Feykir


Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 20/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aóalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hemiannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á atSId að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Þar fer drengur góður Pólitíska orrahríðin á enda Þaó hefur vitaskuld ekki farið fram hjá lesendum blaðsins, að kosið veróur til bæjar- og sveitarstjóma 28. maí, eða á laugar- daginn kemur. Þess hefur svo sannarlega orðiö vart á síðum Feykis nú undanfarið, enda var áskorun beint til frambjóðenda og kjósenda að nýta sér blaðið til skoðanaskipta, og að sjálfsögðu verður blaðið áfram opió þeim sem vilja tjá sig um hin ýmsu málefni. Nú er það svo að fólk hefur mismikinn áhuga fyrir stjómmálum og sjálfsagt eru margir lesendur blaðsins argir yfir því hvaö póli- tíkin hefur tekið mikið pláss á síðum blaðsins undanfarið. Hjá þeim hinum sömu fara nú betri tímar í hönd, þar sem pólitíska orrahríðin er væntanlega á enda í bili. Góðir Skagstrendingar! Þið eigið góðan mann þar sem Steindór Haraldsson er. Ég kynnt- ist þessunt framsækna og hug- myndaríka Skagstrendingi fyrir nokkmm missemm er hann kom til Bretlands þeirra erinda að ryðja brautina fyrir nýjar afurðir ís- lenskra matvælaframleiðenda og með vaxandi þunga hefur fyrir- tækjanet það sem hann veitir forstöðu, EUROMAT, sýnt það og sannaó að með aukinni sam- vinnu í markaðsmálum erlendis er hægt að ná drjúgum árangri. Ég veit fáa Islendinga sem þekkja betur af eigin raun þá undirstöðuþætti í íslensku at- vinnulífi sem skipta mun sköpum um framtíð þessarar þjóðar. At- orkumaóurinn Steindór starfaði um árabil við fiskveiðar, þá vió vinnslu og nýsköpun í nýtingu sjávaraflans, framreiðslu og pakkningu ljúffengra sjávarrétta, maðurinn er frábær listakokkur með næmt vald á bragðlaukum og þefskyni og jafnframt vel meðvitaður um mikilvægi hins sjónræna þáttar. Þjóðmálaleg yfir- sýn hans og skilningur á nauðsyn þess aó Islendingar vinni sjálfir hráefnið og sæki síðan fram ótrauöir á erlenda markaði, hefur í seinni tíð rekið hann til dáða á því sviði og þar nýtast hæfileikar hans best. Með því að leggja hart að sér viö að skilgreina, skilja og vinna á sift band embættismannakerfi og r Kjósandinn og K-listinn! n Það væri aó bera í bakkafullan lækinn að ræöa um allt þaö góóa og fagra sem frambjóðendur bjóðast til að gera fyrir kjósendur núna á loka- dögum kosningabaráttunnar, sem raunar hefur hér á Sauðárkróki veriö meira í líkingu við kappsöng í Græna sal á laugardegi í Sæluviku, en illindi. Þaó er augljóst aó fram- bjóðendur verða lítt sárir og lemstraóir þegar upp er staðið, en auðvitaö veröa menn hásir og rám- ir, svona fyrsta kastió. En það er annað sem ekki hefur verið talað um og það er hvaó kjós- endur geta gert fyrir frambjóóend- ur. Það er vissulega tímabært að benda kjósendum á þaó aö þeir hafa eina tvílausa syöferóisskyldu vió framboðin. Þeir eiga helst allir að kjósa!! Því miöur hefur borið á því í æ ríkara mæli að menn segjast ekki hafa nokkurn áhuga á þessu kosn- ingabrölti öllu saman. Þetta sé allt sama tóbakió, allir séu meó sömu málefnin og sömu lausnimar svo þaó skipti engu hver veröi kjörinn. Þetta sjónarmið er hættulegt! Við eigum aldrei að lítilsviróa okkar umhverfi og okkur sjálf, meö því aó taka ekki afstöðu. Sé kosningarétt- urinn ekki nýttur er hann gagnslaus og því vill enginn Islendingur stuöla aö á 50 ára afmæli lýósveldisins. Kjósendur á Sauóárkróki geta því gert K-listanum stóran greióa á laugardaginn kemur. Farið og kjósið, segió hvaöa listi þaó er sem ykkur þykir bestur, því þaó mun satt reynast sem sagt hefur veriö. Kjósendur fá ætíó þá póli- tíkusa sem þeir eiga skiliö! Takið þátt í aó velja þá. K-listinn fullyröir aó allir listar sem í framboói eru á Sauóárkróki séu skipaóir hæfum frambjóðendum. Á Sauðárkróki eru heppnir kjósendur. P.s. svo þetta gamla, K fyrir Krókinn. Geymið auglýsinguna J stofnanabákn í höfuðborginni, er Steindór vafalítið sá besti fulltrúi og hagsmunavöróur sem eitt byggðarlag gæti hugsað sér. Hugmyndaflug hans kemur sífellt á óvart, ckki síst hvað snertir þær tegundir