Feykir


Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 1

Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 1
© rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Afleiðingar óveðurs í síðustu mánuði: Tugir hrossa fenntu í Tveir fulllestaðir vörubflar ásamt tengivögnum runnu út af Sauðárkróksbraut gegnt bænum Holts- múla í fljúgandi hálku um þrjúleytið aðfaranótt sl. föstudags og minnstu munaði að þriðji bfllinn í samflotinu færi sömu leið. Mikinn viðbúnað þurfti til að ná vögnunum upp á veginn að nýju og var því verki lokið laust upp úr hádegi á föstudag. Nokkrar tafir urðu á umferð um Sauðárkróksbraut meðan á þessu stóð. Iitið tjón varð á vamingi og einungis annar tengivagnanna skemmdist Framleiðsla gasskynjara hjá RKS: Sókn á erlendan markað hafin Tugir hrossa brápust í vestan- veðrinu mikla er gekk yfír Vestur - Húnavatnssýslu að- faranótt 19. janúar sl. Mikið hvassviðri og gífurleg úrkoma fylgdu þessu veðri og muna menn vart annað eins þarna um slóðir. Hrossin hrakti und- an veðrinu og fennti í giljum. Þannig fór t.d. fyrir fímm hrossum á bænum Böðvars- hólum í Vesturhópi og sjö hrossum í eigu Reynis Jóns- sonar bónda á Smáragrund á Laugarbakka. Vitað er til þess að á nokkrum öðrum bæjum drápust 2-3 hross á hverjum bæ. I kjölfar þessa hrossa- dauða í Húnaþingi hefur dýra- verndunarráð óskað eftir því við dýralækna í landinu að þeir kanni hvernig útigöngu hrossa er háttað. Sýslumönn- um er einnig gert að kanna málin, og þá sérstaklega sýslu- manni Húnvetninga í ljósi þessa atburða. Konráð Jónsson bóndi í Böðv- arshólum segist ekki minnast annars eins veðurs og hafi verið umrædda nótt og úrkoman alveg geysileg, þannig að stærðar gil fyllti á smátíma. Hrossin sem drápust hafi líkiega spennt und- an veðrinu í hvamm niðurundan bænum og þar fennti þau. Reynir Jónsson var með sín hross í hagagöngu í Litlu-Tungu í Miðfirói. Hrossin hrakti í mal- arkrús og fennti þar. Aðspurður sagði Reynir að hrossin hefðu ekki haft skjól nema af bagga- rúllum, og víðast hvar á þessu svæði hefðu útigönguhross ekki annað skjól en ef hús stæðu við beitarhólfin. Það þckktist varla aö hross gengju við opið eða að sérstökum skjólveggjum væri komið upp fyrir þau. „Enda viðr- V.-Hún. ar yfirleitt ekki þannig á þessu svæði að hrossum sé hætt“, sagði Reynir. Svo virðist sem veðrið hafi verið langverst í V,- Hún. Svo virðist sem ekki hafi orðið vart hrossadauða í A.-Hún. og Skagafirði. Gífurleg fönn er víða um Vestur-Húnavatnssýslu og erfið- lega hefur gengið að koma böm- um og unglingum í og úr skóla. Þannig er þetta þriðja vikan sem nemendur eru í heimavist á Laugarbakka og í Vesturhóps- skóla er heimavist þessa viku. ,J>að má segja að göng séu um alla sveitina. Kaflamir eru mjög stuttir þar sem ekki eru göng og víða verður ekki komist öðmvísi en að aka utan vegar. Síðan er svo mikil ókyrrð að það skefur um leið í slóðir. Þó það sér frem- ur rólegt veður héma í dag hafði fyllt í slóðina hjá mér frá því í morgun", sagði Konráð í Böóv- arshólum en hann annast skóla- akstur í Þveráihreppi. Sem dæmi um snjóþyngslin í V.