Feykir


Feykir - 18.01.1995, Síða 2

Feykir - 18.01.1995, Síða 2
2FEYKIR 3/1995 Frá starfi Kvenfélags Sauðárkróks: Dægurlagakeppi í Sæluviku Á árum áður stóð Kvenfélag Sauðárkróks fyrir dægurlaga- keppni á Nýársdag sem er fjár- öflunardagur félagsins. Þessi siður datt siðan niður um 1970, en á síðustu Sæluviku Skagfirö- inga var þráðurinn tekinn upp að nýju. Þá þótti takast afar vel til og á næstu Sæluviku, sem samkvæmt venju verður í apríl nk. mun kvenfélagið aftur standa fyrir dægurlagakeppni. Á síðasta ári var það Hún- vetningur sem bar sigur úr bít- um, en 10 lög kepptu til úrslita. Sigurlagið hét „Skagfirska mannlífið", höfundur lags var Bjöm Hannesson frá Laugar- bakka og Akureyringurinn Ingvar Grétarsson flutti. Þá var það skilyrði sett að texti lagsins þyrfti að fjalla á einhvem hátt um Skagafjörö, en svo verður ekki nú. Fyrirkomulag keppninnar verður að öðm leyti með svip- uðu sniöi og í íyrra. Sérstofnuð hljómsveit mun sjá um flutning laganna og einnig mun hljóm- sveitarstjórinn, Hilmar Sverris- son, annast útsetningu laganna ef höfundar óska þess. Áætlað er að lögin sem keppa til úrslita verói gefin út á snældu undir nafninu „Sæluvikulögin ‘95“. Höfundar skila lögunum inn á hljóðsnældu og frumsaminn texti á að fylgja með. Skilatrest- ur er til 10. febrúar nk. í póst- hólf kvenfélagsins nr. 93 á Sauðárkróki. Hér áður fyrr var það aðal- lega heimafólk sem tók þátt í keppninni en þátttakendur í fyrra komu víða að. Tækninni hefur fleygt fram þannig að það er allt annað að taka þátt í svona keppni núna en áður og sömu- leiðis að framkvæma hana, en þetta er virkilega spennandi og gaman að hægt sé að standa að svona viðburði utan Reykjavík- ursvæðisins. Á þessu ári, eða 25. ágúst í sumar, verður Kvenfélagið 100 ára. Kvenfélag Sauðárkróks var stofnað út frá kennasamtökum í Hegranesi sem er lyrsta og jafn- framt elsta kvenfélag í heimi. Þessa tímamóta verður minnst síðar á árinu meó ýmsum hætti. (fréttatilkynning). Jón Hjartar líklegastur í efsta sætið hjá krötum Svæðisútvarpið skýrði frá því í gærkveldi að flest benti til þess að Jón F. Hjartarson skólameistari Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra mundi skipa efsta sæti lista Alþýðuflokksins í kjördæm- inu við komandi Alþingis- kosningar. I fréttinni var greint frá því að Kristján Möller á Siglufirði, sem fram til þessa hefur verið nelhdur sem líklegur kandidat í fyrsta sætið, hafi ákveðið aö gefa ekki kost á sér í það sæti, og mundi hann væntanlega gefa út yfirlýsingu þess efnis í dag. Kjömefnd mun hafa farið þess á leit við Ólöfu Kristjáns- dóttur bæjarfulltrúa á Siglufirði að hún gefi kost á sér í annað sæti listans, en Ólöf mun enn sem komið er ekki hafa gefið ákveðið svar. Stefnt er að fúndi hjá Alþýðuflokksmönnum varðandi framboðsmálin á næstu dögum. Aðalfundur knattspyrnu- deildar Tindastóls veróur haldinn á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 26. janúar kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Allt áhugafólk velkomið á fundinn! Stjómin. Tíðarfarið seinkaði prófkjöri Framsóknarflokksins Áætlað að talning hefjist upp úr miðjum degi í dag Fyrsti kjörkassinn barst á talningastaðinn, Framsóknarhúsið á Sauðárkróki, síðdegis á mánudag. Hér afhendir Jóhannes Ríkharðsson frá Brúnastöðum Sighvati Torfasyni fulltrúa í kjörstjóm kjörkassann úr Fljótahreppi. Norðanáhlaupið sem gekk í garð sl. sunnudag setti strik í reikninginn með framkvæmd prófkjörs Framsóknarflokks- ins. Verst viðraði í Húnavatns- sýslum og á Siglufirði, og frá þessum stöðum komu óskir til kjörnefndar þess efnis að prófkjörið yrði framlengt um einn dag. Á mánudag viðraði enn illa á þessum stöðum og varð því kjörnefndin við því að prófkjörið yrði framlengt um einn dag enn, og voru kjör- staðir því opnir fram