Feykir


Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 20/1994 x Bæjarstjórnarkosningar á Sauðárkróki 28. maí x | „Viljum auka þjónustu við yngri kynslóðina" „Atvinnumálin vcrða mál málanna. Við jaftiaðarmenn munum gera það sem við gctum til að atvinnulíSð verði sem trygg- ast. Ef við getum lagt þar lóð á vogarskál munum við gera það eins og við höfum gert hingað til. Við höium engar patent- lausnir, en erum tilbúnir að styðja ein- staklinga og felög og reyna að veita þeim aðstoð við að hrinda í framkvæmd hug- myndum varðandi ný atvinnutækifæri“, segir Bjöm Sigurbjömsson efstí maður á A-ÍLsta AlþýðuOokks á Sauðárkróki. Bjöm segir Sauðárkrók hafa átt því láni aó fagna að hér sé mjög fjölbreytt atvinnu- líf. Kaupfélag Skagfirðinga hefur unnið mjög ötullega að uppbyggingu í þeim fyrir- tækjum sem félagið hefur yfir að ráða, og margir dugandi einstaklingar ráóist í stofn- un fyrirtækja sem veitt hafa bæjarfélaginu stöðugleika í atvinnulífinu. „Við leggjum líka mikla áherslu á menn- ingar- og æskulýðsmál. Varðandi menning- armál er t.d. mjög brýnt að vinna enn frekar að uppbyggingu grunnskólans. Tilkoma fjölbrautaskólans hefúr orðið til að styrkja stöðu bæjarfélagsins. Stöðug fólksfjölgun hefur orðið í bænum og fólk flengst meir hér en áður, og á þar ekki síst þátt betri mögu- leikar ungs fólks til framhaldsnáms í bæn- um. I æskulýósmálum teljum við mjög brýnt aó efla þjónustu við yngri kynslóðina, hvort sem það er varðandi leikskóla eða gæslu- velli, og við munumekki sístleggja áherslu á að leikvellir í bænum verði vel búnir leik- tækjum og í góðri umhirðu. Þá teljum viö mikilvægt að efla félagsmiðstöðina og í- þróttafélögin og starfsemi þeirra, einnig að komið verði til móts við þarfir fullorðinna með tilliti til heilbrigðs lífemis, t.d. með lengri opnunartíma sundlaugar. Meö breytt- um kröfum nútímans er full ástæða til að skoða aðrar leiðir varðandi aukió íþróttahús- rými. Hvort núverandi hús verði stækkað eða leitað annarra lausna sem menn geta komið sér niður á. Þetta verði gert sem fýrst Þá erum við tilbúnir að veita liðsinni okkar „Leggjum mikla áherslu á þjónustu við íbúana" „Aðalverkefnið á kjörtímabilinu verður væntanlega að atvinna verði nægjanleg hér á Sauðárkróki. Fyrst og fremst ger- um við það með því að skapa eins góða aðstöðu til atvinnureksturs eins og frckast cr kostur, þannig að mcnn sjái sér hag í því að reka fyrirtæki hér. Líka verðum við að halda hér uppi góðri þjón- ustu þannig að fjölskyldum líði hér vel, þctta tvinnast allt saman. Þess vegna leggum við mikla áherslu á góða þjón- ustu við íbúana alveg frá lcikskólaaldri tfl elliára“, scgir Jónas Snæbjörnsson cfsti maður á D-Ssta Sjálfstæðisflokksins. „Helstu framkvæmdir hjá okkur verða að Ijúka byggingu bóknámshússins og stækkun íþróttahússins komi þar á eftir í stærri framkvæmdum, en við hefum sett jrað stefnumið fram aö sú framkvæmd vcrði boðin út á næsta ári. Viðbygging leikskól- ans í Glaðheimum er hafin og verður hún tekin í notkun næsta vor. Afram verður unn- ið í gatnagerð og við munum leggja áherslu á að halda í horfinu með að malbikun gatna í íbúðarhverfum fylgi uppbyggingunni. Af öðrum verkefnum cr mjög ofarlega í huga að gert verði átak til lausnar umferðarmál- unum í gegnum skólahverfið. Við leggjum til að skipulagsaðilum verði falið að kanna alla möguleika og því verði hraðað. 1 fram- haldinu verði tekin endanleg ákvörðun um framtíðarlausnina, en bótum verði ekki slegið lengur á frest, þannig að þama verði oróið viðunandi ástand strax og skólar hefj- ast í haust. Varóandi æskulýðs- og íþróttamálin vilj- um við styrkja starfsemi félagsmiðstöðvar- innar og eiga gott samstarf við íþróttafélög- in í bænum. I samkomulagi við þau verði gerð áætlun um uppbyggingu íþróttamann- virkja, svo sem skíðasvæðis og golfvallar. Við teljum að frumkvæðió eigi að koma frá íþróttafélögunum og bærinn síðan að styrkja þau til framkvæmda. Við viljum efia ferðaþjónustu. Hér á að vera til staóar aðstaða sem laðar að ferða- fólk, svo sem til ýmissa tómstundaiðkana og hér þarf að rísa heilsárshótcl sem upp- fyllir nútíma kröfúf‘. Jónas Snæbjörnsson. Hvemig sýnist þér bænum hafa verið stjómað á undanfomum