-Hún. má nefna að í Víðdal voru komin þriggja metra há göng við þjóðveginn, en þetta svæði er yfirleitt fremur snjólétt. Áætlanir um sölu gasskynjara frá Skynjaratækni RKS stóðust á síðasta ári. Skynjarakerfi voru seld til á þriðja tug aðila, þar á meðal var eitt kerfi selt til Danmerkur, tvö til Noregs, tvö tfl Grænlands og tvö tíl Frakk- lands. Síðasta ár var fyrsta ár markaðssetningar á skynjurun- um og þar var eingöngu stefiit á innanlandsmarkaðinn. Fram- undan er sókn á erlendan markað og verður aðaláherslan lögð á Norðurlöndin og Frakk- land. „Við erum ágætlega bjartsýnir og samstarf okkar við Háskólann varðandi þróun skynjaranna hefur veitt okkur aukna þekkingu og sjálfstraust. Þarna er mjög gott dæmi um það hvernig er hægt að bein- tengja Háskólann atvinnulíf- inu“, segir Rögnvaldur Guð- mundsson framkvæmdastjóri Rafmagnsverkstæðis Kaupfé- lags Skagfirðinga. RKS er aó hefja framleiðslu nýrrar útgáfu á skynjurunum, sem er enn fullkomnari en sú fyrri. Þessi önnur kynslóð skynjara frá RKS skynjar ekki einungis gaslekann, heldur einnig raka- og hitastig. Þetta eftirlit kemur sér mjög vel á ýmsum stöðum þar sem raka- og hitasúg þarf að vera stöðugt, eins og t.d. við ostafram- leiðslu. I skynjurum eru litlir tölvuheildar sem koma þessum mikilvægu upplýsingum til skila. Þá em skynjaramir frá RKS þeim kostum búnir að þeir passa inn í önnur kerfi og einnig flytur RKS inn allar vörur sem á þarf að halda við frekari leit að leka í kerfúm. RKS-menn kynntu sér erlenda framleiðslu í kæliiðnaðinum á al- þjóðlegri sýningu í Numberg á síóasta hausti. „Þessi sýning var okkur mjög gagnleg og þarna sáum við að vió emm alveg sam- keppnishæfir við erlendu aðilana. Við reyndar þekktum til þeirra flestra áður og það var því ekkert sem kom okkur á óvart. Við emm komnir í samstarf við danskt stór- fyrirtæki í kælitækjaframleiðsl- unni Sabroe Söby. Þetta er stór aðili á alþjóðamarkaðnum og við vonumst eftir að eiga eftir að njóta góðs af þessu samstarfi. Nánar greinir frá starfsemi RKS í viðtali viö Rögnvald Guð- mundsson á síðu 3. í blaðinu í dag. Framboðsmál hjá Alþýðuflokki: Listinn fullskipaður Að sögn Steindórs Haraldsson- ar á Skagaströnd hafa Alþýðu- flokksmenn í kjördæminu ákveðið skipan á framboðslista sínum, en hinsvegar hefur ekki tekist að ná saman fundi til að samþykkja formlega uppstill- inguna. Jón F. Hjartarson skólameist- ari verður í efsta sæti listans, því næst kemur Olöf Kristjánsdóttir kennari og bæjarfulltrúi á Siglu- firði og í þriðja sætinu verður Steindór Haraldsson á Skaga- strönd, en hann hefúr undanfarin misseri starfað hjá Iðntæknistofn- un. „Þaó er búið að fá fólk í önnur sæti, en það venður ekki hægt að skýra ffá listanum í heild fyrr en við höfum náö saman fundi“, sagði Steindór Haraldsson. —KTen?ill i»|DI— Aðalgötu 24 Skr. sími 35519, bílas. 985-31419, íax 36019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparaímagn, Véla- og verkfœraþjónusta yfífWbílaverkstæði æSm\ --- Sœmundargötu 16 Sauöárkróki fax: 36140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.