Feykir


Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 8

Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 8
22. september 1993,32. tölublað 13. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Einkareikningur, framtíðarávísun á góða ávöxtun, ódýran yfirdrátt og víðtæka viðskiptaþjónustu! Sími35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Mikið fjölmenni fylgdi Sigurjóni M. Jónassyni, betur þekktum sem Dúdda á Skörðugili, til grafar er útför hans fór fram frá Glaumbæjarkirkju sl. íöstudag. Á sjötta hundrað manns var viðstaddur athöfiiina og varð stór hluti mannfjöldans að láta sér nægja að fylgjast með í ágætis veðri utan dyra, enda þarf stóra kirkju til að hýsa slíkan fjölda. Myndin sýnir hluta mannfjöldans, m.a. Karlakórinn Heimi sem söng við útförina, en Dúddi var félagi í kómum til fjölda ára. Sauðárkrókur vill verða eitt af fimm reynslusveitarfélögum Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti á fiindi sínum í gær að fara þess á leit við félagsmála- ráðherra að hann heimili að Sauðárkrókskaupstaður verði reynslusveitarfelag, en ákveðið hefiir verið að koma á fót fimm reynslusveitarfélögum í landinu er starfi sem slík í fjögur ár. Verður þar reynd verkaskipting sú sem meiningin er að verði milli ríkis- og sveitarfélaga í framtíðinnL Ef tillögur Umdæmisnefndar Sambands sveitarfélaga í Norður- landskjördæmi vestra um samein- ingu sveitarfélaga í Skagafirði verði samþykktar, telur bæjarstjóm Sauð- árkróks eölilegt að verkefnisstjóm ríksins taki upp viðræður við for- ráðamenn hins nýja sameinaða sveitarfélags í Skagafirði. Þær viðræður mundu snúast um það hvort Skagafjörður sameinaður yrði eitt af fimm reynslusveitar- félögum sem fýrirhugað er að starfi á ámum 1995 - 1998. , jEg held að Skagafjörður í heild sinni yrði mjög kjörin eining til að prófa í þessu verkefni sem reynslu- sveitarfélögin em. Við emm hér Leikfelag Akureyrar er þessa dag- ana á Ieikferðalagi um Norðvest- urland með barnaleikritið Ferðin til Panama, en það var fhimsýnt í Grímsey á sunnudaginn. Ferðin til Panama var sýnd á Hvamms- tanga og Skagaströnd í gær, í dag verður hún sýnd á Blönduósi og í Varmahlíð, á morgun á Sauðár- króki og á föstudag fá Siglfirðing- ar og Hofsósingar að njóta sýning- arinnar. I frétt frá LA segir að hér sé á ferðinni ævintýrasýning fyrir börn á öllum aldri. Leikritið hefur leikhópur LA unnið upp úr sögum eftir Jonash, sem er kunnastur þýskra bamabóka- höfunda um þessar mundir. Hefur frægð hans borist víða, einkum fyrir sögumar um litla bjöminn og tígris- dýrið. Hafa þrjár af sögum hans með fjölbreytta og margþætta þjónustu og það yrði vafalaust for- vitnilegt að vita hvemig samvinna bæjarfélagins við sveitimar í kring mundi þróast“, sagði Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri í samtali við Feyki. komið út á íslensku og byggir leikrit- ið mest á þeirri fyrstu, Ferðinni til Panama. Þar segir frá því þegar litli bjöminn finnur í ánni fljótandi kassa, sem lyktar upp úr og niöur úr af bön- unum. Við nánari athugun virðist kassinn vera frá Panama. Vinimir ákveða aó þetta sé draumalandið þeirra og þá hefst ferðin til fyrir- heitna landsins, ferð sem aldrei viiðist ætla að taka enda, en á leiðinni lenda þeir í alls kyns ævintýrum og hitta ýmsa kúnstuga karaktera. Með helstu hlutverk í leiknum fara Dofri Hermannsson, Sigþór Albert Heimisson, Anna María Gunnars- dóttir og Aðalsteinn Bergdal. Ingunn Jensdóttirer leikstjóri