Feykir


Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 5
5/1995 FEYKIR5 Sameinað fólk er sigurafl Maríus Sölvason fór ungur í suðurveg, en aðstæður krepp- unnar og síöan stríðsáranna komu í veg fyrir söngnám í út- löndum, sem vafalaust hefði gert hann að stórsöngvara. Ar hvert kom hann á Krók- inn með farfúglunum og var tíð- ur gestur við fjöruna að kanna aflabrögðin hjá áhugasömum veiðimönnum. Silungurinn var alltaf kominn er Maríus birtist. A síðari árum sínum var Maríus ein af driffjöðrum Skagfirsku söngsveitarinnar undir styrkri stjóm Snæju á Bakaríinu. Mér fannst sveitin ekki geta verið án þeirra, og allt önnur er þau drógu sig í hlé. Maríus kvaddi sönginn með einsöngslagi á fjölum Biírastar með Skagfirsku söngsveitina í bakgmnninn undir öruggri stjóm Snæju. Hlýjir straumar fóm á milli einsöngvarans og stjóm- andans. Það vom tónar og til- finningar margra áratuga sem bmtust fram í þeim söng. Rosk- inn maður að kveðja. Maríus flutti á Krókinn fyrir nokkmm ámm til að lifa sitt ævikvöld. Undi hann hag sínum vel. Glaður og reifur í sínu um- hverfi, endumýjaði vináttu og kunningsskap. Síðustu vikumar var hann stofufélagi föður míns, ljúfur í viðmóti og þakklátur. Maríus var ókvæntur og bam- laus. Foreldrar systkynanna í Sölvahúsi vom Stefanía Ferdín- andsdóttir d. 1962 og Sölvi Jónsson d. 1944. Stefaníu kynntist ég allnokkuð, en hún bjó í næsta nágrenni við leik- völlinn neðan gömlu Gróðrar- stöðvarinnar. Þar var æfð knatt- spyma af kappi og iðkaðir ýmsir leikir. Stefanía var stundum á tröppunum að íylgjast með ung- viðinu í glöðum leikjum. Var þetta á árunum fyrir og eftir 1950. Sölvabræðurnir Albert og Jónas em löngu látnir og var ég þeim ekki kunnugur. Albert bjó á Akureyri en Jónas í Kópavogi. Fósturbróðir þeirra var Öm Sig- urðsson, en hann lést 12. nóv. 1970. Örn var bróðursonur Stefaníu og mun hafa komið til þeirra hjóna Stefaníu og Sölva árið 1932. Frá þeim tíma ól Öm allan sinn aldur á Króknum og var lengi veðurathugunarmaður. Kona hans var Erla Asgríms- dóttir og bömin urðu sex, sem upp komust. Nú lifir Kristín Sölvadóttir ein eftir, sjö systkyna í Sölva- húsi. Síung og glaðsinna við háan aldur. Það er mikil saga af fólkinu í Sölvahúsi, sem víða er skráð á skagfirskum spjöldum, sem spannar margt frá liðinni öld og alla þessa. Samfélagið undir Nöfum á fólkinu í Sölvahúsi margt að þakka. Sauðárkróki í ársbyrjun 1995 Hörður Ingimarsson. í öllum byggóarlögum lands- ins er mikil nauðsyn á því að for- ustumenn í mikilvægum ábyrgð- arstöðum hafi traust almennings og finni sér vaxa ásmegin við þá staðreynd. Þegar hinsvegar verð- ur trúnaðarbrestur milli leiðandi manna og allrar alþýðu, eins og mörg sorgleg dæmi eru til um, þá er brýnt að mál séu gerð upp sem fyrst og stefnt að því að byggja þau upp aftur á góðum grunni. í því liggur sannarlega hagur allra aðila. Velferð hvers byggóarlags byggist mjög mikiö á þessu at- riði, að foringjar sveitarmála og atvinnulífs hafi traust fólksins. Þegar hin mannlegu samskipti eru heilbrigð og jákvæð, þá skapast sjálfkrafa hinn sterkasti grunnur að víðtæku samstarfi sem skilar ávinningi fyrir allra hag. Viö þau skilyrði verða allar forsendur virkar fyrir sókn að framförum og bættu mannlífi. Atvinnutækin eiga lyrst og síðast að vera verkfæri til að hægt sé að bæta hag og afkomu fólksins í landinu. Öll þau mörgu fyrirtæki sem byggð hafa verið upp af fjár- magni fengnu úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar, hljóta að eiga að hafa í grundvallarstefnu sinni ákvæði um að rækja beri skyldur við launþega á