Feykir - 24.08.1994, Qupperneq 4
4 FEYKIR 28/1994
eyjunnar a ný
Jón Eiríksson Drangeyjarjarl lét nýlega verða aö því sem
hann hefur lengi haft í huga, aó bjóða Drangeyjarsund-
köppum í ferð út í eyna. Þrír sundkappar af sex sem þreytt
hafa Drangeyjarsund eru enn ofan moldu og þekktust þeir
allir boö Jóns. I feróina var haldið frá Syórigaróinum á
Sauðárkróki rétt upp úr klukkan tvö mánudaginn 15. á-
gúst sl., eftir aó Jón Drangeyjarjarl og sundakkamir Pét-
ur Eiríksson, Eyjólfur Jónsson og Axel Kvaran höfóu
snætt saman hádegisverð.
Blaðamaöur Feykis slóst í för
í þennan fréttnæma leiðangur út í
Drangey. í viðtali við blaðamenn
sögðust sundkappamir lengi hafí
haft í huga að bregða sér í ferð til
Drangeyjar og það hafi því verið
virkilega ánægjulegt þegar boð
kom frá Drangeyjarjarlinum. Pét-
ur Eiríksson hefur á þessum tíma
frá því hann þreytti Drangeyjar-
sundið reyndar verið nálægt því
eitt sinn að komast út í eyna. Pét-
ur var á níu síldarvertíðum og eitt
sinn var bátur Péturs á veiðum
fast við eyna: „Skipstjórinn sigldi
inn á Uppgönguvíkina og tók síð-
an stefnuna á Tindastólinn. Hann
sagði mig ljúga því að ég hefði
synt þessa leið“, sagöi Pétur.
Hann er einmitt sá Drangeyjar-
sundkappa sem hreppti mestu
raunina í sundinu frá Drangey að
Reykjadiski. Vegna rangra út-
reikninga lenti hann í útfallinu frá
Diskinum og þurfti Pétur að berj-
ast við erfiða strauma, svo að
hann var nær dauða en lífi er landi
var náð.
Erlingur Pálsson lögrcglu-
þjónn var sá er þreytti Drangeyj-
arsund fyrstur manna. Ahugi Er-
lings á sjósundum virtist smitast
til vinnufélaganna, en þeirEyjólf-
ur og Axel eru einnig lögrcglu-
menn. Báðir eru þessir mcnn vel
á sig komnir í dag og er greinilegt
að þar hafa farið miklir þrek-
menn. Pétur Eiríksson er mun
eldri og eðlilega farinn að láta
nokkuð á sjá, en létta lundin og
skopskynið er samt enn í háveg-
um hjá Pétri. Það uróu ferðafélaga
hans til Drangeyjar svo sannar-
lega varir við.
Það var ágætisveður þann 15.
ágúst og sóttist ferðin vel út í eyj-
una. Farþegar vom um 15 talsins
og fóru flestir þeirra upp á eyna.
Jón Drangeyjarjarl var niðri á
fjörunni ásamt Pétri Eiríkssyni
sem treysti sér ekki upp, tveim
þýskum stúlkum sem lofthræðsl-
an yfirbugaði og blaðamanni
Feykis.
Þama í Uppgönguvíkinni rifj-
aði Pétur upp minningar frá sundi
sínu úr Drangey fyrir 58 ámm, frá
28. júlí 1936.
„Við vomm í veislu á Krókn-
um og samkvæmt útreikningum
sem gerðir vom í Reykjavík vom
þrír tímar í að talió væri heppilegt
að leggja af stað. Planiö var að
lenda í aófallinu upp að Reykja-
diski til að létta mér sundið, cn
sterkir straumar em þar fyrir utan.
A leiðinni út í eyna er mér síöan
litið í almanak sem var í bátnum
og þá átta ég mig á því að menn
syðra höfóu misreiknaó sig,
reiknað með fjöranni í Reykjavík
en ekki héma fyrir norðan. Þama
munar fjómm og hálfum tíma og
við höfðum því misst af dýrmæt-
Samankomnir á fjörunni í Drangey Jón Eiríksson Drangeyjarjarl, Eyjólfur Jónsson, Axel
Kvaran og Pétur Eiríksson.
um tíma. Enda kom það áberandi
í ljós í sundinu. Þaó tók mig að-
eins tæpa tvo tíma að synda úr
eynni upp að Reykjadisknum, en
þrjá og hálfan tíma var ég að bcrj-
ast við strauminn áður en ég náði
með krampakcnndu taki haldi í
sinustráin á Reykjadisknum. Þá
var ég nær dauða en lífi. Eg var
búinn að kasta upp einu sinni og
það leið yfir ntig um það leyti
sem ég náði landi. Það var varla
að ég gerði mér grein fyrir nrönn-
um í kringum nrig. Eg heyrði þó
þegar Jónas læknir Kristjánsson
sagði við Lárus Rist aðstoðar-
mann minn: „Eg held hann lifi
þetta af‘.
