Feykir - 25.01.1995, Side 1
. januar íyys, 4. tölublað, 15. argangur
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Fiskiðjan á Sauðárkróki:
Kaupir 6-700 tonn
af ufsa úr kvóta ESB
Fiskiðjan/Skagfirðingur hefur
náð samningum við útgerð
þýsku isfisktogaranna Europa
og Bremen um að skipin landi
hér á næstu vikum og mánuð-
um 6-700 tonnum af stórum
ufsa, sem veiddur er úr kvóta
ESB undan ströndum Irlands.
Reiknað er með að hvert skip-
anna komi hingað í 2-3 skipti
og kemur fyrsti farmurinn um
miðjan febrúar.
„Við gerðum okkur reyndar
ekki miklar vonir um það fyrir-
fram að þessi viðskipti væru
möguleg og þaö kom okkur á
óvart þegar þýska útgerðin sló
til. Ég býst við að þama spili inní
þau viðskipti sem við höfum átt
við þennan aðila bæði meó sölu
okkar togara í Bremerhafen og
síðan sölu þýsku skipanna héma
síðasta sumar. Ég á von á því að
áframhald verói á löndunum
þeirra í sumar einnig“, segir Ein-
ar Svansson í Fiskiðjunni, en öll
þessi viðskipti fara fram í gegn-
um sama umboðsmanninn í
Bremrhafen.
Að sögn Einars er þetta lík-
lega í fyrsta skipti sem skips-
farmar eru keyptir hingað til
lands þar sem meginuppistaðan
er ufsi. Stærsti ufinn fer í salt og
er reiknað með mikilli vinnu í
salthúsinu strax og fyrsti farmur-
inn kemur. Vonast er til að fisk-
urinn sé það góður að hluti
farmsins fari í frystingu og segir
Einar mjög mikilvægt að fá þetta
hráefni í vinnsluna, sérstakleg
fram að því að vetrarvertíðin
komist í gang. „Það er mjög
erfitt núna að fá fisk frá Rússun-
um þannig að þetta bakkar okkur
upp næstu mánuði“, sagði Einar
í Fiskiðjunni.
Það vakti nokkra athygli þegar íbúar á Heiðarbraut 14 á Blönduósi þurftu að yfirgefa heimili
sitt sl. fimmtudagskvöld, vegna snjóflóðahættu frá snjóhengu fyrir ofan byggðina. A fostudag var
þessi hengja síðan sprengd fram af vinnuvélum og fólkið gat flutt heim aftur. Mynd Sig. Kr. Jónsson.
Hörð samkeppni um söludaga á erlendum mörkuðum í upphafi árs:
„Fleiri „vondir menn" en við
ii
Hásetahlutur á togurum Skag-
firðings í jólatúrunum var á
bilinu 305-418 þúsund. Einar
Svansson framkvæmdastjóri
Skagfirðings segir mjög eftir-
sótt að komast í jólatúrana
Snjóþungt á Vatnsnesi:
Tókst ekki að koma mjólk frá
tveim bæjum í síðustu viku
Vegna mikiifa snjóalaga og
ótíðar á Vatnsnesi í síðustu
viku var ekki hægt að koma
mjólk til mjólkursamlagsins á
Hvammstanga frá þeim tveim
bæjum þar sem mjólkurfram-
leiðsla er, á Svalbarði og As-
bjamarstöðum. Sigurður Guð-
björnsson bóndi á Svalbarði
segir að þó snjóþungt geti verið
á Nesinu komi það sjaldan fjr-
ir að svona langur tími líði að
ekki sé hægt að koma mjólk.
Það hafi líklega síðast gerst
snjóaveturinn 1989.
„Við höfúm haft samt nóg að
bíta og brenna héma“, sagði Sig-
urður en bændur á Vatnsnesinu
þurftu einnig að glíma við raf-
magnsleysi í einn og hálfan sól-
aihring. Það olli þó ekki teljandi
vandræðum að sögn Sigurðar.
