Feykir


Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 3
33/1993 FEYKIR3 Hólar í Hjaltadal: Breytingar í starfi bændaskólans Bændaskólinn á Hólum var sett- ur í síðustu viku. Nemendur í skólanum í vetur eru 44, nokkru færri en þeir hafa verið undan- farna vetur, og er ástæða þess sú að í vetur verður kennslufyrir- komulaginu breytt á þann hátt að nemendur ljúka búfræðinám- inu á einum vctri frá skólanum í stað tveggja áður. í þessu sam- bandi voru gerðar meiri kröfur við innritun en áður hefur tíðkast. Um helmingi fleiri sóttu um skólavist á Hólum en unnt var að verða við. Að sögn Valgeirs Bjamasonar yfirkennara em nú gerðar þær kröftur til nemenda að þeir hafi að baki tvo vetur í ffamhaldsskóla auk góðrar grundvallarreynslu af störf- um í landbúnaði. Valgeir segir að þrátt fyrir að námstíminn hjá bú- ffæðingunum styttist um einn vetur sé stefnt að því að ffæðslan minnki ekki, betri undirbúningur nemenda þýði að unnt veiöi að hraða náminu ffekar og gera það markvissara, þá náist með þessu móti betri nýting á búnaði og kennsluaðstöðu. „Við treystum okkur ekki til að taka á móti fleiri nemendum meðan við erum að prufúkeyra þetta kerfi. Vió reiknum með í framtíðinni að geta haff um 40 nemendur og þetta breytta fyrirkomulag þýðir að fleiri mun útskrifast ffá skólanum en áður“, sagði Valgeir Bjamason. A næsta ári munu tveir hópar útskrifast ffá Hólum. Þeir sem hófu nám síðasta haust og eru nú í eldri deild og þeir sem byrjuóu nú í hausL Að loknu námi í maílok næsta vor munu nýnemamir halda frá Hólum í starfsnám, sem þeir munu stunda í u.þ.b. tvo mánuði. Þeir munu síðan koma í Hóla aftur í ágústlok til útskriftar sem stendur í nokkra daga. Sem fýrr er þaö nám í hrossa- rækt og reiðmennsku sem nýtur langmestra vinsælda hjá nemend- um Hólaskóla og er talið að ffam- boð skólans á þessum vettvangi sé ástæða mikillar aðsóknar að skól- anum. Kynjaskiptin er nokkuð jöfn meóal nemenda Hólaskóla. I eldri deild er hlutfallið jafht en í hópi ný- nema em stúlkumar 9 og drengim- ir 13. Ákveðið að ráða félagsráðgjafa Blaðamaður Dags á Sauðárkróki: Höfðar mál vegna fæðingarorlofs Rússneskir sjómenn á Skagaströnd: Smygl og smá hnupl úr bílum Lögreglan þurfti að hafa tals- verð afskipti af sjómönnum rússneska rækjuskipsins sem kom til Skagastrandar um miðja síðustu viku og fór í gær- morgun. Aðallcga var það vegna smygls á vodka er sjó- mennimir voru að selja sem lög- reglan þurfti að skipta sér af þcim. Sjómennimir vom tæplega 50 að tölu og bar talsvert á þessum hópi bæði á Skagaströnd og Blönduósi. Eitthvað mun hafa verið um að þeir gerðu bílavið- skipti á stöðunum. Þá vom einnig brögó að því að þeir gerðust fingralangir og hnupluðu hlutum úr bifreiðum. Varð lögreglan þar að koma til skjalanna einnig. „Ég er ákveðin að fylgja þessu máli efltir til enda“, segir Sigríð- ur Þorgrímsdóttir blaðamaður Dags á Sauðárkróki. Sigríður hefúr kært vinnuveitanda sinn Dagsprent hf til Kærunefndar jaínréttismála. Telur Sigríður að brotið hafi verið á sér þegar henni var sagt upp störfum á Degi nýlega, en starfslok hennar hjá blaðinu bera upp á sama tíma og hún hafði tilkynnt vinnuveitanda sínum að hún mundi hefja fæðingarorlof sitt, það er 1. descmber nk. Sigríður hefur jafnframt óskað eftir um- sókn jafnréttlsnefndar Akureyr- ar um málið. Sigríður segist hafa tilkynnt vinnuveitanda sínum fyrr í sumar að hún væri bamshafandi og skömmu áður en hún fór í sumarfrí rætt orlofsmál sín. Þegar hún síðan kom úr sumarfríi í lok ágúst lá fyr- ir uppsagnarbréf þar sem þaó var tilkynnt að skrifstofú Dags yrði jafnframt lokaó á Sauðárkróki. Þessi breytta staða Sigríðar leiðir til þess að laun hennar skerðast um- talsvert í fæðingarorlofinu, og sér- kjarasamningur sem blaðamenn hafa gert vegna fæðingarorlofs nær ekki fram að ganga. Forráðamenn Dags segja ástæð- ur uppsagnar Sigríðar erfiðleika í rekstri vegna minnkandi tekna blaðsins síðustu misseri. Útgáfú- stjómin hefði viljað loka útibúi blaðsins á Sauðárlaóki strax í vor, enda stæði það ekki undir sér. Rit- stjómin hefði hinsvegar lagst gegn því og til bragös hefði verið tekið að segja upp störfúm einum blaða- manni á ritstjóminni á Akureyri. Bragi Bergmann ritstjóri segir upp- sögn Sigríðar ekki tengjast kyn- ferði hennar né þeirri staðreynd að hún sé bamshafandi. Ertu í sambandi við þína heimabyggð? Viltu fylgjast með því sem er að gerast á Norðurlandi vestra? gýrð þú eða einhver náinn vinur þinn ljarri heimabyggð? y^skrift að Feyki tryggir að engar stærri fregnir fari fram hjá þér, og samband þitt við heimahagana helst Félagsmálaráð Sauðárkróks- bæjar óskaði nýlega efltir því við bæjarstjórn Sauðárkróks að ráðinn yrði í heila stöðu félags- ráðgjafi eða sálfræðingur til að veita bæjarbúum þjónustu á þcssum sviðum. Bæjarstjórn samþy kkti crindið og hefúr stað- an nú verið auglýst, með um- sóknarf'resti til 11. október nk. Að sögn Steinnunar Hjartar- dóttur formanns félagsmálaráðs hefur lengi verið rætt um nauðsyn þessarar þjónustu á svæðinu. „Við þurfúm á aðstoð fagaðila að halda í sambandi við úrlausn á ýmsum málum sem til okkar berasL einnig má búast við að heilsugæslan muni hafa not af þessari félagsráðgjöf. Þetta er þjónusta sem að okkar mati hefiir vantað lengi“, sagði Steinunn Hjartardóttir formaður fé- lagsmálaráðs. Félagsráðgjafa- og sálfræði- þjónustan verður til húsa í nýja stjómsýsluhúsinu og er þar boóið upp á mjög góða vinnuaðstöóu. Feykir óháð fréttablað á Norðurlandi vesfra Símar (95)35757 og 36703 Ferskt fréttablað ! Augljós auglýsingamiðill! Til okkar liggur leiðin /fflMIMÁÁU

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.