Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 8
4. janúar 1995,1. tölublað 15. árgangur.
Slérkur auglýsingamiðill
Það komast allir í Gengið
unglingaklúbb Landsbankans
Sláðu til og komdu í Gengið
Pottþéttur klúbbur!
m Landsbanki
Sími 35353 ^iands
Banki allra landsmanna
Dagur Baldvinsson í hópi félaga sinna og körfuboltamannsins Torrey John sem afhenti verð-
launin í samkeppninni.
Samkeppni um nafn á félagsmiðstöðina:
Friður skal hún heita
í haust efndu stjórnendur félagsmiðstöðvar-
innar á Sauðárkróki til samkeppni meðal
unglinganna um nafn á félagsmiðstöðinni, en
hún hefur verið nafnlaus í þau þrjú ár sem
hún hefur starfað. Hvorki fleiri né færri en
210 hugmyndir bárust og í síðustu viku voru
kunngerð úrslit. Fyrir valinu varð hugmynd
Dags Þórs Baldvinssonar 10. bekkjar K.
Dagur lagði til að félagsmiðstöðin hlyti nafn-
ið Friður og hlaut hann í verðlaun fyrir hug-
myndina hljómflutningstæki að verðmæti 44
þúsund. Nokkur fyrirtæki í bænum styrktu fé-
lagsmiðstöðina vegna samkeppninnar. Þau eru,
Bókabúð Brynjars, Dögun, Fiskiðjan, Hegri,
Hótel Mælifell, Kaupfélag Skagfirðinga, Rafsjá,
Sást, Steinullarverksmiðjan, Tengill og Tré-
smiðjan Borg.
Mikil tómstundastarfsemi fer fram í félags-
miðstöðinni og er hún vel sótt af bömum og ung-
lingum sem eyða þar oft stómm hluta dagsins.
Bygging brúar á
Jökulsá eystri
Frumvarp fyrir Alþingi um hringtengingu
um framsveitir Skagafjarðar
Stefán Guðmundsson alþingis-
maður heflir lagt fram þins-
ályktunartillögu sem miðar að
því að byggð verði brú yfir Jök-
ulsá eystri í Skagafirði og þar
með verði loks komið á hring-
tengingu um fremstu sveitir
Skagfjarðar, en til langs tíma
voru uppi hugmyndir um veg-
tengingu af Héraðsdalsvegi með
brú yfir Jökulsá hjá Flatatungu
á þjóðveg númer eitt. Jafnhliða
hugmyndum um virkjun Jök-
ulsár eystri var rætt um brúar-
gerð á þessum stað.
í fmmvarpi Stefáns felst aö
samgönguráðherra verði falið að
gera áætlun um þessa vegteng-
ingu. I greinargerð segir að meó
þeirri framkvæmd sem hér sé lagt
til að verði athuguð, komist á
hringtenging um fremrihluta
Skagafjarðar. Hún muni opna
margvíslega nýja möguleika til
hagræðis og mikils ávinnings, svo
sem flutning afurða um mjög
bætta þjónustuleió. Vegtengingin
opnar einnig nýjar leiðir fyrir þá
er vilja njóta fegurðar skagfirskra
dala og þeirra er öræfin heilla og
vilja m.a. aka um Sprengisand. Þá
segir einnig að ferðaþjónusta sé
mjög vaxandi atvinnugrein. Eng-
inn vafi er á að ferðaþjónusta á
þessu svæði mun hafa af því mik-
inn ávinning að sú framkvæmd,
sem hér er lagt til að verði athug-
að, komist sem allra fýrst til ifam-
kvæmda.
Mannfjöldaskrá Norðurlandi vestra:
Fólksfækkun um
1,4% á síðasta ári
Ekki prófkjör hjá krötum
Stjórn kjördæmisráðs Alþýðu-
flokksins á Norðurlandi vestra
ákvað á fundi skömmu fyrir jól
að ekki yrði efiit til prófkjörs að
þessu sinni, heldur tæki ráðið
sér frest framundir 15. janúar
með uppstillingu á Iistann. Á
þeim tíma er gert ráð fyrir
aukakjördæmisþingi þar sem
endanleg ákvörðun verði tekin
um uppröðun á lista flokksins
fyrir alþingiskosningarnar 8.
apríl nk.
Að sögn Steindórs Haralds-
sonar á Skagaströnd formanns
kjördæmisráðs er einhugur um
þetta fyrirkomulag og prófkjörið
ekki talið henta nú. Auk Steindórs
mun uppstilling á listann trúlega
mæða mikið á kjördæmisstjómar-
mönnunum Jóni Karlssyni á
Sauðárkróki og Guómundi Áma-
syni á Siglufirði.
Nöfn tveggja manna hafa
einkum verið nefhd varðandi efsta
sæti væntanlegs framboðslista.
Líklegt þykir að annaðhvort Jón
F. Hjaitarson skólameistari á
Sauðárkróki eóa Kristján Möller
forseti bæjarstjómar á Siglufirói
muni skipa það sæti.
□
Fólki fækkaði á Norðurlandi
vestra um 514 á síðasta ári sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stofunnar, eða um 1,4%. Á þétt-
býlisstöðum varð fækkunin
mest á Siglufirði, 2,6%. íbúar
þar eru nú 1734 en voru 3103
þegar uppgangurinn var sem
mestur á sfldinni 1948.
Á Sauðárkróki og Skagströnd
varð óveruleg fólksfjölgun á ár-
inu, innan við eitt prósent og var
fjölgunin minni á Sauðárkróki en
undanfarin ár. Er helsta ástæða
þess væntanlega að mörg herrans
ár em síðan jafhfá böm fæddust á
Króknum og á síðasta ári. A
Blönduósi og Hvammstanga
fækkaði íbúum á síðasta ári um
2%. í sveitunum hélt fólki áfram
að fækka, þannig að í dreifbýli
kjördæmisins hefur fólki fækkað
um 15% á liðnum áratug.
Oddvitinn
Friður sé með yður!
TM tryggingar
þegar mest á reynir
Söluumboð á Sauðárkróki:
Bókabúð Brynjars, sími 35950.
Trygginga-
miðstöðin hf.