Feykir


Feykir - 18.01.1995, Síða 1

Feykir - 18.01.1995, Síða 1
RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Bæjarfulltrúar á Króknum fá hækkun Á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks í síðustu viku var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum að laun bæjarstjórn- armanna hækkuðu í það að vera að lágmarki 10% af þing- fararkaupi alþingismanns á mánuði eða í tæp átján þúsund krónur. Forseti bæjarstjórnar fær 15%, sem er um 25 þús- und. Þessar greiðslur ná ein- göngu til bæjarstjórnarfúnda. Laun fvrir nefndarstörf á veg- um bæjarins hækkuðu ekki, þau eru í flestum nefndum 3339 krónur fyrir hvern fúnd. Áður var það form á greiðsl- um að einungis voru greiddar 4155 krónur til bæjarfulltrúa fyr- ir hvem fund. Dæmi eru þess að bæjarfúlltrúi sem ekki átti setu í nefndum, fékk einungis þessa upphæð svo mánuðum skipti. Áætlað er að bæjarstjómarfundir séu að jafnaði 2-3 á mánuði, en samkvæmt samþykktum bæjar- ins ber að halda fund í bæjar- stjóm hálfsmánaðarlega. Aðspurður sagðist Snorri Björn Sigurósson bæjarstjóri álíta að hér væri um 100% hækkun að ræða á launum bæj- arfulltrúa, en hinsvegar bæri ekki að líta á þetta sem einungis greiðslur fyrir bæjarstjómarfúnd- ina. Bæjarfulltrúar ynntu ýmsar aðrar skyldur af hendi fyrir bæ- inn sem þeir fengju ekkert greitt fyrir. T.d. fundarsetu í fyrirtækj- um og stofnunum sem bærinn á eignarhlut í. Þverárhreppur í Vestur-Húnatvatnssýslu: Tvö íbúðarhús í byggingu í I»verárhreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu var hafin bygging tveggja íbúðarhúsa á síðasta ári og verða það að teljast tals- verðar framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „I>að eru Ijósir punktar hjá okkur þó að fólki fækki frekar en hitt í hreppnum“, sagði Agnar J. Leví oddviti og bóndi á Hrís- hóli. Þá hefúr verið unnið að gerð nýs skipulags fyrir sum- arbústaðabyggð við Vestur- hópsvatn, en fjöldi sumarbú- staða við vatnið er kominn á Qórða tug. Skipulagt hefúr ver- ið svæði í landi Litluborgar, Stóruborgar og Hvols fyrir 70- 80 sumarbústaði til viðbótar. Ung hjón, þau Jónína Jóns- dóttir og Halldór Pálsson eru byrjuð búskap á Súluvöllum, en þar hefur búið Jón Stefánsson faðir Jónínu. Ungu hjónin eru aðeins hálfþrítug og síðasta sum- ar létu þau reista einingahús úr timbri sem fengið var frá Sam- taki á Selfossi. I vetur hafa þau verið að innrétta jafnframt bú- störfunum og stefna að því að flytja í nýja húsið seinna á árinu. Á Stómborg syðri var einnig hafin bygging íbúðarhúss á liðnu sumri og áætlað er að húsið rísi í þessum mánuði, en það er úr timbureiningum smíðað hjá Hjörleifi Júlíussyni byggingar- meistara á Blönduósi. Lengi er von á einum..................................... Góð þátttaka hefúr verið í prófkjöri framsóknarmanna í kjördæminu. Vegna veðurs varð kjör- stjóm við óskum um að prófkjörið yrði framlengt í tvígang og lauk kosningu ekki fyrr en kl. 15, um miðjan dag í gær. Vegna snjóalaga og slæmrar færðar um kjördæmið var sýnt að ekki yrði unnt að hefja talningu í gær. Ákveðið var því að stefna að talningu klukkan 16 í dag (miðvikudag). Samkvæmt veðurspá í gær var ekki gott útlit með að sú áætlun mundi standast. Myndin var tekin á kosningaskrifstofú Stefáns Guðmundssonar í fyrrakvöld. Þeir bera saman bækur sínar: Stefán Ámason, Magnús Rögnvaldsson, Stefán Logi Haraldsson og Sveinn Guð- mundsson bróðir Stefáns. Nánar er fjailað um prófkjörið á síðu tvö og þrjú í blaðinu í dag. Sigurður felldi Önnu úr 2. sætinu Ragnar hlaut örugga kosningu í efsta sætið hjá Alþýðubandalaginu Ragnar Arnalds hlaut örugga kosningu í efsta sæti fram- boðslista Alþýðubandalagsins í kjördæminu í forvali flokksins er fram fór sl. laugardag. Ragnar hlaut 177 atkvæði í fyrsta sæti listans. I öðru sæti kom Sigurður Hlöðversson á Siglufirði með 133 atkvæði í fyrsta og annað sætið. Forvalið er bindandi varðandi uppröð- un í efstu tvö sæti listans, önn- ur röðun er til leiðbeiningar fyrir kjörnefúd varðandi upp- stillingu á listann. I þriðja sæti varð Anna Kristín Gunnars- dóttir með 127 atkvæði í 1.-3. sætið. Þessi röð í efstu þrjú sætin eru þau sömu og fyrir síðustu þingkosningar. Þetta var síðari hluti forvals- ins. Aðalkeppnin stóð milli þeiija Sigurðar Hlöðverssonar og Önnu Kristínar Gunnarsdótt- ur um annað sætið. Anna Kristín hafði vinningin eftir fyrri um- ferðina, en rangt var farið með sætaskipunina í blaðinu nýlega. I millitíðinni fjölgaði síðan félög- um í Alþýðubandalagsfélaginu á Siglufirði um rúman helming, og voru Siglfirðingar þar með komnir með tæpan helming greiddra atkvæða. Þótti því nokkuð sýnt að Sigurður mundi hafa vinninginn eins og kom á daginn. Ljóst er að niðurstaða skoð- anakönnunarinnar skilur eftir sig einhver sár innan Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandi vestra. Anna Kristín er ekki sátt vió þessa niðurstöðu og segir óvíst hvort hún taki þriðja sæti listans. „Ég ætla að fá skýringar á ákveðnum atriðum hjá flokksfé- lögunum“, segir Anna Kristín. Hún vill ekki gefa upp hvaða at- riði þetta eru, en væntanlega þykir henni fjölgun félagsmanna á Siglufirði tortryggileg. í fjórða sæti forvalsins varð Valgerður Jakopsdóttir á Hvammstanga og í 5. sæti Ríkey Sigurbjömsdóttir á Siglufirði. Aðrir þátttakendur í prófkjörinu voru Hafþór Rósmundsson og Signý Jóhannesdóttir á Siglu- firði, Ingibjörg Hafstað Vík og Þórarinn Magnússon Frostastöð- um úr Skagafirði, Unnar Ingv- arsson Sólheimum, Þorvaldur G. Jónsson Guórúnarstöóum og Jón Ingvar Valdimarsson Skaga- strönd, allir úr A.-Hún. og Garð- ar Amarson frá Hvammstanga. —KJch^IH hj!)|— Aðalgötu 24 Skr. sími 35519, bílas. 985-31419, fax 36019 Almenn verktakaþj ónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta yfMffbílaverkstæöi Æ M M W M sími: 95-35141 Sœmundargötu 16 Sauöárkróki tax: 36140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.