Feykir


Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 1

Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Geirmundur Valtýsson og Ari Jónsson í syngjandi sveiflu í flutningi vinningslagsins í dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróki. Til vinstri eru blásaramir Guðbrandur Guðbrandsson og Védís Torfadóttir. Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki á Sauðárkróki sameinuð Atvinnuástandið á Sauðárkrók: Vart verið verra frá því togara- útgerð hófst Nú um mánaðamótin var gengið frá sameiningu þriggja fyrirtækja í sjávarútvegi á Sauðárkróki: Fiskiðju Sauðár- króks, Skagfirðings hf og Djúphafs hf. Fiskiðjan og Skagfirðingur hafa verið sér hlutafélög, en um nokkurskon- ar samrekstur hefur verið að ræða að talsverðu leyti, þar sem að fyrirtækin hafa lotið sömu yfirstjórn. Djúphaf hf. var hinsvegar stofnað vegna kaupanna á frystitogaranum Sjóla frá Hafnarfirði, sem hlotið hefur nafnið Málmey SK. Við sameininguna hefur heimilisfang Málmeyjar færst til Skagafjarðar. Skipið kemur í fyrsta skipti til nýrrar heima- hafnar á Sauðárkróki í kring- um sjómannadaginn og verð- ur þá bæjarbúum til sýnis. Að sögn Einars Svanssonar framkvæmdastjóra FISK mun sameining fyrirtækjanna þriggja engar breytingar hafa í för með sér varðandi starfsmannahald. Hann segir markmiðið með sam- einingu fyrirtækjanna þriggja að skapa sterka heild til að standast þá samkeppni sem framundan er í sjávarútveginum. Stefnt er að því að fyrirtækið fari inn á hluta- bréfamarkað á þessu ári. „Þaó hefur sýnt sig að þessar stóru einingar í sjávarútveginum standa sig best, og þama erum við komnir með það stóra ein- ingu, að ég held við séum vel í stakk búnir aó mæta samkeppn- inni. Það er líka einfaldara bók- halds- og rekstrarlega að reka eitt félag en þrjú", segir Einar. Karfavinnsla í athugun I samtali við Feyki upplýsti Einar einnig aö í athugun væri að FISK færi út í vinnslu karfa í frystihúsinu á Sauðárkróki í sumar, en nokkra athygli vakti frétt í síðustu viku þess efnis að 30-40 manns vantaði til starfa hjá Hraófrystihúsi Grundarfjarð- ar, sem Fisk á tvo þriðju hluta í. Þessi þörf á vinnuafli er mikið til komin vegna karfavinnslunnar, en á sama tíma er mikið atvinnu- leysi á Sauóárkróki og nágrenni. , J’að er svo sent ekkert skrítið þó að fólk velti því fyrir sér af- hverju við erum ekki með þessa karfavinnslu hér frekar en fyrir vestan. Því er til að svara að í gegnum þctta samstarf fyrir vest- an höfum við fengið bolfisk sem við hefðum annars ekki átt möguleika á“, segir Einar. Hann segir að hinsvegar standi yfir at- hugun á því að koma upp karfa- vinnslu í Fiskiðjunni og það sé „Mér Iíst vægast sagt illa á at- vinnuástandið og horfurnar framundan, enda hefur at- vinnuleysi á jæssu svæði farið vaxandi að undanförnu“, segir Jón Karlsson formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, en verkafólk í bænum og nærsveitum þurfti nú á 1. maí, baráttudegi verkalýðsins, líklega að horfa upp á mesta atvinnuleysi á svæðinu frá því togaraútgerð hófst frá Sauðárkróki á seinni- hluta sjöunda áratugarins. I vetur hafa verið á atvinnuleys- isskrá í héraðinu að jafnaði 140 manns, þar af hátt í 100 manns á Sauðárkróki. „Þetta hefur gerst þrátt fyrir að engin sérstök áföll hafi orðió í atvinnurekstrinum á svæðinu, gjaldþrot eða því um líkt, og meira að segja verið að myndast nýir vinnustaðir og átt sér stað ákveóin þróun á öðrum. Að vísu hefur ekki verið mikill kraftur í verktaka- og byggingarstarfsemi undanfarið. En engu að síður, í ljósi þessa er ekki hægt annað en tilkomið vegna þess að þork- kvótinn sé búinn og margt bendi til að veiðar og vinnsla úthafa- karfa verð arðvænleg. „Við erum þá að horfa til þcss að vinna sjófrystan karfa af Málmeynni og senda skipin í út- hafskarfann. Við höfum nægt húsnæði undir vinnsluna, en þurfum að kaupa fullkomna vélasamstæðu til vinnslunnar. Mér sýnis margt benda til að þetta geti orðið hagkvæmt, en hafa verulegar áhyggjur varð- andi framhaldið“, segir Jón Karlsson. Jón bendir einnig á þá stað- reynd aö mörg undanfarin ár hafi bæjarsjóóur Sauðárkróks veitt verulegum fjármunum til uppbyggingar atvinnulífsins. A sama tíma hafi sókn sveitafólks í vinnu á Sauðárkróki verið að aukast. „Þama er ég kominn að punkti sem ég hef lengi haldið fram og hann er sá, að brýn nauósyn sé til þess að héraðið allt verði sameinað í eitt sveitar- félag, enda er þetta orðið eitt at- vinnusvæði. Það er ekki hægt, og alls ekki sanngjamt, að Sauð- árkróksbær einn sveitarfélaga standi undir því að skapa atvinnu fyrir íbúa héraðsins. Hreppamir em líka svo smáir að þeir hver fyrir sig ráða ekki við það verk- efni, en stórt sameinað sveitarfé- lag með 5000 íbúum hlýtur að vera betur í stakk búió til að mæta þessum verkefnum en 2700 manna sveitarfélag eða minna“, segir Jón Karlsson. það ræðst væntanlega á næstu vikum hvort af þessu verði“, segir Einar Svansson. Hann bjóst þó ekki við að fjölga þyrfti fólki í frystihúsinu vegna karfavinnsl- unnar. Þetta gerði sjálfsagt ekki betur en að bjarga hráefnisöfl- unni, enda mætti búast við að út- vegun bolfisks til vinnslu á næstu mánuóum yrði ákaflega erfið, enda þorskkvótinn allur búinn. □ —ICTen^HI h|DI— Aðalgötu 24 Skr. sími 35519, bílas. 985-31419, fax 36019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparaímagn, Véla- og verkfœraþjónusta yitTJbílaverkstæði ÆAJLMJm. sími: 95-35141 Sœmundargötu 16 Sauðárkróki íax: 36140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.