Feykir - 25.01.1995, Síða 3
4/1995 FEYKIR 3
Skagfirðingasveit og
atburðirnir í Súðavík
Félagar úr Skagfirðingasveit á Alexandersflugvelli við komuna
frá Isafirði sl. föstudag.
Vegna þcss óhjákvæmilega
umtals sem hefur orðið vegna hins
hörmulega slyss á Súðavík og hlut
Skagfiróingasveitar í kjölfar (dcss
viljum við benda á eftirfarandi:
Þegar Ijóst var orðið að snjó-
flóð hafði fallið á Súðavík aó
morgni mánudagsins voru allar
björgunarsveitir sem mögulegt var
að gætu komið á slysstað kallaðar
út. Flutningur björgunarmanna á
slysstað var aðeins framkvæman-
legur á sjó. Umfang snjóflóósins
og fjöldi týndra gerði þá kröfu að
flytja yrói allt tiltækt björgunarlið
á sem skemmstum tíma á slysstað.
Björgunarsveitarmenn frá ísa-
firði komu fyrstir á staóinn. Jafn-
hliða voru gerðar ráðstafanir til að
fá hjálparlið frá öðrum stöðum á
Vestijörðum svo og undanfara frá
björgunarsveitum á höfuðborgar-
svæðinu. Þessir menn voru íluttir
með vaiöskipinu Tý og togaranum
Engey og var flutningstíminn áætl-
aður u.þ.b. 18 tímar. A sama tíma
var Múlafoss á Skagaströnd,
venjulegur siglingartími milli
Skagstrandar og ísafjarðar er 8-
10 tímar.
Stjóm björgunaraðgerða hafði
samband vió SVFI Skagfiróinga-
sveit og óskaði eftir að hún kallaði
þegar til sinn mannskap og annaö
hvort skipið Mælifcll eða Múla-
foss yröi notað til að flytja sveitina
á slysstað. Hópurinn sem kom
saman var um 30 björgunarsveit-
armenn, auk læknis, hjúkrunar-
ffæðings og leitarhunda. Ofært var
til Siglufjarðar svo Skagaströnd og
og Múlafoss urðu fyrir valinu.
Framhaldiö þekkja allir. Múlafoss
var þrjá sólarhringa að berjast í
foráttuveðri við Húnaflóa og
björgunarsveitarmennimir komu
fyrst til ísafjarðar þegar leitinni var
lokið.
Gagnrýnisraddir hafa verið
nokkuð óbilgjamar gagnvart þess-
ari feró Skagfirðingasveitar, m.a.
hefur verið fundið að því að ungt
fólk hafi verið tekið með (aldur
17-19). Nú teljum vió það ekki
skyldu okkar að verja Skagfirö-
ingasveit, stjómarmenn þar eru
fullfærir um það ef þeir telja þörf á
því. En þar sem við höfúm nokkra
reynslu af störfum með björgun-
arsveitum og erum fyrrverandi og
núverandi formenn Svæðisstjóm-
ar björgunarsveita á Siglufirði og
Skagaftrði (Svæði 10) langarokk-
ur að nefna nokkur atriði sem við
viljum að menn hafl í huga þegar
þeir meta málið.
Við útkallið er ljóst að fjöldi
týndra er 14.
Aðeins er hægt að flytja
björgunarsveitarmenn á slys-
stað með skipum.
Fjarlægð ffá Skagaströnd á
slysstað er stutt miðað við hvert
var hægt að leita eftir aðstoð.
Stórt flutningaskip var á
svæðinu, sem var tilbúið að
halda þegar af stað.
Skagfirðingasveit varð að
bregðast við með hámarks-
mannskap. Þótt ljóst væri að
ekki væru allir björgunarsveit-
armenn harðfúllorðnir þá var
ástandið á slysstað með þeim
hætti að það varð að senda allan
þann hóp sem hlotið hafði þjálf-
un sem björgunarsveitarmenn,
jafiivel þótt menn væru meðvit-
aðir um að ekki myndu allir
sinna björgunarstörfiim á slys-
stað.
Á sama tíma var snjóflóða-
hætta á Siglufirði, því var nauð-
synlegt að björgunarsveitirnar í
Varmahiíð, á Hofsósi og Siglu-
firði færu ekki af svæðinu. Ef
skipstjóri á Múlafossi hefði séð
fyrir það ofsaveður sem var í
uppsiglingu þá hefði hann aldrei
yfirgefið höfiiina á Skagaströnd.
Orþreyttir björgunarsveitar-
menn á slysstað héldu sér gang-
andi í þeirri vissu að þeim bær-
ist aðstoð öðru hvoru megin ffá
að sunnan eða norðan.
Miðað við allt teljum vió að
Skagfirðingasveit hafi brugðist rétt
við erfiðum aðstæóum. Auðvitað
má alltaf finna eitthvað aðfmnslu-
vert, en það gildir um allar æfing-
ar og öll útköll sem við höfúm tek-
ió þátt í sem björgunarsveitar-
menn.