Jón Drangeyjarjarl, sem var
ungur að ámm þegar þetta gerðist,
var viðstaddur og þetta er honum
minnisstætt. Jón sagði Pétur hafa
hrópað þegar hann náði landi. „-
Húrra land“ og síðan hafi hann
beðið mennina sem tóku á móti
honum, í guðanna bænum að bcra
sig. Þá kallaði Eiríkur Sigmunds-
son bóndi á Fagranesi faðir Jón til
mannanna að gera það ekki. Það
yrði að láta hann ganga til að
koma blóðinu á hreyfingu. Eftir
að Pétur hafði skrönglast meó
hjálp eftir malarkambinum, var
hann lagður við laugina, í steikj-
andi liita og blíðviðri sem var
Að lokmni ferð í Drangey böðuðu sundkappamir sig í lauginni á Reykjum, sem Jón lét hlaða upp
fyrir tveim ámm.
þennan dag, og Jónas Kristjáns-
son læknir tók að hjúkra honum.
Föt Péturs höfðu gleymst í bátn-
um og taldi Jónas heppilegast að
klæða Pétur ullamærskyrtu senr
Eiríkur á Fagranesi léði.
Þeir Jón og Pétur skeggræddu
þessa miklu þrekraun sem Pétur
lenti í á sundi sínu og kom þeinr
saman urn að þeir hefðu aldrci
náó samkomulagi um þaó hvort
að stöðva ætti þetta sund, Jónas
Kristjánsson læknirog Láms Rist
aðstoóarmaður Péturs. Sund Pét-
ur var ekki auðveldara l'yrir þær
sakir að hann synti ætíð skrið-
sund, og sagði Pétur ástæóu þess
hafa verið þá að hann hafi ætíð
verið svolítið bilaður í fótum.
Erlingur einstakur
Talið berst að öðmnr Draneyj-
arsundköppum. Pétur segir Erling
Pálsson einstakan mann. „Eg hef
aðstoðað margíin sundakappann í
sjósundununr og það er enginn
eins og Erlingur. Eg var t.d. með
honum þegar hann þreytti seinna
sundið yfir Ermasund. Þcgar Er-
lingur var búinn að synda í 12
tíma fannst Mr. Wood formanni
Ermasundsfélagsins nóg um.
Wood sagði að Erlingur yrði að
fara upp úr og það mátti ekki and-
mæla því sem Mr. Woods sagði.
Erlingur þráaðist þó við og
Woods gaf eftir einn tíma í við-
bót. Þá var það sem veðrið tók að
vemsa og skömmu seinna varð
Erlingur að hætta sundinu. Hann
hafði þá lagt að baki rúma 26
kílómetra af 32 yfir Ermasundió.
(Til samanburóar má geta þess aó
Drangeyjarsundið er rúnrir sex
kílómetrar).
Þegar við tókum Erling upp úr
sjónum fannst enginn fatnaður í
bátnum nerna gömul hcrmanna-
kápa. Erlingur var þó ckki kaldari
enn svo að þegar ég tók af honum
sundhettuna, bogaði svitinn af
honum niður tindlitið", sagði Pét-
ur.
Varla sáust þreytunrerki á
þeim Eyjólfi og Axel þegar þeir
komu niður af eynni. Vom þeir
nrjög hrifnir af því sem fyrir augu
hafði borió og sögðu ferðina stór-
kostlega upplifun. Greiðlega gekk
að korna fólkinu um borð í Vík-
inginn að nýju, enda hafnarað-
staða orðin góð í Drangey eftir að
stórir steinar vom dregnir úr inn-
siglingunni í sumar og viðlegu
komið fyrir við stærsta steininn í
Uppgönguvíkinni. Stefnan var nú
sett á Reykjadiskinn. Þar hefur
verið gerður smá bryggjusporður
úr stórgrýti, auk þess sem gömul
sjóbúð var hlaðin upp á malar-
kambinum í sunrar.
A Reykjum dubbuðu sund-
kappamir sig upp í sundfatnað og
Eyjólfur klæddist sömu skýlunni
og hann synti í til Drangeyjar
1957 og 1959. Teyjan í þeirri fiík
var reyndar farinn að gefa sig og
konr í ljós þegar Eyjólfur synti að-
eins í sjónum eftir að hafa baðað
sig í Reykjalauginni, að vissara
var fyrir hann að synda ekki of
hratt til að skilja hreinlega ekki
skýluna eftir.
Eyjólfúr er eini sundakappinn
sem synt hefur tvisvar úr Drang-
ey til lands. I fyrra skiptið 13. júlí
1957 og í það seinna 30. maí
1959. Þá var hann að æfa sig fyr-
ir sund til Vestmanneyja sem
hann þreytti þá um sumarið. Að-
spurður sagði Eyjólfúr að það
hefði verió nokkuð kalt að synda
þama um vorið 1959, sjórinn þá
verið unr þrem gráðum kaldari en
sumariö 1957. En það bætti nokk-
uð úr að Eyjólfur var smurður lin-
olíni áður en lagt var í sundið.
Axel Kvaran þreytti sitt sund
3. september 1939. Þrem ámm
eftir að Haukur Einarsson frá
Miðdal synti. Axeli sóttist sundið
mjög vel. Hann hafði þurft einu
sinni frá að hverfa fyrr um surnar-
ió vegna óhagstæðs veðurs. Það
var reyndar nokkuó sterkur vest-
anvindur þennan septemberdag,
en ákveðið sanit að láta slag
standa. „Vestanaldan kastaði mér
áfram og færði nrig reyndar í kaf
á stundum. En ég var á lensinu og
hafði síðan aðfallið með mér þeg-
ar komió var að Reykjadiskin-
um", sagði Pétur.
Við skiljum við Drangeyjar-
sundkappana þar sem þcir svamla