Feykir


Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 6/1995 Sölvabræður Minningabrot Fjölskyldan í Sölvahúsi, myndin er tekin í ársbyrjun 1934. Frá vinstri í efri röð Marías, Kristján, Albert, Sveinn, Sölvi, Örn og Jónas. Fremri röð, Kristín, Sölvi og Stefanía. í byrjun nýs árs verður nokk- urs konar endursköpun. Nýtt líf, nýir tímar. Arið að baki, síð- asta skref þess, sem tilheyrir liðnum árum og öldum. Straumur kynslóðanna liggur um þessa elfi. Liðið ár var um margt sér- stætt sem mörg önnur, bundið vegferð hvers og eins. Einum var það sárt, öðmm uppspretta gleði og farsældar. Margir vom kvaddir hinstu kveðjum. í þeim hópi voru Sölvabræður. Á rösku ári kvöddu fjórir þeirra, aldnir orðnir og saddir lífdaga. Allir þessir bræður settu svip á öldina í bænum okkar undir Nöfum. Líf þeirra verður, þegar frá líður, eins og mælistika um mannlífið á Króknum á tuttug- ustu öld. Þeir vom hver á sinn hátt hluti þeirrar kjölfesm, sem hverju samfélagi er nauðsyn. Ætíð til taks og þátttakendur í því sem að höndum bar. Ég átti þess ekki kost að kveðja þessa vini mína og kunn- ingja sem vert væri, en vil nú minnast þeirra með fáeinum minningabrotum. Kristjáni Sölvasyni kynntist ég íýrst og var þá mjög ungur. Hann var vélgæslumaður í gamla sláturhúsinu við Freyju- götuna, en þar í kring var enda- laus uppspretta leikja og gleði ungmenna, sunnan ár. Það var viss lífsgleði sem fylgdi Kidda í öllum hans störfum en þó djúp alvara og gætni í bland. Mikið var um svinghjól og reimar sem gátu reynst ungum forvitnum sálum skeinuhætt. Kiddi hafði góða gát á þegar ungir drengir komu í forvitnis heimsóknir. Hann var ótrúlega snöggur og röskur til allra verka þegar svo bar við, nánast sveif um gólfin. Á góðum stundum sýndi hann okkur flikk flakk, sem ekki var leikið eftir honum. Hann var því búinn miklum og góðum hæfileikum íþrótta- mannsins og bjó að því alla æfi. Hann var lágvaxið snarmenni. Frægar voru danssyrpur hans á gömlu dönsunum í Bifröst í svörtu lakkskónum sem urðu tákn þess glæsilegasta sem sást í dansi á fjölum Biífastar. Syrpur Kidda og Siggu Ögmundar vom frægar. Kiddi hafði afburðahæfileika sem skákmaður, var náttúru- bam, fór sínar eigin leiðir og hafði sérstæðan stíl sem fól í sér þrautsegju og hugmyndaauðgi, ásamt gætni. Einn skákfélaga hans var Sveinn Þorvaldsson sem fórst í des. 1935 með vél- bátnum Nirði en Sveinn var á þeim tíma talinn einn fremsti og efnilegasti skákmaður íslands. Það er ljóst að á þeim tíma var vösk sveit efnilegra skákmanna hér á Króknum. Tveim áratugum síðar varð Kiddi einn af lærimeisturum mínum í skák. Kynslóðabil var lítið sem ekkert þrátt fyrir rösk- lega 30 ára aldursmun. Kiddi var skákfélagi minn í nærri þrjá áratugi með nokkurm hléum. Sveitakeppnir við Húnvetninga, Eyfirðinga og Akureyringa urðu ógleymanleg skákferðalög. Sveitakeppnir UMSS voru gef- andi og tengdu menn vináttu- böndum um allan fjörð. Við tefldum lengi saman í sveit Tindastóls. Kiddi og Ingólfur heitinn Agnarsson vom kjölfest- an í sveitinni um langa hríð. Baldvin Kristjánsson, Pálmi