Vió þá sem harðast gagnrýna
Skagfirðingasveit viljum við segja
þetta: Ef björgunarsveitin hefði
komist í tíma á staðinn og ef þeir
hefðu tekið þátt í björgun manns-
lífa þá væru Sauðkrækingar harla
ánægðir meó sína menn. I störfum
björgunarsveitarmanna eru mörg
EF og oft verða menn að taka erf-
iðar ákvarðanir. Hluti af starfí
björgunarsveitarmannsins er sú
hætta sem fylgir starfmu og það
álag og ótti sem fjölskylda hans
býr við vitandi af honum við erfið-
ar, jafnvcl lífshættulegar aðstæður.
Um þennan þátt em allir björg-
unarsveitarmenn meóvitaðir.
Eftir þessa ferð erum við vissir
um að Skagfirðingasveit geti orð-
ið enn styrkari en áöur, en til þess
aö þaó geti orðið þurfa þeir að fá
stuðning í stað þess að menn leiti
höggstaðar, því öllum ætti nú að
vera ljóst að björgunarsveitir eru
nauðsynlegar.
Sveinn Allan Mortens Flug-
björgunarsveitinni Varmahlíð,
Gunnlaugur Tobíasson formað-
ur Svæðisstjórnar björgunar-
sveita á svæði 10.
porramatur
Stuttar fréttir af óveðrinu
Hafrún sökk í Skagastrandarhöfii
Haffún HU-12,52ja tonna bátur í eigu Sigurjóns Guðbjartssonar sökk í
Skagastrandarhöfft á fimmtudagsmorgun. Um stórtjón er að ræða hjá
Sigurjóni og ljóst að báturinn fer ekki á sjó næstu vikur og mánuði.
Hafrún var nýbyrjuð veiðar á skelfiski og lagði upp hjá Meleyri á
Hvammstanga.
Aftaka veður á Hofsósi
Aftaka veður var á Hofsósi í síðustu viku. Þegar verst lét sl. miðviku-
dagskvöld var í nógu að snúast hjá bátaeigendum og björgunarsveitar-
mönnum við að verja skemmdum þrjá báta sem í höfninni voru og
menn í talsverðri hættu þegar mest gekk á. Auk öldugangsins gerði það
mönnum erfitt um vik að aldan tók sífellt með sér snjó úr krikanum og
var því mikið krap á bryggjunni.
Einn maður brákaðist á hendi og einn bátanna þriggja skemmdist
mikið, trilla í eigu Gísla Kristjánssonar. Stærsti báturinn, Berghildur
22ja tonna, sleit eitt sinn af sér fjögur bönd í einu og segir það nokkuð
um óróann sem var í höfftinni.
Sörmaturinn var QöflurTftjrra
en hann er ennþa betriíar!
•SVIÐflSULTfl
• BLÖflMQR
• PUNGRR
• LUNOHBAGGAR
• grTsrsultr
• LIFRRPVLSR
• EISTNRVEFJUR
• BRINGUHOLLRR
Jporrabakkar
RLLT GEÐRMRTUR R GÓRU VERÐI!
Fólk flutt burt frá Ljótsstöðum
Fólk var flutt frá bænum Ljótsstöðum í Unadal sökum snjóflóða-
hættu, en flóð féll við bæinn fyrir um 20 árum og olli tjóni á útihúsum. í
Unadal hafa fallið snjóflóð oftar en einu sinni og m.a. urðu mannskaðar
á bænum Sviðningi í Kolbeinsdal fyrir tæpum 70 árum.
HTHUGIÐ
QdQrhrossabjöQU
Hr. 99 pahhinn
HTHUGIÐ
• HangiHjot af
veturgdmlu
Talsvert tjón í Skefilsstaðahreppi
Talsvert tjón varð í Skefilsstaðahreppi í veðrinu á miðvikudag. Þak-
plötur fúku af tvcim húsum í sveitinni, á Þorbjargarstöðum og Lágmúla,
og trilla sökk í höfftinni í Selvík. Ingólfur Sveinsson bóndi í Lágmúla
var einn heima og honum var illa bmgðið þegar þakplata fauk á glugga í
íbúðariiúsinu og braut hann. Ekki bætti úr skák að illfært var um sveitina
sökum snjóa og lenti Ingólfur í miklum erfiðleikum með að verja hús
sín. En það var ekki allt búið fyrir bóndanum á Lágmúla. Þegar hann
hugaði aó bát sínum í Selvíkurhöfft á Skaga var hann sokkinn í höfninni.
Þá sökk einnig trilla í höfftinni á Sauðárkróki vegna ísingar.
NVTTHLEGG!
Lúxusshinha
oq reijHt nautatunga
VERSLANIR - kJÖn IWSL I hS