Feykir


Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 08.02.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 6/1995 Heilir og sælir lesendur góðir. Guð- mundur Stefánsson áður bóndi á Hrafn- hóli í Skagafirði starfaði einhverju sinni á vegum lionsklúbbs við blómasölu á konudegi. Viðskiptavinur sem bað um vísu fékk þessa. Þú skalt lúta þessum dóm, þér mun flest í haginn. Efþúfrúnni færir blóm fyrsta Góu daginn. Ekki hefur búskapurinn gengið sem skyldi hjá þeim sem fékk eftirfarandi vísu hjá Guðmundi. Baslari hér bjó um stund, best sú minningflaggar. Aldrei voru upp á hund eftirtekju baggar. Einhveiju sinni er bændafeið lauk sem Guðmundur var þátttakandi í, mun hann hafa hvatt ferðafélagana með eftirfarandi vísu. Stuðluð vísa á snærið hljóp styrkir minninguna. Þannig kveð ég þennan hóp þakka kynninguna. Kannski hefur áður í Jxissum þáttum verið birt hin kunna vísa Isleifs Gíslason- ar á Sauðárkróki um rigninguna og geit- ina. Detta úr lojti dropar stórir, dignar um í sveitinni. Tvisvar sinnum tveir erufjórir taktu í horn á geitinni. Heyrt hef ég að Isleifur hafi ásamt fleirum komið eftirfarandi vísu í heiminn. Oft með lægi ást er skipt eyðist fræið beggja. Oli plægir auðs hjá nift innan bæjarveggja. í gær rifjaðist upp fyrir mér vísa eftir minn góða vin Kára frá Valadal. Er hún gerð í kringum 1980 er undinritaður starf- aði á vertíóum í Vestmannaeyjum og Kári frétti að ég væri þar kominn í kynni við hestaeiganda. Oft hann fleyginn á sér bar, elska meyjar strákinn. Stundar í Eyjum stórreiðar sterkan teygir fákinn. Þá kemur hér sumarmálavísa eftir Kára. Horfinn vetur, heilsar vor, hljómar söngur dalsins. Göngulúinn greikkar spor til gamla sveitamannsins. Þá kemur næst limra sem gerð er nú í vetur einhverju sinni, þegar rætt var um nýjustu skoðanakannannir og fátæklegt þinglið Alþýðuflokks. Höfundur er Aðal- bjöm Benediktsson. Jóhanna fylgi fagnar, fúll er Ólafur Ragnar. Jón er á skjá með þingmenn þrjá. Þjóðvaki spennu magnar. Geta lesendur sagt mér hver yikir svo? Honum drottinn hefur veitt hendur tvœr og líkamskraftinn, þó armar vinni ekki neitt annað enflytja mat í kjaftinn. Það mun hafa verið Kristján Ámason sem orti svo um ónefndan tækniffæðing. Lítið gengur að læra að skrimta aflífsins daglega gemingi. Hann er ennþá að hanna finmita hornið á sínum ferningi. Þá er falleg vísa eftir Sveinbjöm Bein- teinsson sem að vísu á betur við annan tíma en nú ríkir. Blœrinn andar, blikar land, blánar stranda vegur. Geislaband um sæ og sand sól að handan dregur. Margir þeir sem eldri em kannast ef- laust við þessa kunnu vísu Rósbergs G. Snædal. Hart leikur Gunnar Hólastól, höfuðból feðra vorra. Nemendur féllu fyrir jól, fénaðurinn á þorra. Kunningjaglettur vom oft með Rós- berg og Kristjáni frá Djúpalæk. Einhvem tíma mun Rósberg hafa sent Kristjáni þessa. Gegnum fár og giktarslen glitra tárin vonar. Gengur skár þín iðja en Ólafs Kárasonar. Mig minnir að ég hafi heyrt að þessi sé eftir Ragnar Asgeirsson. Tíminn líður alltofótt, ekkert tekst að vinna. Sé égfram á svarta nótt sólskins vona minna. Hver skyldi hafa ort svo? Þura hefur hjörtu tvö hægra og vinstra megin. Ó að þau voru orðin sjö þá yrði margur feginn. Ekki fylgir heldur höfundamafn með þeim beiska sannleika er fram kemur í næstu vísu. Leitt er mjög en samt er satt að sumir geta bara vakið yndi og aðra glatt er þeir kveðja og fara. Að síðustu þessi laglega hringhenda. Höfundur mun vera Eyjólfur Jóhannes- son Borgfirðingur. Blóm uppræti bragasjóðs bauga mætu hlynum. Hér við