Feykir


Feykir - 25.01.1995, Page 5

Feykir - 25.01.1995, Page 5
4/1995 FEYKIR5 Pílagrímsferð förukonu Heilir og sælir, lesendur góð- ir! Nú er sumarið liðið, eitt það heitasta í 100 ár hér í Noregi. Já, þetta meó hita og sól getur haft sína ókosti, sérstaklega þegar vantar regn til að kom geti feng- ið þann vökva, sem það þarf. Jæja, nóg um sól og hita. í sumar sá ég svolítið meira af Noregi, má segja að ég hafi farið í píla- grímsferð með tveim vinkonum. Þetta var í endaðan júlí, 28. júlí til 1. ágúst ‘94. Ferðinni var heit- ið til Þrándheims og Stiklastaðar. Lagt var upp frá Osló kl. 08,00 að morgni og keyrt út úr Osló um Þrándheimsveginn. Keyrt um Brummedal og upp Guðbrandsdalinn í sól og ský- lausu veðri, +24°C. Þarna er mjög fallegt, skógur, fjöll, ár og vötn, blómlegir bóndabæir. Stoppað var í “Annesæler”, það- an var gott útsýni niður í Guð- brandsdalinn. Síðan var haldið sem leið liggur yfir Dofrafjöllin, sólin skein, ég vonaðist til að sjá sauðnautin, sem ganga þarna villt, en þau héldu sig langt frá veginum svo við sáum þau ekki. Afram var keyrt niður í móti til Þrándheims, fallegt var þama, mjög há fjöll en skógur um allt, mismunandi grænt - björk - fúra og allar þessar grenitegundir. Korrúð var til Þrándheims kl. 19,30 um kvöldið. Gott var að koma á hótelið. Þetta var indæl íbúð, 2 herb., eldhús og bað, þama fór vel um okkur næstu 4 nætur. Skyndilega heyrðum við sálmasöng - gamall sálmur eins og sungið var á miðöldum. Okk- ur varð litið út um gluggann á stofúnni og viti menn! Uti sáum við skrúðgöngu. Ekki var hópur- inn stór, fremst gekk maður með kross, hluti af þessu fólki var hvítklætt, aðrir venjulega klædd- ir með ljós í hendi. Gangan hélt áfram og virtist okkur hún vera á leið til næstu kirkju. Það eru margar kirkjur í Þrándheimi. Næsti dagur var dagur Ólafs helga. Farið á fætur, ákveðið að byrja á að skoða Niðar-óssdóm- kirkju. Komum þar á réttum tíma til að taka þátt í hátíða- messu. Þetta var mikil messa með biskupi og prestum (5 stk), stór kór, altarisganga. Minnst var Ólafs helga, eins og við Lúthers- trúarmenn gerum. Miðjuna af deginum notuðum við til að skoða nágrennið, göngugötu, veitingahús (þurftum að borða). Kl. 18,00 vorum við aftur í kirkj- unni af eintómri forvitni, því nú var það kaþólsk messa, tileinkuð Ólafi helga, nú voru þar u.þ.b. 14 prestvígðir menn, auk kór- drengja og allt sem heyrir til í kaþólskum sið. Messan fór mest fram á latínu en einnig norsku. Mikill og fagur söngur var í þessari messu, ekki síðri en í hinni fyrri. Gengið heim yfir gömlu bæjarbrú. Þetta er fagurt tréverk, mjög sérstæð, rauðmál- uð. Stoppað og teknar myndir á báðar hendur í kvöldkyrrðinni. Gengið í átt að sjónum eftir gömlum, þröngum götum og þama stóðu gömul hús, sem búið var í og höfðu ennþá sama útlit og fyrir 200 árum. Ótrúlegt - mér fannst eins og þau hefðu sál, þessi litlu hús, með 4ra rúða gluggum. Allt var hreint og blómakassar undir gluggum, gaiðamir vom smáir þama en ótrú- legt blómskrúð og runnar, ekki vom alls staðar tré í þessum litlu göróum. Daginn eftir var keyrt í átt að Stiklastað. Oft varð að líta á kortið, því við höfðum ekki farið þetta áður; allt gekk vel. Við komum til Verdal um hádegi, þar var alls staðar flaggað með skjaldarmerki hátíðarinnar, svo nú gátum við verið ömggar um aö við væmm á réttri leið. Geng- um um staðinn, sendum kort, borðuðum. Héldum svo af stað til Stiklastaða. Þar er stór menn- ingarmiðstöð. Þar vom 2 stórar Samband sveitar- félaga býður fram aðstoð í Súðavík Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga brást skjótt við í síðustu viku þegar neyðar- ástand skapaðist í Súðavík vegna snjóflóða. Asamt sam- úðarkveðjum vestur tilkynnti stjórnin að aðstoð hefði verið ákveðin af hálfú sambandsins við Súðarvíkurhrepp í þeim miklu erfiðleikum sem hrepp- urinn stendur frammi fyrir. Segja má að fyrsta skrefið í þessari aðstoð sé það að Jón Gauti Jónsson fyrrverandi bæjar- stjóri í Garðabæ mun gegna starfi sveitarstjóra Súðavíkur- hrepps um tíma meðan Sigríður Hrönn Elíasdóttir sveitarstjóri tekur sér frí frá störfum. Þórður Skúlason fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Vil- hjálmur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri sambandsins fóru vestur í gær til viðræðna við sveitarstjóm Súðavíkur. A þeim fúndi var ætlunin að móta drög að umfangi og skipulagi aðstoó- arinnar. □ sýningar í gangi, önnur um bar- dagann á Stiklastað er Ólafur helgi féll; hin um náttúruhamfar- ir, er áttu sér stað íyrir nokkrum tugum ára, margt fólk fórst, jaið- ir