Feykir


Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 7

Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 7
6/1995 FEYKIR7 Halldóra Jóns og Finneyjar fær riddarakrossinn Halldóra, þegar sjúkrabílnum var veitt móttaka 1992, ásamt Valþóri Stefánssyni héraðsiækni t.v. og Jóhanni Jónssyni sjúkrabflstjóra. Allir innfæddir Sauðkræking- ar, sem komnir eru um miðjan aldur, muna eftir þeim Finn- eyju og Jóni, og margir muna eftir og kannast við Halldóru dóttur þeirra er fluttist ung til Siglufjarðar og giftist þar Jó- hannesi er seinna varð yfirlög- regluþjónn á Sigiufirði. Hall- dóra hefúr alla tíð starfað mik- ið að félagsmálum og á liðnu sumri var hún íhópi 18 íslend- inga er forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, veitti riddara- kross hinnar íslensku fálka- orðu. Siglufjarðarblaðið Hellan birt- ir viðtal við Halldóru nýlega. Þar segist hún hafa verið byrjuð á þessu félagsmálavafstri áður en hún kom til Siglufjarðar. Um árin hefur Halldóra setið í hinum ýmsu nefndum og ráðum, en starfað aðallega að slysavamar- málum og málefnum Rauða krossins, hefur m.a. verið for- maður Slysavamardeildarinnar Vamar síóan 1980. Eins og Sigl- firðingar vita hefúr deildin unnið frábært starf á síðustu árm og ver- ið björgunarsveitinni á staðnum góðurbakhjarl. Halldóra segir margt minnis- stætt úr starfmu en það sem standi upp úr sé þegar Þormóðsbúð var tekin í notkun árið 1988. Tilkoma hússins hefði þýtt gjörbyltingu fyrir þá sem að þessum málum starfa og einnig er nýr sjúkrabíll kom til staðarins árið 1992. Við opnun Þormóðsbúnar var Hall- dóm afhent gullmerici Slysavam- arfélags íslands og 1993 hlaut hún gullmerki Rauða kross ís- lands fyrir störf sín á þeim vett- vangi. Halldóra sagði að þessi störf sín hefðu gefið sér mikla lífsfyll- ingu. Hún hefói kynnst mörgu góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En nú væri kom- inn tími til að minnka við sig þó að því fylgdi viss söknuður. Það sem væri henni þó efst í huga væri þakklæti til alls þess góða fólks sem hún hefði unnið með og kynnst í gegnum tíðina á þess- um vettvangi. Reiðleiðir og ferðamennska íslendingar em feröaglatt fólk og nú er af sem áður var að það var talinn löstur á fólki og hið versta fár, ef það „lagðist í ferða- lög“, eins og títt var sagt. Áður fyrr þekkti fólk lítið annað en sína næstu heimahaga og kynni af öðmm sveitum og byggðum vom lítil nema í gegn um frá- sagnir annarra. Nú kynnist nánast hver maður landinu sínu af eigin raun og flestir lands- manna hafa einhvern tíma bmgöið sér til annarra landa og er ekkert nema gott eitt um það að segja meðan í hófi er. Ferðalög okkar sjálfra um eigió land em á allra síðustu ámm í auknum mæli tengd annarskonar ferðamáta en bílferðum um þjóðvegi. Fólk ferðast langa vegu gangandi, á skíðum, á reiðhjól- um og síðast en ekki síst, á hest- um. Nútímamanninum, sem í flestum tilvikum er neyddur til innivem við störf sín stærstan hluta ársins, er mikil nauðsyn á að komast út í bein tengsl vió náttúmna, auk þess sem vaxandi skilningur er á þýðingu hreyf- ingar og áreynslu umfram þaö, sem leiðir af fábreytni einhæfra starfa. Þetta helst í hendur við aukinn, almennan skilning á því að líkamlegur þróttur er forsenda andlegrar vellíðunar. Islenski hesturinn veitir vax- andi fjölda fólks ótaldar ánægju- og gleðistundir auk þess sem félagsskapurinn við skepnumar sem slíkur hlýtur að vera þrosk- andi fyrir unga sem gamla. Þá er líka nauðsynlegt að minnast þess, aö þessu fylgir einnig kæikomin hreyfing og tilbreyting fyrir flesta, auk útiveru og beinna tengsla við náttúmna. Lengri og skemmri útreiðartúrar og ferða- lög á hestum em þama ómiss- andi þáttur og þar með er komið að tilefni þessara skrifa. Nú er það svo, að skrásetjari þessara punkta er alls óvanur öllu, sem hrossum viðkemur og kann ekkert meö þau að fara. Það má því segja að moldin rjúki nokkuð í logninu þcgar slíkir menn fara að skipta sér af þessum málum. Vonast ég þó til að það verði ekki tekió illa upp af því fólki, sem á hross og kann að fara með þau, enda tilgangurinn fjarri því að leggja neitt illt til. Hitt er aftur augljóst öllu venjulegu fólki, að það er eins og flestir leggist á eitt með það að leggja steina í götu þeirra, sem kjósa að ferðast ríð- andi um landið og er það áreið- anlega oftast af hreinu hugsun- arleysi. Sé einnig tekið tillit til þess, að það er vemlegur og mik- ilvægur hluti hinnar vaxandi