Feykir


Feykir - 03.05.1995, Page 6

Feykir - 03.05.1995, Page 6
6FEYKIR 16/1995 værir meö oss í vetur frændi." Ingimundur kvaðst fyrir hinu ráð hafa gert og svo gerðu þeir. Ingjaldur tók við þeim forkunnar vel og sýndi á sér aufúsusvip og voru þeir þar um veturinn það er eftir var. Og er voraði þá segir Ingimundur að hann vill að þeir búi ferð sína í hemað, segir þá nú til alls betur færa en fyrr. Ingjaldur kvað það sannindi. Síðan fóru þeir annað sumar í hemað og fengu miklar tekjur fjár af reyfurum og ránsmönnum þeim sem lögðust á fé bænda eða kaupmanna, fóra svo um sumarið. ‘fÞáttKó *7&xtc: Pón/i. /4d**ut*tddd. 29. Ingimundur tjáði Grími að hann ætlaði heim til föður síns að hausti og vera þar um veturinn með tuttugu menn. Það fannst á heldur að Þorsteini þótti nokkuð svo vita ofsa þarvist þeirra og eigi með fullri forsjá. Ingimundur svarar „Eigi líst mér svo og eigi áttu svo að mæla og sannrlega er hitt að þú beióist slíks í móti sem þú vilt af fjáraflanum eftir siðvenju her- manna og neyta þess svo að sæmd fylgi. Nú samir þér vel að veita oss vistina með vorum tilföngum." Þórdís mælti: „Vel er slíkt mælt og drengilega og svo mundi gert hafa móðurfaðir þinn.“ 30. Þorsteinn mælti: „Eg skal og svo gera og er sköralega mælt.“ Þar era þeir um veturinn fram um jól og er þar góð vist og glaðleg. Öllum þótti mikils um Ingimund vert, bæói um háttu hans og yfirbragð. Hann var kænn við alla leika og að allri atgervi vel fær og óá- gjam við sér minni menn en harðfengur og framgjam við sína óvini. Og er jól leió mælti Ingimundur til föður síns: „Nú munum vér kumpánar fara til fóstra míns og vera þar það sem eftir er vetrar því að hann mun kunna þökk aö vér séum þar.“ 32. Þá mælti Ingimundur: „Ef eigi verða stórar mannraunir í voram feróum þá er einstætt að fara með hemaðinum drengilega." Allir hlýddu hans boði og banni. Og er nokkuð svo var haustað komu þeir við Svíasker. Þar vora víkingar fyrir og bjuggust þegar hvorirtveggja til bardaga og börðust fyrst með skot- um og grjóti. Engi var liðsmunur. Þar urðu margir menn sárir af hvorumtveggjum. Ingimundur fékk þar góðan orðstír þann dag og sannarlega þóttust þeir góðum höfóingjum þjóna er hans menn vora. Og er kveldaói varð á hvíld nokkur bardaganum. Karlakór Bólstaða- hlíðarhrepps sjötugur sunnudaginn fyrsta í sumri 1995 Sunnudaginn fyrsta í sumri 1925 hélt Karlakór Bólstaðahlíó- arhrepps sína fyrstu tónleika, en þeim stjómaði Guðmunda Jóns- dóttir frá Eyvindarstöðum systir Gísla Jónssonar, en hann var söngstjóri þennan fyrsta vetur, meðan bróðir hans Þorsteinn sinnti námi sínu við Hólaskóla. Var söngnum mjög vel tekið og endurtekin mörg lög, en söng- skráin var að vísu aðeins 8 lög og flest útlend. Þorsteinn bróðir þeirra var síóan söngstjóri kórs- ins ásamt Gísla fyrstu 20 árin. Þessi söngvinu systkini voru böm Eyvindarstaðahjóna, en Osk Gísla- dóttir móðir þeirra ólst líka upp í söngglöðum og íjölmennum syst- kinahópi þar á Eyvindarstöóum. Hún var föðursystir Agústar Andr- éssonareins af stofnendum kórsins. Fyrsta jarðarför, sem kórinn söng vió var útför sr. Stefáns M. Jónssonar á Auðkúlu 1930. Kór- inn æfði vandlega útfararsálma, sem hann flutti síðan og þótti söngur hans takast vel. Síóan hefur kórinn sungið við nær allar jarðarfarir í sinni heimasveit og í Svínavatnshreppi eftir að Svín- vetningar fóm að taka þátt í kór- starfinu, en það geróist eftir að Blöndubrúin var byggð 1952. Stundum hefur hann farið í önn- ur hémð til aö syngja