Feykir


Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 3
32/1993 FEYKIR3 Slasaður fálki finnst í leitum Heilsugæslustöðin á Blönduósi tekin formlega í notkun Særður fálki fannst í seinni- göngum á Auðkúluheiði fyrir helgina. Það var Soffía Jó- hannesdóttir frá Holti í Svína- dal sem fann fálkann, kast- aði yfír hann úlpu og náði honum þannig. Fálkanum var komið strax í hendur Ævars Pedersen fugla- fræðings á Náttúrufræðistofnun. Að sögn Ævars var fulginn það mikið særður á væng að ekki reyndist unnt að koma fuglinum til heilsu á ný og lifði hann skammt. „Sárið leit mjög illa út. Við erum ekki búnir að kryfja fulginn en við fyrstu sýn virtist sárið geta verið eftir byssu- skot“, sagði Ævar. Alltaf er töluvert um að komið sé með særða fálka til Náttúrufræði- stofnunar. Aætlað er að um 1000 fálkar séu í landinu. Nýja heilsugæslustöðin á Blönduósi hefiir verið tekin í notkun. Hún er til húsa á jarð- hæð viðbyggingarinnar við Héraðshælið, sem verið hefúr í smíðum síðasta áratuginn. Gólfflötur hússins er 525 fer- metrar. Þar af er væntanlegu apóteki ætlaðir tæpir 100 fer- metrar en reiknað er með að starfsemi apóteksins muni flytjast þangað á næsta ári. I tilefni þessa áfanga var opn- unarhátíð haldin sl. laugardag. Við það tækifæri var Sigursteinn Guðmundsson yfirlæknir heiðr- aður, en hann hefur verið yfir- læknir Héraðshælisins á Blöndu- ósi í þrjá áratugi. Gunnar Ric- hardsson formaður stjómar heilsugæslu og sjúkrahúss greindi frá því að stjómin hefði fengið Ei- nk Smith listmála til þess að mála mynd af Sigursteini og Jón ísberg sýslumaður greindi ffá störfúm Sigursteins í héraðinu í stuttu ávarpi. Þá afhjúpaði eiginkona héraðslæknisins, Birgitta Vil- helmsdóttir málvericið. Við athöfnina var greint frá mörgum góðum gjöfum sem stofnuninni hafa borist á undan- fömum mánuðum, m.a. höfðu nokkurkvenfélög o.fl. gefið full- komið fæðingarrúm. Við athöfh- ina vom fleiri gjafir afhentar m.a. gaf Krabbameinsfélag A.-Hún. hjartalínutæki og verður annað í heilsugæslustöðinni á Blönduósi en hitt á Skagaströnd. Útibú ís- landsbanka á Blönduósi gaf lækningatæki og Grímur Gísla- son afhenti gjafabréf að banka- bók sem í em um 800 þúsund krónur. Þetta er sá veraldlegi auð- ur sem systumar Ingunn og Stef- anía Sveinsdætur létu eftir sig, en þær vildu lítt nota það fé sem þær fengu ffá Tryggingastofnun á sín- um efri ámm til þess að búa sér betra ævikvöld. Var gjöfin afhent með þeim ummælum að hún mætti verða til þess að búa öldr- uðu fólki betri ytri skilyri en þær systur vildu njóta. Sauðárkróksbær fjármagnar gegnum verðbréfamarkað Sigursteinn Guðmundsson héraðslæknir og Birgitta Vilhelms- dóttir við málverkið. Bæjarsjóður Sauðárkróks hefur gert samning við Kaup- þing Norðurlands varðandi skuldabréfaútboð bæjarins. Bærinn mun nú beina Iáns- fjárþörf sinni í auknum mæli í gegnum verðbréfamarkað Kaupþings á næstu misserum. Að sögn Snorra Bjöms Sigurðssonar bæjarstjóra hafa mörg sveitarfélög beint fjár- mögnun sinni í gegnum verð- bréfasjóði á undanfömum ámm og það komið ágætlega út, fjármagnskostnaðurreynst ívið lægri með þessu móti en að slá lán í gegnum bankana. Sem kunnugt er hefúr bæjar- sjóöur Sauðárkróks um langt skeið stutt vemrlega við upp- byggingu atvinnulífsins í bænum. Hefúr þar varið vel yfir 100 millj., í hlutafé í ýmiss fyrirtæki s.s. Steinullarverksmiðjuna, fisk- vinnslufýrirtækin, Loðskinnogti] uppbyggingarFjölbrautaskólans. Atvinna! Húsfélag Stjómsýsluhússins á Sauóárkróki óskar eftir starfsmanni til almennra skrifstofústarfa Um heilsdags starf er aó ræöa og þurfa umsækjendur að getaó hafió störf sem fyrsL Nauösynlegt er að umsækjendur hafi reynslu í að vinna á tölvu (ritvinnslu) og æskilegt er að þeir hafi reynslu í skrifstofústörfúm. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og skal umsóknum skilað til undirritaós, sem einnig gefúr nánari upplýsingar um starfió. Fyrir hönd Húsfélags Stjómsýsluhússins Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri. BRYUJARS -ávalt í fararbroddi! PRESSUM Á BOLI! Þú kemur með myndina, viö ljósritum hana, í þá stæró sem þú óskar og pressum á bolinn! Minnum einnig á ljósritunarþjónustuna, Ijósritum bæöi svart/hvítt og í lit. Ótrúleg gæói! BÓKABÚÐ Athugið! Athugið! 20 % afsláttur af öllum vörum í eina viku. Full búð af nýjum haustvörum fyrir dömur og herra. Verslið í heimabyggð! Visa Spíirtíl fataverslun/skóbúð Eurocard Til okkar liggur leibin f/AMkfÁÁU

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.