at- vinnugreinar, ferðaþjónustunnar, að bjóða innlendu og erlendu feiöafólki upp á lengri og skemmri skemmtiferðir á hestum má undarlegt heita, að ekki skuli gert meira af því að ganga frá og gera greiðfæra hentuga reiðvegi um vinsælar leiðir. Þama er enn- fremur ekki úr vegi að minnast á einn hlut, sem snýr að skipu- lagningu bæja og þorpa, en það er að gera ráð fyrir umferð hrossa og útbúa hentugar reiöslóðir um og í gegnum þessa staði. Hér á Sauðárkróki til að mynda, þar sem vemlega stór hluti íbúanna stundar hestamennsku, er mjög örðugt að komast í gegnum bæinn með hross nema lenda í allskonar vandamálum, bæði hvað snertir hina akandi umferð og hindranir af ýmsu tagi. Hesta- menn hafa t.d. bent mér og fleirum á að það er nánast ómögu- legt að komast fra hesthúsahverf- inu við Flæðageiöi upp í gegnum bæinn og upp í Sköiö án þess að vera meira og minna á akvegum með þeim óþægindum og hættu sem slíkt skpar bæði skepnum og fólki. I þessu sambandi má minna á að staðsetning bæjarins gerir það að verkum að íbúar nærliggjandi sveitarfélaga, bæói Rípurhrepps og Skarðshrepps, þurfa að fara í gegnum Sauðárkrók frá sinni skilarétt og við flutning á bú- peningi til og fra aftétt og satt best að segja er engin greið leið til sem stendur í þessu skyni. Staðan hérer þó áreiðanlega ekki einsdæmi þar sem svipað háttar til víðar. Ókeypssmáor Til sölu! Til sölu þriggja hellu eldavél, verð kr. 5000 og svefnbekkur á kr. 3000. Upplýsingar í síma 35744. Til sölu Intemational dráttarvél 354 árgerð 1973. Upplýsingar gefur Jón í síma 36624. Til sölu gamalt sett, snjósleði Jamaha 440 B ásamt kerru. Sleðinn er vel gangfær. Upp- Að mati þess sem þessar línur skrifar er brýnt að koma upp reiðvegum sem víðast með það í huga að umferð ökutækja og hin ríöandi umferð skarist sem allra minnst og truflun hvorrar í hinn- ar garð verði í lágmarki. Við þurfum m.a. að hafa í huga, að yfir sumarið er umtalsverður hluti ökumanna af erlendum upp- mna, sem ekki eiga því að venj- ast að þetta tvennt noti sömu veg- ina. Af því getur stafað mikil slysa- hætta og við eigum það öll sam- eiginlegt aö vilja forðast slys eins og mögulegt er. Vonandi verða þessi skrif ekki tekin sem nöldur, því það er þeim alls ekki ætlað að vera. Hitt hlýtur fólk að geta verið sam- lýsingar í síma 36750 og 35602. Til sölu miðstöðvarketill, Bens diselmótor 240 árgerð 1985, þarfnast viðgerðar, millikassi í Scout, sundurtekinn gírkassi í Saab og Volvo 244 árgerð 1980 ekinn 150 þús. km., sjálskiptur. Upplýsingar í síma 93-41166 og 985-27544. Til sölu MMC Colt árgerð 1982, ekinn 120 þús. Verð 30 þús. Upplýsingar í síma 38210. mála um að nauðsynlegt sé að ræða eina af skemmtilegri leið- um, sem fólk hérlendis á kost á til að njóta hollrar hreyfingar og útivistar. Þessu til viðbótar kem- ur, að hrossabúskapur er með- fram drjúgur þáttur í vaxandi atvinnugrein og því hreint hags- munaatriði að búa vel að þessum málaflokki. Þeir, sem fara með skipulagsmál, forsvarsmenn sveit- arstjóma, Vegagerðar ríkisins og allir aðrir, sem hlut eiga að máli, ættu því að fara að taka tillit til þessara atriða og gera ráð fyrir reiðvegum og reiðleiðum sem eðlilegum hluta af því mannlega samfélagi sem við lifum í, sam- göngunetum þess og útivistar- svæðum. Guðbr. Þ. Guðbr. Dægurlagakeppni 1995 Kvenfélag Sauðárkróks mun standa fyrir dægurlagakeppni í Sæluviku Skagflrðinga í apríl nk. Keppnin mun fara fram meó svipuðu sniöi og á síðasta ári. Sérstofnuó hljómsveit mun flytja lögin í keppninni. Hilmar Sverrisson mun stjórna flutningi laganna. Einnig mun hann sjá um útsetningar fyrir höfunda ef þeir óska þess. Þau lög sem keppa til úrslita veróa gefin út á snældu undir nafninu „Sæluvikulög ‘95“. Höfundar eru beönir aö skila inn lögum undir dulnefni (rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í lokuðu umslagi) á hljóm- snældum, frumsaminn texti fylgi meó, til Kvenfélags Sauðárkróks, pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur. Keppnin fer væntanlega fram á fimmtudagskvöldi í Sæluviku. Verólaun verða veitt fyrir besta lagið, Skilafrestur er til 20. febrúar 1995. Kvenfélag Sauðárkróks. Ferðatalva til sölu! Til sölu Tandy 102 ferðatalva, tiltölulega lítið notuð. Tækið gengur bæði fyrir rafhlöðum og heimilis- rafmagni. Spennubreytir fylgir. Frábært og þægilegt tæki fyrir ritvinnslu og ýmsa aðra notkun. Upplýsingar gefur Þórhallur í vs. 35757 og hs. 35729.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.