yfir göml- um félögum eða fólki tengdu kórnum. Einhver lengsta ferð þeirra var fyrir miðja öldina til aó syngja yfir Margréti frá Kolvið- amesi móður Tryggva í Finns- tungu. Hún var jöróuó ffá Rauða- melskirkju og kórmenn komu í bíl aö austan til athafnarinnar og fóm síðan heim um nóttina svo þetta hefur verió erfið ferð. Þessi þáttur í starfsemi kórs- ins hefur oft lagt á herðar söngfé- laganna erfið ferðalög til æfinga og jarðarfara, en einnig hefur þessi skylda cflt samhug og sam- Skagstrendingar í pungaprófi Þann 12. apríl sl. luku 17 nemendur Farskóla Norðurlands vestra námi til 30 rúmlesta skips- stjómarréttinda. Námskeiðið var haldið í Höfðaskóla á Skaga- strönd, en mikið og gott sam- starf hefur verið milli Farskóla Noröurlands vestra og grunn- skólanna í kjördæminu. Aðal- kennari á námskeiðinu var Gylfi Guðjónsson stýrimaður á frysti- togaranum Amari. Nemendur sem stundað hafa nám fyrir tilstilli Farskólans em nú orðnir ríflega 400, en hann hóf starfsemi sína haustið 1993. Skipulagsstjóri skólans frá 15. janúar 1995 er Anna Kristín Gunnarsdóttir. Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps syngur í Víðistaðakirkju. Mynd/Heiðmar Ingi. heldni og kannski hefur einmitt þetta hlutverk kórsins orðið til að skapa honum sinn háa aldur. Tungubræður, þeir Jónas og Jón í Artúnum Tryggvasynir, tóku við stjóm kórsins 1945, er Þorsteinn Jónsson flutti til Blönduóss. Jónas stjómaði kóm- um í fimm ár en Jón var söng- stjóri í alls 35 ár. Faðir þeirra, Tryggvi í Finnstungu, var einn stofnenda kórsins og fyrsti for- maður og gegndi því starfi í meira en tvo áratugi. Gestur Guðmundsson rafvirki og söngvari á Blönduósi var söngstjóri kórsins um langt ára- bil ásamt Jóni og síðan, er Jón hætti, eini söngstjóri hans. Sl. tvö ár hefur Sveinn Amason tónlist- arkennari og organisti á Víðimel verið söngstjóri kórsins og stjómaði hann kómum á söng- skemmtun í Víóistaðakirkju 21. apríl sl., scm var fyrsti föstudag- ur í sumri og þá vom einmitt nær 70 ár lióin frá þeirra fyrsta sam- söng. Kórinn hóf söngskrána á sama lagi sem þá, þ.e. Heill þér fold eftir Wetterling. Söngur kórsins í Víðistaða- kirkju bar engin ellimerki. Margt kórfélaga em ungir menn, tenór er fjölmennari bössum, söngur- inn ömggur og líflegur, og ein- söngur Svavars Jóhannssonar í Litladal og Jónu Fanneyjar dótt- ur hans tókst mcó ágætum. Sig- urður Ingvi og Sigfús Guð- mundsson sungu líka ágætlega sinn einsöng. Söngstjórinn Sveinn og kórinn glöddu hjörtu margra norðanmanna og annarra sem hlýddu á sönginn þar í kirkj- unni og þeim fylgja norður hlýj- ar afmælisóskir. Fyrstu söngstjórar karlakórs- ins, þeir Gísli, Þorsteinn, Jónas og fleiri hafa samið margt söng- laga íyrir kórinn, og mörg þess- ara laga em varðveitt í aftnælis- ritinu Tónar í tómstundum ftá 35 ára afmæli kórsins. Þar rekur séra Gunnar Ámason frá Æsu- stöðum sögu kórsins og þar em varóveittar ítarlegar upplýsingar um sögu kórsins. Rökkurkórinn hélt tónleikana í Víðistaðakirkju ásamt karla- kómum, en Svcinn er söngstjóri beggja kóranna. Sömuleiðis hafa báðir kóramir sama undirleikar- ann, traustan og góðan, sem er Thomas Higgerson tónlistar- kennari í Vamiahlíð. Söngur Rökkurkórsins var góður og þar komu fram ágætir einsöngvarar. Formaður Rökkur- kórsins, Árdís á Vatnsleysu, átti stóran þátt í skipulagi þessarar ferðar, sem tókst glæsilega. Skrifað á Flúðum sunnudag- inn fyrsta í sumri 1995. Ingi Heiðmar Jónsson.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.