Feykir


Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 17/1995 Bylgjur rísa, bylgjur falla en blessuð vísan lifir enn Góð þátttaka og skemmtilegur kveðskapur í vísnakeppni í Sæluviku Kristján Arnason á Skálá sem var með besta botninn, Hjalti Pálsson skjalavörður og Stefán Haraldsson í Víðidal sem reyndist höfimdur bestu vísunnar um Sæluvikuna. Árið 1977 stofnaði Magnús Bjamason kennari á Sauðárkróki sjóð til eflingar vísnagerð í Skagafirði. Þessi sjóður hefur verið í umsjá Héraðsskjalasaíhs Skagfirðinga og á hans vegum var um nokkurra ára skeið haldin vísnakeppni sem komið var á framfæri í tímaritinu Safnamál, sem gefið er út af söfnunum í Skagafirói. Þessi keppni lognað- ist útaf vegna lélegrar þátttöku og líklega ónógrar kynningar af hálfu þeirra, sem áttu að sjá um keppnina. Nú var ákveðið að fara af stað með vísnakeppni að nýju í tengslum við sæluviku og gekk Bifrastarstjóm til liðs viö Safna- húsið um framkvæmd keppninn- ar. Að þessu sinni veitti trygg- ingafélagið Sjóvá/Almennar, umboðió á Sauðárkróki, pen- ingaverðlaun, en Sögufélag Skagfiróinga gaf bækur í auka- verðlaun. Þátttaka varó geysigóó og fór langt fram úr vonum aðstand- enda, en alls bámst vísur frá 46 aóilum. Bjöm Bjömsson skóla- stjóri og Hjalti Pálsson skjala- vörður skipuðu sjálfa sig í dóm- nefhd, ákváðu aó hafa ekki fleiri í nefndinni minnugir þeirra gömlu og góðu sanninda, að því verr gefast heimskra manna ráð, sem fleiri koma saman. Það reyndist ekki sjálfgefið, hverjir ættu að hljóta verðlaun, því margar sæluvikuvísurnar vom góðar, sumar með snilldar- bragði. Sama má segja um botn- ana. Dómendur urðu samt sam- mála um verðlaunavísuna og besta botninn, en margir fleiri hefðu átt verðlaun skilið. Þess vegna var ákveðið að vera dálítið rausnarlegir með fjölda auka- verólauna og fengu sex auka- verðlaun. Keppnin var tvíþætt. Annars vegar voru settir fram tveir fyrripartar til að bouia og annar hafóur hringhendur, meira að segja oddhend hringhenda, en sumir létu sig ekki muna um að setja víxlrím í þá vísuna, sem ekki var hringhend. Fyrir besta botninn vom veitt kr. 10.000 í verðlaun. Hins vegar var fólk beðið að yrkja um sæluvikuna og þar komu ffarn ágætar vísur, sumar ekki síðri en hin þekkta sæluvikuvísa Hallgríms Jónas- sonar. Einnig vora veitt 10.000 króna verðlaun fyrir þá vísu, sem best þótti. Enginn kostur er að birta hér allan kveðskapinn sem barst, á annað hundrað vísur og botna, en reynt verður að gefa gott sýn- ishom. Margar fleiri vom þess maklegar að birtast, en því miður er plássið takmarkaó. Skal þá fyrst birta sýnishom af því hvemig menn botnuðu fyrripartinn: Þegar kveldar sóliti sest og sígur hljótt í œginn. Hreiðar Karlsson á Húsavík botnar svo: Þeir sem vilja vaka mest verða að sofa á daginn. Edda Vilhelmsdóttir á Sauð- árkróki: Björt úr hafi brátt hún sést og býður góðan daginn. Atli V. Hjartarson á Sauðár- króki: Lífog fegurð gleður gest á gönguför um bœinn. Gunnþór Guðmundsson á Hvammstanga: Ránarelda roði sést reifa húmi bœinn. Sigfríður L. Angantýsdóttir á Hólum: A morgun getur maður hvesst muldrar Tröllaskaginn. Elfa Björk Sigurjónsdóttir í Geldingaholti: Sœluviku glaðan gest ganga sérðu í bœinn. Kristján Stefánsson frá Gil- haga: Ljóssins veldi’ íjjötra’ erfest, faðmar nóttin daginn. Hinn fyrriparturinn er odd- hend hringhenda og mun erfiðari viðfangs, en margir vom ekki í neinum vanda með hann: Þreytir lýði þessi tíð, þrálát hríð í vetur. Egill Helgason á Sauðárkróki: En vorið blíða blóm í hlíð og brum á víði setur. Bjami Jóhannsson í Víðilundi: Eftir blíðu enn ég bíð, sem unnið stríðið getur. Ólafur B. Guðmundsson í Reykjavík: Brátt í hlíð þófjólanfríð fagnað blíðu getur. Stefán Haraldsson í Víðidal: Vekur þíðu vorsól blíð, vermt um síðir getur. Engilráð Margrét Sigurðar- dóttir á Sauðárkróki: Vafið prýði völl og hlíð