Feykir


Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 6

Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 6
6FEYKIR 32/1993 Heilir og sælir lesendur góðir. Guð- bjartur Olafsson bæjartæknifræðingur á Blönduósi mun hafa ort eftirfarandi vís- ur þegar hann var 14 ára til vina sinna á Hvallátrum, sem voru miklir refaveiöi- menn. Hundar fjalla finnast enn fljótt um hjalla þjóta. A þá salla sumir menn sárt máfallið hljóta. Látið gjalla geigvœn skot svo glói skjallsins dreyri. Lát peningfjalla jylla kot ogfáið hnalla fleiri. Á námsámnum varð Guðbjartur fyrir svipaðri lífsreynslu og Þorbergur þegar andinn kom yfir hann og hann orti kvæð- ið nótt sem birtist á fyrstu síðu Isafoldar. Sjálfsagt var hann úti í nóttinni annara er- indi en Þórbergur, en tunglið var það sama, og við þessar aðstæóur varó eftir- farandi vísa tíl. Tunglskinsins flaumurinn fellur á landið, flœðir um móa og svellétna jörð. Frussast úr Guðbjarti freyðandi hlandið flýtur um tóna og svíður við svörð. Guðbjartur kýs aó vaipa boltanum yfir götuna til Hafþórs Sigurðssonar Skúla- braut 9 Blönduósi og verður gaman að heyra frá honum í næsta þætti. Þá er næst til þess að taka að maður á Sauðárkróki hafði samband við mig og óskar eftir birtingu á eftirfarandi vísu. Langar hann til að fá upplýsingar ffá les- endum um höfund hennar ef einhveijir kannast við hana. Hér í Ijóði herma skal svo hafi þjóð afgaman. Heyrði ég tróðu-tvinna, og hal tala í hljóði saman. Þá er næst að víkja að þeirri eilífu spumingu um ffamhaldið er jarðlífi lýkur. Þaó er Valgarður L. Jónsson á Akranesi sem yrkir svo. Menn þó œvi skrölti skeið skrítnir furðu lengi, enginn veit um leynda leið að loknu jarðar gengi. Eitt sinn er Valgarður virti fyrir sér út- sýnið snemma morguns varð þessi vísa tíl. Mánaljós á skjáinn skín, Skagann baðar geislum. Nátthrafnarnir heim til sín halda úr nœturveislum. Margir hagyrðingar hafa ort um haust- ió. Eftirfarandi haustvísur eru eftir Þór- mund Erlingsson sem mun hafa verið Borgfirðingur. Haustið markar beyg á brá, bliknar vorsins gróður. Tímansfákur fetar hjá fom í skapi og hljóður. Lífs er eyðing sett á svið, sölna rósir allar. Þýðir varla að þrjóskast við þegar haustið kallar. Þann hefur ei til einskis dreymt óskastein að finna, sem feer lífs á hausti heimt helming vona sinna. Þórmundur leiðir eins og fleiri hugann að þeirri staðreynd að einhvem tíma komi að lokadægri. Undir áhrifum af þeirri hugsun yrkir hann svo. / skini haustsins er ég einn áferð og andi svalur föla vanga strýkur. Góssi mínu skjótt ég skila verð og skuldir greiða áður en degi lýkur. Þrátt fyrir að nú sé komið haust, hafa eflaust margir af þeim sem átt hafa ferðir til fjalla nú undanfarið tekið eftir þeim nýgræðingi sem skotið hefur rótum í hæðstu brúnum fjalla. Nú fyrir skömmu erég átti leið meðfram Hofsjökli, rifjaðist upp fyrir mér vísa Höskuldar Einarssonar fiá Vatnshomi, sem lýsir vel því útliti sem þar var, þó eflaust hafi hún átt við annan árstíma. Franmii víða ífjallasal foldin býður nceði, þegar hlíð í djúpum dal dýru skrýðist klœði. Fleiri hafa ort fallega til heiðanna eins og til dæmis Bjami frá Gröf. Heiðin kallar há ogjríð hefur falleg vorin. Ég hefalla œvitíð elskað fjallasporin. Þá hefúr verið gott fyrir þann sem fékk eftirfarandi vísu hjá Bjama að hugsa til komandi vetrar. Vanti skjól á veginn