á miðjan dag í gær. Kjörkassar koma með taln- ingarmönnum úr Húnaþingi og frá Siglufirði í dag. Ekki er til fullnustu vitað um fjölda þeirra er kusu en samkvæmt óstað- festum fréttum í gærkveldi, var áætlað að alls hefði kjörsókn verið um 2300 í kjördæminu, þar af hefði hún nálgast 1000 í stærstu kjördeildinni á Sauð- árkróki, þar með talin utankjör- staðaatkvæði og atkvæöi Skarós- og Rípurhreppinga er einnig kusu á Króknum. Urslita prófkjörsins er beðið meö spenningi. Alþingismenn- imir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson hafa bitist hart um efsta sætió og ekki gott að sjá fyrir hvemig sú barátta endar. Margir hafa hallast að því að Páll haldi efsta sætinu, en séu þessar kjörtölur réttar, er allt eins líklegt að mjótt verði á munum. Eins og jafnan þegar barátta þeirra efstu kemst í algleyming er lítið minnst á aðra þátttak- endur. Elín Líndal frá Lækjar- móti í Vestur-Húnavatnssýslu hel'ur sterklega verið orðuð við þriðja sætið, og má líklegt telja að hún komi í kjölfar þeirra Páls og Stefáns á listanum. Harmleikur á Súðavík Fjórtán manns lætur lífið í snjóflóði Mesta áfall íslenskrar þjóðar um árabil dundi yfir sl. mánudagsmorgun þegar gífurlegt snjófljóð hljóp úr fjallendi fyrir ofan þorpið Súðavík við Álftafjörð. Snjóflóðið hreif með sér um 10 íbúðar- hús og 14 manns létu lífið, fólk á bamsaldri var í meirihluta þeirra er létusL Tólf manns var bjargað úr fannferginu af vösku björgunarliði sem vann störf sín við þær erfiðustu aðstæöur sem hugsast getur, við óveður og myrkur. Mannskaóinn í Súðavík er sá mesti er orðið hefur í snjóflóðum hér á landi síðan snjóflóð féll í Siglufirði fyrr á öldinni. Ekki em nema 20 ár síðan 12 manns létu lífið í snjóflóði í Neskaupstað. Oll íslenska þjóðin er felmtri slegin vegna þessara dapurlegu viðburða og víða blöktu fánar í hálfa stöng í gær. Bænastundir hafa verið í kirkjum landsins og þátttaka í þcim verið mikil. Þegar slíkir atburðir gerast sameinast þjóðin í eina sál, eða eins og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnan „Missir eins er missir okkar allra. Hvort sem við emm nær eða fjær því svæði sem orðið hefur fyrir miskunnarlausum náttúmöflum dvelur hugur okkar hjá öllum þeim sem af hefúr verið höggvið’*. Því hefur verið haldió fram aó baráttan við náttúmöflin sé það gjald sem við þurfum að inna af hendi fyrir það að vera íslendingar. Ljóst er að mannveran mátti sín lítils vestur á Súðavík sl. mánudagsmorgun og þannig hefúr það jafúan verið þegar náttúmöflin hafa leyst úr læðingi. Séra Jakop Hjálmarsson dómkirkjuprestur og fyrrum prestur vestra, er einn þeirra mörgu sem fylgst hafa með atburðunum vestra úr fjarlægð, af fréttum úr útvarpi og sjónvarpi. Á bænastund í Dómkirkjunni sl. mánudag sagði séra Jakop m.a.: „Hversu viðbúin emm við aó taka slíkum fregnum sem hafa borist til okkar í dag? Það er sem hafi reist sig ógnarhár snjóskafi til að hvolfast yfir okkur öll og færa hamingju okkur í kaf. Kuldi leggst aó hjarta okkar og óttinn kemur með éljagangi inn í stofuna hjá okkur. Hvílík ósköp hafa gengið yfir þetta blessaða fólk sem búið hefúr í Súðavík. Bömin sem léku sér í sumar á grænu túni við bláan fjörð sem skýlt var af háum fjöllum, sem sagðir em vera óskasteinar, og áttu engar áhyggjur hafa verió hrifin burt frá okkur í hamfömm náttúmnnar. Dugmiklar manneskjur sem hafa unnið hörðum höndum að framleiðslu verðmæta fyrir þjóðarbúið, hafa látið líf sitt. Sumir liggja slasaðir, einhverjir týndir, húsin brotin, allt í rústum. Hvað getum við sagt annað en Drottinn hjálpa þú!“ □ Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 95-35757. Myndsími 95-36703. Ritstjóri Þór- hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfrétta- blaða.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.