Sighvats og fleiri ungir menn þóttu snemma 1 iötækir og mynduðu sterkar skáksveitir með þeim eldri. Frægar urðu margar sneirur sem teknar vom þegar farið var í frystihólfin á Eyrinni eftir kjöt- meti og komið við í salnum hjá þeim Sölvabræðmm. Frægastar verða líklega skákir þeirra bræðra við Skarphéðinn á Gili en þá urðu oft miklar sviptingar og tilbrigði og ýmislegt varð fleygt. Friðrik Jens héraðslækn- ir átti ófáar ferðimar sunnan af Sauðárhæðum, bæinn endilang- ann á Eyrina til þeirra Sölva- bræðra og var þá oft teflt mikið. Manntaflið skóp góða vináttu milli þeirra. Glæsilegasta skák- mót sem haldið hefur verið á Króknum var minningarmót um Svein Þorvaldsson árið 1957. Skákstjóri var Ami Þorbjöms- son. Á því móti kom fram afar glæsilegur skákmaður Jónas Halldórsson frá Leysingjastöð- um. Kiddi var í fremstu röð okkarmanna. Skáklíf Húnvetn- inga og Skagfirðinga bjó lengi að þessu móti raunar allt til dagsins í dag. Margar stærri sveitakeppnir fóm fram á vorin. Seinni árin tók Kiddi sauðburð- inn fram yfir skákina, enda bestu árin í skákinni að baki. Minningamar sem bæjarbúar eiga af Kidda á túninu sínu meó æmar í halarófu á eftir sér, em eftirminnilegar. Ærnar voru vinir hans og félagar engu síður en svo margt fólk í bænum. Kiddi var í raun hlédrægur mað- ur og dulur, ekki framgjam, en afar traustur vinur vina sinna. Hrókur alls fagnaóar á góðum stundum. Kristján var ókvæntur og bamlaus. Sveinn Sölvason gekk syngj- andi á góðviðrismorgnum fram hjá heimili mínu á leiðinni í fjósið. Vaknaði ég gjaman við þennan mikla söng. Djarf- mannleg framkoma Sveins í mínu ungdæmi þótti oft gott dæmi um hve Skagfirðingar væm glaðir í hjarta á góðum stundum. Sveinn var allt í senn maður mikillar lífsgleði og djúprar al- vöm. Hann var nágranni minn allan minn uppvöxt og vinnufé- lagi hjá Fiskiðjunni tvo sum- arparta. Góður nágranni. Á íúllorðinsámm varð hann félagi minn og hollvinur um marga hluti þegar alvara lífsins tók við. Heimilisbragur hjá Sveini og Margréti var til mikillar fyrir- myndar og góðar dyggðir hafð- ar í fyrirrúmi, t.d. kartöflurækt- in, einstök eins og listgrein. Á Skagfirðingabraut 15 stóðheim- ili Sveins í nærri sex áratugi. Fjölmargir vom í sambýli við Svein og fjölskyldu hans á neðri hæö hússins, enda húsið mjög notalegt og þótti rúma tvær fjöl- skyldur auðveldlega. Vinir fjöl- skyldunnar Eyþór Stefánsson tónskáld, kona hans Sigríður Stefánsdóttir og dóttir þeirra Guðrún bjuggu þar um skeið eða þar til þau fluttu í hús sitt Fögmhlíð. Þá var Guttormur Oskarsson og hans fólk þar í nokkur ár eða þar til fjölskyldan flutti sig að númer 25 við sömu götu. Á númer 15 var traustasta vígi Samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins í Skagafirði öllum og þó víðar væri leitað. Báðir urðu Sveinn og Guttormur forystumenn Framsóknarflokksins þó leiðir skildu í flokksstarfinu. Traustir samvinnumenn og samherjar vom þeir alla tíð. Sigurlaug Jósa- fatsdóttir, tengdamóðir Sveins, var hluti fjölskyldunnar og bjó með henni þar til hún lést. Sig- urlaug var merkiskona. Sveinn