Feykir


Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 2
2FEYKIR 6/1995 Stækkun íþróttahússins á Sauðárkróki: „Kostnaðarvísbend- ingin ekki marktæk" segir Páll Kolbeinsson íþróttafulltrúi „Ekki stríðsástand ríkjandi" segir sveitarstjórinn á Hofsósi um óánægju meðal íbúanna „Við urðum fyrir niiklurn vonbrigðum með þessa kostn- aðarvísbendingu, og að okkar mati er hún ekki marktæk þar sem að ekki var farið að okkar óskum“, segir Páll Kolbeinsson íþróttafulltrúi Sauðárkróksbæjar um drög að kostnaðaráætlun fyrir seinni byggingaráfanga íþróttahússins, sem nýlega barst til bæjarins frá arki- tektastofunni í Reykjavík er hana vinnur. Páll segir að einhver mis- skilningur hafi þama oróið, og þá aðallega varðandi hugsan- lega stækkun suðursalarins. í drögunum sé gert ráð fyrir miklu veigameiri byggingu en rætt var um. Að sögn Páls voru menn ekkert sérlega ánægðir þegar drögin vom kynnt á fundi bæjarráðs og íþróttaráðs ný- lega, enda var heildarkostn- aðurinn mun meiri en menn höfðu áætlað, en þar inní voru plön sem aðeins eru á frum- stigi, eins og t.d. stækkun suðursalarins. „Við munum taka okkur Margir foreldrar þekkja það hvað bamaafmæli, með um og jafnvel yfir 20 böm- um, geta verið hávaðasöm, og freistandi er að kveikja á sjónvarpi og myndbands- tæki fyrir þau. En hvað em bömin að horfa á? Það hefur gerst oftar en einu sinni að syni mínum hefur verið boð- ið í afmæli þar sem bömin hafa horft á myndir bannað- ar innan 16 ára og í þessum afmælum hafa verið böm frá 8-9 ára aldri. góðan tíma til að vega og meta hlutina, enda á ekki að flana að neinu í meðferð skattpenings bæjarbúa. Við munum funda um þetta mál á næstunni og síðan óska eftir fundi með arkitektin- um“, segir Páll Kolbeinsson. Þriggja ára áætlun bæjarins gerir ráð fyrir að á næstu 3 árum verði varið 100 milljónum til stækkunar íþróttahússins. Páll segir að það muni duga. Kostn- aðarvísbendingin gerir ráð fyrir að stækkun íþróttasalarins kosti 88 milljónir og búningsklefar með stigahúsi um 180 fermetr- ar með utanhússfrágangi 22 milljónir. Páll segir að ekki verði komist hjá því að leggja 10-15 milljónir í frágang húss- ins utanhúss, hvort sem húsið verði stækkað eða ekki. Drögin gera ráð fyrir að tengibygging við Gagnfræóaskólann kosti 30 milljónir og 224 fermetra suðurálma fyrir þrekþjálfunar- aðstöóu kosti 20 milljónir. Rætt hefur verið um að þessi aðstaða sé óþörf í húsinu í ljósi þess að þrekmiðstöð er starfrækt í bæn- um. Það er Hreyfing hf. í myndunum hefur fólk verið brytjað niður og böm verið að reyna að drepa önn- ur börn. Þó foreldrunum finnist þau hafa rétt á að á- kveða hvað þeirra böm horfi á, þá hvorki geta þau né meiga bjóða annarra manna börnum upp á að horfa á bannaðar myndir. Með því em þau bæði að brjóta lög og brjóta á rétti annarra for- eldra til að vemda böm sín. Móðir. „Þetta er bara stormur í vatnsglasi og fjarri lagi að sé eitthvert stríðsástand ríkjandi héma“, segir Jón Guðmunds- son sveitarstjóri á Hofsósi en örlað hefur á óánægju meðal íbúa staðaríns að undanfomu og hafa þar verið í brennidepli snjómokstursmál og málefni bátaeigenda, sem telja þjón- ustu þá sem veitt er við höfti- ina af skornum skammti. Sveitarstjórn átti fund með bátasjómönnum sl. mánu- dagskvöld þar sem hafnarmál vom rædd. ,J»að er alveg ljóst að það er ógjömingur fyrir sveitarsjóð að stofna til fleiri hundruð þúsund króna útgjalda til að auka þjón- Eftir snjóflóðin miklu í Súðavík um miðjan síðasta mánuð velk- ist enginn í vafa um gagnsemi leitarhunda þegar slíkar nátt- úruhamfarir steðja að. Nýflutt- ur er til Sauðárkróks einn mesti lcitarhundatamningamaður landsins, Steinar Gunnarsson frá Norðfirði. Kemur hann til með að hafa hönd í bagga með þjálfun leitarhunda í eigu Sauð- krækinga, en tveir hundar á Sauðárkróki eru með svokall- aða b-gráðu. Eru það hundar þeirra Haraldar Ingólfssonar og Sighvatar Daniels Sighvatss. Reyndar kemur Steinar ekki úl Sauðárkróks í þeim einum til- gangi að temja hunda. Aðalástæð- an fyrir flutningi hans til bæjarins er aö hann hefur gerst bassaleikari í hljómsveit Geirmundar og tekur við bassanum af öðrum Austfiró- ingi Ragnari Grétarssyni frá Eski- firði. Steinar lék í fyrsta sinn með hljómsveit Geirmundar um helg- ustuna við höfina, þegar tekjur hafnarinnar duga hvergi nærri til að standa undir rekstri hennari1, segir Jón sveitarstjóri og hann sagðist vonast til að menn hefðu fengið útrás á þessum fundi. ,J3g held að veðráttan fari svona í skapið á mönnum og þá er eins og gengur að menn eru að æsa hvem annan upp.