sýningarinnar. Anna G. Tómasdóttir er höfundur leikmyndar, búninga og dýragerva. Ingvar Bjömsson er Ijósahönnuður. Leikfélag Akureyrar: Sýnir Ferðina til Panama á Norðvesturlandi Mjög léleg gæsaveiði Fjölmargar gæsaskyttur sem lögðu leið sína í Skagaljörð og Húnavatnssýslur um helgina höfðu lítið upp úr krafsinu. Gæsin Iét ákaflega lítið sjá sig og er ástæða þess sú að gróður er enn í góðu ástandi á hciðum og ber í fullum þroska. Gæsin hefúr því nóg úr að moða í heimkynnum sínum á heiðunum og Ieitar því lítið niður í byggð. Samkvæmt því sem tíðindamenn blaðsins fregnuðu vom þeir margir skurðimir sem legið var í um helgina, til að mynda mun hafa verið skytta í hverjum skurði á bæ einum í Hegra- nesinu. Menn sáu þar virkilega ástæðu til að vera varir um sig. Og ef að vottur af þeirri gráu sást á flugi var kyrrð næturinnar roftn af hljóðum frá kúlnaregni, líkast því þegar kvikmyndir margar greina frá orustum á vígvellinum. En allt mun þetta hafa orðið til lítils. Það þótti víst bara nokkuð gott að fá tvær- þrjár gæsir yfir alla helgina. Verkalýðsfélagið Fram í stað tveggja félaga Síðari umræða um sameiningu Verkamannafelagsins Fram á Sauðárkróki og Verkalýðsfelags- ins Ársæls á Hofsósi fór fram á aðalfundi Fram sem haldinn var í fyrrakvöld. Sameiningin var samþykkt og er stefiit að því að frá henni verði endanlega gengið á framhaldsaðalfundi sem væntanlega verður haldinn fyrri hluta næsta mánaðar. Kjör- nefhdir munu taka til starfa á næstu dögum þar sem gerðar verða tillögur um skipan fólks í stjórn og önnur trúnaðarstörf fyrir felagið. Verkakvennafélagði Aldan á Sauðárkróki hefúr ekki ljáð máls á þátttöku í þessum samruna verka- lýðsfélaganna í Skagafirói. Að sögn Áðalheiðar Amadóttur formanns félagsins var gerð samþykkt á félagsfúndi 19. október á síðasta hausti. Þar kemur lfam að félags- menn telja hagsmunum sínum betur borgið í fjölmennu félagi verka- kvenna sem Aldan er, en sameinuðu félagi í Skagafirði. Þá frábáðu verkakonur sér afskipti Alþýðu- sambands Norðurlands af málinu og töldu ekki viðeigandi að sam- bandið væri að skipta sér af málum sem þessu, þar sem að Verka- kvennafélagið Aldan hefði ekki æskt þess. Aðalheiður segir félaga í Öldunni vera 428 í dag. Að vísu séu þeir ekki allir á vinnumarkaði ennþá, en samt fúllgildir félagar. Þess má geta aö félagar í hinu nýja sameinaða félagi, sem mun heita Verkalýðsfélagið Fram, verða 647 og er þar miðað við síðustu ársskýrslu félaganna. Verð í lægri kantinum Skagfirðingur seldi í gær 220 tonn fyrir 22,8 milljónir. Meðalverð var 103 krónur á kflóið, sem er frekar í lægri kantinum en ágætt samt miðað við það sem markaðurinn hefur gefið undanfarið. Forráða- menn Skagfirðings telja að enn einu sinni hafi framboð á roðflettum fiökum frá Færeyingum dumpað verðinu niður á markaðnum. „Við erum ekki sáttir við að ár eftir ár sé Færeyingum veittar veiði- heimildir inni í okkar landhelgi og síðan undirbjóði þeir okkur með þessum hætti á mörkuðunum“, segir Gísli Svan Einarsson útgerðarstjóri hjá Skagfuðingi. Skagftrðingur hélt heimleiðis í gær. Þrír skipveijar urðu þó að dvelja lengur í Bremerhafen. Þeir veiktust á leiðinni til Þýskalands og voru lagðir inn á sjúkrahús við komuna þangað. Grunur þýskra lækna er að um inflúensu eða vírus sé að ræða. Oddvitinn Ætli kennsla í afbrigðilegri sálarfræði í Öldungadcfldinni sé ætluð Gróu á Leiti? Gæðaframköllun BÖKABÚÐ BKYUcXARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.