Mjaltimar björguðust td. þannig
að loftpressumótorinn á dráttar-
vélinni var tengdur við mjalta-
kerfið. Aðspurður sagði Sigurður
að mjólkuricæling væri orðin það
góð í dag með mjókurtönkunum
að mjólkin slyppi líklega frá
skemmdum, þrátt fyrir að vera
orðin vikugömul, en það væri þó
í það harðasta.
A föstudagskvöld tókst að
koma mjólk til Hvammstanga fra
bæjum í Vesturhópi og var þá
tæp vika liðin ffá því mjólkurbíll-
inn komst þangað síðast Sami
tími leið fra því mjólkurframleið-
endur í Vatsnsdal og Svartárdal
komu mjólkinni í samlagið á
Blönduósi. í Skagafirði gekk
hinsvegar greiðlegra að koma
mjólkinni og em ekki dæmi þess
að margir dagar hafi liðió milli
mjólkurferða þar.
með skipunum og sjómanna-
deUd Verkalýðsfelagsins Fram
hafi óskað eftir því að félags-
menn yrðu látnir sitja fyrir
plássum., Jafhffamt reynum við
að milda þessa útiveru yfir há-
tíðarnar eins mikið og við get-
um gagnvart áhöfnum skip-
anna. Stflað er upp á að menn
fari ekki í siglingu nema um
önnur hver jól, og ef heimflisá-
stæður eru erfiðar geta menn
undantekningarlaust fengið
fr í“, segir Einar Svansson.
Það vakti athygli fyrir síðustu
jól þegar fjórir af átta togurum sem
vom úti yfir hátíðamar vom frá
Skagfirðingi. Einar segir að það
hefði mátt koma fram að helm-
ingi fleiri skip sæki um sölur.
„Það lýsir trausti Aflamiðlun-
ar á okkar sjómönnum að viö
skulum fá þessum söludögum
úthlutað, þar sem að fleiri út-
gerðir em að reyna að krækja sér
í söludaga í upphafi árs. Þama
njótum við sjálfsagt þessarar hefó-
ar sem við emm búnir að skapa
okkur á mörkuðunum og það aö
meðferð og gæði hráefnis hafa
þótt góð í okkar skipum. En það
er ljóst að það em til fleiri „vondir
menn“ en við, “ segir Einar og vís-
ar þá úl þeirrar gagruýni sem komið
hefúr ffam á að Skagfirðingur haldi
skipum sínum úti yfir hátíðamar.
„Menn em óskaplega fljótir
að gleyma. Staóreyndin er sú að
með því að láta skipin sigla og fá
þannig hæsta mögulega verðið
fyrir hráefnið höfúm við náð að
breyta fjárhagsstöðu fyrirtækis-
ins ffá því að vera um 0,5 í veltu-
fjáriilutfalli í það að vera yfir 1, eóa
um helming. Hún var ekki glæsi-
lega staðan þegar Skagfirðingur
var stofnaður árið 1989. Tvö
síðustu rekstrarár US sáluga
komu út með 300 milljóna tapi.
Síðan hafa jólatúramir oft ráðið
úrslitum með afkomu ársins og
það er staðreynd aö veróið er
jafnan hæst á mörkuðunum í
upphafi árs. Það er alls óvíst hvort
að skipunum verður haldið úti til
frambúðar um jól og áramót, en
þaó er ljóst að frávik frá því getur
kostað það að við missum út
þessa búbót sem sölur á erlend-
um mörkuðum hafa verið.
—Kjen$i!! l»|DI—
Aðalgötu 24 Skr. sími 35519, bílas. 985-31419, fax 36019
Almenn verktakaþjónusta,
Frysti- og kœliþjónusta,
Bíla- og skiparafmagn,
Véla- og verkfœraþjónusta
bílaverkstæöi
“sm-.mrn—
Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 36140
Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði
Réttingar Sprautun