ámm? „Bænum hefur verið vel stjómað miðaó við erfiðar aðstæður í þjóófélaginu og vitna tölur um íbúaljölgun þar um. Hefur Knút- ur Aadnegard staðið sig mjög vel sem for- ustumaður í bæjarmálum á undanfömum áram og á hann miklar þakkir skildar. Fjár- hagsstaða bæjarins er ckki slæm ef litið er á heildardæmið. Skuldir hafa að vísu hækkað lítillega á kjörtímabilinu, skuldir bæjarsjóðs úr 150 þúsundum á hvem íbúa við upphaf kjörtímabils í um 155 þúsund nú. Skuldir annarra bæjarstofnana era hverfandi, en era víða mjög miklar og jafnvel meiri en bæjar- sjóðanna. Benda má á að á kjörtímabilinu hafa verið lagðar til atvinnulífsins a.m.k. 20 þúsund krónur á hvem bæjarbúa. Er það ijórum sinnum hærri upphæð en nemur aukningu skulda á kjörtímabilinu". Ertu bjartsýnn á ffamtíð Sauðárkróks? ,Já ég er það. Sauðárkrókur býður upp á jafngóða og jafhvel betri þjónustu en tíðkast í miklu stærri bæjarfélögum. Svo njótum við þess að eiga góð orkufyrirtæki sem gera búsetu hér ódýrari en ella, og lflca er það stór kostur að vera í svona mikilli nálægð við sveitina. Sauðárkrókur sameinar vel kosti bæði þéttbýlis og dreifbýlis“, sagði Jóoas. Björn Sigurbjörnsson. varðandi uppbyggingu framtíðar skíóa- svæðis. Hvaða framkvæmdir sérð þú fyrir þér á næsta kjörtímabili? Auk gatnaframkvæmda og viðhalds- verkefna er ljóst að viðbygging leikskólans Glaðheima verður tekin í notkun næsta vor, en byrjað verður á henni innan skamms. Síðan viljum við að gerð verði áætlun um hvemig og hvenær eigi að ljúka við bygg- ingar á vegum bæjarins, svo sem gagn- fræðaskólann, sundlaugina og íþróttahúsið. Einnig að gert verði veralegt átak í að ljúka við lóðir stofnana bæjarins'1. Aðspurður vildi Bjöm ekkert gefa út á það hverju framboóanna Alþýðuflokkurinn teldi heppilegast að starfa með á næsta kjör- tímabili, kæmist flokkurinn í þá aðstöðu að ákveða slíkt. „Við göngum óbundnir til þessara kosninga. Samstarfið innan bæjar- stjómar á þessu kjörtímabili hefur verið með ágætum. Þótt vitaskuld hafi komið upp á- greiningur í einstaka málum, hafa menn verið sammála í öllum veigameiri málum“, sagði Bjöm Sigurbjömsson að cndingu. „Menn mega aldrei gleyma því meginverkefni að greiða niður skuldir" „Ég á mér þann draum að vatnspökk- unarverksmiðjan verði veruieiki á næsta kjörtímabili. En það er bara draumur ennþá. Hitt þykist ég sjá fyr- ir, að vegna stöðu byggingariðnaðarins í bænum, þá verði ráðist í íþrótta- mannvirkjagerð, svo sem íþróttahús- byggingu eða yfirbyggingu sundlaug- ar“, segir Hilmir Jóhannesson efsti maður K-listans ffamboðs óháðra. „Helstu málin hér í bæ á næsta kjör- tímabili munu snúast um að halda atvinnu og styðja nýmæli í atvinnulífi. Ég er líka þeirrar skoðunar að eina raunhæfa ný- sköpunin muni byggjast hjá þeim fyrir- tækjum sem fyrir era á staðnum. Hitt verði í ákaflega litlum mæli og ég er mót- fallinn þessu atvinnufulltrúa tali sem önn- ur framboð era með. Það held ég að sé bara ein silkihúfan í viðbót". Hverja telur þú stöðu Sauðárkróks vera í dag? Ég tel að hún sé góð. Það hefur í raun ekki margt breyst á þessu kjörtímabili. Til dæmis ekki það að ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé slæmt að skulda. Það leiðir til þess aö maður þarf að borga vexti. Menn mega aldrei gleyma því meiginverkefni að greiða niður skuld- ir. Það hættulegasta í stöðunni í dag, finnst mér þetta tal um að selja veitumar. Það er kannski allt í lagi að selja eittlivað af eignum bæjarins, eins og t.d. íbúðir og hlutabréf í fyrirtækjum, en að selja veit- umar væri fáránlegt. Veitumar era fyrir- tæki sem skila góóum hagnaði og hafa veitt miklum fjármunum inn í bæjarsjóö til fjölda ára. Síðan er K-listinn eindreg- ið á þeirri skoðun að ef mögulegt er þá eigi að reyna að fá Snorra Bjöm til að verða bæjarstjóra áfram". En hver er staða K-listans fyrir þessar kosningar? , J’etta kemur til með að standa glöggt. Síðasti maður, jafnvel tveir síðustu rncnn inn, þetta getur oltið á örfáum atkvæðum. Ég held að sé ennþá mikil óvissa meðal stórs hóps kjósenda hvað þeir ætla aö kjósa. En K-listinn er jafnóhræddur nú og hann hefur verið síðustu 12 ár“, sagði Hilmiraðendingu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.