“ Einn fulltrúa í atvinnumála- nefnd bæjarins hefur sagt sig úr nefndinni vegna óánægju með snjómokstursmálin. Það er Einar Einarsson og sagði hann ástæðu þess hvemig staðið hefur verið að snjómokstri í vetur. „Það er ekki ásættanlegt að tæki séu fengin ofan af Sauðárkrók til að moka bæinn, og tæki staðar- ina, í Glæsibæ í Reykjavík á föstudagskvöldið og síðan á þorrablóti Bessastaóahrepps í íþróttahúsinu á Alftanesi á laugar- dagskvöldið. Þar voru um 350 manns mættir til að blóta, þar á meðal Vigdís forseti. „Þetta hafa ábyggilega verið töluverð vióbrigði fyrir Steinar. Sue Ellen, hljómsveiún sem hann lék í áöur, var yfirleitt að spila á brjáluóum rokkböllum fyrir ung- lingana, en það eru nú ekki alveg það yngsta sem sækir Glæsibæ“, segir Geirmundur Valtýsson. Þess má geta að ástæðan fyrir því aó Ragnar Grétarsson stopp- aði styttra vió í hljómsveit Geir- mundar en búist var við, er sú að drengurinn var svo ljónheppinn að strax á fyrsta ballinu sem hann lék meó hljómsveiúnni, sem var á Hótel Sögu 20. ágúst sl., hitti hann konuefnið sitt og málin skip- uðust þannig að hann flutú suður úl hennar nú um áramótin. manna standi óhreyfð á meðan. Bærinn hefúr í vetur verið mok- aður með veghefli frá vegagerð- inni og vélskóflu frá Guðmundi og Skúla. Síðasta vetur var tæki frá Bassa Ivarssyni notað við moksturinn og ég veit ekki ann- að en fólk hafi verið ánægt með það. Ég hef rætt þetta bæði við formann atvinnumálanefndar, Elínborgu á Hrauni, og Bjöm Þór hreppsnefndarmann en ekk- ert gerst í málnum, þannig að ég sá ekki ástæðu úl að halda áfram í nefndinni. En þetta virðist hafa lagst eitthvað með snjómokstur- inn núna. Ég sé að vélin frá Bassa er við moksturinn ásamt blásaranum frá vegagerðinni", segirEinar. Jón sveitarstjóri segir ástæður fyrirkomulags snjómokstursins í vetur þær að samkomulag hefði ekki tekist við vélaeigandann á Hofsósi, en nú hefði samkomu- lag náðst. Verðlækkun í sölum togara Skagfirðingur og Skafti hafa báðir fengið fremur lágt verð, en skipin hafa selt í Bremer- haven á síðustu dögum. Meðal- verðið hefur verið innan við 130 krónur, sem þykir ekki sérlega hátt miðað við þann árangur sem togarar Skagfirðings hafa náð í gegnum tíðina. Skafti SK-3 seldi í Bremer- haven sl. föstudag 132 tonn fyrir 17,1 milljón króna og var meðal- verðið 128,50 krónur fyrir hvert kíló. Skagfirðingur seldi í gær og fyrradag í Bremerhaven 235 tonn fyrir 29 milljónir. Meðalverðiö var 123,40 krónur. Gísli Svan útgerðarstjóri Skagfirðings segist vera ánægður með sölumar, salan hjá Skagfirðings sé t.d. sú næst besta hjá skipinu frá upphafi. Bannað innan 16 ára eða barnaafmæli Einn nafntogaðasti hundatemjari landsins Tekur við bassanum í hljómsveit Geirmundar TÖLVUÞJÓNUSTA Hugbúnaður, vélbúnaður, netkerfí, viðgerðir og fleiri Gerum tilboð í hönnun og uppsetningu. jtjlaq® Raftækni Tölvutækni Tökum að okkur séraðlaganir í hugbúnaði Borgarflöt 27 • 550 Sauðárkrókur Tel: 354-5-36054 • Fax: 354-5-36049 Stelpurnar unnu Val Tindastóll sigraði Val í hörkuleik í 1. deild kvenna á Króknum um hejgina. Tindastóll hefur nú 14 stig eins og Valur og IS. Liðið er í 6. sæti og möguleikar á sæti í úrslitakeppni nánast úr sögunni. Valsstúlkur voru sterkari í fyrri hálfleiknum og leiddu í leikhléi 31:28. Tindastólsstúlkurnar náðu síðan ffumkvæðinu í seinni hálfleiknum og unnu góðan sigur, 72:69. Sigrún Skarphéðinsdóttir lék frábærlega fyrir Tindastól, skoraði 31 stig og Asta Óskarsdóttir skoraði 20 stig. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 95-35757. Myndsími 95-36703. Ritstjóri Þór- hallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson, Sigurður Agústsson og Stefán Arnason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfrétta- blaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.