sjávardýra sem hann lætur menn leggja sér til munns og sporðrcnna sem fágætu lostæti. Fyrir Steindóri Haralds- syni er ekkcrt ómögulegt og það hefur verið mér og mínum sam- starfsmönnum mikið ánægjuefni að fá að starfa með honum að markaðsmálum og því sem komið getur Islandi til góða. I slíku samstarfi lærir maður að kynnast hinu rétta eðli sam- ferðamanna og í tilfelli Steindórs erættjarðarástin, umhyggjan fyrir átthögunum heima á Skagaströnd og kærleikur í garð samferða- manna, það sem fyrst kemur upp í hugann. Reynsla mín og minnar fjöl- skyldu af Steindóri er einfaldlega sá að honum er hægt að treysta. Þar fer drengur góður. Lundúnum 17. maí 1994 Jakop Frímann Magnússon. Yarúð frá hætta fr Vegna greinar í Feyki mið- vikudaginn 11. maí sl. sem bar yf- irskriftina „Hraðbraut í íbúóar- hverfum og hægri sveifla fram- sóknar" og undirrituð er af þrem- ur starfsfélögum mínum, þykir mér eðlilegt að leggja orð í belg. Sennilega vegna þess að ég hef talist til framsóknarmanna og skammast mín ekkert fyrir slíkt. Hitt er lakara að flokkar tveggja félaga minna sem undirrita fyrr- nefnda grein hafa fariö með mcirihluta í bæjarstjóm Sauðár- króks sl. átta ár. A þeim tíma hefúr umferðar- málum lítið verið sinnt. I þeim efnum hefur algjör kyrrstaða ríkt, jafnvel þó Birgir félagi minn sæti í umferóamefnd á árunum 1986 til 1990. Ef eitthvað er þá hcfur aðeins verið bætt við umferðar„klúðrið“ á þessum tíma. Engin viðleitni sýnd til nokkurra varanlegra úrlausna á þeim vandamálum sem upp hafa komið og fylgja óhjákvæmilega aukinni umferð. Það er því ekki nema von að félögum mínum svíði þegar fram- sóknarmenn á Sauðárkróki leggja til í stefnuskrá sinni að unnið verði að endurskoðun á umferð- armerkingum í bænum og ,Jiugað að breytingu á hægri rétti í íbúöar- hverfum'*. Þeir hafa þó a.m.k. sýnt viðleitni umfram aðra fram- bjóðendur til bæjarstjómar, bæði varðandi umferðarmálin og flciri lík mál. Það er slæmt þegar menn reið- ast sjálfum sér, en hvers vegna? Það lá í loftinu strax frá upphafi Suðurleiðir byrjaðar áætlun suður Hann lætur ekki dcigan síga í rútuhílaakrstrinum, Jón Sig- urðsson á Sleitustöðum. Jón var annar stoínenda stórsér- leyfisins, Siglufjarðarleiðar, í upphafi sjöunda áratugsins, og cnn cr hann að. Jón og hans menn hjá Suður- leiðum hafa nýlega byrjaó áætlunarferðir milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Er þetta sjötta sumarið sem Suðurleiðir em með áætlun á þessari leið. Afgreiðsla Suðurleiða á Sauð- árkróki er hjá Verslun Bjama Haraldssonar. Þrjár ferðir eru í viku. Brottfarartími frá Sauðár- króki er kl. 9,30 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl. 14,00 á sunnudögum. Brottför frá BSI í Reykjavík er kl. 13,00 á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudögum. vinstri, en á hægri að undirskriftalistamir varðandi umferðarljósin á mótum Skag- firðingabrautar og Hegrabrautar annars vegar og Sæmundtirhlíðar hinsvegaryrðu „saltaðar". A móti umferðarljósum á þessum gatna- mótum mun ég berjast. Einfald- lega, og fyrst og fremst, vegna þess að það er fásinna að ein af aðalumferðargötum bæjarins liggi í gegnuni mitt „skólaliverfið“ eins og nú er. Núverandi og ftáfarandi meiri- hluti bæjarstjómar hefur ekkert gert til að bæta úr ríkjandi ástandi viö skólana, íþróttahúsið og heimavistina. Framhjáhlaupið af Skagfirðingabraut og inn á Sæ- mundarhlíðina er verk Bjöms Mikaelssonar. Ætli bæjaryfirvöld að viðhalda ríkjandi ástandi varðandi umferð á milli skólabygginganna þá á gatan skilyrðislaust aö giróast á miðlínu, mannheldri girðingu, frá Skagfirðingabraut og vestur fyrir Bóknámshúsið. Það eitt mun helst koma í veg fyrir að slys verði á fótgangandi. Þegar góð fyrirheit em gefin þá er slæmt að prúðir menn snúist upp í andhverfu sína og leggist á eitt um það að gera aðra tortryggi- lega; að mestu með útúrsnúningi á hluta úr málsgrein. Ég held við ættum öll, og án allra flokkadrátta, að leggjast á eitt og stuðla aó bættri umferðar- menningu í bæ okkar. Aðsteðj- andi hætta hefur löngum verið frá hægri, það er a.m.k. skilgreining núverandi umferðarlaga. Guðm. Oli Pálsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.