Feykir


Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 3
17/1994 FEYKIR 3 Sönglagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks: Kvöldskemmtun á heimsmælikvarða „Ég er alsæll meö að hafa unnið hérna á heimavelli og óskaplega ánægöur að hafa unn- ið þessa keppni. Ég get bara tek- ið undir með kvenfélagskonum, sem sögðu að það væri sérstak- lega ánægjulegt að það skyldi hafa verið ég sem vann keppnina núna á 100 ára afmæli félagsins. Ég er ncfnilega óformlegur heið- ursfélagi í kvenfélaginu og hef unnið mikið með þeim um árin", segir Geirmundur Valtýsson al- sæll með vinningslagið sitt í Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks, sem hcitir „Þegar sólin er sest“ og er við texta Kristjáns Hreinssonar. Urn 250 manns íylgdust með dægurlagakeppninni sem fram fór í íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. fimmtudagskvöld og keppnin var í alla staði hin glæsilegasta og vandað til hennar í hvívetna, m.a. var fengið norður eitt full- komnasta hljóðkerfi landsins, og studdu þar Kaupfélag Skagfirð- inga og Sauðárkróksbær við kvenfélagió. Iþróttahúsið var fagurlega skreytt fyrir þessa kvöldskemmtun. Það var Helga Sigurbjöms- dóttir formaður Kvenfélags Sauðárkróks sem setti samkom- una. Engilráð Sigurðardóttir stjómarmaður í kvenfélaginu tók síðan til máls og gat þess að á þessu ári væri kvenfélagið 100 ára. I tilcfni þess hefur félagið látið gera nýjan fána og unnið er að gerð merkis. Það er Guðni Ragnar Bjömsson frá Sauðár- króki sem hefur unnið þetta verk og birtist fáninn þama í fyrsta sinn opinberlega. Kynnir kvöldsins var Jón Hallur Ingólfsson og skaut hann nokkmm „laufléttum" inn á milli laganna 10, sem þéttskipuð sveit úrvals hljóðfæraleikara úr hérað- inu lék undir stjórn Hilmars Sverrissonar. Skemmtiatriðin voru mögnuð: Dans íslands- meistaranna í samkvæmisdöns- um 16-18 ára og free style dans Ragndísar Hilmarsdóttur, ungs Islandsmeistara frá Króknum. Fílapenslarnir frá Siglufirði sungu nokkur lög og skemmtu, sýndu á sér hrjúfu hliðina svolít- ið Siglfirðingamir, og var geysi- lega vel fagnað. Anna Sigríður Helgadóttir söng nokkur klassísk lög, Kór Fjölbrautaskólans söng Garðyrkja (grænir fingur) Tek að mér klippingar og almenna garðvinnu. Upplýsingar í síma 95-35760 eftirkl. 17,00. Sigrún Indriðadóttir garðyrkjufræðingur. Geymið auglýsinguna. undir stjóm Hilmars Sverrisson- ar og ungir listamenn úr Gagn- fræðaskólanum og Tónlistar- skólanum skemmtu. Það var söngvarinn góðkunni Ari Jónsson sem flutti lag Geir- mundar, sem er með svolítið öðmm blæ en önnur lög hans, „svolítið mexíkönskum", eins og Geirmundur segir sjálfúr. I öðm sæti var lagið „Þú ert" eftir Gunnar Gunnarsson bónda í Syöra-Vallholti í Skagafirði og í þriðja sæti síóan lagið „Horfi á þig“ eftir Hörð G. Ólafsson á Sauðárkróki, en Hörður hefur náð bestum árangri íslenskra lagahöfunda í Evrovisjonkeppn- inni, lag hans „Eitt lag enn" hafnaði í 4. sætinu um árió. Þess má geta að vinningslag Geira var upphaflega samið að ósk Björgvins Halldórssonar með notkun fyrir Evrovisjon- keppnina í huga. Þaö fékk ekki náð fyrir augum Björgvins frekar en nokkur önnur lög frá bestu lagahöfundum landsins. Heppni fyrir Geirmund því þá hefði hann ekki getað notaó það í kvenfélagskeppninni. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks stendur á gömlum merg, féll reyndar niður um tíma en var endurvakin aó nýju í fyrra. í fyrra bárust 20 lög í keppnina en núna yfir 40, víðs- vegar að af landinu. Að margra áliti er keppnin komin til að vera S amvinnubókin Hagkvæm ávöxtun í heimabyggð! Nafnvextir 4,85% ársávöxtun 4,91% Ársávöxtun á síðasta ári var 4,84% Innlcínscleild Fulltrúar laganna 10 mættir á svæðið við verðlaunaafhendinguna. Frá vinstri talið: Kristján Gíslason Sauðárkróki, Leó Ólason frá Siglufirði, Hafsteinn Hannesson fulltrúi Arnars Freys Gunnarssonar og Gunnars Páls Ingólfssonar frá Reykjavík, Sigurgeir Angantýsson Sauðárkróki, Arnar Einarsson Húnavöllum sem samdi lag við texta Sigfúsar Ólafssonar, Sigurður Ægisson frá Siglufirði, Hörður G. Ólafsson og Ársæll Guðmundsson Sauðárkróki, Gunnar Gunnarsson í Vallholti, Signý Bjarnadóttir kona séra Hjálmars Jónssonar, og Geirmundur Valtýsson. og ekki talið ólíklegt að á næstu árum muni margir helstu laga- höfundar landins taka þátt í henni, en segja má að þetta sé nú orðið eina dægurlagakeppnin eftir að söngvakeppni sjónvarps- ins lagðist af. Það er þó ekki þannig að kvenfélagið raki saman pening- um vegna keppninnar. Að sögn Lovísu Símonardóttur stjómar- manns í kvenfélaginu, vonast kvenfélagskonur til að hljóð- snældan með lögunum 10 seljist vel. Það gæti fleytt þeim á núllið, en skemmtikvöldið sjálft standi ekki undir sér. „Við erum að þessu til þess að skapa tilbreyt- ingu í skemmtana- og menning- arlífinu í héraðinu. Þetta er gífur- leg vinna sem liggur að baki keppninni og fjöldi fólks leggur á sig mikla sjálfboðavinnu. Tón- listarfólkið fær þó greitt fyrir sína vinnu", segir Lovísa. Geirmundur tekur við blómum og sigurlaunum í keppninni úr hendi Lovísu Símonardóttur stjórnarmanns í kvenfé- laginu. Á milli þeirra glyttir í Jón Árnason frá Víðimel, formann dómnefndar. Gunnar í Vallholti er vinstra megin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.