ærlegan hátt. Gott mannlíf í þessu landi byggist á því að öruggar stoðir séu undir afkomu fólks. Þaö þarf að stefha markvisst aó eflingu heilbrigðra starfshátta og þegar þannig er staðið að málum innan fyrir- tækja, fer ekki hjá því að al- menningur öðlast traust á við- komandi stjómendum og metur þá af verkum þeirra. Mikið gæfuspor Fyrir rúmum aldarfjórðungi mynduðu Skagstrendingar sam- einaöa fylkingu til sóknar í at- vinnumálum og stof'nuðu Skag- strending hf. Það var mikið gæfúspor og ávextir þess sigurs sem þá vannst hafa verið einna sætasta meðlæti manna í saman- lagðri sögu Skagastrandar til þessa. Þá tókst að ná samstöðu um velferðarmál byggðarinnar og uppskeran varð geysileg at- vinnu aukning sem skipti sköp- um fyrir framtíð kauptúnsins. Menn lögðu til hliðar hið eilífa karp um einskis verð smáatriói og sameinuðust um kjama máls- ins - að byggja upp þróttmikið atvinnulíf. Það varð hamingja Skagastrandar að sú samstaða náðist. Það sameinaða framtak forustumanna og fólksins sjálfs verður seint ofmetið, enda felast í því mikill og góður lærdómur. Eitt er að vinna sigur... En þegar baráttan fyrir bætt- um hag og betri lífsskilyróum á Skagaströnd hafði skilaó fyrr- nefhdum sigri í höfn, fór að bera á ýmsum meinsemdum fra fyrri tíð. Sumum fannst fjótlega að ávinningurinn þyrfti ekki að koma jafht niður þar sem sumir væm jafnari en aðrir. Hver fór að ota sínum tota. Persónuleg hagsmunapólitík hófst með flóknum fléttum um þau efnislegu verðmæti sem áunnist höfðu. Hin andlegu verð- mæti samstöðunnar voru látin þynnast út í ekki neitt á nokkrum árum. Það hófst í raun verslun með margt af því sem aldrei ætti að versla með. Þessi saga á vafa- laust víða við og það er harms- efni þegar áunnin hlunnindi fara að lokum forgörðum vegna þess að skammsýn hugsun hefúr tek- ið völdin. Eftirleikar mála verða stundum vandasamari en allt annað. Eitt er að vinna sigur og annað að kunna vel með hann að fara. Þó að menn hefðu vissu- lega gert góða hluti, virtust þeir fljótlega glata skilningi á því meginatriói, að sigurinn vannst vegna samstöðunnar. Svo byrja þeir menn sam hafa haslað sér völl í fílabeinstumum, og missa tengslin við fólkið niðri á jöróinni þar af leiðandi, að kasta á milli sín fjöreggi lífs og afkomu fjölda manna. Það verð- ur smám saman að leik þeirra í dagsins önn. Slíkt á ekki og má ekki viðgangast, því enginn sig- ur er svo stór að ekki sé hægt að eyðileggja hann að lokum með slíku framferði. Þegar almennt ástand er orðið eins og það er í dag, sést ljóslega hin knýjandi þörf á nýiri atvinnusókn til nýrra sigra. Þá er tilvist samvirkrar for- ustu, sem nýtur trausts almenn- ings, algjört grundvallaratriði. Slík forusta verður að vera íyrir hendi og leiðandi menn verða að sýna og sanna með verkum sín- um og allri framkomu gagnvart fólki, að þeir viðuikenni og skilji þá staðreynd að þeir eru í þjón- ustustarfi fyrir almenning. Gangi þeir fram í því hugarfari, leggja þeir sinn stóra hlut af möikum til þess að það sigurafl sem felst í sameinuðu fólki, nýtist öllum til heilla. 15. janúar 1995. Rúnar Kristjánsson. ...... m*i Fh) KIK v i k Ertu í sambandi við þína heimabvggð? yiltu fylgjast með því sem er að gerast á Norðuriandi vestra? gýrð þú eða einhver náinn vinur þinn fjarri heimabyggð? y\skrift að Feyki tryggir að engar stærri fregnir fari fram hjá þér, og samband þitt við heimahagana helst Feykir óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Sími (95)35757 Ferskt fréttablað ! Auglj ós auglýsingamiðill!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.