vorið blíða getur. Sigríður Friðriksdóttir ffá Ing- veldarstöðum: Signi hlíðar sólin blíð svo oss líði betur. Haraldur Smári Haraldsson á Sauðárkróki: Út úr híði aftur skríð og mér líður betur. Kristján Runólfsson á Sauð- árkróki: En vorið blíða vinnur stríð og virðum líður betur. Loks var beðið um heila vísu og yrkisefhið Sæluvikan: Egill Helgason á Sauðárkróki: Inni í dal og uppi áfjöllum, ennþá kveða gumar brag. Eg vona að sœlan endist öllum alvegfram á lokadag. Einar Sigtryggss. Sauðárkróki: Sœluvikan seyðir enn sveina og evudœtur. Vínið teyga vaskir menn, vaka dag og nœtur. Ingimar Bogason Sauðárkróki: Lífsgleðin hún leikur sér á léttum nótum Islendinga. Og sœluvikan okkar er aðalsmerki Skagfirðinga. Guðmundur Stefánsson á Ak- ureyri: Þó að burt viðfcerumjjöll, finnst mér nokkurs virði, að sœluviku eigum öll enn í Skagafirði. Jón Gissurar í Víðimýrarseli: Heyrum mildan hörpuslátt húms við nætur bliku. Syngjum meðan dunar dátt dans í sœluviku. Sveinn S. Pálmason Reykjavík: Ljúfa tóna leikiðfinn, létt á andans strengi. Því sœluviku söngurinn sunginn verður lengi. Hafsteinn Steinsson í Reykja- vík: Lýðir hafa löngum gaman listamenn á hlýða slynga. Þegar margir sajhast saman á sœluviku Skagfirðinga. Eftirtaldir fengu vióurkenn- ingu fyrir botna sína. Það vom bækurnar Sýslunefndarsaga Skagfirðinga I-H, áritaðar til hag- yrðinganna: Þreyrír lýði þessi ríð, þrálát hríð í vetur. Hafsteinn Steinsson í Reykja- vík botnar svo: Þó um síðir sólin blíð sigrað kvíðann getur. Kristján Stefánsson í Gilhaga: Ejrír þíðu enn ég bíð, að mér kvíða setur. Karen H. Steindórsdóttir á Sauðárkróki. Soldið íðí sem ég níð, svo mér líði betur. Eftirtaldar Sæluvikuvísur fengu viðurkenningu: Ekki er nótrín orðin löng, engar blikur hugann þvinga. líður fljótt við sumbl og söng sœluvika Skagfirðinga. Hreiðar Karlsson Húsavík. Skœr nú blika brúnaljós, bærast kvikirfætur. Sést ei hik á sveini og drós um sæluviku nætur. Þórdis Jónsdótúr á Sauðárkróki. Óðs við kviku, öls við skál, ekkert hik í geði. Svanna blik og söngsins mál, sæluvikugleði. Sigurjón Run. Dýrfinnustöðum. Þá er komið að þeim botni sem við ákváðum að veita fyrstu verðlaun. Hann er eftir Leirkarl og hann setur í vísuna víxlað innrím: Þegar kveldar sólin sest og sígur hljótt í æginn. Dökkumfeldi síðan sést sveipa nótt um bæinn. Leirkarlinn er Kristján Áma- son á Skálá í Sléttuhlíð. Og þá er loks komið að rúsín- unni í pylsuendanum, þeirri vísu sem útvalin var af dómnefndinni. Hún kom undir dulnefhinu Oddur Um sæluviku segja má, sjafnarblik ei geiga. Amorsbikar ýmsir þá alveg hiklaust teyga. Oddur reyndist vera Stefán G. Haraldsson bóndi og bílstjóri í Víðidal. Eg vil að lokum lyrir hönd aðstandenda keppninnar þakka öllum fyrir þátttökuna. Það er mikilsvert að fólk skuli sýna þessu svo almennan áhuga og sýnir að vísan lifir enn góóu lífi meðal margra. Og þetta er góð hvatning til að taka upp þráðinn aftur aó ári. Þegar Kristján á Skálá tók á móti verðlaunum sínum, stakk hann að okkur blaði með vísu. Fer vel á að ljúka þessari saman- tekt með henni: Skjáir lýsa, lúðrar gjalla, í leiki jýsir sífellt menn. Bylgjur rísa, bylgjurfalla, en blessuð vísan lifir enn. Hjalti Pálsson. Nýlokið viðgerð á Reynistaðakirkju Nýlokið er viðgerð á Reynistaðakirkju, sem staðið heffir yfir í fjögur ár með smáhléum. Tré- smiðjan Borg hefur séð um verkið og yfirsmiöur var Bragi Skúlason, en Hjörleifur Stefánsson arkitekt sá um ráðgjöf og eftirlit. Þess hefur verið vandlega gætt að engu sé breytt frá upp- haflegri gerð kirkjunnar, sem á þessu ári verður 127áragömul. Að þessu tilefni verður hátíðarmessa í Reynistaðakirkju sunnu- daginn 7. maí og hefst hún kl. 2 eftir hádegi. Em allir velunnarar kirkj- unnar velkomnir. Kaffi- veitingar verða í Mels- gili að messu lokinni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.