Feykir


Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 32/1993 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverö: 150 krónur meö virðisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaöa. Að setja lög eða framkvæma þau Hjartans þakkir til allra þeirra er heiðruðu mig á sjötugsajmœli mínu 9. september sl. með heimsóknum, gjöfum, skeytum og viðtölum. Guð blessi ykkur öll. Björg Sigurrós Jóhannsdóttir Mið - Mói, Fljótum. Áskrifendur! Munió að greióa gíróseðlana skilvíslega. Blaðbera vantar bæði í bæinn og hverfíð. Feykir. Margt er á seyði í þjóðfélaginu í dag. Ymsar blikur eru á lofti og ráðamenn ríkis og bæja eru vafa- laust undir miklu taugaálagi. Oveðursský hrannast upp á himni dægurmálanna og víða valda hnútar á mannlegum samskiptum aukn- um vanda. Þaó er sannarlega þörf á því að vera á verði og gæta réttra hagsmuna í sveiflum hins vaxandi markaðsþjóðfélags. Fróðlegt væri að vita hver væri meðalaldur sveitarstjómarmanna á íslandi? Ekki kæmi mér á óvart að þeir sem lengi stæðu í þeirri baráttu gyldu þess á heilsu sinni. Það er að segja ef þeir á annað borð taka starf sitt alvarlega. Sums staðar er vafalaust misbrestur á því. En svo við víkjum að almennri umræðu um málefni bæja og sveita, þá er ljóst að í dag er stærsta ögnin í þjóðfélaginu sem óðast að koma af sér fjárhagsleg- um byrðum yfír á minni agnimar. Ríkió telur sig ekki lengur geta staðið undir ýmsum kostnaði sam- félagsins og nú eiga sveitarfélögin að greiða sem flesta hluti sjálf. Með sama áframhaldi getur svo farið að ríkið greiði á endan- um lítið annað en risnu ráðherr- anna og þingfararkaup alþingis- manna. Það eru líka kannski nægj- anleg útgjöld svo tryggt sé að end- ar nái saman. En hvemig er annars hægt að búast vió því að sveitarfé- lögin geti axlað það sem sjálft rík- ið stendur ekki undir? Það er spuming sem vert er að velta fyr- ir sér. Sennilegt er nú að sveitarfé- lög sem kikna undir fjárhagsbyrð- um skili vanda sínum inn á borð ríkisins hér eftir sem hingað til. En hvað er til ráða og hvemig er hægt að taka á málum svo vióhlítandi sé? Mér virðist að meginforsenda heilbrigðrar fjármálastjómar í landinu hljóti jafnan að byggjast á því að kerfið sé sem einfaldast og skilvirkast. Til þess að svo sé þarf Ný blómabúð! Föstudaginn 24. september verður ný blómabúö opnuð á Sauðárkróki. Af því tilefni höfum vió heimilisblómvendi á tilboðsveröi alla helgina. Aðeins kr. 590. Mikiö úrval af afskomum blómum, þurrblómsskreytingum og gjafavörum. OPNUNARTÍMI: Mánudaga - Iaugardaga kl. 10 -12 og 13 -18. Sunnudaga kl. 13 -17. Verið velkomin. að vera til staðar mjög víðtækt samstarf í þjóðfélaginu og um- fram allt samræming. Eitt af því sem mér sýnist að margfaldi vanda rekstursins í landinu er sú plága að Alþingi er iðulega að senda frá sér lagabálka sem í mörgum tilfellum viróist byggjast á mjög hæpnu veruleika- skyni. Þá á ég við það, að ýmsum aðilum er lögð á herðar sú skylda samkvæmt lögum að gera þetta og hitt þó að engir fjárhagslegir möguleikar séu á framkvæmdinni. Þetta hygg ég að hafi komiö fram á skýran hátt í svonefndu fræðslu- stjóramáli, enda eru skólamál landsins löngum í þeirri stöðu að aldrei eru til peningar fyrir nema broti af þeim framkvæmdum sem lög krefjast. Sveitarfélög sem standa frammi fyrir því að eiga aó greiða tugi milljóna vegna laga- legra boða sem styðjast við lítinn veruleika, eiga um tvennt að ræða. Þau geta barist í því að reyna að framkvæma lögin og þá ef til vill endað það stríð með því að fara á hausinn eða hunsað lagafyrirmæl- in og staðið uppi með þokkalega fjárhagsstöðu. Einn góðkunningi minn, sem er skarpur maður og fundvís á kjama