þinn vetur þegar dynur. Guðaðu á gluggann minn gamli bernskuvinur. Kannski hefúr það verið um réttarleyt- ið sem Kári Jónsson frá Valadal orti svo um vin sinn Sölva Sveinsson í Valagerði. Blítt sér leikur bros um kinn, best má þetta sanna. Sœtkenndur er Sölvi minn, Sólon drykkjumanna. Þá er góður kostur að enda þáttinn með vísu eftir Stebba Sveins og má í henni skilja að minnsta kosti tvær hliðar em á hverju máli. Efég ykkur satt má segja þó sennilegra vœri hitt. I dag er engin yngismeyja á við landaglasið mitt. Veriói þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, s: 95-27154. Sigurjón M. Jónasson bóndi Syðra-Skörðugili í Skagafirði fæddur 27. ágúst 1915 dáinn 6. september 1993 Foreldrar Steinunn Sigurjóns- dóttir og Jónas Gunnarsson. Sigur- jón var elstur 10 systkina. Maki: Sigrún Júlíusdóttir. Böm: Unnbjörg Eygló búsett í Reykjavík, Júlía Sjöfn búsett á Akureyri, Jónas Hreinn búsettur á Sauðárkróki, Ás- dís Sigrún búsett á Syðra-Skörðu- gili. Bamabömin era ll og eitt langömmubam. Búfræðingur frá Hólaskóla 1939. Bóndi að Syðra- Skörðugili frá 1940 til æviloka. Hann fæddist í sveit, ól allan sinn aldur í sveit og var bóndi í sveit í hálfa öld. Á þeim tæpu 80 áram sem hann lifði varð bylting í land- búnaði, bylting í gerð þjóófélags- ins og bylting í hugsunarhætti fólksins. „Allt er breytt”, mælti hann eitt sinn, ,aiema Austurfjöllin og Ey- lendið”, sem hann leit til flesta daga ævina alla. Víst er að fátt er nú líkt meó því sem var á uppvaxtarskeiði hans og enginn samjöfnuður kemur til greina á fyrstu og síðustu 10 áram sem hann liföi. Fyrir 70-80 áram bjó þjóðin, nær alfarið, viö hinn sama firumbú- skap og tíðkast hafði í 1000 ár. Nú leitast þessi sama þjóð við að haga sér efúr háttum stórvelda jarðarinn- ar. Og tekst það víst á stundum. Og Dúddi, en svo var Sigurjón jafnan nefndur, var góður liðsmaður í því sköpunarverki, þótt hann væri stundum efins um það besta, eða hið rétt heföi verið höndlað. Og þá hafði Dúddi ævinlega almannaheill í huga, ekki þá sérhyggju sem alls staðar ríður nú húsum. Hann vígðist ungur til starfa í tveimur félagshreyfingum, sem óumdeilanlega færðu þjóðina fram á veg. Hann var lengi í forustusveit Ungmennafélagsins Fram í Seylu- hreppi og hann studdi samvinnu- hreyfinguna dyggilega og mætti sem fúlltrúi á aðalfúnd Kaupfélags Skagfirðinga í áratugi. Hann var ásamt félaga sínum og vini Sigurði í Krossanesi forgöngumaóur að stofnun hestamannafélagsins Stíg- anda og var lengi í stjóm og vara- stjóm þess félags. Hann söng meó Karlakómum Heimi í 32 ár og var sl. vetur heiör- aður fyrir starfið þar. Hann var í mörg ár í safnaðarstjóm Glaum- bæjarsóknar og enn var hann eld- heitur stuðningsmaður og lengi í forystusveit sálarrannsóknarmanna í Skagafirði. Dúddi var fremur hár vexti, grannur og teinréttur. Liðlega vax- inn, hreyfingar mjúkar. Ljós yfirlit- um og bar sig vel. Snyrtilegur til fara. Gjaman með hatt á höfði, sem hann hnikaói til, eins og biskupi á taflborði, ýmist nióur á enni eða hnakkann, eftír því hvemig viðraði. En Dúdda var annt um gripinn. Augun voru grá og glettnisleg - svipurinn löngum hýr og stundum eins og tvíræöur. Yfirbragðiö brosmilt, hlýttogdrengilegt, ávallt einhver tindrandi heiðríkja yfir svip hans og öllu fasi. Hann var geð- prúður og glaðsinna. Dúddi var fyndinn og oft bein- skeyttur. En í skeytum