Feykir


Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 3
6/1995 FEYKIR 3 „Tókum þá stefnu að sérhæfa okkur og reyna þannig að stækka markaðinn" segir Rögnvaldur Guðmundsson framkvæmdastjóri Rafmagnsverkstæðis KS Hróbjartur Jónasson sem aðallega hefur unnið að skynjaraverkefhinu og Rögnvaldur Guðmundsson með sýnishorn af skynjarastöð. „Við rákum okkur á það strax að með því að vera í þessum hefðbundnu greinum rafiðna, værum við að bítast við fyrir- tækin hérna á staðnum á mark- aði sem er alltof lítill fyrir þetta marga aðila. Þvi tókum við þá stefhu að sérhæfa okkur á öðr- um sviðum og stækka markaðs- svæðið, reyna að ná verkefnum hingað. Þarna horfðum við kannski á það sem fyrirtæki úti á landsbyggðinni hafa verið að gera, eins og t.d. Póllinn á ísa- firði, og mátum það þannig að við gætum alveg eins gert svip- aða hluti. Eg efast um að fólk hér á svæðinu viti það að í dag eru verkefni okkar að talsverð- um hluta utan héraðs. Við erum að þjóna Landsvirkjun, Rarik, fyrirtækjum á Siglufirði, Veiði- málastofnun og fleiri aðilum. Fyrirtækið hefur vaxið á síðustu árum frá því að sjá 9 manns fyr- ir vinnu í 15 störf. En til þess að renna enn styrkari stoðum und- ir starfsemina þá verða heima- aðilar einnig að líta til okkar. Við höfum góða möguleika að veita ýmsa sérhæfða þjónustu sem aðilar hafa verið að sækja út fyrir svæðið, og í þessu sam- bandi vil ég kannski benda á ágæta samvinnu okkar við Hita- veitu Sauðárkróks. Þar höfum við sett upp skjámyndakerfi, stýrikerfi fyrir veituna“, segir Rögnvaldur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Rafmagnsverk- stæðis Kaupfélags Skagfirðinga. „Með þessari sérhæfmgu má segja að við höfum valið dýrari leið, en um leið hefur safhast upp í fyrirtækinu þekking sem reynist ákaflega dýrmæt. Til okkar hafa ráðist menntaðir menn á seinni árum, tveir tæknifræðingar, hag- ífæðingur og vonandi bætist í hóp- inn á næstunni vcrkfræðingur, sem hefur unnið talsvertí raunvísinda- stofnun Háskóla Islands. Með þessu erum við að flytja hönnun- ina heim í hérað og ráðum þar af leiðandi betur við flóknari verk- efni. Það er miklu betra og skil- virkara að hafa þessa þekkingu inni í fyrirtækinu, heldur en að þurfa stöðugt að sækja hana til verkfræðistofa fyrir sunnan. Hjá okkur vinna nú hlið við hlið á gólf- inu rafvirkjamir og tæknimennt- uðu mennimir og sameiginlega leysa þeir hin flóknustu verkefni", segir Rögnvaldur. Tækni- og iðnaðar- mennirnir hlið við hlið Rögnvaldur segir að hingað til hafa verið alltof mikið urn það hér á landi að tækniffæðingar og verk- fræðingar setjist inn á skrifstofú bak við tölvur og sinni því ekki sem skyldi að vinna að útfærsu verkefna vió hlið iðnaðarmanns- ins. „Þessu er öðmvísi farið hjá öðmm þjóðum, Ld. er þaö þannig í Japan að tæknimennimir vinna á gólfinu við hlið iðnaðarmannsins og allir vita hvað japönsk ffam- leiðsla hefúr náð langt. Við emm mjög ánægðir meó samvinnu okk- ar við Háskólann í sambandi vió skynjaraverkefnið, og við höfum einnig fengið önnur verkefni í gegnum þetta samstarf, sem við ella hefóum ekki fengió. Með þessari samvinnu hef ég séð bein- tengingu Háskólans vió atvinnulíf- ið og þannig finnst mér skólakerf- ið eigi að virka“, segir Rögnvaldur. Nýlega var starfsemi Raf- magnsverkstæðis KS skipt niður í Qórar deildir og er markmiðið með því að gera starfsemina sérhæfðari og virkari. RKS-skynjaratækni er ein deild, söludeild önnur, RKS- raffækni er þriðja deildin og sú fjórða RKS-tölvutækni. Kaupfélagið sterkur bakhjarl „I skynjaraverkefninu em í dag tvö og hálft starf og vonandi bæt- ist þar eitt starf við áður en langt um líður. Við höfum sótt um til Rannsóknarráðs ríkisins að ráða svokallaðan tæknimann í fyrirtæki, en ráðió auglýsti nýlega styrki sem eiga að notast í þessum tilgangi. Við höfúm augastað á rafmagns- verkffæóingi sem hefúr unnið mikið fyrir okkur í gegnum raun- vísindastofnun HI. Það ræðst síð- an af því hvemig markaðsetningin erlendist gengur hvort þessi starf- semi vex enn ffekar. Töluvdeildin gerir okkur síðan mögulegt að þróa ýmis hugbúnaðarverkefni sem em nauðsynleg gagnvert okk- ar framleiðslu og þeirri þjónustu sem vió ætlum að bjóða upp á og hingað til hefur þurft að sækja út fyrir héraðið. Þama á ég við skjá- mynda- og stýrikerfi tengt tölv- um.“ Aðspurður sagði Rögnvaldur að áætlanir gerðu ráð fyrir að RKS skynjaratækni skilaði hagnaði eft- ir tvö ár, og enn sem komið er væri veltan í þeim geira ffekar lítil. Hún var fjórar milljónir á síðasta ár.„Það er okkur mjög mikilvægt að hafa að baki okkur svo sterkan aðila sem kaupfélagið er. Það væri nánast ógjömingur fyrir lítinn að- ila meó ekki meiri veltu að sækja á markaðinn og öðlast það traust sem þarf í þann miklajiöfúðstól sem markaðseming er. Ég held ég geti sagt að við höfúm nú þegar skapað okkur traust víða, og marg- ir af þessum stærri aðilum vita af okkur og taka tillit til okkar“, sagði Rögnvaldur Guómundsson. A næstunni munu fonráðamenn RKS vitja umboðs- og viðskipta- aðila sinna á Norðurlöndunum, em það aðilar sem RKS hefúr verið í sambandi við og fengið góðar undirtektir með skynjarana, en engir sölusamningar hafa verið gerðir. Þá er meiningin að RKS- menn sæki tvær sýningar á árinu. S amvinmibókin Hagkvæm ávöxtun í heimabyggð Nafnvextir 4,3% ársávöxtun 4,35% Ársávöxtun á síðasta ári var 4,84% Innlánsdeild KS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.