Feykir


Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 5
20/1994 FEYKIR5 „Atvinnumálin í brennidepli" „Atvinnumálin verða greinilega í brenni- depli. Við munum leggja til að ráðinn verði atvinnumálafulltrúi til að starfa með aðilum í bænum sem hug hafa á fram- sækni í atvinnumálum. Þá höfum við varpað fram hugmynd um stofnun rann- sóknarvers, nokkurs konar fyrirtækis sem komið yrði á Iaggirnar til að nýta þekkingu og frumkvæði á staðnum. Við teljum líka að það þurfi að veita konum meiri uppörvun í atvinnulífi hér og gefa þeim málum vissan forgang. Konum hef- ur ekki verið sinnt í atvinnulífinu sem skyldi“, segir Anna Kristín Gunnarsdótt- ir eftir maður á G-lista Alþýðubandalags. „Síðan þurfum viö að styðja við starfandi fyrirtæki í bænum og standa vörð um opin- bera starfsemi. Eg á þar kannski sérstaklega við sjúkrahús og heilsugæslu, sem hefur ver- ið nokkuð vegið að nú undanfarið. Þá þarf að vinna grimmt að því að kom hér upp opin- berri þjónustu, bæði á vegum bæjar og ríkis. Við leggjum mikla áherslu á skólamálin, viljum að grunnskólinn fái auknar fjárveit- ingar og teljum að hann hafi verið vanræktur undanfarin ár. Tónlistarskólinn þarf sitt eins og áður og áfram verði unnið að uppbygg- ingu fjölbrautaskólans. Við leggjum líka áherslu á íþróttir sem hollt tómstundagaman fyrir alla. Auk [xss þurfúm við áð gefa fólki tækifæri til að stunda margskonar tóm- stundastarf. Framtíðardraumur okkar er að hér verði komið upp menningarmiðstöð, sem mundi koma í staðinn lyrir félagsheimilisbyggingu sem lengi er búið að ræða um. Þama gæti verið undir sama þaki öll lista- og menning- arstarfsemi, svo sem aðstaða til leiksýninga og tónleikahalds, tónlistarskólinn, söfn og fleira. Menning, menntun og samgöngur telj- um við að sé undirstaða góðs mannlífs auk fjölbreytts atvinnulífs". Hvaða framkvæmdir sérð þú fyrir þér á kjörtímabilinu? , J>að verður að ráðast í að ljúka byggingu grunnskólans. Við viljum stefna á einsetinn „Breytinga þörf við stjórnun bæjarins" ,jBreytinga er þörf á stjórnun bæjarins. Eg tel að menn verði að fara að stjórna bænum á markvissari hátt og beita þar áætlanagerðinni meira en gert heíur verið, t.d. að þriggja ára áætlun verði gerð eins og sveitarstjórnarlög fela í sér. Atvinnumálin verða væntanlega efst á baugi á næsta kjörtímabili reiknar mað- ur með eftir útlitinu í dag að dæma. Þar verðum við að snúa vörn í sókn“, segir Stefán Logi Haraldsson efeti maður á b- lista framsóknarmanna. „Bygging íþróttahússins er mál sem býóur ekki lengur úrlausnar, auk þess sem huga þarf að frekari íþróttamannvirkjagerð og gerö annarra mannvirkja á vegum bæj- arins, t.d. að ljúka viö byggingu sundlaug- arinnar og halda áfram framkvæmdum við skólabyggingar. Kosningabaráttan núna undanfarið hef- ur mest snúist gegn okkur af hálfu hinna flokkanna og þaö er sjálfsagt vegna þess að þeir óttast þá sterku stöðu sem við gætum haft að loknum kosningum. Það undirstrik- ar að vió erum sá kostur sem í boði er, vilji fólk breyta til“. Vilt þú meina aó framsókn hér geti komist í sömu aðstöðu og sjálfstæðið í Reykjavík hefur verið í, það er að fá hrein- an meirihluta? „Miðað við það að eygja fjórða mann- inn, sem við gemm, eigum við það og fáum vió til þess traust þá er ég viss um að við munum stjóma bænum á skipulagðari og betri hátt en gert hefur verið“. Emð þið með bæjarstjóraeíhi? ,JSÍei að því leyti göngum við óbundnir til þessara kosninga en munum byrja á því aö ræða við Snorra Bjöm komumst við í meirihluta. En málin snúast náttúrlega ekki Anna Kristín Gunnarsdóttir. skóla og að sköpuð verði fyrsta flokks að- staða bæði fyrir nemendur og kcnnara. Það verður haldið áfram framkvæmdum við tjöl- brautaskólann, og síðan verður aó forgangs- raða framkvæmum við gerð íþróttamann- virkja. Þar verði bæði tekið tillit til vilja íþróttaiðkenda og ástands mannvirkja sem við eigum en höfum ekki lokið við. Svo verðum við einnig aó vera dugleg að sækja á um opinberar framkvæmdir". Hver er staða bæjarfélagsins í dag? „Sauðárkrókur er mjög skuldugur og á því em mjög eðlilegar skýringar. Við höfúm byggt hér mikið upp á undanfömum ámm og varið stórum fjárhæðum í stuðning við at- vinnulífið. En bæjaryfirvöld hafa gert sig seka um að leita ekki eftir spamaði og hag- ræðingu sem skyldi, t.d. var aldrei farið út í endurskipulagningu veitna og áhaldahúss eins og okkur var þó ráðlagt af ráðgjafafyrir- tæki á árinu 1988. Við viljum láta skoða reksturinn af óháðum aðila, með spamað og hagræðingu í huga. Síðan verði gerðar lang- tímaáætlanir varðandi framkvæmdir og rekstur", sagði Anna Kristin Gunnarsdóttir að endingu. Stefán Logi Haraldsson. um framkvæmdastjórann, eins og bæjar- stjórinn er, heldur um ákvarðanir stjóm- enda bæjarins, sem em kjömir bæjarfulltrú- ar hverju sinni“. Hvemig finnst þér staða Sauðárkróks í dag?^ „Eg tel að bærinn hafi alla burði til að verða mjög góður framtíðarbær og það sé einhugur meðal íbúanna að gera hann það á öllum svióum. En fjárhagsstaða bæjarins er erfið. Það er ljóst og leita verður allra leiða til að komast þar í beúi stöðu. Það er of mikið að skuldir bæjarsjóðs og stofnana bæjarins séu um 176 þúsund á mann eins og þær em í dag“, sagði Stefán Logi að endingu. RÁÐGJÖF OG ÁÆTLANAGERÐ ®-l „Frá og með deginum í dagþurfum við ekki að borga dráttarvexti “ áiniinuniitim Útgjöldum ársins er dreift á jafnar mánaðargreiðslur — reikningarnir greiddir á réttum tíma Aunninn lánsréttur með reglubundnum sparnaði gefur möguleika á hagstæðari lánum. mmrnm m cmm Félagar fá handhæga skipulagsbók og möppu fyrir fjármál heimilisins. Auk þess eru fjármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga. . BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð HEIMILISLINAN - Heildarlausn ájjármálum einstaklinga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.