Feykir


Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 8. febrúar 1995,6. tölublað 15. árgangur. Auj»lýsing í Feyki fer víöa! 6ENC m Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið I Pottþéttur klúbbur! áW Landsbanki Sími 35300 mk ís,ands JmM Banki allra landsmanna Sjúkraflutningamenn á Skagaströnd lentu í brasi: Börðust í illsku veðri með sængurkonu af Skaganum Mér leið vel allan tímann og það fór vel um mig í bflnum. Það var líka ekkert að óttast þar sem læknirinn og Ijós- móðirin voru hjá mér allan tímann. Nei, mér fannst tím- inn vera fljótur að líða og að ekki hati farið svona langur tími í ferðina eins og gerði“, sagði Guðrún Jóna Björgvins- dóttir 32ja ára húsfreyja frá Skeggjastöðum í Skaga- hreppi, en sjúkrabíll og björg- unarsveitarmenn börðust í mikilli ófærð og óveðri við að koma Guðrúnu á fæðingar- deildina á Blönduósi á þriðju- deginum í liðinni viku. Það tókst reyndar ekki að koma Guðrúnu lengra en í dvalar- heimilið Sæborgu á Skaga- strönd og þar ól Guðrún Jóna 16 marka strák um eitt leytið aðfaranótt miðvikudags. Klukkan var um hálftíu á þriðjudagsmorgun þegar Pétri Eggertssyni sjúkrabílstjóra og umsjónarmanni Sæborgar á Skagaströnd barst tilkynning um að húsfreyjan á Skeggja- stöóum þyrfti að komast á fæð- ingardeildina. Pétur fór á móti bíl frá Blönduósi er kom með yfirlækni og ljósmóður. Grenj- andi stórhríð var og klukkan farin að ganga eitt þegar komið var til Skagstrandar aftur. Þar var gert klárt til að taka á móti sængurkonunni ef lengra yrði ekki komist og það var eins Guðrún Jóna ásamt nýfæddum syninum á Héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi. Mynd Sigurður Kr. Jónsson. gott, því fjóra og hálfan tíma tók að komast þessa bæjarleið fram og til baka, en Skaggjastaóir em einungis 12 kílómetra frá Skagaströnd. Og til að sjúkra- bíllinn kæmist leiðar sinnar þurfti að fá aðstoð snjótroðara björgunarsveitarinnar á Skaga- strönd. Léttasótt konunnar ágerðist í bílnum og þegar komió var til Skagastrandar um hálfsex leytið var ljóst að ekki yrði lengra haldið. Drengurinn fæddist síð- an upp úr miðnættinu. Guðrún Jóna og sonur vom síðan flutt á Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi sl. miðvikudag og heilsast mæðgininum vel. ff 1 ff Bíðum eins og aðrir eftir loðnunni segir Hreinn gróði í Dagstjörnunni „Við bíðum eins og fleiri eftir Ioðnunni“, sagði Hreinn Sigurðs- son frá Sauðárkróki, sem Króks- arar margir hverjir þekkja sem Hrein gróða. Hreinn flutti sem kunnugt er frá Sauðárkróki fyr- ir rúmum tveim árum, og byrj- aði þá fljótlcga ásamt Hreini syni sínum rekstur í húsi Norður- stjörnunnar, gamallar lagmet- isiðju í Hafnarfirði. Fyrirtækið heitir Dagstjarnan og eins og áður í þessu húsi er stunduð þar niðurlagning og frysting. Hreinn, sem er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, sagðist einnig hafa verið í loðnufrystingunni í fyrra og þaó hafi gengið ágætlega. Þá vom fryst rúm 150 tonn í Dag- stjömunni. „Við höfum líka verið talsvert í niðurlagningu á þorsklif- ur, en hráefnisöflunin hefur ekki gengið sem skyldi undanfarið vegna lélegra gæfta bátanna. Við höfum líka mikinn hug á að endur- vekja vinnslu á reyksíldarflökum sem hér var og Norðurstjaman var þekkt fyrir. Við emm ekkert í þess- ari hefðbundnu vinnslu í sjávarút- vegi, en emm alltaf aó skoóa nýja Hreinn Sigurðsson. möguleika að nýta þaó hráefni sem úl felluf', sagöi Hreinn. Aóspurður sagöi Hreinn að á síðasta ári hafi aó meðaltali 20-25 manns verið á launaskrá hjá fyrir- tækinu. Þess má geta að meðal þeirra sem starfa í Dagstjömunni er Haukur Ingólfsson frá Hofsósi. „Mér líkar ágætlega að vinna hjá Hreini. Eg er þama í ýmsu mögu- legu, sé Ld. um viðhald véla og húss", sagði Haukur. Þorralömb á Svertingsstöðum Vestur-Húnvetningar hafa orðið talsvert varir við öfgana í móður náttúru að undanfornu. Þótt vetrarhríðar hafi geysað í Mið- firði að undanfórnu tók ein ærin á bænum Svcrtingsstöðum upp á því nú í byrjun febrúar að bera. Ær þessi bar síðast í júní sl. , JÞetta er frjósöm ær og var hún tvílembd í bæði skiptin. I þetta skipti þurfti að hjálpa henni aðeins við burðinn. Homagarðurinn á hrútnum var það stór. Þetta var líka stærðar hútur, en hitt lambið var gimbur", sagði Guðrún Ardís Sigurðardóttir húsfreyja á Svert- ingsstöðum. Greinilegt er af burð- artíma ærinnar að hún hefur feng- ið á fjalli skömmu áður en hún kom til rétta á síðasta hausú. Langar póstferðir og tjón á varpi á Skaga „Það er ekki mikill snjór hjá okkur hérna til sjávarins, en ófærðin út á Skagann hefur verið mikil undanfarið. Síðasta póstferð hjá Steini syni mínum tók ansi langan tíma. Hann var níu tíma bara að komast inn á Krók. Og það var líka drjúgan tíma sem tók að kom- ast hingað út eftir af þorrablóti á Hofsósi um helgina. Það ferðalag tók fimm tíma“, sagði Rögnvaldur Steinsson bóndi á Hrauni á Skaga. Rögnvaldur sagði að talsvert tjón hafi oróið á Skaganum í briminu sem fylgdi norðanveðr- inu mikla á dögunum. Eins og sagt hefur verið frá í blaðinu sökk trilla í Selvík, og þakplötur fuku af húsum á tveim bæjum, Þorbjargarstöðum og Lágmúla. Þá sópaði brimið grjóti á land og nokkrar skemmdir urðu á landi þótt tún hafi sloppið að mestu. Til að mynda eyðilagðist varp- hólmi sem Rögnvaldur og fjöl- skyldan á Hrauni hefur lagt mikla vinnu í að útbúa á seinni ámm. Þar voru 230 kollur komn- ar með varp og útbúin hafði ver- ið aðstaða fyrir þær með timbur- umgjörðum um hreiðurstæðió. Þessu skolaði ollu út og það mun kosta mikla vinnu að laga það sem aflaga fór í briminu. , J>að er ljómandi verður héma í dag, logn en hann eys sjónum dálítið upp, þannig að ætla má að stutt sé í storminn", sagói Rögn- valdur á Hrauni þegar Feykir hafði tal af honum á mánudag. Oddvitinn Það sást ekki milli augna í hríðinni um daginn. GÆUAf RAMKOLLUN Gæðaframköllun jgSj&

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.