hvers máls, sagði mér að hann hefði fundið upp orðió „lög- geta“ í þessu sambandi. Við get- um sett upp dæmi um það að lög skyldi sveitarfélag til að greiða 100 milljónir í tiltekna mála- flokka, en sveitarstjómin ákveði hinsvegar að hunsa lagaboðin vegna auraleysis og setji fimm milljónir í pakkann. Þá er löggeta sveitarfélagsins fimm prósent af því sem Alþingi og ríki ætla því að framkvæma. Þetta þýðir með öðmm orðum, að á Islandi em sett lög án tillits til þess hvort unnt sé að koma þeim í framkvæmd. Síðan eiga væntan- lega sveitarstjómir og aðrir rekstr- araðilar í þjóðfélaginu að meta það út frá fjárhagsstöðunni árlega hver löggeta þeirra sé og fram- kvæma síðan lögin að því marki. En í ljósi slíkrar þróunar verður mér á að spyrja, hver er tilgangur- inn með lagasetningum sem eru óraunhæfar, varla em þær til þess fallnar að auka virðingu fólksins fyrir lögum landsins. Margum- rædd sameiningarmál sveitarfé- laga leysa að mínu mati ekki þau vandamál sem við er að glíma. Ljóst er að löggetan verður í svip- uðu fari og áður. Það sem þarf að gera er að sneiða ofan af bákninu og tryggja það að lög landsins séu í samræmi við umfang og getu þjóðarinnar. Það þarf aö koma í veg fyrir að einstakir þingmenn og ráðherrar séu að framleiða lög sem þjóna því takmarki fyrst og fremst að vera minnisvarðar á per- sónulegri framabraut þeirra. Eftir höfðinu dansa limimir, segir máltækið, og það þýðir að þegar hugsun höfuðsins er brengl- uð, fer annað eftir því. Höfuðið í okkar þjóðfélagi er alls ekki í lagi, það ætti öllum að vera ljóst. Slík- ur sjúkleiki kallar á heilaskurð og hann þarf að framkvæma á höfð- inu. Ríkið sem er höfuðið vill hinsvegar framkvæma skurðað- gerðina út um allan líkamann eða þar sem sveitarfélögin eru. Það má bara ekki krukka í höfuðið. En það þýðir að meinsemdin í höfð- inu verður áfram til staðar og eitr- ar út frá sér. Því segi ég, við þurf- um á heilaskurði að halda, endur- skipulagningu á öllum ríkisgeiran- um. Við þurfum ekki á fótaðagerð að halda eða svæðanuddi. Fyrst þarf að lækna höfuðið. Það er frumskilyrði. Slík heilaaðgerð sem ég er að tala um hér, mun leiða til þess að hugsun höfuðsins verði samræmd hreyfingum lík- amans. Þá er fyrst hægt að vænta þess að vel verði fyrir málum séð. 10. september 1993. Rúnar Kristjánsson. Tap í lokaleiknum í annarri deildinni Tindastólsmenn luku þátttöku sinni í annarri deild í bili er þeir biðu lægri hlut gegn Þrótt- urum í Reykjavík á Laugar- daginn. Lokatölur urðu 4:0, en það segir ekki allt um gang leiksins því Tindastólsmenn glutruðu góðum möguleikum á að ná frumkvæðinu í leiknum. Tindastólsmenn voru síst lak- ari aðilinn í leiknum, en nýttu illa marktækifærin sem þeir fengu fleiri en í flestum leikjum sumars- ins. Til að mynda fór vítaspyma Húsnæði til leigu! Til leigu lítil tveggja herbergja íbúð. Allt nýtt. Upplýsingar í síma 35528 milli kl. lOog 11 á kvöldin. forgörðum á 15. mínútu leiksins. Og Tindastólsmönnum var refs- að þegar Þróttarar skoruðu tvö mörk með stuttu millibili undir lok hálfleiksins. I upphafi seinni hálfleiks vom Tindastólsmenn í tvígang nærri því að skora en gæfan var þeim ekki hlióholl. Jafnræði var með liðunum lengst af en sagan endur tók sig undir lokin þegar Þróttar- ar bættu við tveim mörkum með stuttu millibili. Þar með var endi bundinn á þátttöku Tindastóls í annarri deildinni að þessu sinni. Þetta hefur verið einkcnnilegt sumar hjá Tindastóli í boltanum. Liðið sem var yfirburðalið í þriðju deildinni síðasta sumar hefur ekki verið svipur hjá sjón í sumar og greinilega leikið langt undir getu. Því fór sem fór.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.