lögðust í eyði og húsdýr drukknuðu. Eg hugsa að þessar hamfarir líkist því sem skeði í Norðurárdalnum 1953. En ekki man ég til að manneskjur fæmst þá. Síðdegis var svo að koma sér í áhorfendasæti að sjá þetta stóra útileikrit um Ólaf helga og bar- dagann á Stiklastaö. Þetta var stórkostlegt, manni fannst maður vera kominn aftur á söguöld. Verkið er flutt bæði í söng og tali, með stórum karlakór og hljómsveit, 350 manns taka þátt í uppfærslunni. Ekki heyrðist hósti né stuna meðan leikurinn fór fram, í 2 tíma. Kringum 5000 manns voru viðstaddir svo það tók góða stund að koma sér af svæðinu eftir á. Að lokum, áður en við héldum til Þrándheims, litum við inn í kirkjuna á Stikla- stað sem er talin byggð á þeim stað, er Ólafur helgi féll. Um 1928 var gert viö kirkjuna og þá var sett mosaikverk í allan kór- inn og er það bardaginn og fall Ólafs helga. Þetta er ekki stór kirkja en full af gömlum mun- Förukonan víkur að vísu ekki að veiðiskap frænda okkar Norð- manna í frásögn sinni, en hér er engu að síður mynd af norskum sjómanni við veiðar á bát sínum. um, mörg hundruó ára. Eftir þetta ókum við til baka í kvöldkyrrðinni eftir stórkostleg- an dag. Daginn eftir var risið snemma úr rekkju, lagt upp kl. 08,00. Fórum aöra leið heim, ekki yfir Dofra heldur um Aust- urdalinn, sem er mjög skógi vax- inn. Formlega lauk ferðinni í Vik- ursund með sameiginlegri mál- tíó. Komið til Oslo kl. 20,00 Vinkonumar kvaddar og þakkað fyrir góðan dag. Nú hafði ég bætt við mig dálitlum bita af Noregi. Förukona frá Sauðárkróki. (Eins og sjá má í byijun pistilsins er nokkuð síðan hann var skrifaður, ogaðauki beðið birtingar.) Steinar úr glerhúsi í okkar hversdags skoðana- myndun gegna fjölmiðlar stóra hlutverki, þessvegna væri gott ef þeir vönduðu vinnubrögðin meira. Alit mitt á áreiðanleika þeirra frétta sem ég fæ í blöó- um, útvarpi og sjónvarpi hefur stórlega skroppið saman, sem ég því miður held að stafi ekki af því að ég á gamals aldri sé farinn að gera meiri kröfur til mín og annarra. Ég játa að sjálfur er ég hvorki sannorðari né heiðar- legri en áður var, en þó minn grandvarleiki hafi ekki verið á marga fiska, er hann þó ekki kominn niður fyrir frostmark, eins og vissulega hefur gerst hjá fjölmiólum. Eftir að ég fékk skriflegt svar frá fréttastjóra Ríkisút- varpsins, við fyrirspurn um vinnubrögð fréttaritara, þar sem fram kom að sú stofnun gerði ekki kröfur um skoðun frum- heimilda, þó mögulegt væri, heldur væri lagt í vald starfs- manna að meta heimildir og fréttagildi áður en frétt væri send, hef ég reynt að leggja af þá bamstrú að þeirri stofnun væri freystandi. Nú sýnist mér Feykir vera kominn í þann of stóra fjöl- miðlaflokk sem ég trúi varlega. Þetta þykir mér sárt því frá fyrstu tíð hef ég skoðað hann sem „mitt blað“. Þegar Feyki var hleypt af stokkunum var það meðal ann- ars gert svo hér væri vettvangur öllum opinn, til að fjalla um þau mál sem mér og fleirum þóttu kæfð með samsæri þagn- arinnar, ennþá vona ég að Feykir haldi þeirri steftiu. Störf bæjarstjórnar á að ræða opinskátt og hlífðarlaust, bæjarstjórnarfundum er út- varpað svo þeir sem vilja geti hlustað, einnig era upptökur af fúndum þeim tiltækar sem láta sig málin varða, þarna þarf mikla glöggskyggni til að finna leynimakk. En þegar sagt er frá bæjar- stjómaifundum í Feyki er áríð- andi að fara eins nálægt sann- leikanum og fært er með góðu móti, þó ég vióurkenni að all- ann „vísdóminn" er ekki ger- legt að birta. í síðasta blaði var „siðbótar- umræðan" tíunduð og er sú umfjöllun tilefni þess að ég sendi þessar línur, vinnubrögð- in gætu verið vandaðri. Á bak- síðu sama blaðs er síðan frétt vegna hörmunganna í Súðavík, þar skortir einnig á nákvæmni. Þetta hvorutveggja styóur þá skoðun mína að ég verói að sætta mig við fréttastelhu Rík- isútvarpsins sem áður er lýst Að lokum er rétt að geta þess sem vel er gert, en það er fréttin af því þegar við bæjar- fulltrúamir hækkuðum launin okkar um 100%, slíkt er vissu- lega forsíðufrétt. Hitt lætur fréttamaöurinn ósagt að þessi „vinargreiði“ okkar bæjar- stjómarmanna vió okkur sjálfa fór í gegn umræðulaust. Um þessa hækkun fyrir störf, sem vissulega era unnin hér heima, sá enginn bæjaríúll- trúi ástæðu til að taka til máls. Hvorki siðbótarpostulamir né við hinir. Samsæri þagnarinnar er máske ennþá við lýði? Hilmir Jóhannesson. P.s. Einu sinni óttaðist ég að Feykir væri með í þessu sam- særi, það var þegar ritstjórinn gat ekki fundið pláss í blaðinu handa mér, - fyrir ferskeytlu!! Sami.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.