hans var sjaldan falinn broddur, þeim var aidrei ætlað að særa. Þau flugu bara fyrirhafnarlaust, stundum kannski ósjálfrátt, og því var oft í þeim fóígin ósvikin list Hann var hverjum manni vin- sælli og alls staðar aufúsugestur. Svo gat virst sem þar væri Dúddi allur, sem fjörið var og gáskinn og glaðværðin. Svo var þó ekki. Það fann maður best er setið var á ein- mæli við hann og þá gjaman heima á Skörðugili. En þau hjón vora höfðingjar heim að sækja, gestris- in og veitul. Hún með íátlaust fas og falslaust hjarta. Lagvirk og list- feng. Svipmót heimilisins bar vott um hugkvæmni og snyitimennsku húsffeyjunnar og hógvær ffam- koma og göfugmennska hennar gleymist ekki. Sigrún er skemmtí- leg í viðræðum, vel minnug og orðhög. Samúð og góðvild eru sterkir þættir í fari þessarar hlé- drægu og prúðu konu, sem helgað hefur heimili og fjölskyldu starfs- krafta sína alla óskipta, sem um- hyggjusöm móðir og húsmóðir. Húsbóndinn gleðimaður og kátast- ur allra í kunningja hópi. Hvar sem Dúddi lét til sín taka, rumskaði hann við mönnum. Hann tók oft til máls á fúndum og lét þá margt fjúka, ýmist til að eggja menn, eða vekja hlátur. Honum leiddist lognmollan. Hann var oft hnittinn í máli. Hélt heilu ræðumar skellihlæjandi og kætti þá hvers manns lund. En bak við bros og kæti sló hlýtt hjarta. Með Dúdda var gott að vera, enda var hann drengur hinn besti, sem átti sér engan óvin, en var öll- um samfeiðamönnum minnisstæð- ur. Dúddi hefur víða farið, hérlend- is og erlendis. Hann þekkti ógrynni fólks og margir kynntust honum. Hann kveið ekki síðustu ferðinni, sagði aðeins við okkur: „Þar bíða mín margir vinir í varpa”. Svo kvaddi hann og fór. Hann var trú- aður maður og hafði lengi hugað að eilífðarmálum. Stundum er rætt um gæfú eða gæfúleysi manna. An efaeru skipt- ar skoðanir um mat og merkingu þess hugtaks og kemur sjálfsagt margt tíl. - En er sá maður ekki gæfúsamur sem hefur ánægju af hinu tímabundna lífi, hefur góóa heilsu, góða skapgerð, eránægður með umhverfi sitt, heimili sitt og finnur sig í því starfi sem hann valdi sér og vinnur að? Sé mannleg auðna metin að einhverju eftír því hvemig til tekst með þessum hætti má fúllyróa að Dúddi hefur verið gæfúmaður. Efalítið hefúr honum þó fúndist, er hann leit um öxl í lokin, aö margt mætti á annan veg vera en það er bæði fjær og nær. Vel má vera að honum hafi fúndist, að hann hafi fengið minnu áorkað en hann hefði gjaman kosið? En hvað sem um það er, þá er það víst að honum tókst að gera líf samferðamanna sinna auóugra, betra og umfram allt skemmtilegra. Og það er líka gæfa. Dúddi safnaði ekki þeim veraldarauði, sem mölur og ryð fá grandað. Hann hafði oflt á orði að hann kærði sig ekkert um að burðast meó poka á baki yfir landamærin. Hann mælti aldrei blótsyrði, virtist aldrei sjá eða vita af neinum vandamálum. Hann var sérstæður maóur, eftirminnilegur og engum líkur. Konráð Gíslason. „Sæll frændi. Það er fagurt í dag“. Ávarpið hljómaði hátt, skýrt og ákveðið, um leið og komandi nálgaðist. Fasið leyndi sér ekki. Maðurinn léttur í spori, bar hátt, grannur og hávaxinn, hraðfari utan og ofan túnið, nokkra ofar Miðhús- anna á Halldórsstöðum. Hann talaði til mín sem ég fúll- orðinn væri, og ég smádrengurinn fann strauma lífsins og gleðinnar streyma frá þessum ffænda mínum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.