bœta efhi óðs eftir læt ég hinum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 27154. Sætur sigur á Haukum en skellur á móti Skallagrími Eftir góðan leik og sætan sigur á Haukum í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, máttu Tinda- stólsmenn þola stórt tap fyrir Skallagrími í Borgarnesi á sunnudag. Tindastólsmenn áttu afarslakan leik á sunnudag og trúlcga má að stórum hluta kenna því um að liðið hafi hreint ekki verið búið að ná sér eftir Haukaleikinn, enda ekki nema einn og hálfur sólarhring- ur milli lcikjanna. En staða Tindastóls hefur enn vænkast í deildinni. Liðið hefúr nú 18 stig og er komið í 8. sæti deildarinn- ar. Valur og Haukar eru með 16 stig, Skagamenn 14 og Snæ- fell 4. Það eru meira að segja aðeins 6 stig í KR-inga sem eru í 7. sætinu og þcssvegna gætu Tindastólsmcnn skotist upp í sjöunda sætið á lokasprettin- um, en til þess að það sé mögu- leiki þurfa þeir að bera hærri hlut í „derbyleiknum“ gegn Þór á Akureyri nk. fimmtudags- kvöld. Tindastólsmenn voru áberandi betri aðilinn í fyrri hálfleiknum gegn Haukunum og náðu snemma forustu. Mest varð hún 11 stig um miðjan hálfleikinn 31:20, en í leikhléi munaði 8 súg- um, 41:33 fyrirTindastól. Tindastólsmenn duttu síðan niður í byrjun seinni hálfleiks. Haukunum tókst smásaman að minnka muninn og á kafla gekk hreinlega ekkert hjá Tindastóli. Þá breyttu Haukar stöóunni 39:50 í 56:54 og komust þar með yfir í fyrsta skipti í leiknum. Það var síðan á lokamínútunum sem Tindastóll náði frumkvæðinu að nýju. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Staðan var jöfn 73:73 og Jón Amar Ingvarsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir Hauka. Torrey John skoraði körfu og úr vítaskoti að auki og jafnaði meún. Skot Jóns Amars þegar 20 sekúntur vom eftir misheppnaðisL Tindastólsmenn náðu boltanum og Omar Sigmarsson skoraði út tveim vítaskotum. Haukarnir geystust upp og Óskar Pétursson fékk tvö víú. Hann skoraði aðeins úr öðm og þar með var sigurinn Tindastóls, 78:77. Það var liðsheildin sem skóp þennan sigur, en eins og oft áður átú Torrey mjög góðan leik. Hann skoraði 34 súg, Hinrik 15, Láms 11, Sigurvin 8, Ómar 7 og Amar 3. Pétur Ingvarsson var langat- kvæóamestur í liði Hauka, skor- aði 36 súg. „Við vorum ótrúlega slakir í Borgamesi og hittnin var alveg í lágmarki. Palli (Kolbeinsson) var að tala um að hún hefði ekki verið nema 25%. Við vemm að ná okk- ur á strik á móú ÞóG, sagði Hin- rik Gunnarsson fyrirliði Tinda- stólsmanna. Skallagrímur vann leikinn 76:51 og hafði yfir í leik- hléi 32:24. Torrey John skoraði 15 súg fyrir Tindastól, Hinrik 10 og aðrir minna. Munið áskriftargjöldin! Þeir sem enn kunna að hafa í fórum sínum ógreidda gíró- seðla fyrir áskriftargjöldum eru beðnir að greiða hið allra fyrsta. Þeim sem glatað hafa gíróseðli skal bent á að hægt er að millifæra áskriftargjaldið á reikning Feykis nr. 1660 í útibúi Búnaðarbankans á Sauöárkróki. Kolbeinn Gíslason f. 17. desember 1928 d. 15. janúar 1995 Kveðja Kveðjufrá Grundar krökkum Kolli minn - fœrum þér. Af alhug þá líka þökkum, það sem að horfið er. Því liðna er erfltt að lýsa, leitar á hugann hryggð. En við áttum jafnan vísa, vináttu þína og tryggð. Oft gastu með glettni þinni á galla hjá okkur bent, og þó væri þungt í sinni, - en það gat jú líka hent. Samhug okkar að sýna, var sjálfgefið hverja stund. Við klökknum við kistuna þína krakkarfrá Syðstu-Grund. H.J. Syðstu-Grundarsystkinin Gísli, Gunna, KoIIa, Anna, Arnar og Sæmi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.