunnu vatni eftir erfiða en skemmtilega viðureign. Alveg ógleymanleg stund eins og þær eru flestar sem maður hefur eytt við Blöndu í góðum félagsskap. Maður nýtur þess innilega að veiða með góðum félögum við skemmtilega á. Stangveiðifélag Sauðárkróks hefur leigt Blöndu í samráði við Stangveiðifélag Austur - Hún- vetninga á Blönduósi og stund- um einnig við Stangveiðifélag Reykjavíkur, allt frá árinu 1960, utan tveggja veiðitímabila, þar til nú að aðili í Reykjavík bauð hæst í veiðiréttinn fyrir liðið sumar. Binni segir aó samstarfið við Húnvetninga og Reykvíkinga hafi ætíð verið hnökralaust og gengið mjög vel. „Það var svo í fyrra í fyrsta skipti sem við og Húnvetningar töpuðum á því að leigja Blöndu. Veiðin var léleg og veiðileyfi seldust illa. Við borguðum okkar skuldir þannig að ekki töpuðu bændur á okkur. Yfirleitt borgum við fyrirfram til bændanna og ég er ekki viss um það hafi tíðkast víða. Núna bauð aðili í Reykjavík hæst í Blöndu. Ég sé ekki annað en hann ætli að komast vel frá því, því hann þarf ekki að selja nema júlímánuó til þess að hafa fyrir leigunni. Sjálf- sagt vill þessi aðili síðan selja okkur í stangaveiðifélögunum veiðileyfi en ég er ekkert viss um að svo verði. Síðasta sumar var lélegt. Vatnsmagnið er orðið svo sveiflukennt eftir að Blanda var virkjuð. Bændur eiga að taka áhættuna Ég er reyndar óánægöur með að góðar veiðiár séu komnar í hendur einstaklingum, eins og t.d. margar ánna í Húnaþingi: Blanda, Svartá, Vatnsdalsá og Víðidalsá. Ég vil að bændur leigi ámar út milliliðalaust og er mjög ánægður með hvemig bændur við Miðfjarðará hafa staðið að málum. Þar er skipulagning í góðum höndum Böðvars Sig- valdasonar á Baröi og mér fmnst hann hafa haldið uppi bænda- samtökunum hvað þetta snertir. Þar eru hlutimir gerðir af mynd- arbrag og öðrum til eftirbreytni. Bændumir eiga að selja ámar sjálfir og vera ekki alltaf með Dennan aumingjaskap að láta Brynjar kominn með veiðihattinn og tilbúinn að renna fyrir fisk. áhættuna koma á milliliðinn. Milliliðurinn getur grætt mikla peninga á sölu veiðileyfa en það er eins og bændur þori aldrei að taka neina áhættu. Veiðibændur ættu að taka sér til fyrirmyndar hann Kára Þorgrímsson bónda í Garði. Þar fer bóndi sem þorir að taka áhættu og selur sínar afurð- ir milliliðalaust. Fyrst bændur eiga allt vatn sem rennur til sjáv- ar, þá finnst mér vera kominn tími til að þeir afsetji sínar ár sjálfir. Það hljóta að vera þeirra hagsmunir að styrkja sína undir- stöðu. Það er óðum að verið að skerða afurðagetuna, eins og með rollumar og beljurnar, og loksins þegar þeir hafa mögu- leika á að selja sjálfir sínar ár þá vilja þeir milliliði og eigendur þeirra taka enga áhættu. Veiði- bændurnir hjóta að sjá að sér þegar í ljós kemur að milliliðim- ir eru farnir að stórgræða á þeim“, segir Brynjar Pálsson að endingu. ÞÁ/BJB Frá kvöldskóla og öldungardeild FNV Haustönn 1993 Hvemig væri aó taka sig á og sækja hagnýt og athyglisverö kvöldnámskeið í einhverju eftirtalinna? Afbrigðileg sálarfræði (Geðsjúkdómar og sálrænir kvillar). Kennari Olafur Jón Ambjömsson. Bókfærsla I og II, kennari Sigríður Svavarsdóttir. Enska I-III fyrir byrjendur og lengra komna (áhersla á talþjálfun). Kennarar: Bjöm Magnússon og Þorkell V. Þorsteinsson. Franska I og II fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari Geirlaugur Magnússon. Italska fyrir byrjendur. Kennari Enrico Bascarin. Spænska fyrir byrjendur. Kennari Stefanía Hjördís Leifsdóttir. Tölvufræði fyrir byrjendur. Kennt á PC tölvur. Kennari Valgeir Kárason. Saumar, kennari Fjóla Sveinsdóttir. Leiklistarnámskeið fyrir byrjendur 13-15 ára og 16 ára og eldri (11 klst.). Fengist er m.a. vió takt, spuna og líkamsvinnu. Veró kr. 4000. Kennari Ingólfur Bjöm Sigurðsson. Að auki er boðið upp á eininganám í öllum greinum dagskóla í öldungadeild. Hvert námskeið stendur í 10 skipti, tvær klukkustundir í senn nema leiklist- amámskeiðió. Aó jafnaói er kennt einu sinni í viku í hverju námskeiði. Kennsla hefst 4. október næstkomandi.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.