Feykir


Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 7

Feykir - 22.09.1993, Blaðsíða 7
32/1993 FEYKIR7 Frá þessari stundu spunnust þræðir vináttu og virðingar sem aldrei roíhuðu, þó langt gæti orðið milli samfunda. Þau vináttubönd er Dúddi frændi minn hnýtti við sitt samferðafólk voru sterk og hald- góð. Það var margt sem tengdi okkur saman, sérstaklega á mínum bams- og unglingsárum. Við vor- um sveitungar. Ég í sveit hjá Gunn- laugi bróður Dúdda og ungur eign- aðist ég vináttu Steinunnar móður þeirra. Við deildum herbergi sum- arpart í Hátúni. Síðari hluta æfi sinnar bjó Steinunn á Amtmanns- stígnum í Reykjavík og þangað lágu leiðir margra Skagfirðinga, ættingja og vina. Þar var ég aufúsu- gestur. Steinunn var mikil ættmóð- ir, til hennar lágu allir þræðir í gleði og sorg. Dúddi erfði augljóslega marga sína kosti ffá móðurinni, en faðir hans var löngu látinn er ég kom til sögu, en hann var úr hópi hinna kunnu Keflavíkursystkina í Hegra- nesi. Dúddi bjó allan sinn búskap á Syðra-Skörðugili, ásamtkonu sinni Sigríði Júlíusdóttur, bömum og síðar dóttur og tengdasyni. Dúddi tók við Skörðugili er afi minn og faðir hættu þar búskap, en áður hafði langafi minn búið þar frá því á öldinni sem leið. Já, það var því margt sem tengdi okkur saman. Sigurjón Jónasson á Syðra- Skörðugili, hinn eini sanni „Dúddi á Skörðugili" var landskunnur hesta- og gleðimaður. Raunar skagfirskur héraðshöfðingi gleð- innar og gáskans, þó alvömmaður, neíhdur í sömu andrá og hesta- mennska og gæðingar, söngur og stemmur. Dúddi var elstur hinna þekktu systkina sem kennd em við Hátún á Langholti. Öll þekkt fyrir dugnað og myndarskap. Það atvikaðist svo að faðir minn og Dúddi, drengimir ffá Skörðu- gili, lágu saman á Sjúkrahúsi Skag- firðinga síðustu vikumar. Dúddi haldinn ólæknandi sjúkdómi, mætti örlögum sínum af miklu æðmleysi og bjartsýni. Þakklátur fyrir lífs- gjafimar í fögm héraði. Hann fór mikið sjúkur af sjúkrahúsinu í sjón- varpsviðtal við Ólöfu Rún Skúla- dóttur. Slíkt gera engir meóal menn. Þátturinn tekinn ámm of seint. Þó eitthvert besta sjónvarps- efni sem komið hefur úr Skaga- firði. Dúddi andaðist örfáum stund- um effir að þátturinn með honum var sýndur í sjónvarpinu. Hann lauk ævinni í sömu andránni og hann gladdi alla Skagfirðinga og fjölmarga landsmenn. Það var hon- um líkt að kveðja sína samtíð með þessum hætti. Svanasöngur Dúdda, óður manns sem var einstakur í sinni röð eins og allt hans líf. Hann ávarpaði mig ævinglega meó sama hætti og getur í upphafi þessarar greinar. Það em mikil for- réttindi að hafa átt slíkan mann að ffænda og sveitunga. Frænda minn kveó ég eins og um var samið, með hestaskál, og verð ekki á bílnum þann daginn. En lokakveðjan verður eins og upphafið. Því allt hefur endi. „Vertu sæll frændi“. Hörður Ingimarsson. Ókeypissmánr Aðstaða fyrir hross! Vantar aðstöðu fyrir hross í vetur. Upplýsingar í síma 36473 eða 35711. Til sölu! Til sölu hjónarúm á krónur 15 þús. skápur undir hljómflutn- ingstæki á krónur 3000, telpnahjól á krónur 3000 og nokkrar tegundir af dekkjum, sumar- og vetrardekk. Upplýsingarí síma 36694. Til sölu Subam station árgerð 1986. Bíll í góóu ástandi. Upplýsingar á kvöldin í síma 35065. Bændur - Hestamenn! Til sölu nokkrar velættaóar unghryssur með fyli undan Hrafni 802 frá Holtsmúla. Upplýsingar gefur Símon í síma 36538. Herbergi til leigu Til leigu lítið herbergi á góðum stað í Reykjavík. Upplýsingar í síma 95-35846 og 95-35530. Svefnbekkur óskast! Óska eftir að kaupa tvo vel með fama unglingasvefnbekki, með rúmfataskúffu, yfirhillu og skáp. Upplýsingar í síma 38177. Bíll til sölu! Til sölu Subaru árgerð 1987, ekinn 87 þús. km. Upplýsingar í síma 95-35484. Fjármálaþjónusta fyrir ungt fólk sem vill... • vera sjálfstœtt ífjármálum • létta sér skólastarfió • frœöast um fjármálaheiminn • gera tilveruna skemmtilegri Vaxtalínan er ætluð fólki á aldrinum 13-18 ára. Þessi þjónusta býður upp á veglega skóladagbók, fjármálanámskeið, bílprófsstyrki, hraðkort, afsláttarkort, vaxtalínuvörur og ýmislegt fleira. BÚNAÐARBANKl ÍSLANDS Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð VAXTALINA N FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA UNGLINGA TRAUSTUR BANKI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.