Feykir


Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 4

Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 4
4FEYKIR 32/1993 Stóðréttirnar verða sívinsælli viðburðir Þessir voru samtaka um að koma þeim rauðskjótta í dilkinn. Almenningur og réttarveggur þéttskipaður í Skarðarétt. hætt var að skilja hrossin frá við gömlu réttina á Kirkjuskarði í Laxárdal. Þetta var gert í þeim til- gangi að höfða til ferðafólks og bjóða því upp á pakkaferðir í göngumar og réttimar. Svo virð- ist lengi vel sem fænri ferðalanga fýsti í hrossasmölun að þessu sinni en búist var við, en úr rættist á síðustu stundu. Og ekki vantaði fjölmennið við að fylgja rekstr- inum í Laxárdalnum. Talið er að um 80 ríðandi menn hafi fylgt rekstrinum niður dalinn til réttar og fjöldi fólks fylgdist með úr bílum. Skemmti fólk sér vel við að fylgjast með fasmiklum og villtum stóðhestum sem nú vom teknir í heimahaga á ný eftir sumarlangt frelsi í kynð fjallanna. Unghross í góðri fylgd á leið í Sturiuhólsdilkinn. Segja má að aðalstemmningin við Skrapatungurétt sé reksturinn niður Laxárdal daginn fyrir réttirnar. Eins og sjá má af mynd Sigurðar Kr. var fjöldi hrossa og manna mikill. Hestar og menn spyrna við fótum í Skarðarétt menni fylgdist með néttarstörfun- um og er álitið að sjaldan eða aldrei hafi fleiri verið saman komnir við réttir í Skrapatungu, enda veðrið ákaflega bjart og fagurt. Það svo að álitið var að réttarstörf hefðu gengið hægar fyrir vikið, og víst var að menn vom ekkert að æsa sig við drátt- inn fyrrihluta sunnudagsins. Þama vom t.d. vel á annað hund- rað hross frá Enni og hjálpuðust menn við að smala þeim inn í dilkinn. Þar var samvinnan í hávegum höfð. Þetta er þriðja árið sem réttin er svona hrossmörg, eða síðan að Stóðréttir draga sífellt að fleira fólk og trúlega hefur verið fremur gestkvæmt í Skagafirði og Húnaþingi um síðustu helgi. Þá voru þrjár af stærstu stóð- réttunum hér um slóðir. Réttað var í Skarðarétt og Staðarrétt í Skagafirði á laugardag og í Skrapatungurétt í Austur - Húnavatnssýslu á sunnudag. Veðrið var líka ekki til að fæla fólk frá, einstök veðurblíða. Reyndar virðist hestaáhugafólk ekki setja veðrið neitt fyrir sig, eins og Ld. aðsóknin í Lauf- skálarétt um tíðina sýnir, en þar er oftar en ekki réttað í óþökk veðurguðanna að því er virðist Hross vom meö færra móti í Skarðarétt að þessu sinni, en rétt- argestir hinsvegar fleiri en oftast. Meðal annars vom þar mynda- tökumenn frá danska sjónvarpinu og er ætlun þeirra að gefa sjón- varpsáhorfendum sýnishom af því hvemig skagfirskar stóðréttir ganga fyrir sig. Eflaust hafa þeir ekki orðið fyrir vonbrigðum eftir atgangnum í réttinni að dæma, sem var dæmigerður fyrir skag- firskar stóðréttir. Ungir menn gengu þar vasklega ffam í drætt- inum og fengu sýnilega mikla út- ras í því að atast í almenningnum. Á stundum virtist þó leikurinn ganga full langt, ef dýravemdun- arsjónarmið em höfð í huga. Það var öllu rólegra yfir hlut- unum í Skrapatungurétt framan af ásunnudag, en þar hófust réttar- störf klukkan 10 um morguninn. Trúlega hefur hrossareksturinn daginn áður setið eitthvað í mönnum. Að sögn réttarstjórans Ágústs Sigurðssonar á Geita- skarði gekk smölunin mjög vel í Laxárdal deginum áður, og bjóst hann við að tíu til tólf hundruð hross kæmu til réttar í Skrapa- tungu að þessu sinni. Mikiðfjöl- »* < * «<« \ *■%% * * « ffc Samkeppni meðal grunnskólanema um viðbörunarmerkingar á tóbak Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni meðal grunnskóla- nema í landinu í haust um gerð nýrra viðvörunarmerkinga á tó- baksvörur. Samkeppnin stendur frá 15. september til 15. nóvem- ber í haust og er haldin að for- göngu heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins í samvinnu við menntamálaráðuneytið, land- læknisembættið, tóbaksvamar- nefnd og fleiri málsmetandi aðila. I tilkynningu um samkeppnina segir að skemmst sé að minnast hve áhrifarík forvöm hafi verið unnin af íslenskri æsku fyrir nokkmm árum, þegar átak var gert ti! að draga úr tóbaksnotkun landsmanna. Það hafi sýnt sig að bömin mynduðu þann þrýstihóp sem dugöi til að margir létu af tó- baksnotkun. Þetta unga fólk býr að þeirri fræðslu sjálft um alla framtíð. Góðan árangur má þakka skólum, sem sýndu einhug að baki nemenda sinna meðan á á- takinu stóð ásamt jákvæðri um- fjöllun fjölmiðla. Undirbúnings- nefndin reiðir sig á að skólar og fjölmiðlar láti nú ekki sitt eftir liggja fremur en þá og hvetji æsku landsins til þátttöku. Veg- leg verðlaun verða veitt fyrir bestu úrslitin í hverjum aldurs- flokki. Allir þátttakendur fá við- urkenningarskjal þannig að ölium verður umbunað. „Víðtæk þátttaka er undirstaða góðs árangurs af þessu haustátaki og tilvalið að minna æskuna á hreina loftið eftir útivist sumars- ins og hve dýrmætt ómengað súr- efni er líkama okkar um aldur og ævi“, segir einnig í tilkynningunni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.