var einn þeirra sem mynduðu fasta kjamann á Eyr- inni. Stebbi Kemp, Gunnar á Kleif, Sigfús Guðmunds, Valdi- mar Péturs og Sveinn vom hjá Fiskiðjunni, því trausta fyrir- tæki, með jarlinn Martein Frið- riks á skrifstofunni næstum eins og léttadreng. Bræðumir Sölvi og Kiddi í vélasalnum og Frið- vin Þorsteins ókrýndur konung- ur og kjölfesta sláturhússins. Mundi Gulla og Maggi Sig. sáu svo um húsakostinn. Þetta var traust og gott samfélag. Fyrsta kynslóðin sem sá á bak atvinnu- leysinu og hafði stöðuga vinnu. Næg atvinna í bænum breytti samfélaginu úr blönduðu sjávar- og landbúnaðarþorpi í iðnvædd- an nútíma bæ. Það er margt gott sem horfið hefúr úr mann- lífinu við þær breytingar allar. Líf Sveins Sölva og fjölskyldu hans bar merki gamals og nýs tíma. A effi ámm Sveins hægði um hjá honum en hann var oft- ast í garóinum sínum að huga að blómum sínum og jarðar- gróða og fylgdist í leiöinni með mannlífinu en allra leiðir lágu um Skagfirðingabrautina. Það áttu margir tal við hann. Gátu ekki sleppt því aö staldra við, samfundimir vom gefandi. Söngurinn, lífsgleðin og spilamennskan fylgdu Sveini alla tíð þar til heilsan bilaði. Um áttrætt urðu umskipti sem reyndust honum erfið. Okkar síðasta samtal var nokkrum dögum fyrir andlát hans. Hann tók mér sem fyrr með þeirri hlýju og alúð sem hann ætíð sýndi mér. Sveinn var vörpu- legur maður, sterkbyggður og fylginn sér til verka. Hann var tilfinningaríkur, að sumu leyti með viðkvæma lund, en þó harður af sér og óvílinn. Sveinn var vinsæll maður og vel látinn svo sem önnur systkyni hans. Sveinn og Margrét kona hans eignuðust þrjú böm sem upp komust. Sölva Sölvasyni kynntist ég svo til jafú snemma og Kristjáni bróður hans. Sölvi var mikið valmenni, en hlédrægur og hafði sig lítt í ffammi. Hann var hæglátur í allri framgöngu en þó hláturmildur á góðum stundum. Mér er minnisstætt er hann og Lilja Jónsdóttir vom að draga sig saman og Lilja keyrði gamla búnaðarfélags Farmalinn á túni föður síns. Það var stund mik- illar gleði og hláturs. Á þeim sama stað ók ég vélknúnu öku- tæki í fyrsta skipti en faðir minn vann með Farmalinn á þessu vori. Sölvi og Lilja byggðu bú sitt í Kirkjuklaufinni af þeirri al- kunnu snyrtimennsku og mynd- arbrag sem einkenndi þau hjón. Hús þeirra og garður varð bæj- arsómi. Sölvi missti konu sína langt um aldur ffam og varð það honum mikið áfall. Þau vom bamlaus. Sölvi var vel á sig kominn til líkama og sálar, svipaði mjög til vaxtarlags með Sveini bróður hans. Sölvi gekk til allra verka af fumleysi og þeirri festu sem einkenndi alla hans ffamgöngu. Söngmaður var hann góður s.s. önnur systkyni hans. Man ég hann, Kristínu og Svein í kirkjukór Sauðárkrókskirkju undir styrkri stjóm vinar þeirra Eyþórs Stefánssonar. Öll syst- kynin höfðu háar, skærar raddir, bræðumir vom miklir tenórar. Sölvi Sölvason f. 24.10.1914. d. 19.06.1993. Maríus Sölvason f. 21.11.1917. d. 24.03.1994. Sveinn Sölvason f. 22.09.1908. d. 12.10.1994. Kristján Sölvason f. 05.09.1911. d. 29.11.1994.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.